Þjóðviljinn - 07.04.1955, Page 5

Þjóðviljinn - 07.04.1955, Page 5
Fimmtudagur 7. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 137 m hátt graf- ; • Byrjað er að byggja stórkost- legasta grafhýsi í heimi (að pýramídunum einum undantekn- um) í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Bygging þessi verður reist yfir jarðneskar leifar Evitu Peron, hinnar látnu konu ein- ræðisherrans. Grafhýsið á að verða 137 metra hátt og kostnaðurinn við bygginguna er áætlaður 19 mill- jón pesos. í>að verður úr járn- bentri steinsteypu. Stallur og hátíðasalur hýsisins verða úr marmara og skreyttir með högg- myndum sem eiga að vera tákn þess tímabils sem Peron hefur setið að völdum. Jarðneskar leif- ar Evitu verða geyrhdar í silf- urkistu sem komið verður fyrir í grafhvelfingu í miðjum saln- um. Almenningi verður leyfður að- gangur að efra palli hýsisins, þar sem á að rísa 60 metra há stytta af manni í klæðum verka- manns og á sú stytta að bera andlitssvip Perons. jHandtökur á Kýpnr Lloyd lávarður, aðstoðar ný- lendumálaráðherra, skýrði lá- varðadeild brezka þingsins frá því í gær að 21 maður hefði verið handtekinn vegna skemmdarverka á Kýpur und- anfarnar nætur. Sagði hann að foringjar Tyrkja og kommún- ista á eynni hefðu fordæmt of- beldisverkin og brezka stjórnin vonaðist til að Makarios erki- biskup og aðrir foringjar hinna íhaldssamari Grikkja færu að dæmi þeirra. Komandi kynslóðum allra þjóða er búin hætta af vetnissprengingum 75 vetnissprengingar á 30 árum myndu fvöfalda geisla■ verkunina sem fyrir er i andrúmsloffmu Kunnur brezkur kj amorkufræðingur, Joseph Rotblat, hefur ritað' grein í tímarit brezkra kjameðlisfræðinga, Atomic Scientist’s Journal, þar sem hann varar eindregið viö þeirri hættu, sem mannkyni öllu stafar af frekari til- raunum með vetnissprengjur. Rotblat segist hafa reiknað út, að 75 vetnissprengjur sem sprengdar yrðu á 30 ára tímabili myndu tvöfalda geislaverkunina, sem fyrir er á jörðinni. „Enda þótt útreikningur þessi sé ekki fyllilega traustur, sýnir hann samt að meiri hætta er á ferðum en flest okkar héldu“, segir hann. „Það virðast vera meiri líkur á því, að ef til algerðrar kjarn- orkustyrjaldar kemur — þegar notaðar verða miklar birgðir af stórvirkari vetnisvopnum en nú eru framleidd — muni það hafa geigvænleg áhrif á erfðir mann- kynsins — stríðsaðilja sem hlut- lausra —, svo ekki sé talað um aðrar verkanir“. Lítil huggun Hann heldur áfram: „Jafnvel þótt ekki komi til stríðs, eru lík- ur á því að stefnt sé i voða ef tilraunum með þessi vopn verður haldið áfram.“ Prófessor Rotblat var einn nánasti samstarfsmaður brezka kjarneðlisfræðingsins dr. Penney við smíði kjarnorkusprengj- unnar og hefur starfað í kjarn- orkustöð Bandaríkjanna í Los Alamos. Hann er nú prófessor í eðlisfræði við Lundúnaháskóla. Nýir kreppuboðar í Bandaríkjunum Walter Reuther, formaður bandaríska verkalýðssam- bandsins CIO, sagði á ársþingi sambandsins í Cleveland fyrir nokkrum dögum að sér virtist mikil hætta á þvl að ný kreppa væri á leiðinni í Bandaríkjunum. Reuther röktuddi þetta m.a. með því að undanfarið hefði þróunin verið sú að þeir sem bæru of lítið úr být- tun hefðu fengið stöðugt minna, en hinir sem hefðu of mikið fengju stöðugt meira. Hann sagði að frá 1953 til 1954 hefði framleiðslan, atvinnan, launin og tekjur bænda minnkað, en þrátt fyrir það hefði greiddur arð- ur aif hlutabréfum hækkað um 25%. Sama hefði verið upp á teningnum áður en kreppan mikla skall á árið 1929, bætti hann við. í grein þessari gagnrýnir Rot- blat skýrslu brezku stjórnarinn- ar un» þá ákvörðun að hefja framleiðslu vetnissprengna og segir að það sé ranghermt sem segir í henni, að geislaverkunin í Bandaríkjunum hafi aukizt um einn þriðja vegna kjarnorku- sprenginganna þar í landi; hún hafi þegar að minnsta kosti tvö- faldazt þar „og að líkindum einn- ig annarsstaðar í heiminum“, seg- ir hann. Að hætti vísindamánna varast’ prófessor Rotblat að taka of djúpt í árinni, en segir samt að „það sé eitthvað sérstaklega ugg- vænlegt við sprengju sem sé þannig smiðuð að hún geti eitrað allt andrúmsloftið með geisla- verkunum. Það hefur mikið ver- ið talað um kóbaltsprengjuna, en við höfum ekki trúað því að henni yrði nokkurn tíma beitt. Nú virðist mega ætla að vetnis- úraníumsprengjan sé eins konar kóbaltsprengja: og það sem meira er, að hún sé að sumu leyti öllu verri.