Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. nóvemtær 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 r t , • 1 1,1 , 1 l 1 Áskorun Bandalags kvenna til bæjarstjórnar: Haustsynmg relags íslenzkra mynd- T, . ,, • v i- J x v * i -ij [omstundaneimili sem vioast i bæn- hstarmanna verður opnuð 1 kvold Þar sýna 20 málarar og 5 myndhöggvarar 80-90 verk er fœst hafa veríS sýnd áSur Kl. 8.30 í kvöld verður opnuð i Listamaniuuskálanum sam- sýning listmálara og myndhöggvara, samtals 25 listamanna. IÞað er Félag íslenzkra myndlistarmanna sem efnir til sýningar- innar, en þátttaka í henni er þó ekki bundin við félaga þess eina; utanfélagsmenn hafa einnig rétt tíi þátttöku, og eiga nokkrir þeirra verk á sýningunni. Hún verður opin 12 daga. „Hingað hafa komið myndir frá ólíklegustu stöðum,“ sagði formaður FlM, Svavar Guðna- son, við fréttamann blaðsins í gær er hann leit inn 1 Lista- mannaskálann og spurði hvort félagar FÍM einir hefðu rétt til þátttöku í sýningunni. Síðan komu þeir Jóhannes Jóhannes- son og Sigurður Sigurðsson til skjalanna og uppfræddu frétta- manninn. Á sýningunni verða milli 50 og 60 olíumálverk og einnig nokkrar vatnslitamyndir. Flestar þessara mynda hafa ekki verið sýndar áður, og meirihluti þeirra er til sölu. Nokkrir málarar sýna nú verk sín opinberlega fyrsta sinni, og eru þeir þessir: Kristín Þor- kelsd., Guðrún Svava Guðmunds dóttir, Ágúst Petersen, Haf- steinn Austmann, Jón B. Jóns- son, Hrólfur Sigurðsson, Gísli Kolbeinsson og Vil- hjálmur Berg. Þessir nýju málarar hafa flestir stundað nám í Myndlistarskólanum. Þá verður á sýningunni ný mynd eftir Kjarval; þeir sögðu að hún væri varla orðin þurr enn- þá. Af öðrum málurum skal nefna Guðmundu Andrésdóttur, Braga Ásgeirsson, Benedikt Gunnarsson, Karl Kvaran, Jó- hannes Jóhannesson, Valtý Pét- ursson og Kjartan Guðjónsson. Og þegar hér var komið sögu fóru þeir Karl Kvaran og Sigurður Sigurðsson að rekja sundur spotta til að hengja myndimar upp á, en Jóhannes settist við að skíra myndir sínar. Bundið bláu, heitir ein; eftir langa umhugsun skírði hann aðra málverk; það var komin uppástunga um Rapsó- díu í rauðgulu á þriðju mynd- ina, en nafnið mun hafa fallið með jöfnum atkvæðum. En það em lika höggmyndir eins og áður segir. Ásmundur Sveinsson og Magnús Á. Áma- son voru þar og leiddu frétta- manninn í allan sannleika. Ás- mundur sýnir 3 myndir; tvær þeirra hefur hann ekki sýnt áð- ur, en hin þriðja: Höfuðlausn, var á sýningu fyrir nokkmm ámm. Höfuðlausn er uppkast að minnismerki um Egil Skalla- grímsson. Magnús sýnir eina mynd: afsteypu af minnismerki um Sigurbjörn Sveinsson skáld — undurfagra mynd. Þá sýnir Axel Helgason eina mynd; en þá em ótaldar 14 myndir af 19, og þær eiga bræður tveir: Jón og Guðmundur Benedikts- synir (húsgagnasmiðir). Þeir munu vera nær þrítugu, og hófu nám hjá Ásmundi í Mynd- listarskólanum fyrir 2 eða 3 árum; nú sýnir Jón 10 mynd- ir, Guðmundur 4, flestar gerðar í tré. „Þeir eru ákaflega efnilegir, þessir piltar," sagði Magnús við fréttamanninn, „en ákaflega hlédrægir. Við þurftum að ganga lengi á eftir þeim, áður én þeir féllust á að sýna með okkur.“ m og leikvelli í nýju ibúðarhverfin í samþykkt Bandalags kvenna í Reykjavík um barna- og unglingavernd var m.a. skoraö á bæjarstjórnina að hefja nú þegar starfrækslu tómstundaheimila sem víö- ast í bænum og sjá um aö í hverju nýju íbúöarhverfi séu jafnan skipulagöir og gerðir leikvellir fyrir börnin. „1. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að hefja nú þegar starfrækslu tómstunda- heimila, sem víðast í bænum. Tómstundaheimili þessi séu rek- in undir eftirliti kennara eða annarra leiðbeinenda. 