Þjóðviljinn - 17.03.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 17.03.1955, Side 3
Fimmtudagur 17. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (fc Foreldraíélag Laugamesskólans: Tryggja þarf bömunum nægilegt og gott athaf nasvæði til dvalar og leikja Krehf fromkvœmdo viS logfœringu lóSor Lougornesskólons ' 'ÍMM ' ‘ „Fjölmennur fundur í Foreldrafélagi Laugarnesskóla, 11. marz 1955 lýsir sdmpykki sínu á tillöguuppdrœtti húsameistara bœjarins aö fyrirkomulagi á skólalóðinni, er undanfariö hefur veriö unniö aö í samráöi viö skólastjóra, Kennarafélag skólans og Foreldrafélag- Laugamesskóla. Skorar fundurinn eindregiö á bæjarstjórn Reykjavíkur aö hefja aö nýju framkvœmdir viö skólalóöina pegar á nœsta vori og hraöa peim eins og unnt er.“ Framanskráða tillögu sam- þykkti foreldrafundurinn og fylgdi samþykktinni svofelld greinargerð: „öllum uppalendum er ljós nauðsvn þess að skólaböm hafi nægilegt athafnasvæði í stunda- hléum, þar sem þau geti full- nægt leik- og athafnaþrá sinni. Það dylst því engum sem til þekkir að skjótra úrbóta er þörf á þessu sviði varðandi leikvöll Laugarnesskólans. Þau 20 ár sem skólinn hefur starfað, hefur nemendafjöldi skólans margfaldazt, en leik- svæði bamanna lítið stækkað. Því eins og skólalóðin er nú má segja að einungis malbikaði hluti hennar sé nothæfur leik- völlur, einkum þegar þíðviðri er. Leita börnin því oft og tíðum út á nærliggjandi götur til leikja sinna, en af því staf- ar mikil slysahætta, þar sem siaukin umferð er um þessar götur. Það er því skýlaus krafa allra þeirra foreldra sem börn eiga í skólanum, að skjótt verði við brugðið til að ráða bót á þessu og skapa börnunum nægi- legt og gott athafnasvæði til dvalar og leikja í stundahlé- um þar sem auðvelt er að bægja þeim frá umferðargötunum um- hverfis leiksvæðið. Þá vill fund- urinn benda á það, hvort ekki muni vera nauðsynlegt vegna öryggis barnanna að hafa alla lóðina vel afgirta, eins og fram kemur í tillögum frá Kennara- félagi Laugarnesskólans. (Enn- fremur að sérstakur leikvöllur verði hafður fyrir yngri bömin, á. m. k. meðan saman eru höfð í skólanum 7 ára böm og 14 ára unglingar.“ Þá samþykkti funduriún enn- fremur: „Fjölmennur fundur í Foreldrafélagi Laugamesskóla 11. marz, skorar á félagsmenn, foreldra og aðra íbúa Laugar- nesskólahverfis að styðja að framkvæmdum á skólalóðinni, með því að leggja fram dags- verk, eða á annan hátt.“ I fundarbyrjun minntist for- maður félagsins, Ragnheiður .. ...í------- ... Fiska allvel Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. TriIIubátar fiskuðu mjög vel á færi í fyrradag uppi undir Sandi, og línubátarnir fengu einnig sæmilegan afla. Telja sjómenn því að mikill fiskur sé undir Sandi. Vélbát- arnir hafa margir þessa daga verið að skipta um veiðarfæri og taka net, en hafa ekki fengið mikið i netin ennþá. Möller, Ármanns Halldórssonar námsstjóra og vottuðu fundar- menn minningu þessa ágæta manns virðingu með því að rísa úr sætum. Þá rakti formaður störf fé- lagsins milli funda og las bréf til Kennarafélags skólans, þar