Þjóðviljinn - 22.03.1955, Page 6

Þjóðviljinn - 22.03.1955, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. marz 1955 þJÓOVIUINN Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (&b.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. f f þjónustu lyginnar Morgunblaðið hefur ekki brugðið þeim vana sínum að þessu sinni fremur en endranær að láta atvinnurekendur og ríkisstjórn- ina nota sig til að fjandskapast við kröfur verkafólksins um bætt kjör. Hefur þetta málgagn auðkónganna og milliliðabraskaranna í Sjálfstæðisflokknum sýnt mikla iðjusemi við að afflytja mál- stað verkafólks og rógbera samtök þess. Þó er augljóst að skrif- finnar Morgunblaðsins eiga bágt enda fer ekki hjá því að þeir verði þess greinilega varir hve almennan hljómgrunn kröfur og afstaða verkalýðshreyfingarinnar hafa unnið á sama tíma og fordæmingin fer dagvaxandi á hinni neikvæðu og ábyrgðarlausu framkomu atvinnurekenda, sem leitt hefur til yfirstandandi vinnustöðvunar. Ein aðferð Morgunblaðsins í áróðrinum gegn verkafólki er sú að ljúga hreinlega til um kröfur þess á hendur atvinnurekendum. Hefur blaðið staðhæft dag eftir dag að verkafólk krefjist 50% kauphækkunar og hamrað á þessari lygi sinni í því trausti að takast mætti með henni að skapa andúð á kröfunum meðal fólks sem ekki hefði nógsamlega fylgzt með gangi deilunnar. Þessi blekkingaherferð Morgunblaðsins er dæmd til að misheppnast. Allur almenningur er læs á tölur og flestir sjá sem betur fer ein- hver önnur blöð en Morgunblaðið. Þess vegna er vonlaust fyrir þetta málgagn braskaranna að telja almenningi trú um að 25—30% kauphækkunarkrafa verkalýðsfélaganna, 1% hækkun á orlofi og greiðsla framfærsluvísitölu þýði 50% kauphækkun. Auk venjulegrar þjónustusemi við atvinnurekendur og hins gamalkunna fjandskapar við verkafólk í öllum launadeilum er ekki nema ein skýring á þessum þvættingi Morgunblaðsins. Og hún er sú að með honum eigi að búa almenning undir þann ósigur ,sem atvinnurekendur hljóta að bíða. Morgunblaðið þykist sjálf- sagt vera betur undir það búið að bera smyrsl á sár skjólstæð- inga sinna með því að beita lyginni í þjónustu þeirra heldur en halda sig við staðreyndir um kröfur verkalýðssamtakanna. f Minntir á helmingaskiptin Málgögn auðmannastéttarinnar hafa að vonum þungar áhyggj- ur ef svo kynni að fara að vinnandi stéttir þjóðarinnar hættu að 'deila innbyrðis á stjórnmálasviðinu en sameinuðust um að knýja fram uppbyggingu atvinnulífsins, bætt lífskjör almenningi til handa og uppgjör þeirrar víðtæku spillingar sem þróazt hefur síðustu ár í skjóli hernámsins og valdaaðstöðu íhaldsins. Af leiðara heildsalablaðsins Vísis í gær er greinilegt að íhaldið þykist hafa þau tök á Framsóknarflokknum sem duga muni til að afstýra „hættunni" á vinstri einingu í íslenzkum stjórnmálum. Framsókn er einfaldlega minnt á ábyrgð sína á niðurlægingu her- námsins og fyllilega gefið í skyn að frá slíku verði ekki hlaupið formálalaust án víðtækra hfleiðinga. Kemst Vísir svo að orði í þessum áminningum sínum til Framsóknarflokksins: ,,f»ar að auki verður að hafa það hugfast, að Framsóknar- menn munu hafa haft sitthvað fleira — og áþreifanlegra — en aðeins sæmdina af afskiptum sínum af þessum málum undan- farið. Þeir verða þess vegna að gera upp við sig, áður en þeir hverfa frá hinni ágætu stjórn sinni í varnamálunum, hvort þeir vilja bæði tapa mannorðinu, er þeir hafa aflað sér þar syðra (I), og einhverjum öðrum hlunnindum að auki, sem einhver i hópn- um kynni að sjá eftir. Því að með varnarliðinu færi líka hagnað- urinn af veru þess hér á landi“. Blað heildsalanna er þannig ekkert myrkt í máli þegar það tal- ar við hinn aðilann á stjómarheimilinu. Forkólfar