Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagui' 4. desember 1955 Lcikfélag Akureyrar Þrír eismmeim eítk LáWIáNCE DU GáiB PE&GH Leikstjóri Jónas Jénasson ------------------------------------------------v Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — C------__--------------------/ Ofugmæli í forustugrein Morgunblaðsins í gær má lesa þessar setningar: „Kommúnistar hafa undanfar- in ár beint allri orku sinni að því að skapa efnahagslega upplausn og hrun í landinu. Ailur málflutningur þeirra hefur miðað að því, að telja þjóðinni trú um að afkoma bjargræðis- vega hennar skipti engu máli fyrir hag hennar.“ Ollu algerara öfugmæli er vart hægt að hugsa sér. Sósíalista- flokkurinn — sem Morgunblað- ið nefnir jafnan kommúnista — hefur einu sinni átt sæti í rík- isstjórn og sýnt þjóðinni og sannað stefnu sína og starfs- ■aðferðir í efnahagsmálum. Allt atvinnukerfi landsmanna hafði þá um langt skeið verið mótað af stöðnu.n og afturför, togararn- ir voru úr sér gengnir og marg- ir að heita má ónýtir, bátaflotinn ófullkominn, allt fiskvinnslu- kerfið á frumstigi, farskipaflot- inn lélegur og annað eftir því. Það var þá Sósíalistaflokkur- inn sem kvað upp úr um nýja stefnu, stefnu framfara, ný- sköpunar og stórhuga þróunar í atvinnumálum og það tókst að mynda ríkisstjóm um þá stefnu, þrátt fyrir mjög mikla ándstöðu innan íhaldsflokksins og Alþýðuflokksins og enda þótt Framsókn skærist úr leik. Sú ríkisstjórn umskapaði allt at- vmnukerfi landsmanna, endur- nýjaði togaraflotann, bátaflotann og farskipaflotann, lét gera ný- tízku frystihus, fiskiðjuver og síldarverksmiðjur, hleypti fjöri í húsbyggingar, tryggði öllum landsmönnum atvinnu við þjóð- hýt störf og vísaði á bug her- stöðvakröfum Bandaríkjamanna 1945, Framkvæmdir þessarar J’ý'!} hafa siðan verið undir- stáða íslenzks efnahagslífs; menn þurfa aíeins að imjmda sér hvernig umhorfs væri í þjóðfé- láginu ef stefna Sósíalistaflokks- ins hefði ekki sigrað og nýsköp- unarstjomin hefði aldrei verið Tnjmduð. Þróunin síðan sýnir nákvæm- lega hið sama. Um leið og sósíal- istar hættu þátttöku í stjórn landsins tók að nýju við stefna afturhalds og niðurlægingar. Sjávarútvegurinn, undirstaða efnahagslífsins, er á heljarþröm, framleiðslan stöðvuð langtímum saman, togurum hefur fækkað í tíð núverandi stjórnar og ann- að er eftir því. Verkin eru ólýg- in um stefnu sósíalista annars- vegar og stefnu afturhaldsins hinsvegar. Hitt má Morgunblaðið vita að sósíalistar báru stefnu nýsköp- uharstjórnarinnar fram til sig- urs í þágu alþýðunnar, til að bæta kjör hennar og öryggi, en ekki til þess að milliliðir og fjár- málamenn mötuðu krókinn. Sú afstaða er og verður óhögguð; Sósíalistaflokkurinn mun aldrei táka í mál að sigrum alþýðu- samtakanna sé kastað á glæ til þess að stór hópur óþurftar- manna geti haldið áfram að mergsjúga sjávarútveginn. Öll- um slikum árásum hefur verið svarað með harðri baráttu og svo mun enn verða. Leikár 1955—'56 á ^kur- eyri gekk í garð síðastliðið fimmtudagskvöid með enskum -gamanleik, „Þrír eiginme:m“ eftir Lawrance du Gard Peach. Leiknum stjórnar Jón- as Jóiíasson, nýr laiiduáms- maður á akureyrsku fjölun- um. Leikfé’ag Akureyrar hef- ur að þessu sinni valið efni, sem vafalaust verður þokka- sælt meðal fjölcjans, enda er höfundur leikritsins kunnur að því að