Þjóðviljinn - 21.05.1955, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 21. maí 1955
fMÖOVIUINN
Of.gefandi Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurtnn
Ritst-iórar Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson. Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
EUt»t.'órn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustlg
19 - Sími 7500 (3 linur)
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni: kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið
Prsntsmiðja Þióðviilanp h.f
X_______________________________________________________J
„Sýíi mér frú þína af verkunum“
Hægri armur Framsóknarflokksins skrifar Tímann þessa dag-
ana og talar mikið um að hið eina, sem geti verið íslenzkri þjóð
til sáluhjálpar sé samvinna „umbótasinnaðra lýðræðissinna" og
hægri armur Framsóknar er umleið ákveðinn í því að það séu að-
eins þeir, sem trúa á Eystein og hans pólitík.
Eysteinn Jónsson og fylgifiskar hans eru furðu kaþólskir
í anda, ef þeir halda að menn verði sáluhólDnir fyrir trúna eina
og að það sé nóg til þess að öðlast traust fólksins að hrópa:
Eg er umbótasinni, ég er lýðræðissinni, — en vinna um leið að
því að afnema umbætur og berjast gegn lýðræði.
Alþýða íslands er raunsæ og þegar Eysteinn Jónsson fer að
þvaðra um umbætur sínar, mun hún svara honum, sem gert var
forðum:
„Sýn mér trú þína af verkunum".
Eru það umbætur að afnema nú þau 2% og 2Vz% vexti, sem
verkamenn og bændur hafa nú notið áratugum saman og setja
í staðinn vexti, sem eru tvöfalt hærri?
Eru það umbætur að ákveða nú 7% vexti á lán til ibúðarhúsa
og láta menn þannig meir en tvíborga bankastofnunum íbúðir
sínar, í stað þess að '1930 þóttu það umbætur að menn fengju
lánin til verkamannabústaða með 2% vöxtum, þannig að af-
borganir og vextir til samans af þeim lánum væru 2%.
Eru það „umbætur” Eysteins Jónssonar, sem manna mest
hefur þvaðrað um hve þungbær dýrtíðin væri almennt, að hafa
síðan 1947 lækkað kaupmátt launa verkamanna þannig að í febrú-
ar 1955 var kaupmáttur tímakaups, hvað neyzluvarning einan
snerti, 17% lægri en 1947?
Eysteinn Jónsson býður alþýðunni upp á sínar ,,umbætur“ og
sitt ,,lýðræði“.
Eru það ,,yfirráð fólksins", lýðræðið, eins og það birtist í hinu
engilhreina olíufélagi Eysteins Jónssonar, sem eiga að verða
fyrirmyndir fyrir umhyggjunni um hag almennings og fyrir að-
stoðinni við réttláta umbótaviðleitni verkalýðsins ?
Á meðferð Eysteins Jónssonar á Áburðarverksmiðju ríkisins,
tilraunin til að ræna því mikla fyrirtæki úr þjóðareign undir yf-
irdrottnun helmingaskiptafélags, að vera fyrirmyndin fyrir um-
bótum og lýðræði?
Það er ekki nóg fyrir Eystein Jónsson, hækju íhaldsins við öll
þess verstu verk, að fara að tala nú fagurlega um umbætur og
lýðræði. Alþýðan er ekki búin að gleyma hvernig þær stjórnir hafa
endað, sem hann hefur kennt við umbætur og lýðræði:
Hver hindraði uppgjör Kveldúlfs 1937 og sparkaði svo Alþýðu-
flokknum út úr ríkisstjórn, með því að ganga með ihaldinu um
gerðardóm? -— Eysteinn Jónsson.
Hver sýndi ást sína á lýðréttindum og umbótum, með því að
banna verkalýðsfélögunum eðlilega starfsemi og láta alla um-
bótaviðleitni verkamanna á kjörum sínum varða við lög, — og
sparkaði þarmeð AÍþýðuflokknum út úr „þjóðstjórninni*' með
gerðardómslögunum 1942? — Eysteinn Jónsson.
Hver hefur beitt sér fyrir öllum þeim harðvítugustu álögum
á alþýðu manna, sem hafa í sífellu rýrt kjör verkamanna síðustu
7 ár, — og þar með gengislækkuninni — og sparkað þannig að
lokum Alþýðuflokknum út úr samstjóm við Framsókn? — Ey-
steinn Jónsson.
Það er því furðuleg ósvífni, þegar- Eysteinn Jónsson þykist
þess umkominn að tala við verkalýðinn um umbætur og lýðræði,
eins og hann sé einhver fulltrúi slíkra hugsjóna.
Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa nú staðið í einni
harðvítugustu verkfallsbaráttu íslandssögunnar og sigrað þá
auðstétt, sem Eysteinn og CBjarni Ben. studdu eftir mætti. —
Eysteinn Jónsson er nú að reyna að sundra þeirri einingu, sem
alþýðan skóp í þeirri baráttu. Hann vill sundraða verkalýðshreyf-
ingu, til þess að geta leikið annan hlut hennar eins grátt og
hann hefur gert að undanförnu, en barist við hlið auðvaldsins við
hinn hlutann.
Það er því ekki að undra þótt alþýða íslands spyrji Eystein:
Hverjum þjónar þú með því að reyna enn að sundra alþýðu Is-
lands, þegar hún er nær því að standa sameinuð en nokkm sinni
fyrr? Er ekki mál að íhaldsþjónustú þinni ljúki?
Og er ekki eðlilegt að verkalýður Islands segi við þann mann:
Hættu að tala um umbætur og lýðræði eins og hræsnandi Farisei,
-— sýndu oss trú þína af verkunum? —
Alþýða Islands þarf einingu um umbætur og lýðréttindi, —
«kki sundrungu og þjónustu við auðvald og afturhald.
Þú verður að tefla svona vel
gegn honum doktor Fllip!
Lyon 14. maí.
Einkennandi er fyrir þetta
skákmót hér, hversu mikið
kapp er lagt á, að því sé lok-
ið á sem allra stytztum tíma.
Mótinu á að ljúka á 10 dög-
um og em tefldar 13 umferðir
á þeim tíma. Þetta er að
sjálfsögðu mjög erfitt fyrir
þátttakendur, enda er þreyta
farin að gera vart við sig hjá
mörgum. Fyrir okkur er þetta
að sjálfsögðu mjög slæmt, þar
sem við höfum aðeins fjóra
menn sem tefla. Með slíku
fyrirkomulagi njóta sterkustu
sveitirnar sin bezt, þær sem
hafa þaulreyndum og þjálfuð-
um keppendum á að skipa. I
fyrradag tefldum við við Pól-
verja eftir að hafa daginn áð-
ur teflt við Júgóslava og
Búlgara, og sama dag og lagt
var til atlögu við Pólverja
tefldu þeir Sveinn og Ingvar
auk þess tvær biðskákir hvor.
Sveinn og Ingvar töpuðu báðir
fyrir Pólverjunum í ca 30
leikjum. Tefldu þeir ekki vel
og var auðséð að þeir vom
báðir miður sín af þreytu.
Guðmundur samdi jafntefli
við sinn mótstöðumann eftir
19 leiki, en Þóri tókst að
vinna sína skák glæsilega í 25
leikjum. Var öllum skákunum
lokið á tæpum 3 tímum- I gær
tefldum við svo gegn Hollend-
ingum og Rússum. Við tefld-
um fyrst við Hollendinga og
tókst okkur að vinna þá með
3 vinningum gegn 1. Guðm.
gerði jafntefli, en Þórir og
Ingvar unnu. Sveinn gerði
jafntefli. Varð skák Sveins
biðskák, sem hann varð að
tefla sama dag áður en við
lögðum til atlögu við Rúss-
ana. Sveinn átti að geta unn-
ið skákina, en hafði lítinn
tíma og lék henni í jafntefli.
I blöðum hér í Lyon er þess
getið, að þetta skákmót muni
frægt verða, vegna þess að
það sé í fyrsta skipti í lang-
an tíma sem Rússar hafi tek-
ið þátt í alþjóðamóti, þar sem
Spánverjar hafa einnig verið
með. Skal ég ekki dæma um
hvort þetta sé rétt með farið,
en ef svo er þá er auðséð að
þetta er nokkur pólitiskur við-
burður.
Eins og við bjuggumst á-
vallt við, var leikurinn við
Rússana nokkuð ójafn. Unnu
þeir okkur með 3y2 vinning
gegn y2. Guðmundi, sem er
langslyngnastur af okkar
mönnum, tókst með harðfylgi
að gera jafntefli við stór-
meistarann Tajmanoff. Var
staða Guðmundar jafnvel
betri um tíma, en hann er
lítillátur, sem kunnugt er, og
gerði sig ánægðan með jafn-
tefli.
Eftir að skák þeirra var
lokið, fór Tajmanoff mörgum
viðurkenningarorðum um tafl-
mennsku Guðmundar og hvísl-
aði að honum að síðustu að
svona yrði hann að tefla gegn
dr. Filip!
Ingvar átti í höggi við
Rússa að nafni Antoshin og
tókst Antoshin fljótlega að fá
Ingvar til að gefa skákina eft-
ir að hafa brotið stórt skarð
í varnarvirki Ingvars.