sem farið er fram á að haldnir séu bekkjafundir með foreldr- um. Fyrsta mál á dagskrá fund- arins var erindi Jóns Sigurðs- sonar skólastj., þar sem hann lýsti fyrirhuguðu fyrirkomulagi á lóð skólans og sýndi jafn- framt og skýrði skipulagsupp- drátt skólalóðarinnar. Til máls tóku Ragnheiður Möller og Stefán Ó. Jónsson. Næst flutti dr. Matthías Jónasson erindi: Hvað eigum við að gera til þess að tryggja námsárangur barna fyrstu þrjú skólaárin. Kvað hann það nauðsynlegt fyrir námsárangur barnanna að þau hefðu náð hæfilegum þroska, en á því væri misbrest- ur. Mörg böm koma i skóla þekkingarsnauð um umhverfi sitt, með ófullkomið mál og óþjálfaða athygli. Þessu geta foreldrar bætt úr — ef þau gefa sér tíma til. Ennfremur sagði hann að skólarnir þyrftu að sinna hverju einstöku bami meira en gert hefur verið. Þriðji og siðasti liður dag- skrárinnar var erindi Helga Elíassonar fræðslumálastjóra: Hvað gera félög foreldra og kennara í Ameríku? Röðull hefur fenglð hingað brezkf tríó fró Pakistan Veitingahúsið Röðull hefur fengið hljómsveit alla leið frá Pakistan til þess að skemmta gestum sínum. Er þetta tríó og einsöngvari, og mun dveljast hér í 1 til 2 mánuði. Hljómsveitarstjórinn, Mark Ollington, er Ástralíumaður, hann leikur á píanó og harmon- Alþýðuflokkurinn svarar bréfi Alþýðusambandsins um viustri samvinnu Helgl Tómasson sem kóngssonurinn í Dimmallmm Barnasýning- ar á Dimma- limm Þjóðleikhúsið hefur nú ákveð- ið að hefja barnasýningar á ball- ettinum Dimmalimm, sem sýnd- ur var í desember s.l. Verður fyrsta sýningin kl. 3 síðdegis á sunnudaginn og þá jafnframt flutt ævintýrið Pétur og úlfur- inn við tónlist eftir Prókoféff. Lárus Pálsson segir ævintýrið, en í ballettinum verða dansend- ur hinir sömu og í vetur. Þessar bamasýningar á Dimmalimm hafa lengi verið fyrirhugaðar hjá Þjóðleikhúsinu en annir og veik- indi komið í veg fyrir að af þeim yrði fyrr en nú. Miðstjóm Alþýðuflokksins hefur nú svarað bréfi Alþýðu- sambandsins um samvinnu í- haldsandstæðinga til þess að undirbúa myndun vinatri stjóra ar og er svarið á þessa leið: „15. marz 1954. Heiðrað bréf yðar, dags. 6. þ.m., og móttekið 9. þ.m., hef- ir verið lagt fyrir miðstjórn Alþýðuflokksins, sem ákvað að svara því á þessa leið. Miðstjórn Alþýðuflokksins hefur þegar fyrir nokkrum vik- um skipað sérstaka nefnd til þess að rannsaka möguleika á því að koma á samstarfi lýð- ræðissinnaðra íhaldsandstæð- inga með það fyrir augum, að vinna að myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hlutverk slíkrar stjórnar ætti að vera það fyrst og fremst, að vinna að skipu- legri viðreisn atvinnulífs og við- skipta um land allt og bættum hag vinnandi stétta í kaupstöð- um og sveitum, með því að tryggja og auka kaupmátt vinnuteknanna og koma í veg fyrir, að þær launabætur, sem verkalýðurinn knýr fram með samtökum sínum, séu að engu gerðar með atvinnuleysi, neyzlu sköttum, milliliðaokri, gengis- lækkun eða öðrum ráðstöfun- um. Þar sem augljóst er, að slik stjórnmálasamtök geta eigi orð- ið nægilega öflug án þátttöku