Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 10
r 10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. nóvember 1955 yirðingin fyrir börnunum < Framhald af 7. síðu. sjaldgæf, og ástæðan held ég að sé sú, að á fyrstu árun- um fá öll börn að vera í opn- um buxum. Með þessu leysist vandinn og þetta kalla ég mikla nærgætni við litlu börn- ín. Ég bað ferðafélaga mína afsökunar á því sem mátti virðast fáránleg árátta; ég tók myndir af börnunum frá ollum hliðum, svona merki- legt þótti mér þetta, og ekki þykir mér annað líklegra en að þessi siður hafi verið hérna hjá okkur fyrrum, en sé nú týndur. Eitt var enn sem ég átti ekki von á, það var að sjá hjúkr- unarkonurnar, sem höfðu átta stunda vinnudag, og voru hér- umbil ámóta margar og- sjúk- lingarnir, ganga með börnin og láta vel að þeim. Jafnvel þessháttar æðri veru, sem læknir er, sá ég sitja á rúm- stokki þegar ekki var stofu- gangur, og láta dátt að barni, sem mér sýndist vera mikið veikt. Þetta getur auðvitað komið fyrir hérna, en mér fannst fallegt að sjá það. ★ ★ I Shanghaj er til hús, sem áð- ur var einkabústaður auðkýf- ings og heitir „Marble Hall“, en hefur heitið barnahöllin síðan 1. júní 1953, og má nán- ast kallast afarstórt hvíldar- og hressingarhæli, þó með dá- lítið öðru sniði en við eigum að venjast. Öll börn, og ekki aðeins hin svokölluðu frum- herjaböm sem bera rauðan klút um hálsinn, eiga aðgang að þessu hæli, sé þess óskað. Það er kallað að tilgangur og markmið þessa hælis sé „al- þýðleg menningarstarfsemi“, og í því felst það, að þarna geta börnin lært að mála, lært balletdans og leiklist, að syngja, að sauma listsaum, byggja eftirlíkingar af skip- um, lesið bækur (m.a. H. C. Andersen; hans var minnzt á 150 ára afmælisdegi hans með hátíðahöldum). Móttökurnar þarna líktust engu, sem við höfðum áður þekkt í Kína, né nokkursstað- ar annars. Það var dansað af mesta fjöri, og enginn sat hjá. Síðan var okkur sýnt húsið, og þá leiddu okkur hvern fyr- ir sig eins margar barnahend- ur og komust fyrir á fingrun- um. Ég gizka á, að börnin hafi verið 1000 að tölu. Var þá ekki hávaði og skrölt, jafn- vel ólæti? Ekkert af því, held- ur gleði og kæti sem lýsti sér á sérlega unaðslegan hátt, og skýlaus alúð og góðvild til gestanna. Börnin léku sér að okkur og við okkur, klöpp- uðu okkur og skríktu án þess að neitt sæi á fötunum okkar, og án þess að við fengjum ó- hljóð fyrir eyrun. Það var þá, sem kona, sem var í för með okkur, mælti þessum orðum: „Þetta eru nærfærin vinalæti". Líklega hefur þessi heimsókn í barnahöllina verið hið merki- legasta, sem fyrir okkur kom í ferðinni. Og við skildum ekki hverskonar „andi“ það er sem ákvarðar framkomu þessara barna. Hér set ég fram nokkrar setn- ingar, sem hinn gáfaði og geð- þekki skólastjóri barnahallar- innar lét okkur í té, en þetta eru boðorð barnanna, fimm að tölu: Börnunum er kennt: 1. að virða föðurland sitt. 2. að virða þjóð sína. 3. að virða vinnu sína. 4. að virða vísind- in. 5. að ve^nda eignir ríkis- ins. Börnunum hjá okkur er raun- ar innrætt virðing fyrir hinu sama, en er ekki