Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 12
REYKJAVÍ LONDOj PARIS ÁL6IERT>«^ BOU-S AADA SAHARA WAMIDAR SjúkrabOar Rauða krossins fóru 36i ferðir í Reykjavík á síðasiliðnu ári Fjársöfnunardagur Rauða krcnsins er á morgun — öskudag Á morgun, öskudag, safnar Rauði Kross íslands fé til hinnar margþættu starfsemi sinnar með merkjasölu um land allt. í fyrra seldust á öskudaginn merki fyrir nálægt 90 þús. krónur í Reykjavík og voru sölubömin þá hátt á annað þúsund. Þau börn, sem selja merki á morgun, fá aðgöngumiða að kvikmyndasýningu á sunnudag- inn kemur og auk þess dálitla hressingu rnn leið og þau skila andvirði selda merkja. Ættu foreldrar að minna börnin á merkjasöludag Rauða Krossins og láta þau búa sig vel að heiman. Á annarri síðu blaðs- ins í dag er nánar sagt frá því hvar og hvenær merkin verða afhent. 10 starfandi deildir Eins og áður er getið hefur itauði Krossinn margþætta starfsemi með höndum: Gefur út Heilbrigt líf, tímarit um heilbrigðismál, og unglingablað- ið Unga Island, rekur sjúkra- skýli í Sandgerði og rak auk þess sjúkraskýli á Raufarhöfn um síldveiðitímann 1 fyrrasum- ar. Þá hefur Rauði Krossinn fastráðna hjúkrunarkonu í þjónustu sinni og ferðast hún um landið og heldur námskeið í hjálp í viðlögum í skólum og víðar eftir því sem óskað er. Nú eru starfandi 10 RK deildir á ýmsum stöðum á landinu og eiga þær samtals 7 sjúkrabifreiðar. 3600 sjúkraferðir Reykjavíkurdeildin er lang stærst og telur nú um 2 þús. félaga. Hún á nú þrjár sjúkra- bifreiðar, þar af eina afar vandaða þýzka bifreið, sem tek- in verður í notkun með vor- inu. Sjúkrabifreiðarnar eru reknar frá slökkvistöðinni og fóru um 3600 ferðir með sjúka um borgina á liðnu ári og margar út úr bænum. Eitt höfuðstarf deildarinn- ar er að annast sumardvalir barna úr Reykjavík. Á sl. sumri voru 240 börn á vegum henn- ar í sveit, helmingur þeirra á barnaheimili RKl í Laugarási og um 60 á hvorum staðnum Silungapolli og Reykjaskóla í Hrútafirði. Þá er Reykjavíkurdeildin að koma sér upþ nýjum birgðum hjúkrunargagna, sem lánuð eru á heimili endurgjaldslaust. Aðalfundur ÆFV Æskulýðsfylkingin í Vest- mannaeyjum hélt aðalfund sinn í síðustu viku. í stjóm voru kosin: Ólafur Jónsson formaður, Sveinn Tóm- asson varaformaður, Kristín Pétursdóttir ritari, Þorsteinn Gunnarsson gjaldkeri, Haf- steinn Ágústsson meðstjórn- andi, Sigurður Ólafsson og Sigurður Guðmundsson með- stjómendur. Ungir sósíalistar i Vest- mannaeyjum hafa fullan hug á að efla mjög starfsemina, og mun takast það. — Kjartan Ólafsson, erindreki Æskulýðs- fylkingarinnar mætti á fundin- um. Námskeið í lijálp í viðiögum Á sl. vetri gekkst deildin fýrir námskeiði fyrir almenn- ing í hjálp í viðlögum. For- stöðumaður námskeiðsins var Elías Eyvindsson yfirlæknir. Þátttaka var mjög mikil og komust færri að en vildu. Um næstu mánaðamót verður efnt til námskeiðs með sama sniði og í fyrra, þar sem kennd verður allskonar hjálp í við- lögum, m.a. blóðgjafir og með- ferð á sjúklingum sem orðið hafa fyrir losti. Stuðzt verður við bókina Hjálp í viðlögum eftir Jón Oddgeir Jónsson á námskeiðinu, en 1. marz nk. er væntanleg á markaðinn ný út- gáfa af bókinni. Eru þátttak- endur í væntanlegu námskeiði RK beðnir um að gefa sig fram í skrifstofunni eftir öskudag- inn. Það síðasta boðið upp í dag Borgarnesi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í dag fer hér fram uppboð á síðustu leifimum af eiguum gjaldþrotabús Hvítár. Þar með er á enda kljáð mis- heppnuð útgerðartilraun Borgnes inga. Þrátt fyrir hið dýrkeypta áfall er skoðun ýmissa að at- vinnuástandið hér verði ekki bætt nema* með sjávarútgerð, enda stutt héðan á fiskimiðin. jókst 9,7% á sl. ári Heildarmjólkurmagn mjólkur- búanna (mjólkursamlagaima) á árinu 1954 reyndist vera 51.946. 