Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.02.1955, Blaðsíða 11
Erich Maria REMARQUE: t---------------------------- "€ • Að elsha ••• • • • og degja ■?* ' ! v___________________________j 61. dagur og allt tóm undanbrögö". „Einnig svör kirkjunnar?" Pohlmann hika'öi andartak. „Einnig svör kirkjunnar11, sagði hann loks. „En kirkjan er heppin. Auk setning- anna Elska skaltu náunga þinn og Þú skalt ekki mann deyða er líka til setningin Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði þaö sem Guðs er. MeÖ þetta að vopni getur snjall fimleikamaöur framkvæmt næstum hvað sem er“. Gráber brosti. Hann sá bregða fyrir gömlu kaldhæðn- inni, sem Pohlmann hafði verið þekktur fyrir. Pohl- mann tók eftir því. „Þú brosir“, sagði hann. „Og þú ert svo rólegur. Hvers vegná hróparffu ekki?“ „Ég er aö hrópa‘-, svaraði Gráber., „En þú heyrir þaö ekki“. ; • • • á ■. Hann stóð fyrir utan dyrnar. Bjartir sólflekkir liðu fyrir augu honum. Það glampaði á hvíta múrveggi. Hann gekk hægt yfir torgið. Honum leið eins og manni sem eftir löng og tvísýn réttarhöld fær allt í einu kveð- inn upp dóm og stendur því nær á sama hvort það er sýkhudómur eða ekki. Þetta var um garð gengið; hann hafði viljað það; þaö var þetta sem hann hafði ætlaö að hugsa um í leyfinu og nú vissi hann hvað þaö var. Það var örvænting og hann skaut sér ekki undan henni lengur. Góða stund sat hann á bekk sem stó'ö eftir á bnin ^ sprengjugígs. Hann var gersamlega slappur og tómur og vissi varla hvort hann var örvílnaður eöa ekki. Hann vildi ekki hugsa lengur. Hann haföi ekki um meira að hugsa. Hann hallaði höfðinu aftur á bak og lokaöi aug- unum og fann sólina verma andlit sitt. Hann fann ekkert annaö. Hann sat þarna grafkyrr, andaði rólega og fann ópersónulega, huggandi hlýjuna, sem var óháð réttlæti og óréttlæti. Eftir nokkra stund opnaði hann augun. Torgið lá fyrir framan hann í sólskininu. Hann sá stórt linditré sem stóö fyrir framan hrunið hús. Þaö var óskemmt og teygöi bol sinn og greinar upp úr jörðinni eins og út- rétta risahönd setta grænu limi, sem teygði sig upp í ljósið og ylinn. Himinninn var mjög blár aö baki skýj- anna. Allt glitraöi og glóði eins og eftir regn, alls staöar var dýpt og máttur, það var lífið — sterkt, traust líf, spurnarlaust, áhyggjulaust, örvæntingarlaust. Gráber fannst sem hann væri að vakna af martröð, lífiff um- lukti hann og gagntók hann, þetta var orölaust svar við öllum spurnum, svar sem hann þekkti frá nóttum og dögum þegar dauðinn hafð'i strokizt við hann og lífiö hafði aftur umlukt hann eins og heit blessunarbylgja sem tók meö sér alla hugsun. Hann reis á fætur og gekk framhjá linditrénu, milli rústanna og húsanna. Hann fann allt í einu aö hann var aö bíða. Hver taug í honum beið. Hann beiö eftir kvöldinu eins og það væri vopnahlé. 14 „í dag höfum við afbragðs Vínarschnitzel“, sagði storkurinn. „Gott“, svaraði Gráber, „Við tökum þaff. Og allt með sem þér mælið með. Við felum okkur algerlega yður á vald“. „Sama víniö?“ „Það sama eöa eitthva'ö anna'ö ef yöur sýnist svo. Við látum yöur um þaö líka“. Þjónninn stikaði burtu meö ánægjusvip. Gráber hall- aöi sér aftur á bak og horfði á Elísabetu. Honum fannst sem hann hefði veriö fluttur af sundurtættu svæ'ði á vígstöðvunum inn í fri'ðhelgan reit. Dagurinn var langt að baki. Þó voru enn eftir áhrifin af því andartaki, þegar lífið haf'öi nálgazt hann a'ö nýju, þegar þa'ö spratt út úr trjám sem teygöu grænar greinar sínar í áttina Þriðjudagur 22. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 til ljóssins. Tvær vikur, hugsaði hann. Tvær vikur af lífi. Ég verð áð teygja mig eftir því eins og linditréö eftir ljósinu. Storkurinn kom til baka. „Hvað segiö þið um ungt vín í dag?