Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 t ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Mesta þátttaka í Holmen kollenniótinu til þessa Yiisr 60 útlendingar keppa, þar af 5 íslendingar Aldrei í sögu Holmenkollen- mótsins í Osló hafa svo margir útlendingar tilkynnt þátttöku sem nú um mánaðamótin. Yfir 60 útlendingar taka þátt í mótinu og eru Finnar þar fjölmennastir eða 26 og næstir koma Rússar með 20 keppendur. Svíar senda 18 manna flokk. 5 íslendingar Samkvæmt upplýsingum inn- lendum og erlendis frá munu 4 íslendingar keppa þarna í alpa- greinum, þ. e. svigi og bruni. Steinþór Jakobsson frá ísafirði er fyrir nokkru farinn utan til Áre í Svíþjóð í boði félags þar. Hefur hann æft þar nú undanfar- ið. Þá munu þeir Eysteinn Þórð- arson, ÍR, Guðni Sigfússon, ÍR og Bjarni Einarsson Á og Magn- ús Guðmundsson KR keppa í mótinu eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag. Allt eru þetta kunnir skíðamenn hér Finnar sjaldan sterkari Flokkur sá sem Finnar senda er einn sá sterkasti sem þeir hafa sent til Holmenkollen. Meðal göngumanna er Veikko Hakulinen, Eiro Kolemahinen og Pentti Myyra. Rússar senda líka harðsnúið lið og er talið að erfitt verði að sigra sovézku konurnar í göngu Danir halda skíða- mót í göngu og stökki í lok janúar fór fram skíða- mót rétt fyrir utan Kaupmanna höfn og var keppt bæði í göngu og stökki. Snjórinn var bezti ,,danski“ snjórinn sem komið lrefur á skíðamóti í Danmörku, en í stökkbrautina flytja þeir oft inn „norskan“ snjó. Stökk- in fóru fram í Holtekollenstökk brautinni og voru þar við- staddir 3—400 áhorfendur. Danski sigurvegarinn heitir Niels Bjerg og stökk 31,5 m í báðum stökkum og fékk 215,5 stig. Hafa fáir Danir stökkið lengra í þessari braut. Næstur varð Poul Elnegaard stökk 30 og 31 m og fékk 210,9 Stig. Tveir gestir kepptu og urðu fyrstir. Annar var frá Noregi Kaare Molvkved, stökk 31,50 og 32,50 og fékk 216,5 stig, og Lars Elblom frá Svíþjóð, stökk 32 og 31,50 m og fékk 216 st. 10 km ganga fór líka fram og hana vann Torkel Hansen á 46,58 m. Hann er kunnur dansk ur spjótkastari. Næstur varð Krusbo frá Noregi á 47 m. 5 km göngu kvenna vann Winnie Stenholm á 32,15. og hætt er við að Kúsín verði erfiður. Norðmenn setja vonir sínar á Martin Stokken, hinn ný- bakaða Noregsmeistara. Hakulin- en, Olympiumeistari frá Osló 1952 verður líka meðal þeirra sem lengst ná ef ekkert kemur fyrir Er ekki ótrúlegt að höfuð- keppnin um fyrstu sætin standi milli þessara manna. Hápunktur þessara Holmen- kollenmóta eru stökkin. Þar get- ur keppnin orðið hörð. Norðm. eru e. t. v. ekki eins einráðir í þeirri grein eins og oft áður. Finnar, Rússar og jafnvel Svíar geta ógnað veldi Norðmannanna í þessari grein. En Holmenkollen er þeirra braut og áhorfendur kringum Holmenkollenbrautina vænta þess sjálfsagt að þeirra menn sigri, þótt þeir öllum á- horfendum fremur viðurkenni góð afrek hvers sem er. S. Ericsson heims- meistari Þau urð'u úrslit heimsmeistara- keppninnar í skautahlaupi, sem fram fór í Moskva um helgina, að Svíinn Sigge Ericsson sigraði, hlaut samanlagt 194.996 stig, annar varð Gontsjarenko, Sjil- koff fyrrverandi heimsmeistari var í þriðja sæti, Sakunenko 4. og Norðmaðurinn Johannessen fimmti. f síðustu grein keppninn- ar, 10000 m hlaupinu, náði Erics- son beztum tíma, 17,09,8 mín., og Johannessen næstbeztum tíma 17,11,9. Heimsmeistarakeppni kvenna i hraðhlaupum á skautum fór fram Rlmma Sjukova Fundur íþrotta- leiðtoga í Höfn Norræn íþróttaakademía Eitt af mótum þeim, sem rædd voru á fundi norx-ænu íþrótta- leiðtoganna í Kaupmannahöfn og sagt hefur veiúð frá hér á í- þróttasíðunni, voi'u möguleikar á ferðalagi til Melbourne á Olymp- iuleikina