kunna fyrir sér á því sviði, því að eftir hami liggja hvorki meira né minna en 400 útvarpsleikrit og skorir annarra leikrita og leikþátta. Einnig he ur hann ritað mörg kvikmyndahandrit og því ekki ósennilegt, að hann ftafi lengt líf margra. Skammdegi liggur nú yf’r Ak- ureyri og þess vegna ekki fjarri að ætla, að Leikfélaginu hafi gengið ti’litssemi til, þeg- ar það nú leitast við að hressa geðið með einhverju af léttara taginu. Leikárið fór vel af stað. Hinn nýi leikstjóri hefur Iagt alúð við að leiðbeina leik- fólkinu, og einkum er áber- andi, hve honum ferst vel að skapa hraða í rásina, og víða kemur fram sjónkennd hans fyrir smekklegri staðsetningu, en einmitt þessa hefur o t verið vant hér á Akureyri sem annars staðar. Þegar meta á listrænan árangur, verður að hafa liugfast. að ó- hugsandi er, að túlkun þessa áhugafólks á hlutverkunurn geti verið reist á áþreifan- legri reynslu af heims- mennsku og breyti'eik hennar í illu og góðu, sem fáir öðl- ast staðbundið og flestir verða að sækja út fyrir Pollinn og Vaölaheiðar-sjóndeildarhring- inn. Vandi hefur hvílt á Jón- asi að magna fram þá ver- aldarmennsku, sem leikritið fjallar um, og virðist hann feta ratvís' veginn, sem ligg- ur til samhæ unar landlægs ákureyrsks sinlnings á „hinni víðu veröld“ annars vegar og hins vegar óbundins skilnings á mamieðlinu eins og það birt- ist hjá höfundi sjálfum í leik- ritinu. Sex persónur koma við sögu, sundurleít hjörð: Kven- rithöfundur, í senn heimskona, sem sjónarspilið snýst um, stífpressaður aðtaður milijón- ari, listmálari með fiysjungs- brag, sinnuleysisiegur lög- fræðingur, blátt áfram þjón- ustustúlka og einkaritari, kaldrifjuð stú’kukind. Karl- mennirnir þrír hafa allir ver- ið leiksoppar heimskonunnar, gegnt hlutverki eiginmanns- ins, meðan henni þótti slægur í. Þegar leikur hefst, er svo komið, að staðan er laus á ný, og hefur þeim öllum verið stefnt til hennar, og hyggst hún nú byrja tafiið á ný með einhverjum þeirra. Gerist margt sko.idið, meðan gátan er að lejsast. Og kosturinn feist í því, hve hö- úndi tekst að gera tilsvör og viðbrögð kátleg, þegar ógnvaldur hjú- skapársælunnar með Leonóru vofir yfir þeim að nýju. I gervi Leonóru Dorn er Björg Baldvinsdóttir, þaulvön sviðskona á Akureyri. Þetta er vandamikið hlutverk, reyn- ir á Björgu að sýna hégóm- leik kveneð'is án spameytni samfara. sterkum persónuleik í konuiíki, sem vafið getur mönnum um fingur sér, ef því er að skipta. Björg er kvik og hvergi smevk . í hlutverk- inu, en hana skortir oft blæ- brigði — núnnsa — heimskon- unnar, þessa gljá'águn og þe:inan margslungna sætleik, sera á að stinga í stúf við það, sem undir býr, og ávallt hef- ur gert slíkar konur eftir- sóknarverðar og þyngri í vöf- um. Þennan heimskonublæ öð’ast engin með því að tala fláum ramburði og teprulegu tónfalli í stíl við ti.’stand, ætt- að af nýríku heimili á Melun- um í Reykjavík og sumar góðkunnar reykvískar leik- konur hafa tainið sér. Það þarf meira til. Björg kann að leika eins og hún hefur oft sýnt, en á stundum bágt með að stilla sér í hóf. Milljónarinn Sir John Bas- low sprettur fram á sjónar- sviðið í fyrsta þætti í gefjun- arlegum fötum og kauðskum skóm, og þvi hefði leikstjórinn hiklaust átt að kippa í lag, hvað sem það kostaði. Mað- urinn á að vera yfirstéttarleg- nr hið ytra að minnsta kosti, Hábretalegur, en ekki eins og skrifstofumaður beint úr Kaupfélaginu í stimpluðum klæðum S.l.S. Hann skiptir talsvert um lit, þegar hann er kominn í smókinginn í öðr- um þætti og mætti þó gjarnan vera Sir-legri i sniði og að yfirbragði. En það er dugn aður í leik Guðmundar Gunn- Frh - á 10 síðu. SKÁKIN Kltstj.: Guðmundur Arnlaugsson Þriðfa einvígisskák Fiiðnks 09 Pilniks. 