Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. febrúar 1955 « vm þjóovmiNN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (éb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Xvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19 — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ___________________________________________________________/ Engin vinsiri samvinna möguleg án Sésíalistaflokksins Þess sjást nú glögg dæmi að meira og meira vex klofningur- inn á milli Sjálfstæðisflókksins og Framsóknar, og stjómarsam- starfið allt virðist í raun og veru hanga á bláþræði, sem þá og þegar muni slitna. Eitt gleggsta dæmið er leiðari, sem birtist í Tímanum fyrir skömmu, undir nafninu „Verkföll og vinstri stjóm” þar sem því er slegið föstu að í raun og vem verði aldrei hægt að stjórna landinu og atvinnuvegunum af viti nema með þátttöku verkalýðsins. Enn fremur er því hátíðlega lýst yfir og beinlínis sagt til Morgunblaðsins, að Framsóknarflokkurinn telji sig geta tryggt framgang sinna aðaláhugamála, s.s. „réttlátt \erð á landbúnaðarafurðum, hæfileg framlög til landbúnaðar- mála, raforkuframkvæmdir og viðskiptafrelsi, jafn vel í sam- vínnu við verkamenn eins og við Sjálfstæðisflokkinn.“ Hér er auðvitað ekki um neina nýja uppgötvun að ræða, því nægar staðreyndir liggja fyrir um það að aldrei hefur t.d. verið unnið á heObrigðari hátt að málefnum landbúnaðarins, heldur en þegar Sósíalistaflokkurinn, sem fulltrúi verkalýðsins, hafði mest áhrif á gang þeirra mála. Þannig var t.d. sex manna nefnd- arsamkomulagið ákveðið fyrir beint tilstilli Sósíalistaflokksins. Með þvi var í fyrsta sinn viðurkenndur sá réttur bændanna að afurðaverð þeirra skyldi miðað við launakjör annarra vinnu- stétta. Þá var enn fremur, þegar Sósíalistaflokkurinn var í rík- isstjóm, samþykkt sú löggjöf, er einna mestum framkvæmdum hefur áfram hrundið í sveitum landsins. Enn fremur má benda á það, að Sósíalistaflokkurinn hefur ætið stutt fast öll lánsf jár- málefni landbúnaðarins, sem Alþingi hefur um fjallað hin síð- ari ár og beinlínis haft forgöngu um sum hin mikilvægustu s.s. framlögin til Búnaðarbankans 1952. Framsóknarflokkurinn hefur því allan þennan tíma vitað þetta sem yfir er lýst í á- minnstum leiðara. En það hefur annað gerzt hin síðustu ár sem veldur þeim straumhvörfum, er nú þróast í íslenzkum stjónunálum, en sú þróun stefnir til vinstri sem hver maður sér. Þegar borgaraflokk- amir þrír tóku höndum saman um stjórnarmyndun árið 1947 og hófu þá einangrunarherferð er þeir hugðust nota til að ganga milli bols og höfuðs á Sósíalistaflokknum. Þá var sú samvinna byggð á þeirri von að annaðhvort mundu auðvaldsríkin með Bandaríkin í broddi fylkingar sigra í „kalda stríðinu", eða „heitt stríð“ brytist út, og í þvílíkum átökum tækist að ráða niðurlögum sósíalismans í heiminum, og halda nýlenduþjóðunum í skef jum. Þá skyldi renna upp gullaldartímabil hinnar íslenzku borgarastéttar í skjóli hins bandaríska hers á íslandi. En nú sér hver einasti maður að þróunin hefur beinlínis orðið gagnstæð þessu. Bandaríkin eru að missa tök sín. Nýlenduþjóð- imar brjótast undan okinu hver af annarri. Horfumar á stríði fára stöðugt minnkandi. Þetta gildur um umheiminn. En jafn- framt hefur sú þróun orðið hér innanl., að stóram hefur vaxið á- huginn fyrir að eyða sundrangu vinstri aflanna. Alþýðan sem klofin hefur verið í andstæða hópa er í sívaxandi mæli að koma auga á það, að sundrang hennar er andstæðingunum einum að gagni. Áram saman hefur Sósíalistaflokkurinn barist fyrir þessari sameiningu. Á síðasta Alþýðusambandsþingi kom árangurinn á- þreifanlega í ljós. I stjórnarkosningum verkalýðsfélaganna, sem nú standa yfir er straumurinn til vinstri greinilegur. Þessar staðreyndir geta ekki farið fram hjá neinum þeim stjórnmálamanni, sem minnsta snefil hefur af yfirsýn um stjóm- mál. Yfirlýsingarnar í leiðara Tímans era því bein afleiðing þessarar þróunar. Hinsvegar er hér vitanlega alls ekki