Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 4
í) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. nóvember 1955 t Það gerðist einhverju tækrar verkamannsfjöl- sinni s. 1. sumar á skyldu um rhiðja síðustu kvikmyndatökustað í öld. Eitt barnanna varð Frakklandi, að dyr opn- hin víðkunna' Nana, aðal- uðust á leiktjöldunum og persónan í annarr-i sögu, Martin Carol i K.'utverki Ntinu. lilil, átta ára gömul telpa sté fram. Leikstjórinn leiddi hana við hönd sér til gestanna og maelti: ,,Veitist mér sá heiður að kynna yður Nönu“. Þetta litla atvik er ein- stakt dæmi um það sjálf- stæða líf, sem persónur mikils höfundar öðlast, þegar heimurinn kynnist þeim. Hér var sem sagt v.m að ræða kvikmyndun á skáldsögunni „Fall- gryfjunni“ (L’Assommo- ir) eftir Emile Zola, en i henni er lífi fá- þetta mikla og vanda- sama hlutverk. Karl- mennimir, sem í mynd- ir.ni leika, eru gamal- kunnir, a. m. k. Charles Boyer, sem leikur Muff- at greifa, og Jacques Castelot. Sá síðarnefndi hefur nú síðast getið sér góðan orðstír. fyrir leik sinn í afbragðsgóðri mynd, er nefnist Fyrir Nóaflóðið og André Cay- atte gerði. Leikstjórn í myndinni Nönu hefur Cristian Jacque á hendi, en hann er eiginmaður Marlin Carol. Fallgryfjan vakti mikla athygli, þegar hún kom út á sínum tíma um 1880, og þessi áhrifaríka saga um fátækt og ofdrykkju hefur fyrir löngu verið færð í leikritsbúning og sýnd ótal sinnum á leik- sviðum víðsvegar um heim. Og nú er verið að gera kvikmynd eftir benni. Leikstjórinn er René Clément, sá sem gert hefur tvær af al- beztu kvikmyndum Frakka síðasta áratuginn: Baráttuna um járnbraut- iruar og Forboðna leiki. Nýja bíó sýndi síðari myndina í sumar, stór- sem Zola ritaði undir hinu sameiginlega heiti „Rougon-Maquart fjöl- skyldan“. f>á sögu er líka verið að kvikmynda um þessar mundir og fer Martin Carol með aðal- hlutverkið í henni. Mar- tin þessi Carol er tiltölu- lega nýkomin fram á sjónarsviðið í frönskum kvikmyndum, en hefur þó þegar leikið í alimörg- um myndum og þykir oft hafa tekizt vel. Samt ef- ast margir um að hún ráði til fullnustu við Macreedy (Spencér Tracy) kenítir lil Btack Rock. Spencer Tracy í miklu hlutverki kostlegt listaverk, sem seint mun gleymast þeim er sáu. Clement nefnir þessa nýjustu mynd.sína Gcrvaise eftir aðalkven- persónunni, sem leikin er af hinni snjöllu þýzku leikkonu Maríu Schell. Francois Périer fer með hlutverk eiginmanns Gervaise. Maria Schell og Francois Périer sem Gervaise og maöur hennar. Spencer Tracy er einn af þeim leikurum, 2sem alltaf tekst að vinna samúð ahorfendanna, og gildir nær einu hvernig efni myndanna eða hlut- verk eru. Nú hefur hann fengið hlutverk, sem virzt gæti hliðsíætt lögreglu- stjórahlutverki Gary Cqopers í Hádegi (High Noon),. niynd sem margir minnast síðan hún v'ar sýnd í Trípólíbíói fyrir nokkrum árum. Myndin heitir Maður gekk hjá, eða eitthvað í þá átt- ina. Spencer Tracy leikur mann að nafni Macreedy, sem snúið hefur vonsvik- inn og þreyttur heim að lokinni herþjónustu. Hann hefpr í hyggjit að hverfa úr landi (Banda- ríkjunum) og koma sér fyrir í kyrrþey einhvers staðar í Suður-Ameríku eða á Suðurhafseyjum. En áður en af því geti orðið verður hann qð ljúka áríðandi erindi. r>annia stendnr nefnilega á, að í bardögunum á Italíu bjargaði einn af félögunum lífi hans en særðist við það til ólífis. Maður þessi hlaut heið- ursmerki fyrir hugprýð- ina og nú telur Mac- reedy það skyldu sína að færa það föður hans áður en hann flyzt af landi brott. Hinn látni var innflytjandi af jap- önsku bergi brotinn, og þegar Macreedy kemur til litla þorpsins, þar sem íaðirinn átti að búa, kemst hann að raun um — ■ auðvitað ekki fyrir- hafnarlaust — að Japan- inn hefur verið tekinn af lífi í æsingum, er urðu um svipað leyti og árás- in á Pearl Harbor var gerð. Macreedy verður að leggja sig í nokkra hættu til að upplýsa þetta en við það tekst honum líka að hrista af sér sljóleik- ann og deyfðina sem hann hefur verið hald- inn um árabil, og hann yfirgefur þorpið Black Rock