Þjóðviljinn - 14.04.1955, Page 10

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Page 10
10)1 — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 14. apríl 1955 1395 Kaup - Sala Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Muntð kalda borðið að Röðli. — RöðulL Lj ósmyndastof a yf\ Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Laugaveg 12. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Viðgerðir á rafmagnsmótorum og helmilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. UKlSBSBEÉ Sendibflastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 ✓ niaCElSLRHITUNll Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi daga frá kl. 9.00-20.00, Garðarstræti 6, sími 2749 Almennar raflagnir, raflagna- teikningar, viðgerðir. Rafhita- kútar (160 1.). Hitunarkerfi fyrir kirkjur. ' Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir Sylgja. Laufásveg 19, sími 2656. Heimasími: 82035. U tvarpsviðgerðir Radió, Veltusundi 1. Sími 80300. Enskar dragtir MARKAÐURINN Laugaveg 100 Jersey-kjólar MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Tvær stúlkur ■ ■ ■ ■ ■ ■ óskast í eldhús Vífilsstaðahælis. Önnur vön bakstri. | Upplýsingar gefur ráðskonan. — Sími 9332. ■ ■ ■ Skrifstofa ríkisspítalanna. m m m * • 1 Hætt við 3 verkamannakonnr Framhaid af 6. síðu. þannig er það a. m. k. í þeirri iðngrein sem maður minn vinn- ur, það kann að vera eitthvað öðruvísi í léttari iðngreinum. Nú getur hver sanngjarn mað- ur sem er sagt sér það sjálfur að það er ekki hægt að leggja þau laun, sem bráðduglegir menn á bezt aldri geta haft í ákvæðisvinnu, til grundvallar launum iðnaðarmannastéttar- innar í heild og segja svo að sú stétt sé hátekjumenn og þurfi ekki launahækkun. Það er jafn ranglátt og að telja verkamanninn sæmilega settan af því að meðan mikil er at- vinna geti hann unnið 12 tíma á dag og haft sæmilega lífs- afkomu. Nei, 8 stunda vinnu- dagur er það sem við eigum að fá, og fyrir hann eigum við að fá svo sæmilegt kaup að við getum lifað af því, án þess að slíta okkur út á of löngum vinnudegi eða óhæfilega erfiðri vinnu“. • Yngsta kynslóðin Síðasta konan er 19 ára, hún er að klæða eins árs snáða úr útifötunum. „Þið hjónin eruð í verkfalli, er það ekki heilmikil lífsreynsla fyrir svona ungt fólk?“ „Jú, það má heita það. Þó held ég ekki að ég sé rétta manneskjan til að tala við, ef þú ætlar að fá einhvem sem verkfallið hefir bitnað mikið á, við höfum unnið bæði hjónin, og við lifum tiltölulega vel enn sem komið er. Við verðum auð- vitað að hætta við að fá okkur innanstokksmuni sem við ætl- uðum að kaupa í vor, en við höfum svo sem nóg að bíta og brenna um skeið“. „Þér hefir þá e. t. v. fund- izt hreinasti óþarfi að gera verkfall?“ „Nei, langt frá því. Þegar maðurinn minn hefir lokið iðn- náminu eftir tvö ár vil ég að hann hafi svo góð laun að ég þurfi ekki að vinna utan heim- ilis. Eg er svo gamaldags í mér að ég get ekki hugsað mér neitt eftirsóknarverðara en að eiga gott heimili, nokkur börn og að hafa tíma til að hugsa um það. Og umfram allt vil ég ekki að maðurinn minn þurfi að leggja á sig svo langan og erf- iðan vinnudag að hann komi heim á kveldin þreyttur og geð- vondur og slitni svo og verði gamall fyrir aldur fram. Þetta finnst mér ekki svo háar kröf- ur að nein sanngirni sé að vera á móti þeim, mér finnst það satt að segja frumstæðustu kröfur sem við getum gert til lífsins á 20. öldinni.’’ „Eg er þér sammála um þetta en hvað hefir þú nú fyrst og fremst lært af að vera í verk- falli?“ „Eiginlega hefi ég lært heil- mikið af því. Eg hefi farið að hugsa um ýmislegt sem mér hefir aldrei dottið í hug annars. Þegar maður hefir verið mest- an hluta ævi sinnar á skóla- bekk, og þó að maður hafi unnið á sumrin hafa málefni vinnandi stéttanna verið manni svo undarlega fjarlæg. Maður hefir ekki gert sér grein fyrir því að öll þessi skólamenntun, sæmilegt sumarkaup og allt þetta sem nú er lagt upp í hendurnar á okkur, er árangur baráttu, árangur þess að lægri stéttirnar hafa staðið saman eins og þær gera einmitt nú í þessu verkfalli. Ennfremur hefi ég lært hverjir það eru sem taka undir kröfur alþýð- unnar núna og hvaða dagblöð bæjarins það eru sem dag eftir dag reyna að læða inn í les- endur sína lævíslegum lygum og blekkingum um kjör okkar og kröfur. Og ég er fegin að ég fékk þessa lífsreynslu. Það hefir hvorugt okkar hjónanna haft mikinn áhuga á stjórn- málum og vel gæti það hafa komið fyrir okkur að kjósa flokk „allra stétta", Sjálfstæðis- flokkinn við næstu kosningar, ef við hefðum ekki séð rétta andlit hans í okkar garð nú í þessu verkfalli. En hér eftir munum við áreiðanlega vita hvaða flokki við eigum að greiða’ atkvæði okkar á kjör- degi og hvaða flokkur það er sem líklegastur er til að gæta hagsmuna okkar í framtíðinni". María Þorsteinsdóttir VINNA Einn matreiöslumaður, tvær stúlkur til fi-am- reiðslustarfa og tvær stúlkur til eldhússtarfa ósk- ast frá 1. maí eða fyn- að Hótel Tryggvaskála, Sel- fossi. Upplýsingar gefnai’ á staönum og hjá Gísla Gíslasyni, Hofteig 12, Reykjavík, kl. 5—9. Mlnningarorll Framhald af 4. síðu. Persónuleg kynni af Símoni Guðmundssyni hafði ég ekki nema síðasta áratuginn af ævi hans. En vissulega verður hann einn þeirra manna er ég síðast gleymi og valda því fyrst og fremst hinar fögru og heilsteyptu trúarskoðanir hans. Símon fann guð í öllu sem gott var og hægt var að treysta. Alveg sérstaklega var Símoni það ljóst að samstaða og samhjálp þess starfandi fjölda í löndunum væri eina lækningin er treysta mætti við öllum meinum mannlegs lífs. Með öðrum orðum sagt: Símon Guðmundsson sá og skyldi það manna bezt að hreinn og ómengaður sósíal- ismi er sú höfn friðar og far- sældar sem hannkynið hlýtur óhjákvæmilega fyrr eða síðar að lenda í. Fyrir hinar á- kveðnu og rökföstu skoðanir Símonar á þessum málum man ég hann lengst. Elías Guðmundsson. ■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■, TMLLEMGU . er hús Iönaðaimannafélagsins viö Lækjargötu (gamli Iðnskólinn). Leigutilboð í allt húsiö að und- anskilinni rishæð, sendist til gjaldkera félagsins, j Ragnars Þórarinssonar, Túngötu 36, eða Laufás- veg 8 fyrir 20. þ.m. j FÉLAGSSTJÓRNIN. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför KKISTJÁNS þórarins einarssonar. Sigríður Hafliðadóttir Jóliann J. Kristjánsson Sigurliði Kristjánsson Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að mað urinn minn, faðir og tengdafaðir, STEINÞÓR ALRERTSSON, lézt 13. apríl. Ragnheiður Árnadóttir börn og tengdabörn Bróðir okkar, ÁRNI EGILSSON frá Lambavatni, andaðist 12. þ.m. Jarðað verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. þ.m. kl. 10.30. Valdimar Egilsson Gunnlaugur Egilsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.