2. Fundurinn beinir þeirri á- skorun til lögreglustjóra, að hann sjái um, að samkomuhúsin verði gerð ábyrg fyrir því að hleypa ekki börnum og unglingum inn á þá skemmtistaði, sem þeim er með lögum eða reglugerðum bannað að sækja. 3. Fundurinn beinir eindreg- inni áskoru til hins háa Alþing- Bifreiðar stærri en 8 farþega verði háðar sérleyfisákvæðum Frumvarp um skipulag fólksflutninga með bifreiðum komið fram á Alþingi Fram er komið á Alþingi frumvarp aö nýjum lögum um skipulag fólksflutninga með bifreiöum. Á þaö að koma í stað laga þeirra, sem nú gilda og um leið gerðar nokkrar breytingar. Mikil aðsóknað kabarettsýningum fslenzkra tóna Mjög mikil aðsókn hefur verið að kvöldskemmtunum íslenzkra tóna í Austurbæjarbíói og hafa miðar að hverri sýningu selzt upp á svipstundu. Þriðja sýning kabarettsins er í kvöld og er uppselt að venju. 4. sýning verð- ur síðan á föstudagskvöld og 5. sýning sunnudagskvöld. — Mynd- in er af Ingibjörgu Þorbergs, sem er meðal skemmtikrafta. Breytingarnar felast í 1. gr. í>ar er svo ákveðið; „Engum er heimilt að hafa með höndum fólksflutninga með bifreiðum, sem stærri séu en svo, að þær rúmi átta farþega, nema hann hafi til þess sérleyfi frá ríkis- stjórninni. Slíkt sérleyfi þarf og til að hafa á hendi fastar ferð- ir eða áætlunarferðir til fólks- flutninga með bifreiðum, er rúma þrjá til átta farþega. Til áætlunarferða teljast í lögum þessum allar auglýstar ferðir og allar ferðir, þar sem farþegum eru seld einstök sæti í bifreiðum á ákveðinni leið. Nú verður á- greiningur um, hvað skuli telja fastar ferðir eða áætlunarferðir, og sker þá ráðherra úr.“ Þá er heimild fyrir ráðuneytið til að taka ferðimar i sínar fyrir sérleyfum. Ríkisstjómin, sem flytur þetta frv., gerir þá grein fyrir því, að nú á þessu ári hafi verið fluttar til landsins og teknar í notkun á bifreiðastöðvum stærri bifreiðar en áður, 7 til 8 farþega og ekki sé talið rétt að standa gegn þeirri þróun. Einnig hafi reynzt nauðsynlegt, að setja skýrari á- kvæði um hvað skuli teljast fast- ar ferðir eða áætlunarferðir. Þá sé orðið úrelt það ákvæði, sem fjalli um svokallaða ,boddýbíla“. Slík notkun vörubifreiða hafi nú lagzt niður og ekki sé ástæða til að ýta undir að hún verði tek- in upp aftur, m. a. af öryggisá- stæðum. Sé því lagt til að fella það ákvæði niður. is, að það' veiti nú þegar fjár- festingu og áðra þá fyrirgreiðslu, sem þarf, til stofnunar uppeld- isskóla fyrir ungar stúlkur. Kvennasamtökin vilja leggja á- herzlu á, að í þessum skóla séu kenndar bæði bóklegar og verk- legar námsgreinar, og að hann verði settur á jarðhitasvæði svo hægt sé að kenna stúlkunum fjölbreytta garðrækt o. fl. Fræðslumálastjórnin setji skóla þessum reglugerð. 4. Fundurinn fagnar andmæl- um prestastefnu og biskups gegn innflutningi og útgáfu sorprita, og vill styðja kirkjuna af alhug í þeirri baráttu. Vísar fundurinn í því sambandi til fyrri sam- þykkta sinna. 5. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að sjá um, að í hverju nýju íbúðarhverfi séu jafnan skipulagðir og gerð- ir leikvellir fyrir börn hverfisins. Séu leikvellir þessir jafnan bún- ir til notkunar á sama tíma og íbúðir hverfisins. Telur fund- urinn, að með slíkum fram- kvæmdum væri stigið stórt spor í áttina til þess, að stemma stigu fyrir þeirri slysahættu, sem börnum stafar af umferðinni á götunum. Jafnframt telur fund- urinn fulla nauðsyn til bera að koma þegar upp leikvöllum í ýmsum þeim bæjarhverfum, sem nú þegar eru að nokkru upp- komin, eða hafa smáíbúða- eða fjölbýlishús í smíðum. 