“ spurði hann. „Viö höfum Johannisberger Kahelnberg — kampavin er eins og sódavatn í saman- burði við þa'ð —“ „Við tökum Johannisberger Kahlenberg“, sagöi Gráber. „Gott, herra. Þér enið smekkmáöur. Vínið á sérstak- lega vel við schnitzelinn. Ég ber líka fram grænt salat. Það undirstrikar brag'ðiö. Þetta er ungt og freyðandi vín“. Hinzta máltí'ö hins dauðadæmda, hugsaði Gráber. Hinzta máltíðin í tvær vikur! Hann hugsaði um þetta beizkjulaust. Fram að þessu hafði hann ekki hugsað lengra fram en sem leyfinu nam. ÞaÖ hafði virzt ó- endanlegt. En nú, þegar hann var búinn aö lesa stríðs- fréttirnar og tala viö Pöhlmann varð honum ljóst hve stutt leyfi'ð var og hve fljótt hann yrði að hverfa aftur. Elísabet fylgdi storkinum með augunum. „Blessaöur sé vinur þinn Reuter“, sagði hún. „Hann er búinn aö gera okkur aö smekkfólki". „Vi'ö erum ekkert smekkfólk, Elísabet. Við erum meira en það. Við erum farándfrddarar. Farandriddarar friö- arins. Þaff sem á'ður var einkenni öryggis og me'ðal- mennskú er nú orðið frábært ævintýri“. Elísabet hló. „Við gerum þaö að ævintýri“. „Ekki við. Þaö eru tímarnir. En það er að minnsta kosti eitt sem við getum ekki kvartaö um — leiðindi og tilbreytingaleysi". Gráber leit á Elísabetu. Hún sat á stólnum andspænis honum og var í a'ðskornum kjól. Hár hennar var næst- um hulið undir lítilli húfu. Hún var næstum eins og drengur. „Tilbreytingaleysi“, sagði hún. „Ætlaðirðu ekki aö vera í borgarabúningi í kvöld“. „Ég gat þa'ö ekki. Ég gat hvergi skipt um föt“. Hann hafði ætlað aö skipta um föt hjá Alfonsi; en eftir samtal dagsins hafði hann ekki viljað fara þanga'ð aftur. „Þú getur skipt um föt hjá mér“, sagöi Elísabet. „Hjá þér? En frú Lieser?“ QeHs&S* HáriS er orði§ síScira Enginn vafi er á þvi að hárið í nýju hárgreiðslunum er orðið síðara, en breytingin úr stuttu hári yfir í sítt tekur langan tíma. Hárið vex ekki í fljótheit- um. Þessar hárgreiðslur líkjast talsvert stuttu greiðslunum, eru aðeins í síðari útgáfu. Jafn- mikið ber á ennistoppum og sléttu hári sem liggur eins og hjálmur á höfðinu. Lokkarnir snúa oft að andlitinu en hárið er orðið talsvert síðara í hnakk- anum. Innrúllaða passíuhárið er farið að gera vart við sig aftur og ennfremur hnakka- lokkarnir vinsælu. Þó eru nýju greiðslurnar engan veginn einhliða og Það er spauglaust að vera slæmur í fótunum, og oft getur verkina lagt upp í höfuð, eftir því sem norski kvenarkitektinn, Kristen Sinding-Larsen skrif- ar í blaðið „Helse og Arbete”. Skór og sokkar, skrifar hún, ætla fótunum lögun sem þeim er ekki eiginleg. Grísku il- skórnir höfðu ól milli stórutá- ; arinnar og hinna tánna, svo að j tærnar hélduSt í eðlilegum j stxllingum. Og sagt er að finnski hlauparinn Nurmi hafi haft stórutá á sokkunum sín- um, rétt eins og þumlar eru á vettlingum. I Ef fólk veit ekki hvernig fót- ur á að vera í laginu, nægir að líta á barnsfót en á honum stendur stóratáin beint fram, en þegar barnið fer að nota skó fer stóratáin að beygjast inn á við og þróunin heldur áfram eftir því sem barnið stækkar. Þegar táin beygist inn, geng- Fóður 09 kragi úr sama efni Mikið kemur á markaðinn af kápum, þar sem fóður, kragi og uppslög eru gerð úr sama efiíi. Áður var þetta algengt á regnkápum og rykfrökkum, en nú er þetta mikið notað á venjulegum ullarkápum. Á myndinni er þykk ullarkápa fóðruð með teddybearefni, sem líka er notað í breiðan kraga. Þetta er vönduð og mjög hlý kápa. greiðslurnar tvær sem sýndar eru á myndunum eru aðeins tvær af ótal mörgum. Þessar greiðslur fara sérlega vel á dökku hári. Slétta hárið fer ungum stúlkum mjög vel en hárið með vindlokkunum er nýtízkulegar greitt. Þetta hef- ur verið kölluð F-greiðsla, því að vangasvipurinn minnir á bókstafinn F. ur ristarbeinið út og þá upp- hefst ólánið. Meira eða minna afmyndað- ir fætur geta orsakað þraut- ir í leggjum, baki, hnakka og höfði, já, þeirra verður meira að segja vart í handieggjunum, þótt tnaður trúi' því varla fyrst í stað að þeir stafi frá fótunum. Þegar fæturnir eru aumir, reynir maður ósjálf- rátt að „gera sig léttan". Mað- ur lyftir herðunum, þenur vöðv- ana í hnakkanum og af því stafa verkirnir í hnakka og handleggjum. Greinarhöfundur leggur til að fólk gangi berfætt þegar nógu heitt er í veðri, ekki ein- göngu á mjúku grasi, heldur einnig á möl og sandi, svo að vöðvarnir í fætinum fái að starfa eðlilega. Og svo biður hún um hina einu réttu sokka — sokka með stórutá. Eiga sokkarnir að vera með „jb umlum"?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.