Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. febrúar 1955
Kaup - Sala
Kaupum kopar og
eir
Málmiðjan, Þverholti 15.
Mun’ð kalda borðið
að Röðli. — RöðuIL
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Kvensilfur
smíðað, gyllt og gert við. Trú-
iofunarhringar smíðaðir eftir
pöntun. — Þorsteinn Finn-
bjarnarson, gullsmiður, Njáls-
götu 48 (horni Vitastígs og
Njálsgötu).
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
U tvarps viðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Saumavélaviðgerðir
Skrifstofuvélaviðgerðir
Sylgja.
Laufásveg 19, sími 2656.
Heimasími: 82035.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Lögfræðistörf
Bókhald — Skatta-
framtöl
Ingi R- Helgason
lögfræðingur, Skólavörðustíg
45, sími 82207.
Ljósmyndastofa
Laugaveg 12.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Jaíir islenzkrar alþýðufræðslutí
Framhald af 7. síðu.
liggur mikill fjöldi rita í hand-
riti. Þorvaldur Thoroddsen seg-
ir í Landfræðisögu íslands, að
Jón Þorkelsson hafi skrifað
um landafræði íslands í erlend
landfræðirit og leiðrétt þar með
ranghermi ýmissa erlendra höf-
unda um land og þjóð. Segir
Þorvaldur Thoroddsen, að Jón
hafi hrakið margar skrök-
sögur eldri höfunda og eigi
miklar þakkir skilið fyrir starf
sitt.
Jóni Sigurðssyni þótti starf
Jóns skólameistara hið mark-
verðasta og skrifaði upp með
eigin hendi þýðingu Jóns hina
dönsku af Skólameistarasögum
og Nýju Hungurvöku. Svo
merkileg þótti honum hún vera
Árið 1728 varð Jón Þorkels-
son skólameistari í Skálholti
og þjónaði því embætti í 9 ár
með miklum dugnaði og alúð,
og „röggsemi í lærdómi og lifn-
aði“.
Jón Þorkelsson ferðaðist á-
samt Luðvig Harboe um land-
ið árin 1741—1745 til þess að
rannsaka menntunarástand
landsmanna. Var þá prófuð
lestrarkunnátta í öllum sveitum
landsins. Eftir rannsókn þeirra
voru að undirlagi Jóns gefnar
út margar og merkar tilskipan-
ir til þess að bæta úr hinu
bágborna menningarástandi
sem var í flestum héruðum.
Eftir að Jón Þorkelsson lét af
skólameistaraembættinu, gerði
hann skrá yfir umbótatillögur
sínar. Þær komust fæstar langt
áleiðis meðan hans naut við,
en þær 9 voru hinar merkustu
og hafa smám saman komizt
í framkvæmd á þeim 200 árum,
sem liðin eru frá því hann
setti þær saman. Hann er tal-
inn „faðir alþýðufræðslunnar“.
Taldi hann nauðsynlegt, að
stofnaðir yrðu opinberir barna-
skólar. — Hann bar fram til-
lögu um „afnám brennivíns eða
hegning fyrir vanbrúkun þess
og fyrir ofdrykkju". Það var
fyrirboði og upphaf bindindis-
starfsemi í landinu. — Hann
setti fram hugmyndina um há-
skóla hér á landi, þar eð hann
leggur til, að hér verði stofnað-
ur framhaldsskóli fyrir emb-
ættismannaefni landsins. Hafði
hann Hítardal í huga sem stað
fyrir prestaskóla eða fram-
haldsskóla fyrir stúdenta.
Prestaskóli á íslandi var stofn-
aður um 100 árum síðar. —
Hann á einnig upptökin að
hugmyndinni um landlæknis-
embættið, — um drykkju-
mannahæli, um styrk til stúd-
enta til háskólanáms, um tvo
vígslubiskupa í landinu, til þess
að biskupsefni þyrfti ekki að
fara utan til vígslu.
Jón Þorkelsson var vel efn-
um búinn. Allar eigur sínar
gaf hann eftir sinn dag til
uppeldisstofnunar og fræðslu
almennings í Kjalamesþingi.
Gjafabréfið var gert í Kaup-
mannahöfn 3. apríl 1759. Var
aðalefni þess þetta:
1. Bækur sínar allar íslenzk-
ar, guðfræðilegs efnis, bæði
prentaðar og handrit gaf
Jón skólameistari uppeldis-
stofnun þeirri, sem allar
eigur hans áttu að ganga
til, þó þannig, að þær
skyldu geymast við kirkjuna
í Innri-Njarðvík.
2. Allar aðrar eigur sínar,
Tilboð óskast
í eina Oldsmobile fólksbifreið, smíðaár 1953 og i
nokkrar jeppabifreiðar, er verða til sýnis hjá Ara- s
stöðinni við Háteigsveg miðvikudaginn 23. þ.m. [
kl. 10—3.
i Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama |
j dag kl. 4.
