Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. febrúar 1955 n ilðstæður bæjarvinnumanna — Réttindalaus stétt — Léttum tónum send kveðja — Góður þáttur til tilbreytingar. EFTIRFARANDI bréf hefir Bæj- arpóstinum borizt: ,.Kæri Bæjarpóstur. Fyrir skömmu síðan kom til mín gam- all heimilisvinur sem starfað hefur í bæjarvinnunni í 26 ár. .Þegar hann var á leiðinni til mín vék sér að honum maður sem hann kannaðist við, og sagði: Svo að þið ætlið að gera verkfall? Hann kvað þá hafa sagt upp samningum. Og eftir að vinur minn hafði skýrt mér frá þeim aðstæðum sem þeir verkamenn eiga við að búa sem vinna við bæjarvinn- una, settist ég niður og skrifaði það sem hann sagði mér, í von um að þú vildir birta það í blaði þínu. 1. ) Bæjarvinnumenn hafa enga svokallaða veikindadaga. Þeir fá aðeins 7 daga greidda ef þeir verða fyrir slysi. 2. ) Þeir fá enga helgi- eða há- tíðisdaga borgaða. 3. ) Þeir fá engin eftirlaun eftir tuga ára stritvinnu í þágu bæj- arins. 4.) Bæjarvinnumönnum er hægt að segja upp fyrirvara- laust; skiptir engu hvort mað- urinn er búinn að vinna við þetta starf fjölda mörg ár. Það er ekki réttlátt að ein stétt manna sem vinnur ársins hring úti, í hvaða veðri sem er, sé al- veg gersamlega réttindalaus. Eg fékk þetta ekki birt í mínu flokksblaði. Sjálfstæðiskona" OG svo við vöðum úr einu í annað, þá kemur hér bréf sem Þórður kakali skrifar um þátt- inn Létta tóna: „Kæri Bæjarpóstur. Allir skamma alla þessa dagana, og því ætla ég' að vera friðarins dúfa og hrósa, svona til tilbreyt- ingar. Eg hlustaði á þáttinn Léttir tónar í gærkveldi og varð undr- andi á því að stjórnanda þátt- arins tókst að gera þáttinn að einum bezta skemmtiþætti sem ég hefi heyrt í útvarpinu í vet- ur. Það er synd að segja að ég hafi verið hrifinn af Léttum tónum hingað til, það hefur ver- ið sífellt jassgarg sýknt og heil- agt, og flákjaítaðir ameríkanar hafa gaulað rammfalskt, stjórn- anda þáttarins til mikillar á- nægju, eftir því sem hann hefur sagt við hverja kynningu, en í síðasta þætti kom hann með Alfreð Clausen og Alfreð söng nokkur ný íslenzk lög, svo vel, að ég hef ekki heyrt hann betri. Þakka þér fyrir textaframburð- inn( Alfreð, þar mættu aðrir íslenzkir söngvarar taka þig, til fyrirmyndar. Svo söng Alfreð eitt amerískt dægurlag, svona rétt til að sýna að hann gæti það líka, svo kom annar söngv- ari, sem mér fannst ágætur, og ég gæti trúað að hann yrði góð- ur þegar hann hefur fengið Eddie Fisher grillurnar úr höfð- inu, annars fannst mér hann ekki syngja neitt síður en fyr- irmyndin. Jan Móravék spilaði með og lék auk þess tvö jasslög með hljóm- sveit sinni og fannst mér hann ekki gefa könunum eftir, hefði ég þó haft meira gaman af fal- legum tangó eða vals, en allir vilja hafa eitthvað. Eg vil þakka Jónasi Jónassyni fyrir smekkvísi hans, og hefur hann sýnt, að hann getur þegar hann vill og því mundi ég dæma hann enn harðar hér á eftir. Þórður kakali“ Ný sending 5 SKIPÆÚTGÍRS RIKISINS Helgi Helgason fer til Vestmannaeyja á morg- un. Vörumótttaka daglega. í vetrarkápur M.a. tweedkápur MARKAÐURINN Laugaveg 100 Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar síðari hluta vikunnar. Tekið á móti flutningi til Súgandafjarð- ar, Húnaflóa- og Skagafjarð- arhafna, Ólafsfjarðar og Dal- víkur á morgun. Farseðlar seld- ir á föstudag. | Innaniiássinátið | í hjttspyran | heldur áfram í kvöld 1 Þá keppa .. 20.00 aS Hálogalandi. Esja vestur um land í hringferð hinn 28. þ.m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar í dag og árdegis á morgun. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- dag. Söngskemmtun til heiðurs Pétri Á. Jónssyni ópérusöngvara Það ísland, sem okkur er öllum ævinlega efst í huga, er land sagnanna og ljóðanna. Víða í Evrópu kannast fólk við nöfn Snorra, Gunnars, Laxness, Davíðs, Kambans, Nonna o. fl. íslenzkra skálda. En það er ekkert undarlegt, því þjóðin hefur i þúsund ár setið við sögur og ljóð og ræktað jarðveginn fyrir snill- inga orðsins. Af síðum skinn- bókanna las hún sín málverk og niðurinn í læknum, suðið í ánni og brimhljóðið var að jafnaði hennar eina tónlist. Jarðvegur málarans og tón- listarmannsins var ekki eins langræktaður, og enginn