Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.11.1955, Blaðsíða 12
atlaga afturhaldsiris hpi ríkisins Hneykslisfmmvárpið um að leggja niður Græn metisverzluniná hefurað nýju verið lagt fram Ríkisstjórnin hefur nú látið meirihluta landbúnaðar- nefndar neðri deildar flytja að nýju frumvarpið um af- nám Grænmetisverzlunarinnar. Er það að vísu í ofur- lítið breyttu formi, en inntak þess og' megintilgangur sá sami. Miðvikudagur 24. nóvember 1955 — 20. árg. — 266. tðlublað Sá óvenjulegi atburður gerðist í gær að Ingi Ingi- mundarson, fulltrúi sakadómara, lét varpa Guðlaugi Ein- syni lögfræðingi út úr dómssal meö lögregluvaldi. Grænmetisverzlun ríkisins lögð niður. Meginbreytingin frá núgild- lögum felst í 4. gr. b-lið, sem á að verða 30. gr. laganna. Þar segir svo: „Undir starfssvið framleiðslu- ráðs fellur frá 1. janúar 1956 öll sú starfsemi, sem Græn- metisverzlun ríkisins liefur nú rneð höndum varðandi ræktuii og sölu íslenzkra matjurta. Skal sú stofnun, er upp frá því annast verzlun með kartöfl- ur og annað grænmeti í umboði framleiðsluráðs, heita Græn- metisverzlun landbúnaðarins." í næstu grein segir, að ríkis- stjórninni sé heimilt að selja Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins fasteignir Grænmetisverzl- unar ríkisins, eins og þær verða, þegar lögin koma til framkvæmda. Þá koma ákvæði um einka- rétt ríkisins (landbúnaðarráðu- neytisins) til innflutnings á grænmeti, um umboðsmenn Grænmetisverzlunar landbúnað- arins o. s. frv. Fyrirtæki framleiðsluráðsins á að fá einkaréttinn. 1 aðalatriðum er frumvarpið eins og það sem lagt var fyr- ir Alþingi rétt undir þinglokin í fyrra, en náði þá ekki fram að ganga, fyrst og fremst fyr- ir harðvítuga andstöðu fulltrúa Sósíalistaflokksins. Nú er að vísu ekki beint gert ráð fyrir í frv. að Grænmetis- verzlun landbúnaðarins hafi einkarétt til innflutnings á kartöflum. Ráðherra hefur einkaréttinn, en þegar búið er að leggja niður þá rikisstofnun, sem séð heiur um þennan inn- flutning og afhenda með lögum fyrirtæki framleiðsluráðs einka- rétt til að verzla með græn- meti í heildsölu, þá gefur það auga leið, að þetta þýðir í framkvæmdinni einkarétt Græn metisverzlunar landbúnaðarins til að flytja inn grænmeti. Einn liður í sókn afturhaldsins gegn ríkiseignum. Þegar frv. kom til 1. umræðu í gær, bentu þeir Sigurður Guðnason og Einar Olgeirsson á, hve hér væri verið að troða Það var bandarísk leitarflug- vél, sem fann flugvélarflakið undir hamravegg fyrir ofan bæ- inn Ós í Skilamannahreppi. Virð- ist flugvélin hafa lent á fjallinu fyriV ofain hamijabrúniina, en fallið síðan fram af henni og staðnæmst undir hamrinum. Karl Eiríksson flugmaður, flaug í lítilli flugvél upp að slys- staðnum í ljósaskiptunum í gær og gekk úr skugga um að þetta viðsjáverða braut. Þetta væri einn liðurinn í sókn íhaldsins og afturhaldsins til að leggja niður öll fyrirtæki ríkisins, selja eða afhenda einstakling- um eða, hagsmunahópum eignir og völd ríkisins. Það væri kald- hæðnislegt, að það skyldi nú vera Framsóknarflokkurinn, sem þarna gengi fram fyrir skjöldu. Grænmetisverzlun rík- isins væri einn ávöxturinn af stjórnarsamvinnu Framsóknar og Alþýðuflokksins á sínum tíma. Nú hefði Framsókn for- göngu um að tortíma þessu af- Undanfarið ár hafa samein- aðir verktakar notað vörubíla frá hernum og Nello Teer til að aka efni úr Stapafelli inn á Keflavíkurflugvöll. Vörubíl- stjórar á suðurnesjum telja að með þessu