Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1955, Blaðsíða 4
A) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. desember 1955 ( _ Hollráð haiiíla öláunöiuiuin sem Jhætta sér út á hálan ís“ j Nú er fyrsti snjórinn kominn Ög úr þessu má fara að búast við frosturn — og hálum göt. Um. Það er því full ástæða til að gefa ökumönnum nokkrar ábendingar ekki sizt þeim sem litla reynslu hafa í akstri, hætta sér út ,,á hálan ís“ í fyrsta sinn nú í vetur. Það helzta sem ökumenn þurfa að hafa í huga í færð eins og þeirri sem nú má bú- ast við er, • að aka ekki hraðar en svo að þeir hafi fullt vald á ökuiækinu hvað sem fyrir i- kemur, að breyta ekki snögglega um hraða, hvorki auka hann né minnka, þegar ekið er á hálku, '# að draga úr benzíngjöfinni ef bíllinn byrjar að ,,skrensa“, # að skipta í iægri gír hve- nær sem hætta getur ver- ið á næstu grösum, eins og t. d. við götuhorn, '# að beygja til hægri í hvert sinn sem aftyrhjólin „skrensa" til hægri og öf- ugt. Þeir sem eiga bíla þar sem hreyfillinn er aftur í ættu að setja festu í bílinn að framan, t. d. vænan sandpoka. Það gerir vagninn stöðugri, auk þess sem gott getur verið að hafa sand við höndina, þegar ekið er í hálku. Það skiptir þó allra mestu máli að ökumennirnh- forðist eftir megni að notá hemlana. Það er betra að gefa bílnum örlítið meira benzín ef hann skrensar í beygju. Ef ekki verður hjá því komizt að nota hemiana, þá er réttast að smáhemla, þ. e. stíga léttilega á fótstigið nokkrum sjnnum. Það er lífshættulegt að læsa hjólunum nieð hemlununi í háljku. Hvergi er hættulegra að nota hemlana en rétt áður en komið er af hliðarvegi inn á aðal- braut. Það nægir ekki að treysta á síðustu 50 metrana, þar hafa svo margir bílar stanzað og farið af stað aftur, að hálkan er þar meiri en annars staðar. Bíleigandinn þarf að fá sér ýmsan útbúnað ef hann á að vera vel undir hálkuna búinn, hjólbarðarnir skipta hér miklu máli. Barðarnir á afturhjóiun- um eiga að vera með þverrif- um, sem gefa góða viðspyrnu og auðvelda hemlun, en barð- arnir á framhjólunum eiga að vera með langrifum, sem auð- velda stjórn þeirra. Keðjur eru að sjálfsögðu nauðsynlegar. Þeir bílaeigendur sem aka langar leiðir .eftir þjóðvegum að vetri til þurfa að hafa með sér sérstakan útbúnað: dráttar- taug, sandpoka, spýtur til að gefa viðspyrnu, snjóreku, tvö lyftitæki (dúnkrafta), öxi. Tékkar hafa orð á sér fyrir að framleiða vandaðar iðnaðar- vörur, ekki sízt ýmsar þungalðnaðarvörur, svo sem bifreiðar. Eftir stríð liafa þeir iagt aukna áherzlu á framleiðslu flugvéla, sérílagi af ininni gerðum og hafa flutt þær út; a.m.k. ein slík tékknesk flugvél er í notkun liér á landi, var keypt í Tékkóslóvakíu í ár og flogið hingað heim. Hér sést ein þessara tékknesku fiugvéía sein framleiddar eru til útflutnings, Aero 45. I lienni eru f jögur sæti og hún er öll úr málmi. Tveir Waiter Minor hreyflar knýja hana, afköst þeirra eru 210 hö. og liá- markshraði 285 km/klst. I FIMMTUDAGSPÖSTINUM stóð þessi setning í lok pistils- ins um verðlagið: „En hér kemur svo bréf, sem raunar ; fjallar um verzlun og sölu- : mennsku, þótt þar sé um að ræða aðra og sennilega verð- ' xneiri hluti en neyzluvörur Reykvíkinga." Og næst á eftir kom svo bréf frá „móður.