Þjóðviljinn - 15.09.1955, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 15.09.1955, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Finrnitudagnr 15. eeptember 1955 BaráHan við óþurrkinn Framhald af 7. síðu. hafa Sovétríkin stóraukið kjötmnflutning sinn og eru nú orðin þriðja mesta kjötinn- fflutningsland veraldar, sam- kvæmt upplýsingum eins helzta kaupsýslublaðs í Banda- ríkjunum. Þar sem slíkir hlut- ir gerast er verð yfirleitt hagstætt. Nú er svo mikið 1 húfi fyrir íslenzka landbún- aðinn, að það væri beinlínis ófyrirgefanlegt af valdamönn- um okkar að láta nokkurs ó- freistað til markaðsöflunar fyrir kjötið í þessum löndum ef verðið fengist, þó ekki væri nema sæmilega hagstætt. Að þessu verkefni þarf að vinda BókmenitÉir Framhald af 6. síðu. heim höfundarins: hin kúgaða og undirokaða Búlgaría er ekki hans land í andlegri merkingu heldur sú Búlgaría sem er skinin sól og blómum stráð — einnig í yfirfærðum skilningi. Þannig talar hann í náttúru- myndum, alveg eins og skáldin okkar hér heima. Hið erfiða líf alþýðunnar er grunurinn í kvæðum Vaptsaroffs; bjart- sýni hans og baráttugleði gef- ur þeim annarsvegar ljósan lit, hinar þungu fómir og vissa hans um dauða sinn í því stríði Ijær þeim hinsvegar tragíska reisn: því ég veit að ég mun deyja; en að deyja, þegar jörð- ín er byrjuð að hrista af sér ok ranglætisins, þegar milljón- ir endurfæðast — það er Ijóð, einnig það er ljóð. Nafn Nikola Vaptsaroffs verður ekki nefnt í svonefnd- um bókmenntasögum heimsins fyrst um sinn. En það verður nafn Stephans G. stephansson- ar ekki heldur. B. B. -<•> TIL LIGGUR LEIÐIN bráðan bug nú þegar á þessu hausti. Þessi saga má ekki endurtaka sig oftar En burtséð frá öllu því, sem hér er rætt og rætt verður og gert kann að verða til lausnar á brýnasta vanda- málinu, þá er sýnilega stórt framtíðarverkefni óleyst í sambandi við það. Það er það verkefni að tryggja að slíkir hlutir gerist ekki aftur. Til þess dugar ekkert annað en aukin tækni við heyverkun- ina. Búnaðarmálastjóri hefur nú að lokinni sinni rannsókn- arferð upplýst, að þar sem votheysgerð og súgþurrkun séu fyrir hendi þar sé ástand- ið mun betra en annarsstaðar. Þetta sýnir okkur að slík tækni þarf að komast á hvert sveitaheimili landsins, eigi að koma í veg fyrir slík áfelli sem þessi á nokkurra ára fresti, í einhverjum lands- hluta. En til þess að svo megi verða þarf mjög viða að byggja ný peningshús, því slíkar heyverkunaraðferðir kí-efjast allt annarrar aðstöðu en hinar gömlu, sem víða eru eingöngu notaðar ennþá. Jafn- framt þarf ræktunin auðvitað að stóraukast. Þetta sýnir verkefni það, sem eftir er að vinna í þessum efnum. En til þess að þetta geysi- mikla verkefni verði leyst á ekki alltof löngum tíma þarf mikið fjármagn, mikla fjár- festingu. Nú virðist sú stefna beinlínis vera að færast í auk- ana hjá leiðandi mönnum landbúnaðarins að fá bændur til að draga úr fjárfestingu og framkvæmdum. Síðasta Al- þingi samþykkti að hækka vexti af framkvæmdalánum landbúnaðarins að verulegum mun og var það einnig sýni- lega gert í sama tilgangi. En atburðir þeir sem nú gerast af völdum óþurrkanna bera því ljóst vitni, að þörfin fyrir aukna fjárfestingu til tryggingar þeim verðmætum sem öll afkoma bóndans bygg- ist á er einmitt mjög ört vaxandi. En þau verðmæti eru hið heimafengna fóður. Tak- ist ekki að tryggja næga öfl- un þess með fullkominni rækt- un og fullkomnum verkunar- aðferðum mun endurtaka sig með nokkurra ára millibili sagan frá í sumar og sagan frá 1950-51. í veg fyrir það verður að koma, vegna bænda- stéttarinnar, vegna