Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. nóvember 1955 r------------------------- þiöeviuiNN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurínn — i.------------------------' Ofbeldi Dana Um allan heim eru nýlendu. þjóðir að rísa gegn kúgurum sínum, og íslendingar fylgjast vel með baráttu þeirra og hafa m’kla samúð með henni. Jafn- vel íslenzk stjórnarvöld, sem þó hafa flækt íslendinga í hern- aðarbandalag með nýlendukúg- unim, þora ekki annað en láta uppi að þau telji baráttu ný- lenduþjóðanna réttmæta og maana sig stundum upp í það að greiða atkvæði á þingi sam- einuðu þjóðanna í samræmi við þá afstöðu — eða sitja að Sninrista kosti hjá! En þetta stafar af því að við íslendingar vorum sjálfir ánauðug nýlenda í sjö aldir, náðum sjálfstæði okkar eftir langvinna og örð- uga frelsisbaráttu og þurfum því aðeins að leita til sjálfra okkar til að skilja þær þjóðir sem enn hafa ekki heimt full- ve’di sitt. t»rátt fyrir þetta verður því ekki neitað að við höfum sýnt frelsisbaráttu nánustu frænda okkar, Færeyinga, furðulegt tó:nlæti. Að undanförnu hafa Danir komið þar fram af dólgs- hs: tti og ósvífni herraþjóðar. Sr ávægilegt vandamál í sjó- mannabænum Klakksvík, vanda- mnl sem Færeyingar áttu auð- vitað sjáifir að leysa, er notað sem átylla til þess að senda herskip á vet.tvang, lögreglu og blóðhunda. Lögreglan byrjar þegar á því að ráðast gegn saklausu fólki með barsmlð og misþyrmingum. Síðan tekur hún hóp manna og lokar hann inra um borð í herskieinu, flyt- ur hann því næst til Þórshafn- er, þar sem danskur dómari — fu'ltrúi herraþjóðarinnar — te’-.ur við. Hann dæmir svo Fær- ey'ngana í þunga fangelsisdóma á hæpnustu forsendum og einn þí rra er fluttur til Danmerkur og á þar að afplána sekt sína. Skyldu Islendingar ekki muna E;- Imarhólm. Þetta eru aðfarir sem hver ei' asti óspilltur íslendingur fcjýtur að fordæma. Engu að síð ur neitaði ísl. stjórnin þeirri fee'ðni Þjóðveldisflokksins að Siún beitti sér fyrir því að her- gkrpið Hrólfur kraki yrði flutt frá’ Færeyjum. Sú afstaða var <fe Vmandi fyrir íslendinga, enda hafa stjórnarblöðin ekki dirfzt að koma fram með íiokkrar röksemdir henni til réttlætingar. Þau blygðast sín eins og þjóðin öll. Við sjáum nú hverjar afleið- ingar ofbeldisverk Dana í Fær- eyjum hafa, þau magna enn él.runa, og það getur auðsjá- axlega komið til blóðugra átaka hvenær sem er. Danir bera alla ábýrgð á þeirri þróun og því eem af henni kann að hljótast, og raunar ber íslenzka stjórnin einnig nokkra ábyrgð vegna feinnar neikvæðu afstöðu sinn- ar. En það skulu Færeyingar vita að íslenzka þjóðin styður ibr.ráttu þeirra fyrir rétti sínum Og frelsi, og vonandi líður að því að hér komi sú ríkisstjóm aó" sá stuðningur geti einnig fcirzt í verki. Happdræftið hefdur áfram HANN PeKK FYRSTA Jbxi.INN Dregið 23. desembei um 2 bíia BÍLAHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Allir eru jafn réítháir gagn- vart Iieppraíiiii Jón Gunnarsson loksins kominn á manntal! Eftir að þjóðviljinn hafði skýrt frá því að einn tekju- hæsti maður landsins, Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hefði skotið sér undan því að láta skró sig á mann- tal og hefði þar af leiðandi hvorki borgað skatta né út- svar hérlendis, gerðust loks þau tíðindi að Allsherjarspjald- skránni barst tilkynning um það að Jón Gunnarsson væri kominn á manntal!! Og í gær kom svo grein í Morgunblað- inu um það að öll frásögn Þjóðviljans sé uppspuni frá rótum! En þótt Jón Gunnarsson sé búinn að leiðrétta lögbrot sín að þessu leyti, þá eru skatt- svik hans og fjölskyldunnar enn óafgreidd. Jón kom upp húsi sínu í Garðahreppi 1953 og þá settist fjölskylda hans þar að og Jón þegar hann dvaldist hérlendis, en um þær mundir var hiann mikið á ferðalögum, aðallega í Banda- ríkjunum. En eins og f>jóð- viljinn hefur áður greint frá hefur Jón ekki enn talið eyri fram til skatts, þrátt fyrir ofsa- legar tekjur, og fjölskylda hans lýsti yfir því að hún væri algerlega tekjulaus í lúxus- villunni með baðherbergjunum og varðhundunum og eiuka- kennurunum. Þykir þjöðviljan- um ótrúlegt að skattayfirvöldin skerist ekki í leikinn og kæri Jón fyrir undandrátt á lögmæt- um gjöldum; að öðrum kosti hlýtur hann að njóta furðu- legra fríðinda fram yfir aðra þegna þjóðfélagsins. Morgunblaðið gefur i skyn í varnargrein sinni fyrir Jón í Morgunblaðinu í gær að andstæðingar Jóns í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hafi skrifað grein þjóðviljans og mun þar eiga við Ólaf Jónsson í Sandgerði og Steingrím Árna- son. Eru það auðvitað hreinir hugarórar. Morgunblaðið segir í gær að Vilhjálmur þ. Gislason út- varpsstjóri hafi „rækt starf sitt af áhuga og dugnaði“, hafi „átt verulegan þátt i ýmsum umbótum" og allir séu ánægðir með störf hans nema Þjóðvilj- inn sem „hafi mestan áhuga á því, að ný illindi og ófriður skapist um þessa menningar- sto£nun“. það er ekki Þjóðviljinn sem hefur skapað illindi og ófrið í útvarpinu heldur útvarps- stjóri sjálfur. Þjóðviljinn hefur aðeins skýrt frá staðreyndum, m. a. þeirri að allt starfslið útvarpsins hefur samþykkt ein- róma mjög harðorðar vítur á þennan yfirboðara sinn. Morg- unblaðið hefur ekki birt neina frétt um þessa einstæðu sam- þykkt, þótt að hénni standi jafn ágætir morgunblaðsrrienn og t.d. dr. Páll ísólfsson, og þar sern Morgunblaðið hefur ekki birt fréttina virðist það álíta að atburðirnir hafi ekki gerzt! En það stoðar ekki að stinga höfðinu í sandinn. Sú stað- reynd er óhagganleg að aldrei hefur verið annað eins hörm- ungarástand í Ríkisútvarpinu og nú, starfsmennirnir hrekj- ast burt, þeim sem eftir eru finnst þeir vera undir jökul- fargi, ein helzta deild útvarps- ins, sinfóníuhljómsveitin, hefur verið lögð niður, aðalskrifstofa útvarpsins er ekki lengur til (!) dagskrá er öll í molum og verð- ur álappalegri með hverjum degi sem líður. það gétur verið að Morgunblaðinu finnist þetta góð stjórn og Vilhjálmur Þ. Gíslason sé aðeins að íram- - kvæma stefnu Sjálfstæðis- flokksins í útvarpsmálum, en almenningi finnst þetta óþol- andi óstjórn, sem binda verði endi á án tafar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.