Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 4
4). — ÞJÚÐVILJINN — Laugardagur 18. febrúar 1956 - * Minmngarorð um Jóbm Asgeirsson á Skjaldföm Fæddui 22. fauúar 1885 • tthb. Jóhann Ásgeirsson er fædd- ur að Skjaldfönn í Nauteyr- arhreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, sonur hjónanna Stein- unnar Jónsdóttur og Ásgeirs Ólafssonar bónda þar. Afi Jóhanns bjó einnig á Skjald- fönn og máski forféður hans ! lengra aftur, þó mér sé það ekki kunnugt. Jóhann var ! yngstur sinna bræðra, en bróður á hann á lífi hér í bænum Kristján Ásgeirsson fyrrverandi verzlunarstjóra á Flateyri. Jóhann kvæntist 16. ágúst 1908 eftirlifandi konu : sinni Jónu Sigríði Jónsdóttur frá Stað í Súgandafirði, og tóku þau við búi að Skjald- '1 fönn. Jóhann Ásgeirsson og kona ' hans eignuðust átta mann- 1 vænleg böm sem öll eru á lífi. Fyrir 10-12 árum tók við búinu á Skjaldfönn elzti son- ur þeirra hjóna Aðalsteinn og hafa gömlu hjónin dvalið hjá honum síðan. Því aldrei hefðu þau getað hugsað sér, að flytja búferlum frá þessum ! stað, sem var þeim svo kær. « Jóhann á Skjaldfönn er kom- inn út af kjarnafólki, enda bar hann þess merki að þar fór enginn meðal maður. Hann var bjartur yfirlitum, frjálslegur í framgöngu, ein- arðlegur og góðmannlegur, en gat þó verið þykkjuþungur, þætti honum ranglega gert á - Dáiim 5. lebzúar 1S5S hluta síns fóJks. Fyrir all- mörgum árum lágu leiðir olckar Jóhanns saman, við urðum stofufélagar á Krist- neshæli i Eyjafirði. Á slíkum stað kynnast menn oft nánar en á öðram stöðum, og svo varð um okkur Jóhann Ás- geirsson. Jóhann var greind- ur vel og því skemmtilegur í viðræðu, við vorum ekki alltaf sammála, og þó bar ekki mikið á milli þegar mál- in vora útrædd. Aldrei man ég til þess, að okkur yrði sundurorða. Jóhann var unn- andi fornra dyggða, dreng- skapar og orðheldni. Hann var bundinn traustum bönd- um moldinni og þeirri jörð sem hafði fóstrað hann upp Strætisvagnamir og bömin — Aldurstakmark bama lækkað — Fargjöld 13 og 14 ára barna sexfaldast — Naglaskapur í garð barnanna CrAMALL barnakennari skrifar eftirfarandi: Einn af minum góðu vinum er þrettán ára piltur; við spilum stundum bob og hann er alltaf að skora á mig í skák. Á mánudaginn sagði hann mér sínar farir ekki sléttar. Hann var að fara í skólann, steig inn í þennan venjulega strætó og lét kyrfi- lega sinn venjulega 25-eyring í ■ baukinn við lilið ökumanns. — Hvað ertu gamall, góði? spurði vagnstjórinn. -— Þrettán ára, svaraði dreng- urinn. — Jæja, þá áttu að borga eina og fknmtíu, sagði stjór- inn. Þetta var engin misheyrn: ■ drengurinn, sem í gær borgaði • 25 aura átti í dag að greiða • kr. 1.50 — eina krónu og • fímmtíu aura — fargjaldið hafði semsé sexfaldazt á einni nóttu. ■ Sjálfsagt hefur það verið nauðsynlegt að hækka far- gjöld með strætisvögnunum (a.m.k. á meðan þau eru ekki greidd niður, eins og smjör- líki, sjávarútvegur og land- búnaður). En hitt á ég erfitt • ameð að skilja, hvaða nauðsyn |jt>ar til að lækka aldurstak- mark barna, úr 14 ára í 12 ára. — Þau taka sama pláss, að vísu, en þau eru eigi að síður böm, ekki einasta til 14 ára aldurs, heldur lengur. Mér leiðast þessir heródesar- tendensar — og ef ég gengi með hatt (eins og sannað er, að Kristófer nokkur Sturluson hafi eitt sinn gert) myndi 6g aldrei taka ofan fyrir bæjar- stjórn, sem stæði að- svona illri ráðabreytni. Það er útaf fyrir sig að hafa bæjarstjóm, sem er á móti sósíalisma, íhaldssama bæjar- stjórn, sem þjónar auðvaldinu —: en bæjarstjórn, sem. sýnir þann naglaskap að gera sér leik að því að féfletta böm, æ, ég veit ekki undir hvaða andstyggð á að flokka hana. Mikið gæti ég fyrirgefið bæjar- stjórn íteykjavikur, ef henni dytti einhvemtíma í hug að