Framsóknarflokksins, taldi fyrr greind nefnd rétt að snúa sér fyrst til þingmanna hans — en það gerði hún fyrir alllöngu. Miðstjómin telur höfuðnauð- syn, ef unnt reynist að mynda nýja rikisstjórn, að hún marki stefnu sína eins og að fram- an greinir, þannig að verkalýðs- félögin og launastéttirnar veiti henni stuðning í starfi hennar, og framkvæmdum. Miðstjómin sér hins vegar ekki, á hvern hátt annan Alþýðusambandið, sem er samband stéttarfélaga fólks úr öllum stjórnmála- flokkum, gæti veitt sllkri stjórn stuðning, þar eð aðeins stjóra- málaflokkar og einstakir þing- menn geta séð ríkisstjóm fyrir þingfylgi. Miðstjórainni er að sjálfsögðu kærkomið að fá greinargerð stjórnar Alþýðusambandsins um, hvaða mál hún telur brýn- ustu hagsmunamál fólksins í verkalýðsfélögunum og mun til- nefna menn til að ræða þau mál við hana eða fulltrúa hennar, ef þess er óskað. F.h. Alþýðuflokksins Haraldur Guðmundsson for- maður. Gylfi Þ. Gíslason ritari. Til Miðstjóraar Alþýðusam- bands Islands, Reykjavík'*. iku. Les Butcher leikur á trommu, Don Walker á bassa og einsöngvari er Vick\’ Parr, eru þrjú hin síðastnefndu Bret- ar. Ollington hefur dvalið utan Ástralíu s.l. 6 ár og leikið í 15- 20 löndum, en þó aðallega í Englandi og Indlandi og her- stöðvum Breta víðsvegar. Tríó þetta hefur starfað saman 2-3 ár. Hingað kemur tríóið beint frá Pakistan og kváðu hljóð- færaleikararnir það snögg við- brigði að koma hingað úr hit- anum í Pakistan. Vicky Parr talar — og syngur — á tungu Pakistanbúa og kveðst hún vona að hún lærði það mikið í íslenzku meðan hún dvelst hér að hún geti sungið einhver ís- lenzk lög. — Tríó þetta mun skemmta bæði uppi og niðri í Röðli og mun ætlunin að það skemmti eitthvað í kabarett- formi. Auk þess mun hljómsveit Röðuls skemmta eins og að undanförnu. Augljósar staðreyndir MorgunblaÖiÖ neyðist í gœr til pess aö viöur- kenna pá staðreynd að kaupmáttur tímakaupsins hafi verið um 20% hœrri 1947 en hann er nú. Hins vegar heldur blaöiö pví fram til pess aö afsaka kjararýmunina síðan aö kaupiö hafi verið svo hátt 1947 að atvinnuvegirnir hafi ekki borið paö og pví hafi verið óhjákvœmilegt aö skerða kjörin. Þessi staðhœfing stangast viö allar staðreyndir, og skal hér aðeins tilgreint eitt dœmi. Árið 1847 voru árslaun Dagsbrúnarmanns fyrir átta stunda vinnu á dag innan viö 20 púsund krónur. S'am- kvœmt upplýsingum Ólafs Björnssonar og Benja- míns Eiríksssonar voru pjóðartekjurnar pá um 54. 000 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu til jafnaðar. Það verður pví með engu móti vé- fengt að framleiðsla pjóðarinnar stóð vel undir kaupgjaldinu og hefði gert paö pótt pað hefði ver- iö mun meira. Síðan 1947 hafa pjóðartekjurnar aukizt að mun, eins og allir viðurkenna. Verkafólk á pví ekki aö- eins réttlœtiskröfu á pví 'ap fá bœtta alla kjara- skerðingu síöan 1947, heldur einnig að fá sinn hlut af vexti pjóöarteknanna. Þessa óbrotnu staðreynd hefur allt verkafólk í huga og pað lætur ekki rugla- ast af neinum blekkingum auðmannablaðanna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.