“ En þessi setning átti við allt annað bréf og lenti þarna fyr- ir einskæran klaufaskap Bæj- : arpóstsins sjálfs. Em allir að- ilar, og þá fyrst og fremst bréfritari beðnir afsökunar á þessum afglapahætti mínum. .; — En hér kemur bréf um • ferðalög með strætisvögnum. : „Farþegi" skrifar: „Eg sá í ; blöðunum í dag, að Strætis- ;j vagnar Reykjavikur áforma i að kaupa tíu dísilvagna á næsta ári. Þetta þóttu mér - góð tíðindi, því að það er nauðsynlegt að fá fleiri vagna á fjölförnustu leiðimar, a. m. k. í sumum ferðum. I fyrstu ferðinni á morgnana eru þrengslin í sumum vögnunum slík, að til vandræða horfir; það er beinlínis oft örðugt fyrir fólk að komast út úr vagninum, þar sem það þarf að fara úr. Sama er að segja um ferðirnar um liádegið, _ jsegar fólk er að fara í og úr Aísakið aíglapaháttinn — Þröng á þingi í strætó — Erfitt að komast út úr vögnunum — Bifreiðaröðin meðfram Austurvelli mat, og eins kl. 5 og 6, þeg- ar fólk fer heim frá vinnu. Þegar vagninn, sem ég fer með (Kleppsvagn) leggur af stað frá torginu um hádegið, er venjulega orðið svo þjapp- að í hann, að maður getur ekki hrært legg né lið, og þeir, sem þurfa að komast út úr vagninum á fyrstu stoppstöðunum, verða að ryðja sér braut gegnum hóp- inn, til þess að komast að dyrunum. Verður oft lengri stanz en þyrfti að vera, vegna þess, hve erfiðlega farþegun- um gengur að komast út úr vagninum, en eins og kunnugt er, verða strætisvagnamir að hafa sig alia við, til þess að komast leiðar sinnar á þeim tíma, sem þeim er ætlaður fyrir hverja ferð. Það er því áreiðanlega von allra þeirra, sem verða að nota strætis- vagn, að úr fyrrnefndum kaupum geti orðið, því að vonandi gæti það eitthvað bætt úr þessu vandræða- ástandi.“ — Það virðist sem sé vera „þröngt á þingi“ í Strætó enn þá, þrátt fyrir all- an bílainnflutninginn, sem forráðamenn Strætisvagnanna telja, að hafi höggvið tilfinn- anlegt skarð 1 fargjaldatekj- ur þeirra. Við höfum stund- um minnzt á bíla og umferð hérna í „póstinum" áður, en samt langar mig til að bæta dálitlu þar við. Um daginn átti ég leið um Austurvöll. Allt í kringum „völlinn" stóðu bílar í því nær óslitinni röð. Við Vallarstræti og Thor- valdsensstræti stóðu siunir Enda þótt hlutur bandarískra bíiaframleiðenda af þeim bílum. sem seldir eru á lieimsmarkaðinum liafi stórum minnkað síðan fyrir stríð, flytja þeir ]ió enn út fiesta vörubíla. — Myndin cr teliin í Ford-verksmiðjunum í Kaupmannahöfn þar sem settir' eru saraan bíiar sem fara á inarkaðinn á Norðuriöndum. Borgward hefur ekki dreffið saman seffliii o o Þættinum hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá um- boðsmönnum Borgwards hér vegna smáklausu sem birtist hér fyrir alilöngu, en þar var sagt frá að Borgward hefði fækkað allverulega í starfslið ij sínu: „Okkur hafa borizt eftir- J farandi upplýsingar frá fullá- $ byrgum aðilum í þessu máli: '< „f Borgwardhringnum eru)' þrjár sérverksmiðjur, Borg- ward, Lloyd og Goliath, sem aliar framieiða bifreiðar und- ir eigin verksmiðjuheiti. Snemma á yfirstandnndi ári bætti Bopgward við sig 2.700 