Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Kaupgeta sovéxkra borgara jékst um 11% á árinu 1954 Smásöluverzlunin i Sovéfrikjunum hefur nœr jbw fvöfaldazf siSan áriS 1950 Kaupmáttur launa hækkaði að meðaltali um 11% í Sovétríkjunum árið 1954, miöað við árið áöur. Þessi veru- lega aukning kaupgetunnar fékkst með verðlækkunum, kauphækkunum og hækkuöu verði til bænda fyrir land- búnaðarafurðir og auknum útgjöldum ríkisins til félags- og menningai*mála. w Risastér spennubreyiir s'pennu'breyti sem notaðvr verður við háspennuleiðsluna frá hinu nýja raf • orkuveri í Kújbíséff, sem verður stærsta Mforkuver heims. Rafmagnið verður leitt til Moskva og spennan frá spennubreytinum verður 400.000 volt. Stórtjón í Genúa er karbíd- farmur í sokknu sktpi sprakk Hríðarveður um mestalla Evrópu og Norður-Ameríku Stórt skai'ð kom í hafnarbakkann í Genúa á ítalíu í gær og rúður brotnuöu í hafnarhverfinu þegar sprenging varð í skipi sem sökk þar í höfninni á laugardaginn. Hin aukna kaupgeta hefur leitt af sér svo mikla aukn- ingu smásöluverzlunar, að því marki, sem ríkis- og samvinnu- verzlunum var sett í þeirri fimm ára áætlun, sem lýkur á þessu ári, var þegar náð í fyrra. Farið fram úr áætlun Frá þessu er skýrt i ítar- legri skýrslu sem hagstofa Sov- étríkjanna hefur gefið út. Iðnaðarframleiðslan í Sovét- ríkjunum varð 13% meiri í fyrra en árið 1953 og komst 65% yfir framleiðsluna 1950. Þar sem gert var ráð fyrir í yf- irstandandi 5-ára áætlun að iðnaðarframleiðslan yrði að henni lokinni 70% meiri en árið 1950, þykir víst að því marki verði náð og meira til. Iðnaðarframleiðslan árið 1954 Gull á hfsbotni Stjórn bandaríska fylkisins Delaware hefur lagt blessun sína yfir nýjan leiðangur, sem gerður verður út til að leita að brezku skipi, „De Braak,“ sem sökk út af ströndum fylk- isins árið 1798. Sagan segir að það hafi haft meðferðis spanskt gull og aðra dýrgripi að verðmæti um 200 millj. ís- lenzkar kr. Leiðangurinn hefur fengið einkarétt á að leita að skipinu gegn 25 dollara mánaðarlegu gjaldi og 10% af verðmæti þess sem ef til vill verður bjargað úr 'því. I annálum brezku flota- stjórnarinnar segir að skipið sem var byggt í Hollandi handa hollenzka flotanum, en síðar tekið af Frökkum og síðan af Englendingum, hafi aðeins haft kopar og kakó meðferðis þegar það sökk. Haldið uppi lofiárásum Herstjórn Sjang Kaiseks á Taivan tilkynnti í gær að flug- her hennar hefði haldið uppi árásum á kínversku eyjarnar Tæsjan í tíu klukkutíma sam- fleytt. Eyjar þessar eru skammt frá eyjunum Nangsis- jan og Matsú, sem eru nyrstu eyjarnar á valdi hers Sjang Kaiséks eftir brottflutning hans frá Taséneyjum. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í London sagði í gær, að brezka stjórnin væri orðin von- laus um að komi verði á vopnahléi við Kína. Einnig teldi hún engar horfur á því að ráð- stefna yrði haldin til að reyna að binda endi á viðureignina Þar- M varð 3% meiri en ráð var fyr- ir gert í framleiðsluáætlun þess árs og aðeins 3 ráðuneyti hafa ekki náð settu marki, en 22 far- ið yfir markið. Þessi þrjú ráðu- neyti eru ráðuneyti fyrir skóg- rækt, fiskveiðar og mjólkur- framleiðslu. öll önnur ráðu- neyti fyrir framleiðslu, verzlun og flutninga hafa náð settu marki eða farið jdir það. Fleiri neyzluvörur Skýrslan ber með sér, að veruleg aukning hefur orðið á framleiðslu neyzluvarnings, einkum varanlegs neyzluvarn- ings. Framleiðsla þvottavéla hefur þannig 13-faldazt, sjón- varpstækja þrefaldazt, ljós- myndavéla aukizt um 54%, út- varpstækja um 76%, ullardúka um 17% osfrv. Fleiri landbúnaðarvélar 1 þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um iðnaðarframleiðsluna má glöggt sjá, hve mikil á- herzla er lögð á þróun landbún- aðarins. Framleiðsia traktora jókst þannig á árinu um 22%, framleiðsla véla til að taka upp fóðurrófur meira en þrefaldað- ist og véla til að setja niður kartöflur fimmfaldaðist. Það sést í Iandbúnaðarhluta skýrsl- unnar, að það er mikil þörf fyrir þessar vélar. Sáðlöndin 10,8 millj. ha meiri Vorið 1954 var sáð í 10,8 millj. ha meira land en árið áður og 17,6 millj. hektara af nýju landi búið undir ræktun í Síberíu, Úralhéruðum og Kas- akstan. Markið hafði verið að brjóta 13 millj. hektara af nýju landi. (Til samanburðar má get'a þess að allt ræktað land í Danmörku er aðeins 3 millj hektara). Framleiðsla nær allra land- búnaðarafurða jókst á árinu, þrátt fyrir óvenju slæm veður- skilyrði í viðáttumiklum héruð- um. 