komið að lokamarki. Bændastéttin þarf líka að ganga til samstarfs við sameinaða yerkalýðsstétt. Hennar eigin hagsmunir krefjast þess. Að vísu er enn þá greinilegt hik og hræðsla hjá leiðtogum Framsóknarflokksins. Dæmi þess er t.d. hin broslega firra að skipta verkalýðnum i lýðræðissinna og ekki lýðræðissinna, eða Sósíalistaflokknum í góða og vonda sósíalista. Þeirri staðreynd verður ekki neitað að kjarni verkalýðsins fylkir sér um Sósíal- istaflokkinn og hver sú tilraun er gerð yrði til vinstri stjórn- armyndunar án hans þátttöku er fyrirfram dæmd til að mis- takast, vegna þess að hana myndi skorta það afl á bak við sig, sem vinstri stjóra þarf að hafa, til þess að geta tekið af viti á málefnum þeim sem leysa þarf. Slíkt afl verður ekki tryggt með neinu öðru en þátttöku Sósíalistaflokksins. | Síðasta vika útvarpsins skil- ur ósköp lítið eftir í lokin. Eg missti af leikriti sunnudags- kvöldsins og tel ekki ólíklegt, að í minningunni væri reisn vik unnar meiri, ef svo hefði ekki farið. En hræddur er ég um, að persónulegum duttlungum sé ekki einum um að kenna, hve minningin er sviplítil. Góðir hlutir á vegum vikunn- ar voru þessir helztir: Erindi Sigurðar Þórarinssonar um Etnu er eitt þeirra mörgu er- inda okkar ungu vísindamanna, sem leikmönnum er nautn á að hlýða. Hefur áður í pistlum þessum verið lýst ánægju yfir því, hve hinir ungu fræðimenn flytja listilega sitt mál og við alþýðuhæfi, og stendur Sigurð- ur þar í fremstu röð. — Þá var erindi Gylfa Þ. Gíslasonar um tónlist mjög skemmtilegt. Ættu fleiri hagfræðingar að taka hann til fyrirmyndar í því að hætta að tala um hagfræði, en tala heldur um eitthvað annað, sem þeir kynnu að hafa vit á. — Kynning söngvara hjá Guð- mundi Jónssyni er mjög vel þegin af þeim, sem hafa þó nokkra hæfileika til að njóta sönglistar, en ekki mjög mikla og takmarkaða þekkingu til þeirra hluta. Nokkur orð um verkin, sem með er farið, eða söngvarana, sem flytja, er nokkur hjálp til að njóta söngs- ins betur en ella, og ekki sízt þegar svo skemmtilega er flutt sem Guðmundur gerir. Þessar gömlu plötur, þótt gallaðar séu orðnar eða hafi verið gallaðar frá upphafi, er óþarfi að af- saka, því að aðrar plötur sams konar og kynntar á sama hátt eru vissulega víða vel þegnar. — Spurningar og svör um nátt- úrufræði voru með allra hug- þekkasta móti hjá Ingimar Ósk- arssyni, og er þá mikið sagt. — Erindi Guðmundar Þorláksson- ar um lífið í fjörunni var ákaf- lega fróðlegt og ágætlega sam- ið. — Fréttaauki frá Sameinuðu þjóðunum um kynþáttadeiluna í Suður-Afríku var mikið fagn- aðarefni, sennilega að einhverju leyti vegna þess, að i minning- unni lifir enn óskaplegt erindi, sem flutt var í útvarpið fyrir nokkrum árum um sama efni. Sigurður Magnússon er fyrsti íslenzki fréttamaðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum, sem flutt hefur þaðan fréttir á siðaðan hátt. Dagur og vegur var nokkuð með sérstöku sniði að þessu sinni hjá Magnúsi Á. Árnasyni listmálara. Hann var allan tím- ann inni á sviði sinnar sérgrein- ar, og fór vel á því. Fátt mun verða minnisstæðara af því, sem sagt hefur verið í þeim þætti fyrr og síðar en það, sem Dtvarpið síðustu viku hann sagði um líkneski Reykja- víkurborgar, og er það þarft verk að taka þau fyrir á opin- berum vettvangi á svo látlaus- an og skýran hátt, sem Magnús gerði. Þá er hann sá eini sem hefur reynzt maður til að draga listamannadeiluna inn í umræð- ur á þann hátt, sem ekki hefur verið til leiðinda og sæmandi tragik þess máls. Það er bjarmi hreinnar manngerðar yfir orð- um Magnúsar. — Björn Th. Björnsson var ekki maður til að handleika þá deilu á réttan hátt. Erindi hans úr heimi myndlistarinnar var lé- legt og allra sízt til þess fallið að gefa innsýn í nýjar lista- stefnur, sem þó virtist helzt eiga að vera tilgangur þess, til þess var tætingurinn allt of mikill og ergelsi út af óvinsam- legum viðtökum, sem hin nýj* list hefur víða átt að mæta. Erindi Þorsteins Einarssonar um