Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Reynt að kveða nlð- Brazk og banéarísk stjjómaxvöld leggja stein í götia samskipta við Sovétxíbin Ýmislegt bendir til þess að vestrænum ríkisstjórnum sé umhugað um að andinn frá Genf verði kveðinn niður sem skjótast Héiistu merki þessa nýja anda' í milliríkjamálum voru stórauk- in menningarsamskipti og kynni þjóðanna í austri og vestri. Við þetta dró úr tortryggni þeirri og misskilningi, sem kalda stríð- ið hafði gróðursett í hugum fjölda manna. Sovétríkin og Bandaríkin skipiust á landbúnaðarsendi- nefndum, sovézkur listamaður fékk að koma inn i Sandaríkin 4 fyrsta sinn í mörg ár, og þann- ig mætti lengi telja. VANTAR NÖLDRIÐ SITT Öfiugir aðilar sem hafa hagn- azt gífurlega á kalda stríðinu börðúst af öllu afli gegn þessari breytingu, og upp á síðkastið hafa þess sézt merki að þeim hafi tekizt að koma ár sinni vei fyrir borð á aeðstu stöðum í London og Washington. Til dæmis hafa hershöfðingjar A- bandalagsins haldið hverja ræð- una á fætur annarri til að brýna það fyrir stjórnmálamönnum, iað hernaðarsamtök Vesturveldanna séu dauðadæmd ef kalda stríð- inu linni. NEITAÐ UM LAND- VISTARLEYFI Fréttamenn í Washington hafa hakiið því fram, að ætlun ráða- manna í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu væri að binda rýmfcun á hömium á ferðalögum sovétborgara til Bandaríkjanna og Bandaríkjamanna til Sovét- ríkjanna því skilyrði að sovét- stjómin léti undan kröfum Bandaríkjastjórnar á öðrum svið- um. í síðustu \dku varð það kunnugf, að bandaríska utanrík- isráðuneytið hefur neitað 10 landbúnaðarsérfræðingum frá Sovétríkjunum um leyfi til að koma til Bandaríkjanua. Dr Geza Sehutz, fulltrúi fyrirtæk- isins Garst & Thomas Hybrid Cora Company, sem verzl'ar með maíssáðkom, skýrði fréttamönn- um í Washington frá þessu. Tveir af eigendum fyrirtækisins fóru tii Sovétríkjanna I suniar. Varð þar að samkomulagi að fyrirtæki þeirra seldi mikið magíi af maísútsæði og hefði miliigöngu uni sölu véla setn notaðar eru við ræktun maís- afbrigðis þess, sem það verziar jneð Fyrirtækið bauð sovézkum sérfræðingum að koma og kynna sér ræktunaraðferðir. Þá greip bandaríska utanríkisráðuneytið í taumana og neiíáði boðsgestum fyrirtækisins um landvistarleýfi. Sakaði dr. Sclmtz utanríkisráðti- ueytið um að stefna með þesstt í voða „viðskiptuin sem nema miiijónum dollara“. HNEYKSLANLEG FRAMKOMA í Bandaríkjunum eru nú stadd- ir rnenn frá sjö útbreiddustu blöðum og tímaritum Sovétríkj- anna. Wasliington Post, útbreidd- asta og áhrifamesta blaðið í höf- uðborg Bandaríkjanna, hefur komizt svo að orði að fram- koma opinberra aðila við þá sé hreinasta hneyksli. beim var neitað um viðtöl við bandaríska embættismenn og stjórnmála-. menn. Bendir blaðið á, að banda- rískir blaðamenn sem heimsótt hafa Sovétríkin hafa fengið við- ‘töl \áð .hina æðstu menn, svo sem Búlganín forsætisráðherra og Krústjoff íramkvæmdastjóra Kommúnistaflokksins. SAMA SAGAN í LONDON WB t Um sama leyti og þessir at- burðir gerðust í Washington varð breyting á framkomu brezkra yfirvalda við gesti frá Sov- étríkjunum. Nokkur undanfar- in ár hefur það verið föst venja að listafólk frá Sovétríkj- unum, sem komið hefur til Lond- on, hefur komið fram í brezka sjónvarpinu. Sovézkur þjóð- dansaflokkur hefur sýnt í Lond- on undanfarið við mikla hrifn- ingu. Verið var að gang'a frá samningi um að hann kæmi fram í brezka sjónvarpinu, en þá sleit sjónvarpsstjórnin allt í einu samningunum. Engin skýring fékkst á þessum sinna- skiptum og er því talið víst að þau hafi stafað af fyrirskipunum „frá æðri stöðum“. BANNAD AD ÚTVARPA LÝSINGU Á KNATTSPYRNULEIK þ>að vakti einnig töluverða athygli, að sovézkum útvarps- mönnum var neitað um að- stöðu til að útvarpa lýsingu a leikjum knattspyrnuliðsins Dyna- mo frá Moskva við ensku liðin Wolverhampton og Sunderland. Þykir þetta koma úr hörðustu átt, því að brezkir útvarpsmenn hafa hvað eftir annað fengið aðstöðu til að útvarpa frá Sovét- ríkjunum lýsingum á leikjum sem brezk knattspyrnulið hafa háð þar. Diem segist hafa vopnahléssamn- inginn að engu Diem, forseti og forsætisráð- herra suðurhluta Viet Nam, hefur lýst yfir að hann muni neita að ræða við stjórn norður- hluta Viet Nam um kosningar til að sameina landið. I samn- ingnum um vopnahlé í Indó Kína segir, að kosningar skuli fara fram um allt landið ekki síðar en í júlí næsta sumar. I viðtali við fréttaritara