vænti sér á íslandi af þeim sökum mikilla listafreka í öðr- um greinum en skáldskap. — Fyrirbæri eins og Ásgrímur Jónsson og Pétur Jónsson verða því helst að teljast til ævintýranna, sem alltaf hafa gerzt með þessari þjóð á öll- um öldum. Ef reynt væri að skýra uppruna þessara manna, væri það þá helst með því að sanna skyldleika hinna ýmsu listgreina. En hvort sem hið einstæða fyrirbæri, ævintýrið Pétur Jónsson, á sér nokkurn skynsamlegan aðdraganda eða ekki, er það staðreynd, aug- ljós og ánægjuleg. Söngvarinn Pétur Jónsson er fyrir okk- ur landa hans likt og Strauss og Schubert voru fyrir Vínar- búa á sínum tíma. í Þýzka- landi, landi tónlistarinnar, þekkti eitt sinn hvert manns- barn í ýmsum stórborgum landsins Pétur Jónsson. Hann var dáður og elskaður, og að jafnaði nefndur Pétur okkar, „unser Peter“, og er það eftir- tektarvert, að einmitt þetta nafn, er Pétur hlaut meðal aðdáenda sinna, segir okkur meira um manninn, listamann- inn, öðlinginn, hrók alls fagn- aðar, Pétur Jónsson óperu- söngvara, en löng ræða eða ritgerð getur gert. Pétur söng sig með svo eðlilegum hætti og svo djúpt inní hjörtu á- heyrenda sinna, að hann varð hverjum manni ástfólginn vin- ur, átrúnaður og ljúflingur. Það þarf engan að undra, þó vorið sé íslenzku þjóðinni dýrmætara en flestum öðrum þjóðum, þegar það lyftir hinu sumarfagra landi undan klakafargi vetrarríkisins. En vorið átti hér áður fyrr einn- ig önnur tilhlökkunarefni, og minnist ég þó einskis kærara en þeirrar fréttar, að Pétur Jónsson væri á heimleið til þess að syngja gleði, kjark og trú inní hálfkulnuð hjört- un eftir vetrarfargið. Um leið og Pétur hóf upp raust sírta, tók sumarið völdin í hjörtum okkar og sálum. Munum við þetta ekki öll? Það er ekki sagt öðrum söngvurum til lasts, þó ég segi, að við höfum ennþá að- eins átt einn Caruso. Þann eld hrifningar og fagnaðar, sem Pétur vakti hér á sínum tíma með sínum neistandi tón- um, hefur enginn fyrr né síð- ar kveikt á íslandi. Því miður var tónbandið, undratæki nútímans, ekki komið til sögunnar þegar Pét- ur var uppá sitt bezta. Ef svo hefði verið, væru tónbönd- in, sem geymdu hina stór- fenglegu tórileika hans, geymd í hillum Islendinga við hlið Is- lendingasagnanna. En Pétur var ekki bara raddmaður, söngvari, túlkari mikillar list- ar, hann var í einu orði sagt: stórinenni, og hann var val- menni að mannkostum. I dag er hann ljúflingur við hlið okkar beztu mönnum. Hinn listræni söngur Péturs Jónssonar, þrunginn heitri til- finningu og andagift, olli að ýmsu leyti svipuðum tímamót- um í sönglist okkar og ljóð Jónasar í ljóðlistinni. Báðir fluttu þeir með sér hingað heim ylgeisla heimsmenning- arinnar, en i brjóstinu sló ís- lenzkt hjarta, hvar sem þeir fóru. Nýlega varð Pétur Jónsson sjötugur. Honum var þá sýnd- ur margvíslegur heiður. Þá kom út bókin hans, frásagn- ir hans af ævintýrinu, færðar í letur af aldavini hans, Björg- úlfi lækni Ólafssyni. Nú hafa beztu söngvarar bæjarins á- kveðið að halda söngskemmt- un til heiðurs Pétri Jónssyni. Er það vel ráðið, og göfug- mannlegt af söngbræðrum hans og systrum, að minnast hins mikla söngvara á þenn- an hátt. Þau sem syngja eruc Guðrún Á. Simonar, Guðrún Þorsteinsdóttir, Þuríður Páls- dóttir, Einar Sturluson, Guð- mundur Jónsson, Jón Sigur- björnsson, Ketill Jensson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson og Þorsteinn Hann- esson. Fritz Weisshappel leik- ur undir á flygilinn. Þessi einstæða söngskemmtun fer fram í Gamla Bíói næstkom- andi föstudag kl. 7 síðdegis. Allur ágóðinn rennur til Pét- urs Jónssonar. Er ekki að efa að Reykvikingar fylla liúsið. Páll ísólf sson. 4. fl. Þróttur — Fram A 4. fl. Fram B — K.R. A 2. fl. KR C — Þróttur A 2. fl. Fram — KR B M. fl. K.R. C — K.R. B M. fl. K.R. A — Fram A Komið 09 sjáið hverjir komast í úrslit Aðgangur 10 kr. fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir böm. Mótanefndin Lærið að dansa Námskeið í gömlu dönsun- um hefst fimmtudaginn 24. febrúar í Skátaheimilinu. — Innritun í byrjendaflokk kl. 8, framhaldsflokk kl. 9. Þjóðdansafélag Reykjavíkur HiMmnuiiiiM BUTASALA | Mikið aí allskonar bútum selt á lágu verði •. ; > > Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.