himbrimann var fróðlegt og skemmtilegt. Það mætti gjarnan koma í barnatíma vegna fuglasöngsins. Hér á heimili varð mikil sorg í brjóst- um þeirra, er sofnaðir voru, þegar þeir næsta morgun fengu að heyra það, hve fuglarnir hefðu sungið mikið í útvarpið. — það var mikill og átakan- legur fróðleikur í frásögn Sig- urðar Arngrímssonar um snjó- flóðin á Seyðisfirði fyrir 70 ár- um og efnið var saman tekið á viðfelldinn og réttan hátt. Magnús Guðmundsson las of mikið úr Varabálki Sigurðar frá Heiði. Það er mjög þarft að vekja eftirtekt á þessu merki- lega verki, en hefði þurft að gera meira að því að velja úr því á víð og dreif og hafa magn- ið nokkru minna, svo að lest- urinn yrði ekki þi’eytandi — Þorraþrællinn hans Ara Arn- alds var ultrarómantískur, forn og fagur, gaman að hlusta á hann í umbúðum hins klass- iska stíls og máls. — Eg get hugsað, að mörgum hlustendum hafi þótt mikið koma til sögu Guðmundar Dan- íelssonar af frú Pálinu. Það var einn rokna reyfari, fjörlega skrifaðUr og án allrar vand- virkni. Eg hélt um skeið, að nú ætlaði Guðmundur að skrifa góða hádramatíska sögu, en svo hætti hann við það og sló öllu upp í tiltölulega ódýrt grín. Guðmundur er einn þeirra manna, sem minnsta virðingu ber fyrir meðfæddum gáfum sínum. Kafli úr Gösta Berlings saga var góður kvöldlestur. Erindi Jakobs Gíslasonar um rafmagns tækni er bezti fræðsluþátturinn sem ég hef heyrt til þessa, og er gott að mega hyggja til fram- halds. G. Ben. 20 mlllj. kr. ftll mútustarfseml Fyrirspum sú sem Einar Ol- geirsson flutti á Alþingi um greiðslurnar til bandaríska sendiráðsins hefur að vonum vakið mikla athygli, og ekki síður hitt að viðskiptamálaráð- herra fór undan í flæmingi þegar málið var rætt. Hér er óneitanlega um mjög alvarlegt mál að ræða. Sendiráð Banda- ríkjanna hefur fengið greiddar 20 milljónir króna á undan- förnum árum, auk þess sem það hefur auðvitað fengið venjulegar yfirfærslur til þess að standa straum af kostnaði sendiráðsins hérlendis. Þessar tuttugu milljónir króna hefur sendiráðið fengið að hagnýta algerlega að eigin geðþótta: með því er ekkert eftirlit. 20 milljónir króna er mikið fé — það er því sem næst árs- kaup 700 Dagsbrúnarmanna. Og maður þarf ekki að vera í vafa um hvernig féð hefur ver- ið hagnýtt; það hefur verið notað til þess að styrkja að- stöðu Bandaríkjanna hérlendis og greiða götu fyrir sívaxandi ásælni. Verulegum fúlgum hef- ur verið varið til njósnastarf- semi þeirrar sem Bandaríkin hafa skipulagt hérlendis, en það mun nú láta nærri að sendi- ráðið hafi spjaldskrá yfir alla íslendinga. Við þá iðju hefur sendiráðið notið dyggilegrar — og vel launaðrar — aðstoðar hernámsflokkanna. Þó hafa eflaust ennþá stærri upphæðir verið notaðar í bein- ar mútur, bæði til einstakra manna og stjórnmálasamtaka. Með því hafa Bandaríkin ekki aðeins fengið framgengt ýms- um áhugamálum sínum, heldur einnig öðlazt tangarhald á þeim aðilum sem fé hafa þeg- ið. Sá sem einu sinni hefur þegið mútur á erfitt með að losna nokkru sinni framar úr þeim gapastokki. Bandaríska sendiráðið mun ekki sízt hafa lagt áherzlu á þennan þátt starfsemi sinnar nú undanfar- ið, þegar andstaðan gegn her- náminu hefur farið sívaxandi innan sjálfra hernámsflokk- anna; það hefur auðvitað talið það mjög mikilvæga fjárfest- ingu að styrkja agenta sína sem mest og bezt. Þar sem ekkert eftirlit er með því hvernig sendiráðið hagnýtir milljónatugi sína er auðvitað erfitt að rekja mút- urnar og færa sönnur á þær hverju sinni. Fji almenningur getur þó verið fullviss um það, að hverju sinni sem einstak- lingar eða stjórnmálasamtök hernámsflokkanna hefjast snögglega og skýringalaust úr basli í ríkidæmi, eru pening- arnir komnir frá bandaríska sendiráðinu. Allir vita að Morg- unblaðið fékk marsjallfé til þess að efla starfsemi sína — og ef til vill kemur röðin senn að öðrum flokkum, sem banda- ríska sendiráðið telur veikari fyrir en íhaldið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.