Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. desember 1955 „Þrír eiginmeim“ á Akureyri Pramhald af 6. síðu ars$onar og engar sleitur á því. I þriðja þætti í atriðinu um vindlingakveikjarann er hann skyndilega kominn beint úr lífinu sjálfur — eðlilegur. Listmálarann Noel Lytton, R.A., leikur Jóhann Ögmunds- son, og ber hann leikinn uppi — það er talsverður karakter í persónunni hjá honum, líf og frjálsmannleikur þessa kynduga Bóhems speglast út úr svipbrigoum og hreyfing- um. Jóhann situr og stendur og hreyfir sig um sviðið ekki á þann hátt, að bundin væri í hann snúra, sem hann léti stjórnast af, heldur alveg eins og hann væri heima hjá sér. Hlutverkið er ekki óskemmti- legt, en það þarfnast sér- stæðrar innlifunarkenndar, sem Jóhann virðist gæddur. Annars mætti hann öðrum þræði vera jafnvel enn skringilegri, eitthvað í líkingu við þær manngerðir, sem eru kenndar við listamannahverf- ið Bloomsbury í London og minnisstæðar eru úr bókum og kvikmyndum. Teppafilt Verð kr. 32.00 T0LED0 Fischersundi Jón Norðfjörð minnist ég ekki að hafa séð jafn-geð- þekkan í hlutverki, síðan ég var pottormur á Akureyri. Eg hef séð hann í Manni og konu, gott ef ekki í Skugga-Sveini, Pilti og stúlku, Jeppa á Fjalli og ég veit ekki í hverjum aragrúa af öðrum sjónleikj- um niðri í gamla Gúttó, og hann hefur alltaf haft svo hátt, stundum minnt á hið helga dýr Indverja, þótt ljótt sé að segja. Og þegar ég var lítill drengur fannst mér þetta hlyti að vera óþarfi af mann- inum að láta svona alltaf — og þetta hefur ekki breytzt með árunum: Skoðun mín ó- högguð. En nú bregður svo við, að Jón situr á sér, þegir svo dæmalaust fallega, þegar við á, en það er oft; lögfræð- ingurinn James Fothergill á ekki að vera sérlega skraf- hreyfin persóna. Jón gerir margt vel í hinum þögla leik sínum — kunnátta leikarans nýtur sín óvenju vel í gervi lögmannsins andkannalega. Og þá er komið að tveimur nýjum andlitum á akuréyrsku leiksviði, ungum stúlkum, sem spreyta sig í fyrsta sinni: Þóreyju Aðalsteinsdóttur í hlutverki einkaritarans; Önnu Þrúðu Þorkelsdóttur, er leik- ur þernuna Elísabetu. Ungfrú Þórey leggur sig fram við að skila erfiðu og stóru hlut- verki, því að þótt kyn sé, er ritarinn veigamikil persóna frá hendi höfundar og að mörgu leyti ekki vandaminni í leikmeðferð en sjálf Leon- | ÞJOÐVIUANN vantar ungling til að bera blaðið til kaupenda á 5 Seltjarnarnesi Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500. óra. Með fullri virðingu lang- ar mig til að benda ungfrúnni á að venja sig af illum ávana, sem hún hefur tileinkað sér, þessum vindingi augnanna. Hún þarf ekki að ofgera augnaleiftrunum, þótt yndis- prýði hverrar meyjar liafi löngum þótt, að „brámáni skini brúna brims af ljósum himni........“ Einnig er ég ekki í vafa um, að henni tekst að lagfæra áherzlu orðanna, svo að raddblær samþýðist efni. Þernan hjá Önnu Þrúðu sannfærir, og vel ferst henni í atriðinu þegar málarinn mælir hana í krók og kring og er að fara á fjörumar við hana — leikurinn geðugur og spáir góðu. Leiksviðið er nýtízkulegt sem vera ber og allt hið þókn- anlegasta, en tjöld málaði Þorgeir Pálsson í samráði við leikstjóra, og ekkert heyrðist til hvíslarans, en það er at- riði, sem miklu .varðar. En' gægjugötin á leiktjaldínu verða að leggjast af — þau eru óvirða ekki síður úti í