“ AUar komandi kynslóðir í hættu Enn segir í greininni: „Hér er ekki lengur um að ræða tvær þjóðir eða þjóðablakkir sem eig- ast við, heldur er stefnt í voða öllum komandi kynslóðum allra þjóða, sem munu borga fyrir glapræði okkar með sjúkdómum, vanskapningum og fáráðlingum". Hann heldur því fram að öll Frá Port Arthur Fyrir skömmu var haldlnn í Port Arthur f jöldafundur, þar sem töluðu fulltrúar rauða hersins og kínverska alþýðuhersins. Til- efnið var það, að daglnn eftir hóf rauði herinn brottflutning úr borginni, sem hann hefur ráðið yfir frá striðslokum, og hafa Kín- verjar nú tekið við vömum henn- ar. Á myndiimi sést formaður kín- versku nefndarimiar, Peng Tehvaj, varalandvarnaráðherra og forsæfc- isráðlierra, í ræðustólnum. þau ráð sem gefin séu í skýrslu brezku stjórnarinnar um varnir gegn verkunum vetnissprengj- unnar séu harla haldlítil gegn erfðaverkunum hennar „sem eng- in leið er að komast undan“. Rotblat lýkur greininni á þeim oi'ðum, að þessar verkanir séu „þeim mun geigvænlegri sem það sé vitað að eftir þeim muni e. t. v. ekki tekið þegar í stað, þótt þær muni hafa í för með sér tortímingu alls mannkyns mörg hundruð árum síðar.“ Flokksbræðurnir knuðu i Churchill fll að fara frá f Helur ekki látið sjá sig í brezka þinginu síðustu daga Nánir vinir Winston Churchills hafa skýrt fréttaritur- um brezku Reuterfréttastofunnar frá því að honum hafi verið þvernauðugt að láta af embætti forsætisráðherra. Þegar kona Churchills, lækn- ar hans og félagar hans í for- ystu íhaldsflokksins lögðust á eitt varð liann þó að láta und- an. Foringjar íhaldsmanna töldu sig ekki geta gengið til kosn- inga undir forystu manns sem kominn er á níræðisaldur. Að vísu er rúmt ár eftir af kjör- tímabilinu en íhaldsmenn vilja rjúfa þing og láta kjósa sem fyrst þar eð þeir telja sig muni græða á deilunum sem urðu I Verkamannaflokknum út af til- rauninni til að gera Bevan' flokksrækan. Churchill lét ekki sjá sig á þingi í fyrradag þegar hann bast lausnar né í gær þegar eftirmanni hans var óskað til hamingju. Er það talið merki þess, hversu nærri hann taki sér að láta af embætti. Kyssfi liönd Elísabetar Anthony Eden var í gær kall- aður til Buckinghamhallar í á- heyrn hjá Elísabetu drottningu. Um leið og hann fór eftir 40 mínútna viðstöðu var gefin út í höllinni tilkynning þar sem seg- ir, að drottning hafi boðið Eden að verða forsætisráðherra. Hafi hann þegið boðið og féngið að kyssa hönd drottningar. Þegar Eden gekk í þingsal- inn eftir áheyrnina fögnuðu flokksbræður hans honum ákaf- lega. Hélt hann siðan lofræðu um fyrirrennara sinn. Ekkert er vitað um, hvenær Eden legg- ur fram ráðherralista. Skjólstæðingur Churchills Eden er 57 ára gamall og hefur verið þingmaður síðan 1923. Hann varð utanríkisráð- herra 1935 en lét af embætti 1938 vegna ágreinings við Chamberlain, þáverandi forsæt- isráðherra. Hann varð aftur ut- anríkisráðherra í öndverðri heimstyrjöldinni síðari, lét af embætti 1945 en tók við því aftur 1951. Eden hefur aldrei komið nærri stjórn innanlands- mála og á forsætisráðherradóm sinn fyrst og fremst að þakka stuðningi Churchills. Richard Butler fjármálaráðherra hefur miklu sterkari aðstöðu en Eden í flokksvél íhaldsflokksins og spá margir því að Butler muni brátt bola honum til hliðar. Luxemburg og Belgía fullgilda ' Þingin í Belgíu og Luxem- burg fullgiltu í gær endanlega samningana um hervæðingu Vestur-Þýzkalands og inngöngu þess í A-bandalagið. Hafa þá þing allra aðildarríkja nema Hollands afgreitt samningana. L

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.