Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 3
I —-------------------------------------------------------------------------- — ------ Sunnudagur 4. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Steínus •v Framhald af 1. síðu. 7. Landbúnaðurinn sé efldur, og aðgerðir allar i þeim efnum miðaðar við það, að lífskjör og aðstaða þess fólks, sem í sveit- unum býr, sé ekki lakari en verkalýðsins við sjávarsiðuna. Lánsfjármagn til ræktunar og bygginga í sveitum sé aukið, og lánin veitt t.il Iangs tíma með lá.gum vöxtum. 8. Allar þær greinar iðnaðar, sem þjóðhagslega eiga rétt á sér, skulu efldar með aðstoð ríkisvaidsins. Stóriðjufyrirtæki, svo sem áburðarverksmiðja, skulu vera í eign ríkisins. 9. 1 raforkumálum sé við það miðað, að Austfirðingar og Vestfirðingar fái raforku — ekki aðeins til heimilisnotkunar og smáiðnaðar, helður einnig til st.óriðnaðar. Að sæstrengur tengdur kerfi Sogsvirkjunar verði lagður til Vestmannaeyja. Að orka Þiðriksvallavatns, Fossár á Snæfellsnesi og Anda- kílsárfossa verði fullnotuð, og þessi orkuver tengd saman, til þess að tryggja, byggðum Mið-Vesturlands næga raforku. Að þegar verði hafin virkjun Efri-Sogsfossa til að fullnægja hraðvaxandi raforkuþörf Suðvesturlands. Að .Qfkuyerin norðanlands verði tengd saman og vélakostur þeirra aukinn, til þess að þegar virkjað afl þessara orkuvera notist til fulls“. Hásaleicia mM ekkl hærri m 19% if kaupi - óhæfy íbúðarhðírfisði sé úSrýmt á mæsfis fjérym árym - %\mmí verigpseffirsif - ÍilklH styðji ekki afvinnurekendur s vinnudeilum. „III. Ýmis hagsmuna- og réttíndamál verkalýðsiiis og verkalýðssarotakanna 1. Breytt verði gagngert um stefnu í húsnæðis- og húsbygginga- málum, þannig að íbúðahúsabyggingar og leiga íbúðarhús- næðis lendi ekki í braski, eins og nú á sér stað, heldur séu byggingar íbúða miðaðar við þarfir almennings, og gróða- sjónarmið milliliða verði útilokuð. Stefnt. skal að því að gera mönnum kleift að fá sómasam- legar íbúðir til umráða fyrir 10% af mánaðarlaunum sínum, og sé vaxtaafsláttur gefinn banunörgum fjöLskyldum. Að því takmarld sé stefnt að útrýma óhæfu ibúðaniiúsnæöi í sveitum og við sjó á næstu f jórum árum. Verulega aukin viðskipti Is- lands og Austur-Þýzkalands Sjómannafélagið Framhald af 12. síðu. haldinn n.k. sunnudas i. des. kl. 1:30 e.h. í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, niðri, (gensið inn frá Hverfisgöíu). Okkuv er nauðsynlegt að halda fund vegna inntöku nýrra féiaga o.fl. og heitum þvi á þjg aö láta ekki undir höfuð leggjast að koma. Dagskrá verður sú sama og áður hefur verið auglýst. Ef hver og einn hugsar sem svo: „I’að verða víst 'nógu margir þótt ég komi eldci“, má búast við að fáir komi, nema lcommúnistar, þeir sjá nú eftir mánudagsdags- kvöldið, að þeir þurfa ekki að sinala svo ýkja mörgum til þess að hafa meirihluta á fundi. I’ar í liggur hættan, þegar við sem erum andstæðingar þeirra, sækj- nni illa. Gerðu það fyrir sjálfan þig og okkur, gerðu það fyrir félaglö, að koma á fundinn á sunnudaginn. Með félagskveðju, Garðar Jónsson, Jón Sigurðsson, Þorglis Bjarnason, Hilmar Jóns- son, Sveinn Kr. Valdimarsson, Ól- afur Sigurðssón". Plagg þetta þarf engrar skýr- ingar við. Það er óræk sönnun þess sem Sjómaður hélt fram í grein sinni og ætti að vera hvatning til sjómanna um að sækja fundinn í dag, ekki síður fyrir það þó þeir séu ekki í tölu þeirra útvöldu hjá stjórn- inni. Stjórnarkosning féll niður sl. laugardag vegna viðgerðar á Alþýðuhúsinu, en kosið verður aftur á mánudaginn á skrif- stofu félagsins frá kl. 3-6. Félagar, sækið kosninguna. Kjósið sjómannalistann. ■ Ilóhnar Magnússon. MIR sýnir sovézka IslaEdskvikmynd Eins og sagt var frá í blaðinu í gær sýnir MÍR nokkrar frem- ur stuttar kvikmyndir í Stjörnu- bíói í dag, og hefst sýningin kl. 3. Fyrst verður sýnd sovézk fs- landskvikmynd: mynd er sovézk- ir kvikmyndatökumenn tóku hér á landi s. 1. sumar. Myndin er í litum, eins og allar myndirn- ar sem sýndar eru í dag; og tek- ur sýning hennar um 40 mín- útur. Þá verður sýnd sovézka mynd in Söngvar átthaganna. Sem