landsbyggðinni en annars staðar, og þarf ekki vit til að skilja það, heldur sálrænan þrifnað. Ljósameistara brást bogalistin í þriðja þætti, hann var seinn í svifum. Fögnuður gesta á frumsýn- ingu var mikill, og voru leik- stjóri og leikendur ákaft hylltir. Akureyri 27. nóv. '55 Steingrímur Sigurðsson. Fornminjar Framhald af 7. síðu. Fyrstu fornminjarnar þarna fundust í desember í fyrra er verið var að grafa fyrir húsi í brekku. Sjö metrum ofar í jarð- iögunum en axir apamanna fund- ust minjar um neanderdals- menn, sem byggðu Evrópu um síðustu ísöld. — Fáeinar bóka verzlanir selja nú síðustu eintökin af bókinni KV/EÐIÐ UM FANGANN eftir OSCAR WIL.DE í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar, sem gefið var út á fyrra ári í 350 tölusettum eintökum í alskinni, árituðum af þýðanda. AKRAFJALL _________________J Þriðja einvigisskákin Framhald af 6 siðu búinn að jafna leikinn 23. . . . Fe3—g7 24. Hal—el »d8—f6 ' 25. Kgl—g2 Rg7—eG 26. Bh2—gl Ha8—d8 27. Hel—dl Loks 'sér hann að e-línan er einskis nýt og undirbýr nú skyn- sam’cga áætlun: c-peðið skal fram svo að unnt sé að beita biskupunum. En á meða.n dreg- uf ujVp biiku í annarri átt. 27. ... . Hf7—h7 Fyrsta atlögumerkið. Hvítur er alveg berskjaldaður á h-línunni, svo iað svartur hótar jafnvel Dh8 með iilvei'jandi sókn á h3. 28. c3—c4 g5—g4! 29. f3xg4 Erfitt er að finna betra svar. JVBCDEFGH 29. . . . Bd6xg3!! Þessa ljómandi fallegu fórn var ekki auðve't að sjá fyrir. Varla er um 'annað að ræða en þiggja. biskupinn, þvi að svartur nær nokkurn veginn sömu sókn þótt hann sé ekki tekinn. Og taki 'hvítur með kóngi símmi leiðir Dh4t til vinnings í fáum ieikjum En hvernig getur svart- ur ha’dið sókninni áfram, ef hvítur drepur með riddara? 30. Rflxg3 H7xh3!! Þessa giæsi’egu hróksfórn hef- ur Friðrik haft í hugia l>etrar hann fórnaði biskupnum. Merg- urinn málsins er sá, að ef hvit- ur drepur hrókinn mátar svart- ur fallega í öðrum teik: 31. Kxh3 Rf4t 32. Kh2 Dh4 mát! Það er örðugt að finna nokkra vöi-n; sem dæmi má nefna 31. Bf2 Rf4t 32. Kgl Dh4 33. He3 Rxd3 og síðan f5—f4. Aðriar tilraunir sýnast allar bera að sama b.runni. 31. g4xf5 Re6—f4ý 32. Kg2—f3 Df6—h4 33. Bgl—f2 Eða 33. Hg2 Rxg2 34. Dxg2 Dhðt 35. Kf2 Dxdl 3C. Dxh3 Dxd3 og vinnur. 33. . . . KÍ8—h7 Einn hægiátur leikur ofan á öll ósköpin! Svartur hótar Rg5t og siðan Hxg3. 34. Hdl—gl Rh7—g5t 35. Kf3—e3 Hd8—e8t 36. Ke3—d2 Rg5—f3f Þessi riddari minnir helzt á Skúliaskeið með breyttri skipan hlutverka! 37. Kd2—c3 Rf4xe2 38. Rg3xe2 38. . . . Dh4xf2 Eftir Bxe2, Rxgl er Rg3 í upp- námi. 39. Hglxg6t Kg8—h8 Bílahappdrœtti Þjéðviljans er vinsœlasta happdrœtti érsins Dredð um tvo bíla 23. des Allir eru jafn rétthóir gagnvart heppninni 40. Dc2—cl Enn á hvitur veika von um þráskák eða eitthvað í þá átt- ina. 40. . . . Hc8—e3! Hótar meðal annars Dxe2. 41. Re2—f4 He3—el Og hvitur gafst nú loks upp, því að Friðrik hótar ekki ein- ungis Hxclt. he’dur Dxd4t Taflmennska Pilniks hefur verið heldur svip’ítil í þessari skák, en Friðrik hefuv sjaldan jteflt betur, enda er ekki ólíklegt að Skákin eigi eftir að birtast í skáktíniaritum víða um heim eins og sumar af fyrri skákum hans. Drætti ekki frestað Aðeins 10 kr. miðinn éí V/S> ABNAFtJOL •ngftvri .*■ 'íími 822109 ‘"W.Jhrevtf újiMFftl '^ihringOjrr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.