Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Virð- ingrin i fyrir I bðrnunnm AÐ var nótt í Kanton, heit nótt, klukkan var að ganga tólf, og sennilega 30 stiga hiti. Þessi borg er á sömu breiddargráðu og mið- bik Sahara, og suðurhluti Mexíkóflóa, það er hitabeltis- loftslag þarna. Sjö ára gam- all snáði hékk sofandi í rimla- geroi úr stáli. Það var mor- andi af fólki hvar sem litið var, flestir voru gangandi. Veðrið var ljómandi gott. Pilt- urinn svaf vært eins og hon- um væri eðlilegt að sofa í þessum stellingum, hann svaf eins og áhyggjulausum er gjamt. Á læknamáli mundi þetta heita að vera í full- komnum hvíldarstellingum. — Hann hélt með báðum hönd- um um efstu þverslána í grindinni, sat á slánni í miðið, ha.fði fæturna á neðstu slánni. Ég býst við að þúsundir kín- verskra baraa hafi sofið úti á götunni í Kanton þessa nótt, fæst þeirra þó í þess- um stellingum, heldur á mott- um þeim úr sefi, sem foreldr- amir breiddu á götuna handa sér og þeim, jafnvel þar í borginni, sem mikil umferð var, en þó auðvitað á gang- stéttunum. Loftið var milt eins og spenvolg mjólk, mann- lífið unaðslegt, ylhlýtt og þýtt. Og litli snáðinn í grindinni var hamingjusamur, tengsli hans við umhverfið vox-u frið- sæl og góð, hverra manna sem hann annars var. Ég þori að leggja embættisheiður minn að veði fyrir því að þetta er satt. Og ég minntist setning- ar, sem ég hafði lieyrt nokkr- um mánuðum áður af munni eins hins vitrasta manns, sem ég þekki, prófessorsins í læknavísindum um að afstýra sjúkdómum, við háskólann í Leyden, J. H. de Haas, sem sjálfur hefur dvalizt í heit- um löndum. Hann mælti svo: „Við vitum ekki hvernig á því stendur, að börnunum í Aust- urlöndum virðist líða ágæt- lega vel, þau virðast njóta sín fyllilega í leik og starfi og á heimilinu þó að þar sé hin mesta fátækt, hin aumleg- ustu húsakynni og engin þæg- indi. Það er engin leið fyrir vesturlandabúa að skilja hvernig á þessu getur staðið". ★ ★ Mér var sagt í Kína, að hver maður sem leyfði sér að skamma barn, hvað þá að berja það, mundi verða álitinn óvinur þjóðfélagsins, og fá hið versta orð. Ég hef ekki séð eða heyrt neitt, sem mæl- ir á móti þessu. Hinu var mér ekki sagt frá, að ungbörnin sitja í kjöltu móður sinnar í söngleikahúsinu, þessarar móður, sem er svo þokkaleg og þrifleg, þrátt fyrir einfald- an og fátæklegan klæðnað, að hún minnir ekki á annað frem ur en blómin og döggina, samt vottar ekki fyrir tilhaldssemi. Fljótt á að líta þekkist hún ekki frá raanni sínum á öðru en langri fléttu niður eftir bakinu (karlmenn hafa ekki fléttu), en sé nánar að gáð, sést það að kínverskar konur eru næsta kvenlegar, svo að ég held að lengi megi leita að jafningjum þeirra í því, það skyldi þá vera að indó- nesískar konur væru þeim enn fremri. Ekki hafði mér heldur verið sagt frá því, að hrákadallar væru á gólfinu í söngleilcahús- inu, og væru mikið notaðir, m.a. af mæðrunum, sem héldu bömum sínum yfir þeim. Þessi skolli kom mér því alveg að óvömm. Ég sá líka konur gefa börnum að sjúga í þessu sama húsi. En kínversku börnin gráta ekki í söngleikahúsinu, heldur sofa þau vært og þegja. En hvað er þá að segja af sjúkdómum, eymd og volæði, hor og hungri, kóleru, bólu- sótt, taugaveiki og öðrum hitabeltissjúkdómum, sem við vesturlandalæknar höfum aldrei séð, en lásum um þeg- ar við vorum í læknaskólan- um, og höidum að þrííist vel þar eystra enn í dag, og lát- um bólusetja okkur gegn þeg- ar við förum í langferðir til annarra heimsálfa? Börn, sem hafa opin sár á andlitinu og á fótunum, betlarar á göt- unni, óhreinar götur, tötralýð- ur, ópíumsreykjendur, kyn- sjúkdómar, flugur osfrv. Þetta eru staðreyndir, sem ekki þýð- ir að ljúga sig frá, stað- reyndir, sem gilda, a.m.k. hér á Vesturlöndum. Ég get engu svarað öðru en þessu: Ég sá ekki neitt af þessu, en þar með er ekki r---------------------------- Barnalækniriim dr. med. Svend Heinild,. bania- \inur og mamivinur, starf- ar við ljóslækningastofnun Finsens í Kaupmannahöfn. Hann er fyrir stuttu koin- inn lieim úr ferö urn Kína. Ég sleppi