starfsjnönnum, Goliath 1.450 og Lloyd 1.660. Seinna á árinu sagði Borgward upp 1000 starfs- mönnum, aðailega vegna árs- tíðasveiflu í bifreiðafram- leiðslunni. Til öryggis var þó 400 af þessum 1.000 starfs- mönnum sagt upp með löngum fyrirvara. Um svipað ieyti og af sömu ástæðum sagði Goliath upp 394 starfmönnum. Borg- wardhringurinn hefur nú í þjónustu sinni um 18 þús. bílarnir svo ólánlega, að þeir voru til stórtrafala fyrir um- ferðina um þessar götur, og í Pósthússtræti, fyrir framan „Borgina“, stóðu bílar beggja megin við götuna, svo að ó- geriegt var að mætast þar. Hvernig væri að banna alia bílaumferð um Vailarstræti og Tliorvaldsensstræti ? Það verk- ar dálítið ónotalega á mann að sjá lúxusbíium raðað svona í kring um Austurvöll, hjartastað bæjarins. Og þeg- ar flutningabílar koma með vönir í nýju búðina (Kjör- búð), stöðvast óhjákvæmilega öil umferð um Vallarstræti, meðan verið er að bera vör- urnar af bílunum, þar eð aðr- ir bílar komast ekki fram hjá þeim. En ef ekki þykir fært að banna bílaumferð um umræddar götur, þá finnst mér vel koma tii álita að gera Austurvöll að bílastæði, og bi-eikka göturnar meðfram honum. — Að lokum er ekki úr vegi, að áminna alla þá, sem bifreiðum aka liér í bæ (og raunar annarsstaðar líka) um að fara varlega í fyrsta snjó vetrarins. Það verður ótrúlega fljótt flug- hált á götunum, og í hálku tjóar lítið að treysta á heml- ana. starfsmenn, þar af munu nær 11 þús. manns vinna að fram leiðslu Borgward-bifreiða. Á fyrstu 10 mánuðum yfir- standandi árs framleiddí Borg- ward-bifreiðahringurinn í. Bremen hart nær 100 þús. bif- reiðar, en það samsvarar 15- af hundraði af aliri bifreiða- framleiðslu Vestur-Þýzkalands.. í dag mun fimmta hver bifreið í Vestur-Þýzkalandi eiga rót" sína að rekja til Borgward Lloyd og Goliath í Bremen. Hinn 1. júlí s.I. hafði fram- leiðsla Borgward-bifreiða auk- izt um 38,7 af hundraði miðað við árið á undan, framleiðsla. Goliath um 54,3 af hundraði og framleiðsla Lloyd um 77 af hundraði. Á sama tíma jókst heildarframleiðsla fólksbifreiða í Vestur-Þýzkalandi aðeins um- 19,3 af hundraði.“ HgóSbeirSar í mörgum Sifum í framtíðinni verður hægt að fá hjólbarða í alls konar lit- um. Fyrir nokkrum mánuðum komu fyrstu fjöldaframleiddu hjólbarðarnir, brúnir, grænir og bláir, á bandaríska markað* inn. í Bandaríkjunum er þetta taiin eðlileg þróun, hingað til hefur allt verið miðað við að bæta hæfni og endingu hjól- barðanna, nú á einnig að vera hægt að láta þá líta vel út. Litun barðanna er ekki miklum vanda bundin, litarefninu er blandað saman við gúmið og liturinn hverfur ekki, þótt barðarnir slitni. Framleiðsla á lituðum börð- um er að sjálfsögðu dýrari, framleiðendumir horfa ekki í þann kostnað. Þeir hafa í huga að kvenfólkið ræður miklu um bílakaupin, og í Bandaríkjun- um eru það oft konurnar sem nota bílinn mest. Þær aka manninum í vinnuna og börn- unum í skóla. Og konurnar eru samar við sig, þær hugsa ekki eingöngu um hvernig hreyfillinn er, útlitið skiptir þar líka máli, og kannski ganga sumar svo langt að þær vilji að litur hjólbarðanna fari vel við nýju kápuna!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.