United Press komst Diem svo að orði að stjórn hans væri „ekki aðili að vo'nahléssamningnum og því ekki skyldug til að taka neitt tillit til ákvæða hans". llræðslugæði Eftir ráðlierrafund Bagdad- bandalags Bretlands og nokk urra ríkja í hinum nálægari Austurlöndum var tilkynnt í prfov þrezka st.jórnin hefði ákveðið að veita bandamönnum emum verulega efnahagsað- stoð. Fréttamenn hafa eftir Macmillan, utanríkisráðherra Bretlands, að tilboð Sovétríkj- anna um aðstoð við ríki á þessum slóðum hafi opnað augu Breta fyrir því að þeir hafi hingað til gert alltof lítið fyrir vini sína. VI 1 síðusíu viku voru liðin 50 ár síðan Hákon Noregskonungur tók við konungdómi. Osear Torp, forseti Stórþingsins, sagði þá á þingfundi að konungur hefði reynzt trúr kjörorði sínu: Að sameina, en ekki að sundra. Hann hefði orðið einingartákn þjóðarinnar og hans vegna bæru Norðmenn fyllsta traust til konungdómsins. ðlgaxi í Casablanca Frauihald af 1. síðu. drepið fjóra foringja sjálfstæðís- hreyfingar Marokkómanna, sem setið hafa í fangelsi í borginni. Halda Frakkar því fram að fang- arnir hafi gert uppsteit og þá hafi þeir verið skotnir til bana. Allsherjarverkfall var í Casa- blanea í gær til að minnast hinna látnu. Vinna við höfnina og í verksmiðjum lá niðri og sölubúðir voru lokaðar. Þessa mynd tókum við úr danska blaðinu DET NY RADIOBLAD. Hún er tekin í samsœti pví sem Gylden- dalsforlag hélt Halldóri Kiljan Laxness í Kaupmanna- höfn eftir að hann hafði verið sœmdur nóbelsverðlaun- um og er af skáldinu og Stefáni íslandi óperusöngvara. mmmm Þingmaður Grænlendinga gagnrýnir döiisku stjórnina Hörð gagnrýni á stjórn Dana á Grænlandi kom fram á fundi Grænlendingafélagsins í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Tilefni fundarins var ráðs- mennska dönsku sósíaldemó- kratastjórnarinnar með málefni Grænlands. Þingmenn Grænlend- inga á þinginu í Kaupmanna- höfn höfðu lagt til að grænlenzk málefni yrðu falin hlutaðeigandi ráðuneytum. Ríkisstjórnin hafn- aði þeirri tillögu en stofnaði í staðinn sérstakt Grænlandsmála- ráðuneyti og fékk Kjærböl hús- næðismálaráðherra forst'iðu þess. Nýlenduhrag'ur Danska stjórnin þykist nú bú- in að gera Grænland að jafn- sanni fullyrðingar stjórnarinnar. Stofnun sérstaks Grænlands- málaráðueytis beri keim af því að enn sé farið með Grænland eins og hverja aðra nýlendu. Ný skip eyðimerkurinnar ganga fyrir vindi Seglasleðar reyndir á Sahara bráðlega I borginni Tangier í Norður-Afriku eru tveir banda- rískir hugvitsmenn að setja saman nýstárlegt ökutæki sem þeir ætla að reyna að ferðast i yfir eyðimörkma Sahara. Það líkist seglasleða en undir því eru ekki meið- ar heldur hjól. Mortimer Sheppard og Donald Shaprou ..eiknuðu og smíðuðu þetta farartæki lieima í Bandarikjunum. Ef til- raunin sem nú stendur fyrir dyrum heppnast ætla þeir að hef ja stórframleiðslu á þessum nýju skipum eyðimerk- urinnar og selja þau fólki sem býr á eyðimerkursvæð- um hvarvetna í heiminum. Þeir búast við mikilli eftir- spurn, því að reksturskostnaður verður enginn, vmdur- inn sem á að knýja ökutækin kostar ekki neitt. Lynge þmgniaður réttháum hluta af danska ríkinu. Margir Grænlendingar segja að ráðstöfun Grænlandsmálanna af- í.'v r-sr'AiHkbh " - Hefðu átf skilið að veikjast Grænlenzkur Ifigastúdent .að nafni Hertling hafði framsögu á íundi Grænlendingafélagsins. Varði hann þá afstöðu döngku stjómarinnar að stofna sérs.takt Grænlandsmálaráðuneyti. Jafnframt benti hann á, að á flestum sviðum skorti mikið á að Grænlendingar njóti jafnréttis. rið aðra danska þegna. Raþti hann ófremdarástandið í skóla- máium og siúkrahússmálum 1 .Grænlendinga, Jil dæmfs benaaajuí.iingar vistao.x tnnan um fólk með aðra sjúkdóma í almennum sjúkrahús.um. — Ég vildi óska að allir fjár- veitinganefndarmennirnir liefðu veikzt þegar þeir voru á ferð um Grænland síðast og orðið að | leggja þá inn á gömlu sjúkra- | húsin. þ>á hefði verið veitt fé | til hyg'gingar nýrra sjúkrahúsa, | sagði Hertling. Fredrik Lynge, annar af þing- J mönnum Grænlendinga, kvaðst. ! ekki vilja deila við frummæl- | anda unV skipan Grænlandsmál- anna á þessum vettvangi. Að.eins vildi hann taka það fram að grænlenzku þingmennirnir hefðu beðið ríkisstjórnina um að ve.ra. hafðir með í ráðum, en það var ekki gerf. — Hertling minntist á Dana- hatur, sagði Lynge. þess gætir æ- Frh, á 10. síðu, J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.