neytend- anna og vegna þjóðarinnar allrar. Reyðará, 4. sept. 1955. Ásmundur Sigurðsson. Hreyfill HEFUR OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN . , -•iyíwíib Sími 6633 Byggðasafn Framhald af 4. síðu. þennan hátt, þá á annan veg. Munið, þegar þið rífið gömlu bæina, takið til í geymslunurn, flytjið búferlum o. s. frv. að henda ekki hlutunum fyrir það eitt, að þeir eru gamlir og úr- eltir. Gefið oss fremur kost á að varðveita gamalt tæki ef það telst þess vert að láta það fúna niður eða ryðga sundur. Jafnvel örsmár og lítilfjör- legur hlutur, meira að segja úr lagi genginn getur haft mikið gildi, ef hann er torfenginn eða á sérstaka sögu. Gætum þess líka, að hérað vort lifir kynslóðirnar og í eigu byggðasafnsins eru munir af húnvetnskum toga spunnir, og úr eigu Húnvetninga, verð- mætari og þeim betur borgið 'en á flækingi annars staðar, lausir úr tengslum við uppruna sinn og sögu. Látum þennan vísi, sem nú er að spretta, verða einn þeirra meiða, sem hæst ber í Húna- vatnssýslu. Gerum byggðasafn- ið að héraðsprýði og þjóðar- gróða. Það tekst, ef hver leggur fram sinn skerf. Byggðasafnsnefnd Húnavants- sýslna: Jósefína Helgadóttir, Hulda Stefánsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Gísli Kolbelns, Jón Isberg Páll Kolka. ÍByggðasafnsnefnd Húnvetn- ingafélagsins í Reykjavík: Guðrún Sveinbjömsdóttir, Finnbogi Júlíusson, Gunnar Ámason, Jóhann Briem, Pétur Sæmundsen.: . Frá íræðslumálaskrifstofunni: Ríkisstjórnin hefur ákveðið samkvæmt tilmæl- um Stéttarfélags bænda, að framhaldsskólar aðr- ir en háskólinn, skuli að þessu sinni eigi taka til starfa fyrr en 15. október n.k. Fræðslumálastjóri Kirkjubygging Framhald af 3. síðu. um hér og þar í bænum og kvöldvökur og aðrar samkomur á vegum safnaðarins í hinum og þessum samkoinuhúsum. Auk mikils óhagræðis við þetta veldur þessi vöntun á starfs- aðstöðu miklum útgjöldum fyr- ir söfnuðinn. En þegar kirkjan ásamt félagsheimilinu er kom- in upp er ætlunin að færa alla starfsemi þangað og gera kirkju- staðinn að miðstöð trúar og félagslífs safnaðarfólksins. Um 2000 manns eru í söfnuðinum, formaður er Andrés Andrésson en varaformaður Jóhann Ár- mann Jónasson. Happdrætti UMSE Framhald af 3. síðu. sóma. Stærsta áhugamál sambands- ins nú er að ráða fastan starfs- mann, helzt íþróttakennara sem jafnframt gæti leiðbeint félög- unum um leiklist á vetrum og haft umsjón með annarri fé- lagslegri starfsemi þeirra. En sambandið skortir til þess fé og þvi hefur það ráðizt í bíl- happdrætti, fyrst allra félaga og félagssamtaka utan Reykja- víkur. Tveir úr stjórn sam- bandsins, Hjalti og Jóhannes, eru komnir með bílinn hingað til höfuðstaðarins og munu næstu daga gefa bæjarbúum kost á að kaupa happdrættis- miða og styrjcja starfsemi UMSE. VINNAN Málgagn Alþýðusambands íslands. er nauðsynleg öllum sem vel vilja fylgjast með í verkalýðsmálum og atvinnumálum. Komin eru út 7 blöð á þessu ári. Blaðið, sem kom út í gær flytur 'f jölbreytt efni og ítarlega Kaupgjaldsskrá. Gerizt fastir kaupendur. — Aðeins 30 krónur árgangur- inn. — Talið við sambandsskrifstofuna eða hringið í síma 3 9 8 0. Alþýðusamband Islands. Skrifstoíuhúsnæði 150 til 200 m: skrifstofuhúsnæöi ásamt nokkni g'eymslurúmi óskast til leigu um eöa rétt fyrir næstkomandi áramót. Nokkur fyrirframgrei'ðsla kemur til greina. Tilboð merkt „Rsj. 3—4 ár“ Ný sending Telpukápur á 2ja til 12 ára. Kápaefni í miklu úrvali Tweed í kjóla og pils. MCðtii MARKAÐURINN Bankastræti 4. •— no?sjni,cU nö1.:thc-;j NÖTWPí

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.