því líkast sem þetta hrífi ekki? Og það eru þvílík ólæti í krökkunum hérna, að það hefur borið við, að leggja hefur þurft bann við því, að þau fái að leika sér í nýjum barnagörðum. Börnin verða annað hvort að vera inni allan daginn, eða að reyna að koma sér á leik- völl lengra í burtu, þau mega ekki standa við í barnagarði hverfisins, annars má eiga á hættu klögumál frá hinu opin- ber. Ekki er hægt að kalla þetta sérstaklega mikla nær- færni í framkomu við börn- in. En sá sem alls er óvitandi um þetta, þennan ,,anda“, eða hvað við eigum að kalla það, sem ég hef gert ófullkomna tilraun til að lýsa í þessum þætti, hann skilur ekki mik- ið í þessu lar.di, og tilraunir hans til að spá um framtíð þess munu reynast gripnar úr lausu lofti. M. E. þýddi. Húsmæður Melitta þýzki kaffipokinn er kominn aftur í verzlanir. Eykur hreinlæti og þægindi. Sparar kaffið Heildverzlun Stefáns 8. Jónssonar, Grænland Framhald af 5. síðu. meira. Danahatur magnast því miður jafnt og þétt í Grænlandi. Það er breyting frá því sem áður var. Mér er illa við að nota orðið hatur, en enginn vafi er á því að landar okkar eru óánægð- ir með framkomu Dana í Græn- landi. ! Fyrir áföllnum kostnaði seljum við næstu daga myndir og málverk sem ekki hafa verið sótt úr innrömmun. RAMMAGERÐIN. Hafnarstræti 17 'yi/jinninyaróiijöl SJ.RS. LMgaveg 80 — Simi 82209 Fjðlbreytt úrval af ■teinhringum ( Plussdreglar Verð kr. 155,00. T0LED0 Fischersundl i, SÉÐog LIFAÐ LÍFSREYNSIA • MANNRAUh'IR • Sf INTYRI Desemberblaðið er komið 14 síður. Verð kr. 10,00. 5 frásagnir af lífsreynslu, mannraunum og ævintýrum. 11 myndir. Myndagáta: Tvenn verðlaun, kr. 1000,00 og kr. 500,00. Krossgáta: Ein verðlaun, kr. 500,00. Fæst í öllum bóka- og blaða- sölustöðum um land allt. laiauiHiM MÍ0 ISkrifstofan er í Þingholts- | stræti 27, opin alla virka daga frá klukkan 5—7. Auglýsið j t* jóð vUjjanum mM•mmmí' Tízkan er á okkar bandi Bæjarins beztu og íjölbreyttustu prjónavörur ] íáið þér í HLÍN | Skólavörðustíg 18 —Sími 2779 AFMÆLISÚTSALAN heldur áfram Þessa viku seljum við POSTULlNIÐ OG KRYSTAUNN ME» 20% AFSLÆTTI Notið tækifærið og kaupið jólagjafirnar hjá okkur, Blóm & Ávextir Sími 2717. AÖalf undur Fegrunarfélags Hafnarfjarðar veröur h.aidirm miðvikudaginn 30. nóvember í GóÖtemplarahúsinu og hefst kl. 8.30 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Félagar fjölmermið! Stjórnin. ***■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■Miaiiar■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BMHaBaaa|B|aBBaBBar Hverfisgötu 29 Sími 9196 Haínarfirði Ennþá fyrirliggjandi allskonar raftæki og lampar MEÐ LÁGA VEKBINU, svo sem: ísskápar 5800,00; eldavélar 1800,00; borðelda- vélar mieð bökunarofni 1300,00; rafmagnsofnar 1000 v. 1100,00; lirærivélar 1300,00; þvottavélar 3193,00; strauvélar 1820,00; ljósakrónur 350,00; vegglampar 140,00; leslampar 62,50; handlamp- ar með rofa og tengli 88,25. Amerísk búsáhöld í fjölbreyttu úrvali ★ Athugið að næstu vörusendingar verða um 20% dýrari vegna hækkunar bátagjaldeyris. <•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.