sem fara þar fram næsta ár. Farmiði fram og aftur myndi kosta um 22 þús. krónur Vegna þéssa munu þátttakendur ekki dvelja lengur í Ástralíu en nauð- synlegt er með tilliti til þeirra greina, sem þeir keppa í. Öll Noi'ðurlöndin höfðu áhuga fyrir sameiginlegri ferð. Ferðin aust- ur er hugsuð yfir Los Angeles, en ferðin heim yfir Asíu. Prins Bertil frá Svíþjóð lagði til að valdir yi’ðu sameiginlegir fararstjórar fyrir hinar ýmsu greinar til þess að geta sparað og sent þeim mun fleiri keppend- ur. Hugmynd þessari var vel tek- ið. Annars verður málið rætt nánar á fundinum í Stokkhólmi 2.—3. apríl n. k. Forseti sænska sambandsins Bo Eklund, hóf umræ'ður um það að stofna þyrfti norræna, vísinda- lega íþi'óttaakademíu. Eklund var ljóst að hér væri um frumhugsun að ræða, og stjórnir landanna yrðu að láta málið til sín taka áður en þetta yrði að veruleika. Fulltrúar norrænu samtakanna voru Kotkos, Finnl., Ben G. Waage ísl., Arthur Ruud Nor., Bo Eklund Svíþ., og Leo Frede- lúksen Danm. Þetta var 18. fund- ur hinnar sameiginlegu norænu íþróttanefndar. Pi’ins Bertil sat nú þennan fund í fyrsta sinn. nú fyrir helgi í Kupio. í keppn- þessari voru sovézku stúlkurnar i sérflokki. Þó kom finnska stúlk an Eevi Huttunen í 4. sæti. Sigur- vegarar í einstökum greinum voru: 500 m Tamara Rylova Sov. .. 48.9 1000 m Sofia Kondakova .... 1.40.9 3000 m Rimma Sjukova Sov. .. 5.33.1 5000 m R. Sjukova Sov........ 9.26.4 Sámanlögð stig: 1. Rimma Sjukova Sov. 212,857 2. Tamara Rylova Sov. 215,007 3. Sofia Kondakova Sov. 215,563 4. Eevi Huttunen Finnl. 216,177 5. Vera Postnikova Sov. 217,170 6. R. Mensjikova Sov. 217,730 6 af 7 fyrstu frá Sovétríkjunum í KM- skautakeppni kvenna Gunnar M. Magnúss: Bömin frá Víðigerði inn veginn, og pata og pikka í pokana, sem voru með óhreinu fötunum. Þeir skildu mig strax og lögðu af stað með pokana fulla af belgvettlingUm, en veifuðu til kerlinganna og sögðu: „Adíu, adíus, — jus“. En kerlingarnar veifuðu líka og kölluðu: „Olræt, holræt, olræt“, og sneru svo inn í hús- ið, vettlingalausar. Ég vissi, að þeir vildu þvo fötin sín einhvers staðar, svo að mér datt í hug að fara með þá inn að heitu laugunum, sem eru fyrir innan bæinn. Þið vitið það kannski ekki, að það eru margar heitar laugar þar innfrá. Og þið vitið kannski ekki, að Ingólfur Arnarson kallaði Reykjavík Reykjavík, af því að hann sá reyk í víkinni. Fransararnir plompuðu nú á eftir mér. Það heyrðist hroðalega hátt í þeim, bæði þegar þeir hlógu og eins í klossunum þeirra, því að þeir þrömmuðu svo fast til jarðar. Við mættum stundum fólki, og ég sá, að allir voru steinhissa, að ég skyldi þora að vera einn með svona mörgum Frönsurum. En þeir voru stundum að smáglettast við mig og ég ekki síður á móti. Ég lét þá elt'a mig á spretti, stundum köstuðust klossarnir þá af þeim í háa loft eða langar leiðir burtu. En hjá sumum hossuðust vettlingakippurnar upp úr pokunum, svo að þeir hættu að elta mig. En þeir sáu, að það hlyti að vera eitthvað varið í svona strák, sem þorði að vera einn með ellefu útlendingum, sem alltaf eru að hugsa um að stela krökkum. o Is o ^ * m m f B a s m m m 1 • ■ ■ m ■ * m • B verður vegna jarðarfarar miðvikudaginn 23. þ.m. til kl. 1 e.h. m m a. • B Verzlunm DRÍFANDI s a a s a a s s a ■ a s í^- | Lokað í dag vegna jarðarfarar Gunnars E. Benediktssonar, forstjóra. Ráðningaistofa Reykjavíkurhæjai ■■■■■■*>■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■BBBBBBBBBaaa KaffiS er bezt s nv NÍMALAÐ úr V Þ|óðvil|inn | ER BLA3Ð ÍSLENZKRAR ALÞÍÐU — KAUPIÐ HANN OG IJESIÐ *raaMBBMBBBBBBBaBBaraBBBMBBBaaBBBMaaBBBBaBBBaBSBaBBaaaBBi'r*aBaBMBBSBSBBaraaeBMBBaasBB*sa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.