Framsóknar eru einfaldlega minntir á samningana um helmingaskiptin á hemámsgróðanum og að þessi aðstaða sé í hættu hugsi Fram- sókn til samvinnulita við íhaldið. Er ekki ósennilegt að þessi áminning heildsalablaðsins verði til að opna augu heiðarlegra fylgjenda Framsóknarflokksins fyrir spillingarhættunni af her- náminu og hvernig stjómarflokkarnir hafa báðir hagnýtt það í fjárgróðaskyni fyrir gæðinga sína. jihla M ft blfidaunl Borgaraiundur Barnavemdarfélagsins nm umferðarslys Sameinumst um ráðstafan- ir til að bjarga börnnm „Fundurinn telur, að mikið skorti á, að leikvellir bæjarins séu nægilega margir og að þeir séu allir vel búnir að leiktækjum í nothæfu ástandi. Fyrir því skorar' fundurinn á bæjarstjórn og bæjarráð Reykjavíkur að fjölga leikvöllum í bænum, að girða þá og að hafa gæzlukonu, eina eða tvær, á hverjum leikvelli. Enn fremur að koma upp ein- földu skýli á hverjum leikvelli, þar sem börn geti leitað afdreps í illviðri. Girðing leikvallarins þarf að vera þannig, að 2-5 ára böm fari ekki át og inn nema opn- að sé hlið fyrir þeim. Ættu mæður þá að geta falið gæzlu- konu börn á þessum aldri 1-2 stundir í senn. Æskilegt er, að afgirtur verði sérstakur hluti leilrvallarins, ætlaður yngstu bömunum og búinn leiktækjum við þeirra hæfi. Auk leikVallanna verði af- mörkuð svæði, þar sem börn geti óhuit leikið hlaupa- og boltaleiki. Þar verði gerðar sleðabrautir, en það er lítið verk, ef til þess eru notuð stórvirk tæki og það tengt öðrum byggingaframkvæmd- um, svo sem brottflutningi jarðvegs úr húsa- og gatna- grunnum. Um slík svæði skulu settar girðingar aðeins til varnar því, að börn hiaupi beint út í umferð. n. Fundurinn telur, að strang- ar kröfur þurfi að gera til hæfni þeirra manna, sem stjórna ökutækjum, og skorar á stjórn umferðamála að gera hið bráðasta ráðstafanir í þessa átt. Ökuleyfi sé veitt þeim einum, sem þreytt hafa hæfnipróf með viðhlítandi árangri. Við hæfnipróf verði m.a. lögð áherzla á almenna heilbrigði og reglusemi, við- bragðsflýti, hraða- og fjar- lægðarskyn, næma sjón og heyrn. Stjórn umferðamála láti gera bækling, þar sem ökuleyfishöfum sé í örstuttu máli bent á ýmsar orsakir slysa og leiðbeint um að var- ast þær. Bæklingur þessi ætti jafnan að fylgja ökuleyfí. Fundurinn fagnar skipnn milliþinganefndar til að endur- skoða umferðalöggjöfína. Fundurinn fagnar ennfremur samþykkt bæjarstjómar að ráða verkfræðing til þess að vinna að umferðarmálum sér- staklega og að ráða fram- kvæmdastjóra umferðamefnd- ar. Telur fundurinn þetta spor I rétta átt til þess að leysa vandamál umferðarinnar. ra. Fundurinn telur, að þröngar umferðagötur og vöntun sér- stakra bifreiðastæða auki stórum slysahættuna í bænum. Fyrir því skorar fundurinn á samvinnunefnd inn skipulags- mál að takmarka sem mest bifreiðastæði á nmferðagötum og vinna kappsamlega að þvi að koma upp bifreiðastæðum á hentugum stöðum í bænum. Fundurinn leggur enn frem- ur áherzlu á þá nauðsyn, að aðal-umferðaæð verði lögð .frá Suðurlandsbraut um Skúla- götu og vestur úr, svo að létt verði umferð af Laugavegi, Hverfisgötu og öðram þröng- um götum miðbæjarins. IV. Fundurinn hvetur foreldra eindregið til þess að bjrrja að kenna bami sínu einföldustu umferðareglur og varúðarráð- stafanir um leið og það byrj- ar að ganga úti á götu. Jafn- framt þarf að vekja athygli barnsins á hættunum, án þess þó að hræða það. Fimm ára bam og yngra ætti aldrei að fá að leika sér eftirlitslaust úti á umferðagötu, heldur þarf að venja það á að leika sér á óhultum svæðum. Það myndi draga verulega úr um- ferðaslysum á börnum, ef for- eldri eða annar fullorðinn væri úti með barninu eina stund daglega. Við það styttist sá tuni, sem bamið verður að vera úti eftirlitslaust. 