nafnið gefur til kynna er þetta söngvamynd, en þar að auki er mikið dansað. Að því búnu verður sovézk fréttamynd, og ef til vill teikni- mynd að lokum. Fyrir hálfum mánuði sýndi MÍR barnamyndir í Stjörnu- biói, en í dag eru myndir fyr- ir fullorðna — þótt börnin séu að sjálfsögðu velkomin líka. Þriðjudaginn 29. nóvember var undirritaður. í Reykjavik samningur um viðskipti milli íslands og Austur-Þýzkalands fyrir árið 1956. Samningsaðilar eru íslenzka vöruskiptafélagið í Reykjavík og austur-þýzka við- skiptastofnunin, DIA-Kompensat- ion, í Berlín. Samningurinn gerir ráð fyrir viðskiptum, er nema á hvora hlið 54 milljónir króna, og er það veruleg aukning miðað við yfir- standandi ár. íslendingar munu selja til Austur-Þýzkalands fryst fiskflök, ísfisk, niðursoðinn fisk og fleiri vörur. í staðinn selja Austur-Þjóðverjar til íslands á- burð, semerit, miðstöðvarofna og fittings, pappír, dieselvélar, járn- og trésmíðavélar og ýmsar aðrar vinnuvélar og verkfæri, einangr- ara og þráð og fleiri vörur til raflagna, rafmótora, efnavörur, skrifstofuvélar, ýmiskonar vefn- aðarvörur, búsáhöld og margt fleira. Auk þess verður athugað sérstaklega um möguleika á byggingu báta og skipa i Austur- Þýzkalandi. Samningaviðræður stóðu yfir í Reykjavík frá 15. t.il 29. nóv. Formaður íslenzku samninga- nefndarinnar var Magnús Z. Sig- urðsson, en aðrir nefndarmenn voru: Bergur G. Gíslason, Karl Þorsteinsson, Jón Gunnarsson, Helgi Pétursson, Helgi Þorsteins- son, Ólafur H. Jónsson og Árni Finnbjörnsson. Formaður aust- ur-þýzku samninganefndarinnar var Kurt Lorenz, en auk hans voru í nefndinni: Karl Holmelin, Guenter Merten, Edith Immecke og Hildegard Hanisch. 2. í sambandi við lagasetningn um atvmnuleysistryggingar séu verkalýðssamtökunum tryggð full umráð yfir vörzlu og á- vöxtun atvinnuleysissjóðanna í bönkum og sparisjóðum, og njót.i lán til byggingar verkamannabústaða forgangsréttar. Verkalýðssamtökin skulu hafa meirihluta í stjórn bygg- ingasjóðs verkamanna — eins og bændasamtökin hafa meiri- hluta í stjórn Byggingar- og landnámssjóðs. 3. Komið verði á lagasetningu um rekstursráð stórra atvinnu- fyrirtækja á líkum grundvelli og nágrannaþjóðir okkar á' Norðurlöndmn hafa komið á hjá sér. ■ 4. Tryggingalöggjöfin verði vandlega endurskoðuð og endur- bætt. 5. Ríkissjóður leggi fram stofnfé til verkalýðsskóla og taki þátt i reksturskostnaði hans eftir sömu reglum og'gilda um skóla. gagnfræðastigsins. Einnig leggi ríkið fram fé að jöfnu móti verkalýðssamtök- unum til orlofs- og hvíldanheimila, er verkalýðssamtökin, koma á fót. 6. Tekið sé upp strangt verðlagseftirlit, og verðlagsákvarðanir um vörur, húsnæði og hvers konar þjónustu, og hafi samtök' alþýðu manna aðstöðu til áhrifa á skipan og stjórn þeirraf mála. 7. Rikið taki upp þá reglu í samskiptum við verkalýðssamtökin að semja við þau í tæka tíð fyrir öll fyrirtæki sín, svo að ekki komi til vinnustöðvana hjá þeim. Ríkið láti fyrirtækl. sín ekki aðstoða einkaatvinnurekendur í vinnudeilum meé sameiginlegri þátttöku í slíkum átökum. 8. Löggjöf verði taíarlaust sett um 12 stunda hvíld á togurum, um þriggja vikna orlof verkafólks og um 8 stunda vinnu- dag“. Enp hernaðarvinnu - hernámssamningnum sé sacsf upp - herinsi hverfi úr Sandinu. „IV. Utanríkismál Sjálfstæði þjóðarinnar verði verndað og tryggt og sívakandi barátta háð gegn erlendri ásælni úr Iivaða átt og í hvaða mynd sem hún birtist. Það vinnuafl, sem nú er bundið við hemaðar- vinnu í þjónustu erlends ríkis, verði leyst frá þeim störfum og- aftur beint að framleiðslu þjóðarinnar, frekari hemaðarfram- kvæmdum hætt og hinn erlendi her látinn víkja úr la-ndinu með uppsögn samningsins frá 1951“. Álafoss Skyrtur, hvítai' og mislitar á drengi 5—14 ára Verð kr. 35.- til 59.50 ALAF0SS, ÞingholUstrœti 2 ÞjéðvlEJann vantar ungling til aö bera blaöiö til kaupenda við Blönduhlíð Talið við aígreiðsluna— Sími 7500. Bákin Listamannsragin:r efiir Guðrunu lacobsan kemur í lékabóiir á mánudag Kaupið merki flu rsfunarsveitarinnar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.