hverfa frá slikum smásálar- sjónarmiðum sem féflettingu á skólabörnum. Já, ef liún sýndi lit á því að vera pínulítið höfð- ingleg á stundum — ekki að- eins með því að halda áfram að telja bömin böm, þar til þau eru 14 ára, heldur með því að flytja öll börn, til 16 ára aldurs, með Stærtisvögn- til baráttu og sigra. Hann var maður hins vaxandi dags þjóðarinnar þegar morgunroði frelsisins sló bjarma sínum um f jöll, dali og sveitir þessa lands. Hann var traustur hlekkur þeirrar sterku kyn- slóðar sem erfði landið í byrjún þessarar aldar og skilaði því af sér, sem frjálsu og betra landi. „Erfiðleikaf eru til þess, að þeir verði sigraðir,“ sagði Jóhann eitt sinn er við ræddumst við. Og þessi setning lýsir honum vel, bjartsýni hans, festu og karl- mennsku. Jóhann Ásgeirsson var mik ill og duglegur bóndi, enda ber jörð hans þess glögg merki, að þar hefur mikið verið unnið, með trú á ís- lenzka framtíð. Þegar ég kom að Skjaldfönn sumarið 1952 þá hafði fallið um vet- urinn grjótskriða á nokkura hluta af utanverðu túninu, en þeir feðgar vora þá langt komnir með að hreinsa hurtu aurinn og grjótið og var þó sumt af því stór björg. Þeg- ar við Jóhann sátum fyrir ofan túnið og hann sagði mér frá þessum atburði, þá fann ég hlýjuna sem andaði frá hverju hans orði, til moldar- innar og gróðursins. Jörðin Skja.ldfönn í Nauteyrarhreppi stendur í Skjaldfannardal sunnan undir Drangajökli, þar er mikil náttúrafegurð, og mikið sumaryndi. Ég man varla til, að hafa lifað heitari og unaðsríkari sumardag en á Skjaldfönn 1952. Og eftir þessa heimsókn skildi ég bet- ur en áður hin órjúfanlegu tengsl Jóhanns Ásgeirssonar við þennan stað. Þegar hann var í heimsókn hjá bömum sínum hér í bæn- um, þá var hann svo að segja með annan fótinn vestur á Skjaldfönn, þessi fagri stað- ur með sínu mikla vetrarríki og sumaryndi seiddi hann til sín. Jóhann Ásgeirsson er nú horfinn af sjónarsviðinu, hann var jarðsettur 14. febrúar s. 1. að Melgraseyri. Banamein hans var lungnabólga. Við fráfall Jóhanns er mikill harmur kveðinn að eftirlif- andi konu hans, því þeirra sambúð var farsæl. En marg- ar fagrar minningar um þeirra sameiginlegu baráttu og sigra munu ylja henni um hjarta- rætur, og stytta henni stund- ir. Það er skarð fyrir skildi, þegar Jóhaim á Skjaldfönn er fallinn í valinn. En beri okk- ar þjóð gæfu til að ala upp nú marga slíka sterka trausta stofna sem harni, þá er fram- tíð íslenzkrar þjóðar borgið. Það má ekki minna vera en að ég kveðji þig gamli vinur, því við að kynnast þér varð ég miklu ríkari en áður, þú áttir svo mikið af bjartsýni og lífstrú, sem þú varst fús að gefa á báðar hendur. Máski hittumst við síðar og endurnýjum kunningsskapinn, því slíkum sem þér er gott að kynnast. Vertu blessaður og sæll, heiðursmaður, og þökk fyrir kynningu á liðnum samverustundum. Jóliaiut J. E. Kúld. um Reykjavíkur fyrir þennan gamla góða 25-eyring. Sem- sagt: láta fargjöld barna standa óbreytt, en nota tæki- færið um leið og fargjöld full- orðinna eru hækkuð, til að hækka aldurstakmark barna úr 14 ára í 16 ára. Skemmtilegast hefði náttúr- lega verið að fella með öllu niður fargjöld bama, a.m.k. á skólaskyldualdri — en það er víst því miður ekkí framkvæm- anlegt. Bæjarstjórn Reykjavíkur ætti að endurskoða afstöðu sína til barnanna, hvað þetta. varðar '— og það sem allra fyrst, það væri sterkur leikur. — Gamall bamakennari. Ég hef heyrt, að bæjarstiórnir beri það fram sér til máls- bóta. í "embandi við ’ækk-ð. aldurstakmark barna, að aðrir aðilar, s.s. flugfélögin og sér- leyfishafar á Iangleiðum hafi gert slikt hið sama, en auð- vitað hætir það lítið úr skák. Rétt er að taka það fram, að böm á skólaskyldualdri (þ.e. börn, sem sækja bai'naskóla), sem langt eiga