1 er- lendum borgiun, þar sem for- eldrakynslóðin er vaxin upp við hættur og kröfur þröng- býlisins þyldr slíkt persónu- legt eftirlit með börnum sjálf- sagður þáttur í dagsverki for- eldranna. Fundurinn skorar á bændur að gæta fyllstu varúðar við að fela börnum og ungKngum stjórn vélknúinna farartækja.“ Framanskráðar samþykktir voru einróma gerðar á al- mennum borgarafundi er Bamavemdarfélag Reykjavík- ur hélt í Tjarnarkáffi s.l. sunnudag. Formaður Bamaverndarfé- lagsins, dr. Matthías Jónasson, setti fundinn með stuttu á- varpi. Umræðuefni fundarins, hvernig koma megi í veg fyrir hin tíðu umferðaslys á börn- um, sagði hann, er mál okkar allra sem búum í þessum bæ. Þetta er mjög alvarlegt mál. Slys og dauði vofir daglega yfir hverju barni á götunum í bænum. Bamaverndarfélagið vill stefna saman öllum þeim mönnum er vilja vinna að lausn þessa máls. Borgin okk- ar hefur verið byggð upp án þess hugsað væri nægjanlega fyrir því að börnin hafi svæði til leika og dvalar. Af þessu hlýtur að leiða annað tveggja að börnin ani út i hættuna á götunum, eða verði lokuð inni frá athöfnum sem þeim era nauðsynlegar til gleði og lík- amlegs þroska. Þetta verður að breytast. Við verðum að sýna bömunum þá umhyggju og ætla þeim það rými sem þeim er nauðsynlegt. Landið okkar er nógu stórt tíl . þess að við ættum ekki að vera í neinum vandræðum með rými til að lofa börnunum að leika sér á, þar sem að þeim steðjar engin hætta. Hvert mannslíf er mikils virði. I umferðinni á götunum era börnin daglega í hættu. Við getum fækkað slysum á börnum vérulega ef við emm samtaka um að gera það. Þvínæst tilnefndi dr. Matthí- as Ingimar Jóhannesson full- trúa fundarstjóra, og fundar- ritari var dr. Símon Jóhann Ágústsson. I engri höfuðborg Norður- Ianda..... Jón Oddgeir Jónsson, full- trúi Slysavarnafélagsins, flutti fyrstu framsöguræðuna. Sagði hann m.a.: I engri höf-, uðborg Norðurlanda eru um- ferðaslys á börnum jafntíð og hér. Eitt árið voru t.d. jafn- mörg dauðaslys á börnum í Reykjavík, minnstu höfuðborg Norðurlanda, og milljónaborg- inni Kaupmannahöfn. Jafnvel eins árs börn. Jón Oddgeir kvaðst hafa þær heimildir frá einu trygg- ingarfélaginu, sem þriðjungur allra bifreiða í landinu væri tryggður hjá, að á árunuiu 1947—1952 hefðu látizt af um- ferðaslysum 6 börn 1 árs, 6 börn 2ja ára, 4 börn Sja ára, 7 börn fjögurra ára, 5 böra 5 ára og 5 börn 6 ára. Þá sagði hann að fátt væri leikvalla í bænum og væri það á ábyrgð bæjarstjórnarinnar, að ekki væru framkvæmdar góðar hugmyndir né fullgerðir hálfbyggðir leikvellir. Margir þeirra væru ógirtir og auk þess vantaði sleða- og skíða- brautir. Á leikvöllunum þyrfti að vera gæzla. Vilja ekki fórna 8 krónmn. Þá ræddi hann of hraðan og ógætilegan akstur í bænum. Þá minnti hann ennfremur á að Slysavarnafélagið hefði beitt sér fyrir því að kennsla í umferðareglum væri í barna- skólunum og minnti á þá á- gætu umferðarreglnabók fyrir börnin sem Slysavarnafélagið hefur gefið út. Hefur verið farið með hana í skólana, öll börn fengið hana heim með sér til að sýna foreldrum sín- um. En reynslan væri þvi mið- ur sú að ekki nema helmingur foreldranna leyfði bömunum að kaupa hana. Ekki nema helmingur foreldra er vill fóma 8 krónum til þess að böm þeirra læri umferðaregl- urnar. Hvar eiga börnin að vera? Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra ræddi þá hlið máls- ins er að lögreglunni snýr. Fyrir 10 árum hefðu bifreiðar í bænum verið 2500 en væm nú yfir 6 þús. Hinsvegar hefðu göturnar lítið breytzt á þess- um tíma. Að sjálfsögðu hefði lögreglan allt það eftirlit með tno'i Framhald á 11. aiðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.