137,000 traktorar Sovézkir bændur fengu 137 þúsund nýja traktora á árinu og 37,000 kornskurðar*- og þreskivélar. Kúm fjölgaði úr 26 millj. í 27,5 millj., svínum úr 47,6 í 51,0 millj. og sauð- fé úr 114,9 í 117,5 millj. Enda þótt hér sé um allverulega aulmingu að ræða, má telja hæpið að mörk 5-ára áætlun- arinnar náist á réttum tíma, þ.e. á yfirstandandi ári. Smásöluveltan jókst um 18% Árið 1954 hófst starfræksla 600 meiri liáttar iðnaðarfyrir- tækja í Sovétríkjunum og sam- anlögð fjárfesting ríkisins í nýjum framleiðslufyrirtækjum varð 15% meiri en árið áður. Ríkisverzlanir og kaupfélög juku veltu sína á árinu um 18% og varð hún 80% meiri en árið 1950. Samkvæmt 5-ára áætluninni átti smásöluveltan að hafa aukizt um 70% í lok hennar (á árinu 1955). Þessu marki hefur þannig þegar verið, náð og rúmlega það. Verkafólki f jölgar uhi 2 millj. Verkafólki í hinum ýmsu at- vinnúgreinum Sovétríkjanna fjölgaði á árinu um 2 milljónir og komst tala þess upp í 47 millj.. Ekkert atvinnuleysi var í landinu, fremur en árið áður. Dúfur svæfðar Heilbrigðisnefndin í Örebro í Svíþjóð hefur fengið leyfi stjórnarvaldanna til að útrýma um 4000 dúfum með nýju bándarísku eitri, alfachloralos. Borði dúfurnar korn, sem eitr- inu hefur verið blandað í, sofna þær þegar í stað og heil- brigðislögreglan getur þá tekið fuglana og lógað þeim. Lyf þetta hefur ekki verið reynt í Sviþjóð, en í Banda- ríkjunum er þáð mikið notað þegar dýr eru veidd handa dýragöfðum. Sysfkinahjéiia- band Framhald af 1. síðu. Konam varð strax gripin hræði- legum grun og eftir nokkrar eftirgrennslanir gekk hún úr skugga um að hún var gift bróður sínum. Lögfræðingar fullvissuðu þau hjón um að hjónaband þeirra væri fyllilega löglegt því að barn sem ættleitt er verður við ættleiðinguna barn fósturfor- eldra sinna fyrir lögunum. — Þeim var því leyfilegt að búa saman eins og ekkert hefði í skorizt en gátu ekki hugsað til þess og ákváðu að skilja. Engin hætta vofir yfir fólk- inu, en matvæli munu brátt þrjóta ef samgöngur batna ekki fljótt. Það er því ráðgert að flytja matvæli þangað með koptum. Fimm fegurðardrottningar Fimm evrópskar fegurðar- drottningar eru meðal gesta í bænum og voru þær þangað komnar til að sýna nýjustu sundfatatízku. Sama kvöldið og þær komu féll snjóskriða niður Þetta var sænska 4000 tonna skipið Nordenland, sem lamdist svo við hafnarbakkann þegar foraðsbrim braut brimbrjótinn og bárurnar æddu beint inn í höfnina að leki kom að því og því hvolfdi.’ Karbídfarmur var í einni lest skipsins. Þegar sjórinn komst í karbídið varð sprenging með þeim afleiðingum sem að ofan getur. Ekkert tjón varð á lífi manna né limum. Höfnin í Gen- úa, hin mesta á Ítalíu, er nú fyrir opnu hafi og hefur fjöldi fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, lokaði veginum og sleit síma- þræði. Fegurðardrottningarnar eru Silviane Carpentier, sem var „Ungfrú Frakkland" árið 1953, Monique Lambert sem var ein þéirra sem kepptu um titilinn „Ungfrú heimur“, Catherine Zuber sem var „Ungfrú París" í fyrra og þrjár aðrar sem virðast enn ekki hafa krækt sér í neinn titil. skipa slitnað upp. Hætta á snjóflóðum Ofviðrið sem olli þessu tjónt í Genúa hefur gert usla víða urn. Evrópu. í Alpafjöllum hleður niður snjó og fjórir menn hafa fárizt í snjóflóði í ítölsku ölpur.- úm. Fólk í Aipádölum Austur- ríkis og Sviss hefur verið vara? við snjóflóðahættu. Allt Þýzkaland og mestur hlutfi Frakklands eru á kafi í fönn. í,3 er farinn að torvelda siglingar um dönsku sundin. Á Bretlands- eyjum er víðast hríðarveður osg mat og skepnufóðri er varpaS niður úr flugvélum til einangr- aðra bæja og þorpa í SkotlandL 17 urðu úti í New York Vetrarhörkur eru einnig mikl- ar þessa dagana um mestalla, Norður-Ameríku. Vestan frá. Kyrrahafi austur áð Atlanzhafi: og allt suðurundir Mexíkó hafa, kafaldsbyljir gengið yfir Banda- ríkin. í New York-fylki einu ei? vitað um 17 menn sem króknað! hafa úr kulda. Het[an drakk sig í hei Einhver kunnasta stríðshet.ia Bandaríkjahers í heimsstyrjölc- inni síðari, indíáninn Ira Hayes,, fannst fyrir skömmu króknaðue á víðavangi í indíánabyggðinrX SacatOn. Hafði hann sofnað út áf dauðadrukkinn og vaknacij ekki aftur. 3000 menn innikróaðir af snjóskriðum í ölpunum Meðal þeirra eru íimm íegurðardrottn- ingar sem komu til að sýna sundföt Snjóskriöur hafa króaö inni 3000 feröamenn í vetrar- leikjabænum Val d’Isere í frönsku Öipunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.