í skóla, fá ó- keypis strætisvagnamiða í skólunum, en Iiins vegar hefur bæjarstjómarmeirihlut- inn aldrei mátt heyra nefnt, að þau sjálfsögðu fríðindi næðu einnig til unglinga- og gagnfræðaskólanemenda. Skólaferðir barna og unglinga era ekkert óþarfaflakk, heldur er það þjóðfélagsleg skylda að fara í skólann, og þar af leið- andi fyllsta réttlætismál, að bæjartfélagið sjái þeim fyrir ó- keypis strætisvagnafari fram og til baka. Olíumálin Hér eru dæmi um hve ábyggilegar eru upplýs- ingar olíufélaganna og hvers virði þaö er, þegar þau skjóta sér á bak viö verðlagseftirlit. Gísli 1. Hér eru orðrétt ummæli Gísla Jónssonar þingmanns Barðstrendinga, úr þingræðu. Rætt var um verðlækkun á olíu: ,JÉg vil í sambandi við þetta leyfa mér að benda á annað atriði, sem ég hefi minnzt á tvisvar á yfirstand- andi þingi, án þess að ég hafi beyrt um að nokkuð hafi verið gert í því máli. Þegar fjárlög vora til af- greiðslu í fjárveitinganefnd, lágu fyrir nefndinni þær upplýs- ingar frá innkaupa- stofnun rík- isins að hún hefði gert samning við Olíufélagið h.f. um kaup á olíu fyrir allar ríkisstofnanir, og verð- ið á olíunni er í Hvalfirði kr. 480.00 á torrnið. Nú hafa fengizt um það upplýsingar frá verðgæzlustjóra, að olíu- verðið hjá þessu sama fyrir- tæki og öllum öðram olíufé- lögum, hafi af verðgæzlu- stjóra verið ákveðið 585 kr. tonnið, eða með öðrum orð- um nærri 105 kr. hærra til almennings í landinu en til ríkisstofnana. .... Ég vil leyfa mér að vænta þess, að hæstv. ríkis- stjóm láti einmitt í sam- bandi við þetta mál athuga og rannsaka, hvemig stend- ur á þvi, að sömu aðilum og geta gert sölusamning á olíu til ríkisfyrirtækis fyrir rúm- lega 480 kr. tonnið, skuli vera leyft af verðlagseftir- litinu að selja sömu vöru á 105 kr. hærra hvert tonn til almennings, sem verður stór skattur á útveginn í landinu, raforkuframkvæmdir í land- inu og á hvern einasta þegn í landinu. Og mér er sagt að þessir sömu memi sem gert hafa þessa samninga, liafi staðið upp í verðlags- eftirliti og krafízt þess, að þeim yrði leyfð enn meiri hækkun en hér hefur verið tilgreind, til þess að geta náð sér enn meir niðri á al- menningi. Ég vil fá upplýst hér: Er verið að gefa ríkis- stofnunum stórkostlegt fé í sambandi við þessa samn- inga, eða er verið að taka stórkostlegar fjárfúlgur af almenningi í landinu að ó- þörfu?.... Ég minntist á þetta mál í sambandi við af- greiðslu fjárlaga, en hef ekkert heyrt á það minnzt síðan og nota því tækifærið til þess að minna á að þetta mál má ekki liggja þannig. Það verður að fást upplýst hvernig á þessu stendur, og ég hygg, að ef það gæti orðið til þess, að lækka mætti um t.d. 20% alla olíu, bæði til fiskiflotans og einn- ig til rafstöðva, þá sé vel, að þessu máli hefur verið hreyft.. Þetta voru ummæli Gísla Jónssonar, alþm. Olíufélög- in, sem þannig sömdu um 105 kr. afslátt á tonni höfðu áður „sannað" verð- lagsyfirvöldunum að þau hefðu aðeins 18 kr. á tonn t'yrir öllum dreifíngarkostn- aði. Auðvitað lét ríkisstjómin aldrei rannsaka málið. Vill nú ekki Morgunblaðið til- einka Gísla Jónssyni eina grein frá olíufélögunum út af þessum verðlagssvikum þeirra? 2. Allir kannast við það þegar eitt af olíufélögunum var dæmt í sektir á aðra milljón króna vegna rangr- ar verðlagningar á einum olíufarmi. En muna líka ekki aliir að verðlagsstjóri reyn.di op- inberlega að verja svik olíu- félagsins og taldii aflar þess gerðir réttar. En Hæstirétt- ur komst að aimarri niður- stöðu? Hver getur svo tekið al- varlega þó að olíufélögin reyni að réttlseía olíuokur sitt með verðlagseftirliti ? Á togaraolíu er reyndar ekk- ert verðlagseftiriit, en á gas- olíu er Jætta fræga eftirlit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.