6. Fundurinn óskar eindregið eftir því, að bæjarstjórn Reykja- víkur sjái um útvegun á fjár- festingarleyfi til þess að byggja vöggustofu þá, sem elzta kven- félag landsins, Thorvaldsensfé- lagið, hefur undanfarin ár beitt sér fyrir að byggja. Félagið á góða, velsetta lóð fyrir húsið og hefur þegar fengið teikningu af vöggustofii. Th.fél. treystir sér hvað efnahagshlið snertir að koma húsinu upp strax og fjár- festingarleyfi fæst.“ Ný atlaga afturhaldsins 3 nýjar barna- og unglinga- bœkur frá útgáfu Æskunnar Komnar eru út 3 bamabækur frá Barnablaöinu Æsk- unni: Todda í tveim löndum, Bjallan hringir og Höröur á Grund. Framhald af- 12. síðu. legri ræðu áðalágalla þess breytta skipulags, sem nú á að taka upp, auk þairra, sem þeg- ar hefur verið rætt um. Benti m.a. á eftirfarandi atriði. Með því að fela framleiðslu- ráði einkarétt til innflutnings á grænmeti er verið að ganga framhjá sjónarmiði neytend- anna. Ríkisstofnun á bæði að gæta hagsmuna framleiðenda og neytenda, framleiðsluráð er aðeins fulltrúi framleiðenda. Reynslan liefur sýnt, að framleiðsluráðinu er ekki eins vei og Grænmetisverzlun rík- isins treystandi til að fram- kvæma fullkomið mat á garð- ávöxtum, en það er vitanlega mikið atriði fyrir neytendur. Það er óleyst gáta, hver á að vera raunverulegur eigandi þessa nýja fyrirtækis. Ekki er það ríkið, naumast framleiðslu- ráð, það iieyrir hvorki undir ríkisrekstur né einkarekstur. Gunnar vísaði til álits for- ráðamanna Grænmetisverzlunar ríkisins og tii mótmæla ýmsra kaupfélagsstjóra stærstu kaup- félaganna og búnaðarfélaga. Hér er um stórt mál að ræða. Um ófyrirsjáanlega framtíð mun það því miður verða svo, að nokkur innflutningur hljóti að verða á grænmeti og þá er það mikið atriði fyrir neytend- ur að þeirra sjónarmið sé ekki fyrir borð borið og framleið- endum sjálfum tvísýnn hagn- aður af þessu nýja skipulagi. Það er einnig alvarlegt mál, ef afturhaldinu á að takast að ræna ríkið hverri eigninni af annarri. Slikt þarf að stöðva. hendur, ef henta þykir. Ennfrem- ur segir svo: „Ráðherra getur undanþegið frá isérleyfisskyldu á vissum leiðum vörubifreðar, er flytja að staðaldri framleiðsluvörur bænda, en rúma auk þess allt að átta farþegum, enda fullnægi þær að öðru leyti settum regl- um fyrir fólksflutningum. Und- anþága skal veitt til ákveðins tíma í senn. Sérleyfi þarf ekki til fólksflutninga innan hvers lögsagnarumdæmis, ef um er að ræða hópferðir á héraðsmót eða almennar skemmtanir. Bæjarfé- lög skulu í þessu sambandi telj- ast til þess lögsagnarumdæmis, sem næst þeim er. Heimilt er ráð- herra að undanþiggja sérleyfi slíkar fólksflutningaferðir, sem farnar eru milli lögsagnarum- dæma.“ Svo segir að sýslu- og sveitar- félög skuli að öðru jöfnu ganga Hörður á Grund (sem raunar er líka ætluð unglingum) er eftir Skúla Þorsteinsson skóla- stjóra á Eskifirði. Ilún er 149 blaðsiður, og fylgja nokkrar teikningar. Höfundur segir í for- mála að sögurnar í bókinni séu skrifaðar fyrir börn og unglinga sem unna dýrum og sveitalífi og yndi hafa af ævintýrum. í fyrra kom úþ barnabókin Börnin hlæja og hoppa eftir sama höfund, og fékk hún hinar ágætustu viðtök- ur. Todda í tveim löndum er eftir Margréti Jónsdóttur, hinn kunna bamabókahöfund. Er það 4. bók- in þar sem Todda er aðalpersón- an. Sagan er 124 blaðsíður. Segir þar frá vist Toddu í Kaupmanna- höfn um tveggja ár.a skeið, en hugurinn leitar til íslands, og hún hverfur aftur heim — „og örlögin virðast vera ráðin“ stend- ur þar; vafalaust verður 5. Toddubókin um þau örlög. Bjallan hringir er eftir Jennu og Hreiðar á Akureyri, og er 11. bók þeirra. Sagan er 109 blaðsíður. Nokkrar teikningar eftir Þórdísi Magnúsdóttur eru í bókinni. Höfundar þessarar sögu skrifuðu á sínum tíma hinar svo- nefndu Öddubækur sem orðið hafa vinsælar, og er góður blæc yfir ritverkum þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.