hafi verið brotin lög á þeim, þar sem sameinaðir verktakar hafi með samningum skuldbundið sig til að skipta við vörubílstjórana. Sameinaðir verktakar hafa hins vegar bor- ið því við að þeir fengju því að- eins þetta verkefni að þeir not uðu tæki hersins, það væri skil- yrði hernámsliðsins. Hefur þetta staðið í stappi um skeið, þar til bílstjórarnir á suður- nesjum misstu þolinmæðina í gær, óku af stað í 30-40 bílum og stöðvuðu alla efnisflutninga úr Stapafelli með því að leggja bílunum þvert yfir veginn. Reyndu sameinaðir verktakar fyrst að fara aðrar leiðir til að ná í efni og kölluðu síðan á lögregluna, en hún þverneitaði að skipta sér af málinu. Var þá loks setzt að samningaborðinu, var flakið af bandarisku æfinga- flugvélinni, sem týnd var. Sennilegt er talið að allir sem í vélinni voru, 4 menn, hafi farizt þegar er slysið varð. Flokkur úr Flugbjörgunar- sveitinni lagði af stað á slys- staðinn síðdegis í gær. Leiðang- urmenn gátu þó ekkert aðhafzt þá vegna myrkurs og höfðust þvi við á Akranesi í nótt. Ráðgert var að leggja af stað á slysstað- inn með birtingu í morgun. kvæmi síhu. Sagði Einar, að það væri sannarlega ástæða til að spyrja: Hver er stefna Framsóknarflokksins ? Hvað veldur því, að hann leggur slíkt kapp á að farga eignum ríltisins ? Þegar mál þetta kom til um- ræðu í vor, rétt áður en þingi lauk, rakti Gunnar M. Magn- úss, sem þá sat á þingi, í ýtar- Framhald á 3. síðu. Ar til 16. ÚL í gær var rétt ár þangað til 16. Olympíuleikarnir á síðari tímum hefjast í Molbourne i Ástralíu. þetta verður í fyrsta skipti sem leikarnir fara fram á suðurhveli jarðar, en þar er sumar þegar vetur er hér á norðurhvelinu. og fékkst það bráðabirgðasam- komulag að sameinaðir verktak- ar skuldbinda sig til að taka 22 vörubíla af suðurnesjum til starfa daglega til 20. desember. Stjörnubíó hefur nú tryggt sér til sýningar ýmsar kunnar kvik- myndir frá síðustu árum. í vikunni hefjast sýningar á skemmtilegri þýzkri mynd sem Úr myndinni Heiðu nefnist Heiða (Heidi) og gerð er eftir samnefndri sögu, er komið hefur út á íslenzku. Af öðrum kvikmyndum, sem sýndar verða bráðlega í bíóinu, má nefna Rekkjuna, sem gerð er eftir leik- riti Jan de Hertogs, en það hefur sem kunnugt er verið sýnt í Þjóðleikhúsinu. Enn má geta Bakara keisarans, tékkneskrar gamanmyndar, og sænskrar myndar, Allt heimsins yndi, en í henni leikur Ulla Jacobsson aðal- hlutverkið. Síðar er von á Die letzte Brúcke (þýzk), La malquerida (mexikönsk), O Cangaceiro Ingi var dómari í máli sem risið hafði út af áfengisbroti og var Guðlaugur Einarsson mættur með salcborningi sem réttargæzlumaður. Kom upp á- greiningur milli dómarans og lögfræðingsins, sem lauk með því að dómarinn vísaði lög- fræðingnum á dyr. Er lögfræð- ingurinn neitaði að fara kallaði dómarinn til tvo lögregluþjóna og lét þá fjarlægja lögfræðing- inn með handafli. Er Þjóðvilj- anum ekki kunnugt um að slíkur atburður hafi fyrr gerzt í réttarsal hérlendis. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Guðlaugi Eina.rssyni og spurði hann um málavexti. Kvað hann dómarann hafa neitað sér um að fá að heyra það sem gerzt hefði í rannsókn málsins: er hann mótmælti þeirri afstöðu Klakksvík Framhald af 1. síðu. ríkisstjórnin myndi ekki taka endanlega ákvörðun um dvöl herskipsins og dönsku lögregl- unnar í Klakksvík fyrr en til- lögur landsstjómar Færeyja lægju fyrir. Hækkerup dóms- málaráðherra kvað ógerlegt að kalla danska liðsaflann brott eftir sprenginguna. (brasilísk), Le plaisir (frönsk), On the Waterfront, Here to Eter- nity og The Caine Mutiny (bandarískar). Væntanlega getur Þjóðviljinn Sagt nánar frá þess- um kvikmyndum, þegar byrjað verður að sýna þær. Heftið byrjar á ummælum all-- margra listamanna í ýmsum greinum um Laxness og veitingu nóbelsverðlaunanna: Listamenn hylla Laxness. Taka þar til máls meðal annarra Snorri Hjartar- son, þorsteinn Ö. Stephensen, Ásmundur Sveinsson og Magnús Á. Árnason. Þá er þýdd grein um Laxness: Vandlæting og písl- arvætti, eftir Lars-Göran Eiriks- son. Hjörleifur Sigurðsson skrif- ar um Listsýningar vor og haust. Thor Vilhjálmsson birtir Viðtal við Nínu. Einar Bragi á tvö ljóð. Jón Óskar og Thor Vilhjálmsson minnast Magnúsar Ásgeirssonar Leifur þórarinsson skrifar um Stravinsky. Geir Kristjánsson hefðu þeir atburðir gerzt er fyrr var lýst. Kvaðst Guðlaug- ur þá hafa kært fyrir sakadóm- ara og dómsmálaráðuneytinu, og hefði sakadómari hnekkt gerðum dómarans, þv.nnig að hann hefði aftur fengið að fara inn til sakborningsins og kynnt sér það sem gerzt hefði í mál- inu. Þjóðviljinn hafði einnig tal af Inga Ingimundarsyni, full- trúa sakadómara, í gær. Kvaðst hann ekkert vilja um málið segja annað en það að vegna framkomu lögfræðingsins fyrir réttinum, hefði hann látið varpa honum á dyr, er hann fór ekki sjálfviljugur þrátt fyrir aðvaranir. Bjarni Böðvarsson látinn Bjarni Böðvarsson, hljóðfæra- leikari, lézt í fyrradag í Land- spítalanum, 55 ára að aldri. Bjarni hafði um skeið átt við erfiðan og þrálátan sjúkdóm að stríða. Hafði verið gerður á hon- um uppskurður en án árangurs. Bjarni Böðvarsson var kunnur og vinsæll hljóðfæraleikari. Hann hafði og um áratuga skeið verið öflugur þátttakandi í stétt- arsamtökum hljóðfæraleikara og oftsinnis formaður félags þeirra og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum í þágu þess. Við fráfall Bjarna á Félag íslenzkra hljóðfæraleikara tvímælalaust á bak að sjá sínum reyndasta og traustasta f orustumanni, sem jafnan reyndist stéttarbræðrum sínum fómfús og ráðhollur þegar vandamál samtakanna bar að höndum. þýðir Ijóð eftir Púskin. Ási í Bæ á söguna Agn. Grein er eftir Carl Nielsen um Mozart. Þá er Syrpa Thors Vilhjálmssonar — og ber sitthvað á góma. Tvö ljóð eru eftir Emil Eyjólfsson, og Hörður Ágústsson skrifar fram- hald greinar sinnar um Bygging- arlist. Að lokum er fyrsti hluti greinar um Albert Einstein, eftir Magnús Magnússon eðlisfræðng. Ótalið er það sem er á lð. síðu heftisins: sögulegt dókú- ment, sem lesendum er sjálfum eftirlátið að uppgötva. Eins og sjá má er efni heftis- ins einkar fjölbreytt, og heitir ritstjórinn nýju hefti fyrir jól. Rugvéiin rakst á AkrafiaEI Flakiö af bandarísku æfingaflugvélinni, sem týndist í fyrradag, fannst um miöjan dag í gær í Akrafjalli. Stöðvuðu vinnu með því að leggja bílum þvert yfir veginn Bílstjórar á suðurnesjum knýja fram samninga við sameinaða verktaka f gær stöövuöu bílstjórar af suöurnesjum .alla efnis- flutninga sameinaöra verktaka úr Stapafelli og knúöu þannig fram samninga um ágreiningsmál sem staöiö hefur lengi. Margar kunnar myndir í Stjörnubíéi Myndarlegt hausthefti Birtings er komið út Hausthefti bókmeimta- og listatímaritsins Birtings er komið út. Er það 3. liefti árgangsins, að vísu nokkru seinna á ferðinni en ætlað var, en myndarlega úr garði gert um efni og útlit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.