673 kg„ sem er 4.600.175 kg. meira magn en á árinu 1953, eða 9.72% aukning. í 1. op 2. flokk flokkaðist 50.350.937 kg. mjólkurinnar, eða 96.93 %, og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera 1.595.736 kg, eða 3.07%. Á árinu 1953 reyndist 1. og 2. flokks mjólk vera 45.652.938 kg„ eða 96.42% og 3. og 4. flokks mjólk reyndist vera 1.693.560 kg„ eða 3.58%. Spyrðubandavél Valdimars Egilssonar. — Sjálfum mun honum hafa dottið í hug að kalla vélina „hnýtlu" og er það mjög vel til fundið nafn, stutt og laggott. Hnýtir 70 spyrðubönd ámínútu Valdimar Egilsson vélstjóri Lindargötu 30 hefur fundið upp og smíðað vél til að hnýta spyröubönd. Getur vél þessi linýtt um 70 spyröubönd á mínútu. þlÓÐVILJINM Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — 20. árgangur — 43. tölublað Aðaifimdnr Sveínafélags skipasmiða Sveinafélag skipasmiða hélt aðalfund sinn s.l. laugar- tíag. Helgi Amlaugsson var endurkjörinn formaöur fé- lagsins. Með honum voru kosnir í' brerfingunum var kosning stjórn Magnús Guðmundur H. Þórarinsson, Sigurðsson, Það mun hafa verið haustið®" 1953 að Hannes Ágústsson kom með hluta af kornhnýtivél til Valdimars og bað hann um að athuga hvort hann gæti ekki smíðað vél er hnýtti spyrðubönd. Valdimar fór síðan að hugsa málið og síðar að smíða slíka vél. Hafði honum tekizt það í febr- úarmánuði sl. Síðan hefur hann smíðað 4 slíkar vélar og hafa 2 þeirra verið sendar til Noregs. Sem fyrr segir getur vélin hnýtt um 70 bönd á minútunni og geta þau verið af mismun- andi stærðum eftir því hvað hentar hverju sinni. Vél þessi er mjög til hagræðis1 skreiðar- framleiðendum. Helgl Amlaugsson Ingvar Jónsson, Bjöm E. Bjömsson. Varamenn vom kosnir Kristján Sigurðsson og Jóh. Ámason. Stjómin skiptir sjálf með sér verkum að öðm leyti en því að formaður er kosinn sérstaklega. — Gjald- keri, sem er utan stjómarinn- ar, var kosinn Sigurður Þor- kelsson. Miklar umræður vom um lagabreytingar og var lögum félagsins mikið breytt. Ein af var trúnaðarmannaráðs, sem félag- ið hefur ekki haft áður. 1 trún- aðarmannaráð, auk stjórnar, vom kosnir Sigurður Þórðar- son, Jens Þorsteinsson, Kjart- an Einarsson og Þorsteinn Ól- afsson. Varamenn þeirra voru kosnir Bragi Guðnason, Jón Jónsson, Emil S. Guðmundsson og Sigurður Þorkelsson. Kennaraverkfall í Grikklandi Um fimm þúsund kennarar í æðri skólum í Grikklandi hafa sagt lausum stöðum sínum. Ætla þeir að hætta störfum þegar upp- sagnarfrestur er útrunhinn ef ríkisstjórnin verður ekki áður við kröfum þeirra um launa- hækkun. StálrerhfaU í Saar 1 gær lögðu 40.000 verka- menn í stáliðnaði Saarhéraðs niður vinnu. Þeir krefjast 15% kauphækkunar. Stáliðnaður og námugröftur em helztu at- vinnuvegir í Saar. Minningarathöfn um þá sem férust með togaranum Agli rauða Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans. f gær fór hér fram útför Hjörleifs Sigurðssonar og minningarathöfn um aðra skipverja er fórust með tog- aranum Agli rauða. Sóknarpresturinn sr. Ingi Jóns- son flutti minningarræðuna. Kirkjukórinn og Samkór Nes- kaupstaðar sungu við athöfnina. Geysimikill mannfjöldi var við athöfnina. Hún skemmtir í kvöld í Austur- bæjarbíói Hallbjörg Bjarnadóttir skemmt- ir á kvöldskemmtun knatt- spyrnufélagsins Þróttar í Aust- urbæjarbíói í kvöld. — Sjá um önnur skemmtiatriði í auglýs- ingu á 8. síðu. Deildarfundir verða í öllum deildum n.k. þriðjudag kl. 8,30 e. h. Formenn deildanna eru beðnir að mæta á fund kl. 6. annað kvöld að Þórsgötu 1 (skrifstofuna). — Stjórnin. Hér sjáiö pið leiðina sem farin verður í flugskemmtiferð ferðaskrifstofunnar Orlofs — sjá frétt á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.