r>Vrt- niaður. BÆJARPÓSTINUM var boðið í afmælisveizlu nýlega, eða nón- ar tiltekið á sunnudaginn var. í>etta var svo sem ekkert merkisafmæli þar eð afmælis- barnið er ekki einu sinni kom- ið hálfa leið á fyrsta áratug ævinnar. Þetta var sem sé ibara þriggja ára afmæli eins vinar míns. Annars byrjaði dagurinn ekki sem bczt hjá honum. Hann vaknaði fyrir allar aldir og rauk fram úr rúminu, æddi um allt húsið, og kom svo kjökrandi til mömmu sinnar og sagðist ekki finna neitt afmæli! En úr Því rættist fljótlega, jpegar hann fékk jeppa með kerru aftan í og SÍBS-kubbana. Hann gat raunar ekkert byggt ár kubbunum sjálfur, svo að hann fékk húsameistara úr hópi eldri kynslóðarinnar í lið með sér. Til dæmis fékk ég að minsta kosti klukkutíma virtnu hjá honum við húsbygg- ingar. Það reyndi mikið á þolinmæði beggja, því að jafn- an sýndist sinn veg hvorum 'um niðurröðun lita, fyrirkomu- lag glugga og dyrá og þess háttar. Svo bað ég hann að felja kubbana, og þá komst ég að því, að hann telur ekki ómrtnn Afmæli — Veizlugleði yngstu kynslóðarinnar - Þakkir til Bláa bandsins — Það var mismæli einn, tveir, þrír .... eins og vic' gerum, heldur slengir hann tveimur og þremur sam- an og segir: einn, tvír.......... Með þessu telur hann sig lík- lega slá tvær flugur í einu höggi. — En upp úr hádegi á sunnudaginn var sem sagt aligestkvæmt hjá vini mínum. Það kom meira að segja kunn- ingjafólk hans alla leið austan úr Árnessýslu, til þess að sitja veizluna, sem var í alla staði hin rausnarlegasta, enda var veizlugleði ungu kynslóðarinn- ar mikil. í fyrsta lagi bar að sjálfsögðu mikið á þeirri gleði, sem fylgir því að borða góðar kökur og drekka súkkulaði með rjóma út í: matgleðinni, En þegar maður leit yfir hópinn sá maður þó greinilega, að í mörgu auga ljómaði önnur og miklu djúpstæðari gleði: gleð- in yfir því að vera til. OG vinur minn var að sjálf- sögðu í sjöunda himni eða meira, svo sem vera bar, þeg- ar þetta, sem hann var búinn að hlakka til í margar vikur, var loksins að rætast. — En nú segja lesendur Bæj- arpóstsins sennilega eitthvað á þessa leið: Heldur maðurinn að hann sé að skrifa fyrir smá- börn, eða hvað? Hvað á svona bull eiginlega að þýða? Við slíkum spurningum get ég ekk- ert sagt, nema hvað ég vil í fullri vinsemd og einlægni byðja ykkur að reyna að varð- veita sem allra bezt hæfileik- ann til að hlakka til eins barn, og gleðjast eins og barn. þ>að er stundum hent gaman að mönnum fyrir það, að þeir séu svo bamalegir, en hafið þið t. d. tekið eftir því, hvað böm eru oft tortryggin í garð þeirra, sem hafa skrökvað að þeim eða svikizt um að efna gefin loforð? Það er meira en hægt er að segja um marga fullorðna, sem gleypa ár eftir ár við margsviknum loforðum og trúa endalaust gyllisögum ýmissa loddara. ÞAÐ KOM maður að máli við Bæjarpóstinn og skýrði honum frá því að hann hefði verið í hópi hinna fyrstu er dvöldust í áfengishæli Bláa bandsins við Flókagötu. Lét hann mjög vel af vistinni þar, sagði að ágæt- lega væri búið að sjúklingun- um; allt er gert til að mönn- um líði vel, sagði hann. Sjúkl- ingar geta varið tómstundum sínum með ýmsum hætti, og' þeir skiptast á um að halda húsinu hreinu. Hinsvegar fer það eftir lieilsufari mannsins hve lengi hann dvelst þama; þeir sem dveljast skamman tíma verða að greiða sjálfir fyrir sig, en þeir sem eru t. d. þrjár vikur þurfa ekki að borga nema 10 krónur á dag, sagði maðurinn; hitt er greitt af opinberum aðilum. Og hann bað okkur hér í Bæjarpóstinum að flytja húsráðendum þakk- ir fyrir dvöl sína og viðurgern- ing allan. BJÖRN TH. BJÖRNSSON list- fræðingur kveður það alveg rétt hjá Jóhanni Kúld í Bæjar- póstinum um daginn að honum, þ.e. Birni, hafi orðið mismæli í útvarpsþættinum sem Jóhann minnist á. Hann hafi ætlað að segja blágrænn en ekki aðeins grænn. Hinsvegar kveðst hann ekki sammála Jóhanni um að hreinn grænn litur sé sérstak- lega heitur — hann sé nánast hlutlaus í afstöðunni til hita og kulda. > > ÚTBREIÐIÐ r> * * ÞJÓDVILJANN *i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.