Þórir og Svetin börðust a£
miklu kappi þar til Svetin
náði skiptamun af Þóri og
varð leikurinn við það ójafn
unz Svetin tókst algjörlega að
yfirbuga menn Þóris og gáf-
ust þeir þá allir upp skilyrð-
Fjórða bréí Guðjóffls
Sigurkarlssonar Srá
stúdentaskákmétinu
í Lyon
islaust. Sveinn tapaði hastar-
lega fyrir Nikitin. Lék hann
sig í mát í nokkurn veginn
jafnri stöðu.
Hér er skák Þóris úr 9.
umferð gegn Pólverjanum Szy-
mansky.
Hvítt Þórir - Svart Szymansky
1 d4 Rf6
2 c4 g6
| Ifvenær kovnast þeir í fafn
{ margar íbúðir og reistar
| voru á nýsköpunarárunum?
Oft finnur Morgunblaöiö sárlega til þess aö þörf
er á aö skinna upp á álit og æru íhaldsins í sam-
: bandi viö húsnœðismálin. Þetta er eölilegt og skilj-
anlegt þegar þess er gœtt aö flokkur þess á höfuð-
\ sökina á húsnœ&isvandrœðum almennings og þeirri
! okurleigu 'sem menn eru neyddir til aö búa viö,
\ okurleigu sem gleypir nú um helming venjulegra
\ verkamannalauna.
Nýlega skýröi Morgunblaðiö frá því í forustu-
Í grein aö fyrir frumkvœði íhaldsins, bæöi á Alþingi
og í bœjarstjórn Reykjavíkur, vœri nú byggður
j svo mikill fjöldi íbúöa hér í bænum aö brátt myndi
I úr rœtast og húsnœðisvandamálið veröa úr sög-
unni! Gleymdi blaöiö þó af eölilegum ástæðum að
skýra frá þeirri staöreynd að jafnvel á s.l. ári eftir
: aö tékizt haföi aö brjóta byggingabann íhaldsins
á bak aftur voru aðeins fullgerðar 487 nýjar íbúð-
ir í Reykjavík á móti 634 íbúöum 1946, þaö ár
nýsköpunartímans sem flestar íbúðir voru reistar.
Árið 1946 áœtlaði hagfrœðingur bœjarins, á
• grundvelli rannsóknar sem framkvæmd var, aö al-
: gjört lágmark væri aö byggja þyrfti 600 íbúðir á
: ári vegna fólksfjölgunarinnar og til þess að útrýma
: óhœfum ibúöum. Þessi áœtlaöa tala íbúöa náðist
j og meir en það áriö 1946, síöara áriö sem Sósíal-
\ istaflokkurinn sat í ríkisstjórn og hafði áhrif á
stefnu hennar. En þegar marsjallstefna íhaldsins,
\ byggingabann þess og skipulagt lánsfjárbann tók
j við af nýsköpuninni varð þróunin í íbúðabygging-
: um í Reykjavík á þessa leið:
1947 469 íbúðir
1948 491 —
1949 366 —
1950 410 —
1951 284 —
1952 329 —
1953 349 —
Síðan 1946 hefur íbúum Reykjavíkur fjölgaö um
12 þúsund og það húsnœöi sem þá var dæmt lélegt
eða óhœft hefur vitanlega gengið úr sér og er enn
óhœfara nú. Nærri má því fara um ástandið þótt
íhaldið foröist raunhœfa rannsókn á því eins og
heitan eldinn af skiljanlegum1 ástæðum. Hið
hörmulega húsnœðisástand sem þúsundir Reyk-
víkinga búa við er bein og óhjákvœmileg afleið-
ing skemmdarverkanna sem Sjálfstœöisflokkur-
inn hefur haft forustu um á undanförnum árum
og sem þessar tölur eru órœk staöfesting á.
íhaldiö ætti því að spara sér allt lýðskrum og
sjálfhœlni í þesum efnum. Það hefur sannarlega
ekki efni á slíku. A.m.k. ekki meðan 147 íbúðir
vantar á ári til þess að byggðar séu jafn margar
: íbúöir og fyrir 9 árum, þegar íbúar bœjarins voru
12 þúsundum fœrri en nú.
3 Rc3 Bg7
4 e4 d6
5 S3 e5
6 d5 c5
7 dxc dxc
8 Bg5 h6
9 Bc3 c5
10 Rb5 Re7
11 d4 Ra6
12 a3 Db6
13 Dd2 Bb7
14 Rg-e2 Re8
15 Hdl Hd8
16 Re-c3 Re-c7
17 Rxc7 Rxc7
18 Rd5f Bxd5
19 cxd5 Bf8
20 Dc3 Rf6
21 Dc3 Rf6
22 f4 Bd6
23 Be2 Hh-e8
24 0-0- Rg7
25 Hbl gefið