úr grein hans niðurlaginu, sem ekki er annað en tilraun til að láta lita svo út, sem hann sé á báðmn áttum um það, hvort afsklpti ríkisins af bömunum sé ]>eim að öUu leyti fyrir beztu. v____________________________y sagt að þetta sé hvergi til í öllu þessu víðlenda ríki, en þó held ég það ekki. Því var neitað, að kólera og bólusótt hefðu komið fyrir í Kína síðustu þrjú árin, tauga- veiki kvað vera mjög sjald- gæf, hættan á að smitast af malaríu sama sem engin, enda var ekkert gert af hendi hins opinbera til að vernda okkur gegn þeirri hættu í Suður- Kína, þar sem víða var hið sama að sjá á götunum og það sem frá er sagt í upphafi þessarar greinar, loftslagið rakt og hitinn stundum yfir fjörutíu stig. En heim kom- umst við þó án þess að hafa fengið malaríu, og' við vitum ekki til að neinn annar hafi fengið þennan sjúkdóm á ferð í Kína. Það er raunar vel hugsanlegt, að mýflugur vilji ekki stinga aðkomumenn núna á þessum vinsemdartilrauna- tímum milli austurs og vest- urst. Kynsjúkdómum hefur fækkað til mikilla muna, Hk- lega vegna þess. að öJlura vændiskvennahúsum hefur verið lokað. Af skýrslum má sjá, að á síðustu árum hefur enginn maður smitazt af syf- ilis í Peking. Það má heita að flugur séu horfnar, en bregði fyrir einni flugu, er Kínverjinn ætíð til taks, og samræðan stöðvast þangað til búið er að drepa fluguna. Það virðist svo, einkum í Pek- ing, að hjólhestarnir hafi komið í stað flugnamergðar- innar, slíkur fjöldi var af þeim. Ekki eitt einasta af öllum þeim þúsundum og aft- ur þúsundum barna, sem við sáum í fjórum milljónaborg- um og tveimur sveitaþorpum, var horað, hvað þá horfallið, svo ég gæti séð. ★ ★ Útlendur barnalæknir, sem til Kanton kemur til að kynna sér heilbrigðismál, mun að mínu áliti fyrst fara að skoða háskólaspítalann, en sá spít- ali svarar til barnadeildarinn- ar á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn, en síðan mun hann biðja um að fá að sjá barnadeild á borgarspítala, þá kemur röðin að einhverjum barnaspítala í einkaeign. Mér gafst tækifæri til að ganga stofugang á öllum þessum tegundum af spítölum. Sá spitali, sem ég taldi síðast, var byggður fyrir stjórnar- skiptin 1949, og þá voru í honum 16 rúm, en nú voru þau 220. Háskólaspítalinn var byggður eftir árið 1952 og í honum eru 300 rúm, en eiga að verða 600, á deild borgar- spítaláns, afarmikils spítala, eru 60-70 rúm, hann er einn- ig byggður eftir 1949. Því furðaði ég mig mest á, að á öllum þessum deildum voru nærri því hinir sömu sjúk- Eins og Ieseudum ÞjófS- viljans er kunuugt var dansld teiknarinn Bid- strup fyrir skömmu í Kína. — Hér birtist ein af teikningum hans úr förinni. dómar og lijá okkúr í Kaup- mannahöfn, nema blóðkreppu- sótt og heilabólga,en meira af berklaveiki. Mér sýndust lækn- ingarnar vera framkvæmdar af nákvæml'ega jafnmikilli kunnáttu og alúð og hjá okk- ur heima, vísindatæknin og útbúnaðurinn jafngóður en raunar alls enginn íburður, tímaritin hin sömu, flest am- erísk, en þó allmikið frá Evr- ópu. Og svo kom það á daginn, sem ég átti síður von á en dauða mínum. Ég býst við því að lesendur mínir, bæði leikir og lærðir, muni ímynda sér, að þessar mjög vandasömu skurðaðgerðir, sem lesendur dagblaðanna hafa átt kost á að fylgjast með að nokkru leyti: hjartaskurðir í því skyni að laga lokugalla, séu eingöngu framkvæmdar af nokkrum færustu skurðlækn- um í Bandaríkjunura og Evr- ópu, en það er nú annað en svo sé. Af 81 sjúklingi, sem gerð hafði verið þess háttar aðgerð á í Hung Jen spítala í Shanghaj, hafði aðeins einn dáið. Þar fór sú ímyndun, ímyndunin um yfirburði hvítra manna. ★ ★ Læt ég það vera, verra er að hljóta að kannast við, að okk- ur sé farið að sjást yfir hina einföldustu og sjálfsögðustu hluti mitt í allri ofurtækninni. Ég vil nefna t.d. þann sjúk- dóm, sem kallast ósjálfrátt þvaglát að nóttu. Þessi veiki er eitt hið versta sem við fáum til meðferðar, því við ráðum ekki við hana. Raunar er hún til í Kína, það skal ég kannast við, en er fremur Framhald á: 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.