5
Sala setnliðseigna líkisins
s
1 »
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'■'>>•■«■§
Innilega þakka ég öllum þeim, er sýndu mér
vinsemd á 50 ára afmæli mínu 16. þ.m., með gjöf-
um, skeytum og margvíslegum hlýjum kveðjum.
Eizíkur Þorsteinsson,
Þingeyri
Alúðarþakkir til allra f jær og- nær, er auðsýndu okkur
samúð við andlát og jarðarför mannsins síns og
föður okkar,
Flosa Einaitssonar
Sérstaklega viljum við færa Eimskipafélagi íslands
og skipsfélögum hans á e.s. Selfossi okkar alúðar þakkir.
Margrét Guðmundsdóttir
og dætur
Frændkona okkar
Sigríður Kristín Benediktsdóttir
Farmer (Sarah)
andaðist 20. nóvember 1954 í sjúkrahúsi í Toronto
í Canada.
Ættingjar á fslandi
Útför
Önnn Árnadóttur
frá Auðbrekku, Hörgárdal,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. þ.m.
kl. 1.30 e.h. Athöfninni verður útvarpað.
Blóm og kranzar afbeðin.
Eiginmaður, börn og
tengdabörn
Sigurður Magnúsuon,
Grettisgötu 60, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10.30 f.h,
Blóm og kransar afbeðin.
Ingibjörg S. Friðriksdóttir
Sigurlaug A. Sigurðardóttir
bæði í Danmörku og á ís-
landi gaf hann í því skyni.
3. Árlegur arður af þeim
skyldi ganga til stofnunar
þar sem allra aumustu og
fátækustu börn í Kjalarnes-
þingi skyldu fá kristilegt
uppeldi, þar með talið hús-
næði, klæði og fæði, þangað
til þau gætu séð fyrir sér
sjálf.
Sá sjóður, sem þannig var
myndaður, hefur ávallt verið
nefndur Thorkilliisjóður. Jarð-
ir, sem Jón Þorkelsson átti hálf-
ar eða meira, voru alls átta.
Sjóðstofnunin á íslandi var af-
gjaldið af jörðunum, en aftur á
móti lágu nokkur þúsund dalir
á vöxtum í Kaupmannahöfn.
Sjóðurinn veitti styrk til skóla-
halds á hinum erfiðustu tím-
um og lyfti mjög undir alþýðu-
menninguna. Veturinn 1804—
1805 var enginn skóli á íslandi,
nema bamaskóli á Hausastöð-
um á Álftanesi, með 12 börnum,
er stofnaður var og kostaður
af Thorkillisjóði. Þegar barna-
skóli var fyrst stofnaður í
Reykjavík, var það aðeins
kleift með því, að skólinn nyti
styrks úr sjóðnum. Skólinn
starfaði sem einkaskóli í 18 ár,
en þegar styrkurinn var aftek-
inn 1848, lagðist skólinn niður.
Thorkilliisjóðurinn átti árið
1770 4170 rdl. í Kaupmanna-
höfn og 1783 5700 rdl. Árið
1812, sama ár og Hausastaða-
skólinn var lagður niður, átti
sjóðurinn ytra 8878 rdl. Árið
1839 var sjóðurinn alls 12360
rdl. Sjóðnum hefur síðan 1855
verið stjórnað þér á landi. Hef-
ur sjóðurinn orðið fyTÍr ýms-
um áföllum. Ef hann hefði
ávaxtazt áfallalaust og með
eðlilegum hætti, ætti hann nú
að nema tugum milljóna króna
eftir núverandi verðlagi krón-
unnar. Af þessu má sjá, hversu
gjöf Jóns Þorkelssonar er
geysimikils virði.
Nokkrar umræður hafa á
undanförnum misserum hafizt
um, á hvern hátt mætti mak-
legast minnast Jóns Þorkels-
sonar á 200. ártíð hans, 1959.
Má í því sambandi nefna
blaðagreinar um málið og út-
varpserindi, er Egill Hallgríms-
son flutti síðastl. haust. Þá
má nefna samþykkt uppeldis-
málaþings 1953 til fylgis við
hugmyndina.
Virðist vera eðlilegt og sjálf-
sagt, að Alþingi geri ráðstaf-
anir til þess, að hafinn verði
undirbúningur þess að minn-
ast þessa mæta manns. Má
ekki lengur dragast, að eitt-
hvað markvisst sé gert í þessu
efni, þar eð nú á vori kom-
anda eru aðeins 4 ár þar til
200 ár eru liðin frá því Jón
Þorkelsson lézt, en á 200 ára
ártíð hans virðist nú réttur
tími til framkvæmda honum
til minningar og heiðurs, en
þá er einnig tveggja alda af-
mæli Thorkilliisjóðsins,
Allt að 75% afsláttur
MARKAÐURINN
Bankastræti 4