1. e2—e4 e7—e5 Pi'nik ’eikur a’ltaf e2—-e4, Friðrik valdi Sikiieyjarleik í fyrstu skákinni, en breytir nú til. 2. Rgl—f3 Rg8—fG 3. Rf3xe5 d7—dtí Þessi vöm er ýmist nefnd Rússneska vörnin eða Petroffa vörn. Hún er sjaldan tefld, en- á að vera fullgóð og kemur því isterklega til greinia ef menn. vi’ja várast algengari afbrigði. Hér má svartur augsýnilega ekki leika Rxe4 vegna 4. De2 De7 (Rf6??, Rc6t!) 5. Dxe4 dG. 6. d4 f6 7. Rc3 og hvítur fær betra tafl. Hins v*gar æbti De7 að vera fær leið, en sá leikur sésit heldur aldrei. 4. Reo—f3 Rf6xe4 5. d2—d4 Dasker og Capablanca hé’du upp á 5. De2, en sá leilcnr virð- ist þó ekkert betri en d4. 5. . . . d6—<15 6. Bfl— d3 Bf8—e7 Þessi hægláti leikur er ef til vi!l öruggasta leið svarts. Amer- íski taflmeistarinn Marshall tefldi þessa vörn mikið og lék. hér Bd6 í þeim tilgangi að láta eitt eða fleiri peð fjúka og tefla til sóknar. Sem dæmi um þá tafhnennsku má nefna 6. — Bd6 7. 0—0 Bg4 8. c4 0—0 9. cxdö í'5 10. Rc3 Rd7! 11. h3 Bh5 12. Rxe4 fxe4 13. Bxe4 Rf6 14. Bf5 Kh8 15 Db3 Rxd5 og tlaflið stendur nokkuð jafnt. Svartur á peði minna en frjálsara tafl. 7. 0—0 0—0 8. Hfl—el Re4—d6 Þetta er óvenjulegur leikur; oftastnær reynir svartnr að' halda riddaranum á e4 eins lengi og stætt er, eða þá hopa til f6. En á d6 stendur riddarinn að ýmsu leyti vel, meðal annars spornar hann á móti c2—c4. sem hvítur reynir að jafnaði að leika í þessari hyrjun. 9. Rbl—c3 c7—cS 10. Bcl—f4 Bc8—g4 11. h2—h3 . Bg4—h5 12. Bf4—h2 Í7—f5 13. Rc3—e2 Hvftur telur sig standa betur og býður svarti upp á að yeita sér tvípeð á f3. Eftir 13. Bxf3 14. gxf3 ætlar hann sér að leika. Re2—f4—-e6. Friðrik gengur elcki að þessum kaupum, heldur kem- ur í veg fyrir Rf4. 13. . . . g7—g5 14. Re2—g3 Bh5—g6 15. Rf3—e5 Rb8—d7 16. Re5xg6 h7xg6 17. Ddl—e2 Hf8—f7! Pilnik hefur ti-yggt sér sam- stæða biskupa og yfirráð á e- línunni; Friðrik reynir ekki að spyrna á móti á e-línunni sjálfri, heldur valdiar hann alla þýðing- a.rmikla reiti á henni, þannig áð andstæðingurinn fái engin færi, en lætur að . öðru leyti fara vel um sig í sinni þröngu stöðu. 18. Rg3—fl Riddarinn leggur af stað í langt fcrðaiag. Honum er ætlað til e5 yfir d2 og f3. 18. . . . Rd6—e4 Kemur í veg fyrir ætlun ihvíts. Eftir 19. Rd2, sem sennilega er bezti leikurinn, skiptir svart- ur riddurum. 19. f2—f3 Re4—d6 Riddarinn hefur ginnt peðið fram og heldur ánægður heim, 20. c2—c3 Rd7—f8 21. De2—c2 Rd6—e8 22. Hel—e2 Be7—d6 23. g2—g3 Þessi ljóti leikur verðui' ekki ©kýrður á annan hátt en þann, að hvítur telji sig enn standa betur. Skákin leiðir í ljós hvað hann æl’lar sér með leiknum. Biskupakaupin voru betri, en með þeim hefði hvitur viður- kennt að svartur væri fyllilega Framhald á 10. síðu. Gi' i. þættl: Leonóra kampakát (Björg Baldvinsdóttir) Úr 4. þætti: „Það er Elisabet þarna hinuni ínejin við þig, Lytton, eða er það ekki?“, segir I.eonóra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.