Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 1
 ILaugardagur 18. februar 1956 — 21. árgangur — 41. fölublað Framvarp sósíalista um uppsögn heraámssamníngsins iil l.umræðuígær ku. Ábyrgðarmenn hernámsins treysta sér ekki til að verja gerðir sínar Vilja þeir varanlegt hernáni á friðartímum — eða reyna að afplána sektsína með því að samþykkja uppsögn hernámssamningsins? Allar þær afsakanir, sem ábyrgðarmenn hemáms- ins færðu fram 1951, til að réttlæta það að kalla bandarískan her inn í landið, eru orðnar að engu. Nú er ekki nema um tvennt að ræða fyrir þing- menninasem óskuðu eftir hernáminu 1951. Annað- hvort að viðurkenna að þeir hafi viljað og vilji til frambúðar binda ísienzku þjóðinni óbærilegan bagga erlendra herstöðva á friðartímum, — eða samþykkja framvarp sósíalista um uppsögn hemámssamnings- ins eða aðrar sambærilegar tillögur um þau mál. Á þessi atriði lagði Einar Olgeirsson þunga áherzlu á fundi neðri deildar Alþingis í gær, er kann fiutti framsögu fyrir frumvarpi sósíalistaþing- mannanna um uppsögn her- námssamningsins milli íslands IL\I.Í.1)ÓK KILJAN; rnyndin er tekin um svipað leyti og Alþýðubókin liom fyrst út.<^ og Bandaríkjanna og afnám laga um lagagildi hans. Efni frumvarpsins felst, eins og áður hefur verið skýrt frá, í þessum greinum. 1. gr. Ríkisstjórn IsLands skal tilkymm ráði Norður- Atlantshafsbandalagsins, þegar eftir að lög þessi hafa öðla/.t gildi, að tsland hafi ákveðið að segja varnar- samningi milli fslands og Bandaríkjanna upp með til- skildum fyrirvara og endur- skoðun sé aðeins formsatriði. Sex mánuðum eftir þá til- kynningu til nefnds ráðs - skaí rflíissstjórnin tilkynna stjórn Bandaríkja Norður- Ameríku uppsögn sanmings- ins og sjá svo um, að tólf mánuðum eftir það liafi Bandaríiiin flutt allt sitt lið af landi brott. varnarsamnings milii íslands og Biandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkj- anna og eignir þess nr. 110 19. des. 1951, falia úr gildi, um leið og vamarsamning- urinn fellur niður sam- kvæmt 1. gr. 3. gr. Lög þessi öðlazt þegar gildi. 2. gr. Lög um lagagiidi Fjórða útgáfa af Alþýðubók Halldórs Kiljans komin út Einvörðungu æiluð félögum Máls og menningar og verður ekki til sölu í bókabúðum Á mánudag kemui’ út síöari félagsbók Máls og menn- ingar 1955, og er þaö' fjóröa útgáfa á Alþýð'ubók Halldórs Kiljans Laxness, gefin út í minningu þeírra tíöinda að höfundur hennar fékk bókmenntaverölaun Nóbels. Jón Helgason prófessor skrif- ar formála fyrir þessari útgáfu og segir m.a.: ,,Alþýðubókin, sem hér birtist. í minningu þess- ara tíðinda, er aðeins igripa- verk milli tveggja mikilla skáld- verka. En hún mun jafnan verða talin vitnisburður um merkileg tímamót i sögu höfundar sem aidrei hefur látið sinn hlut eftir liggja að ræða vandamál lið- andi stunda með einarðlegum og sérkennilegum hætti og aldrei taldi það hlutverk skálda að einangra. sig frá stríðandi lýði, heldur vildi berjast fyrir fegra og bjartara mannlífi." Einnig birtast þarna formál- ar þeir sem Halldór skiifaði með annarri og þriðju útgáfu. Fjölmargar myndir eru í bók- inni, frá æsku Halldórs og ýms- um tímabilum ævi hans, einnig margar myndir frá nóbelshátíð- tíðahöldunum í Stokkhólmi. Hafa. margar þeirra ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Þessi útgáfa er einvörðungu ætluð félogum Máls og menn- ingar, og vei'ður ekki seld í bókabúðum. ★ Heimtuðu herstöðvar — tíl 99 ára Rifjaði Einar upp forsögu hemámssamningsins, hvemig hindrað var að Bandaríkin fengju framgengt vilja sínum er þeir heimtuðu 1945 að fá þrjár herstöðvar á íslandi til 99 ára. Það sem síðan hefur gerzt er að Bandaríkjastjórn setti sér þá hernaðaráætlun að ná því í áföngum sem ekki fékkst 1945, en sú ógæfuleið er mörk- uð Keflavíkursamningnurr 1946, inngöngunni í Atlanz- hafsbandalagið 1949 og loks bandarísku hemámi 1951. ★ Áætlun Bandaríkja.stjórnar í áföngum Minnti Einar á hve ósvífir ásókn Bandaríkjanna hefði ver- ið alla stund meðan verið var að framkvæma þessa liernaðar- áætlun. Óspart liefði verið svarið að aldrei skyldu verða herstöðvar á íslandi á friðar- tímum, jafnt af utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og ís- lenzkum stjórnmálamönnum. meðan verið var að blekkja þjóðina og rugla, svíkja upp á hana bandarísku herstöðvarn- ar. ★ Hvar er nú stríð? Árið 1951 hefði hernámið verið afsakað með Kóreustríð- inu. Skoraði Einar á ábyrgðar- menn hemámsins aö segja til hvar væri stríð í Htiminum til að réttlæta með hernám Islands. Að vísu væri barizt á Malakka- skaga, i Kenya. og í Norður-Af- ríku, en þar væru það herir Bretlands og Frakklands, her- sveitir Atlanzhafsbandaiagsins, sem væm að reyna að berja niður frelsishreyfingu nýlendu- þjóða. Ef ábyrgða rmeryi hernámsins þingrnennimir sem óskuðu eftir.' bandarískum herstöðvum á Is- landi, ætluðu að hörfa til þeirrar röksemdar að hér yrðu að vera bandarískar herstöóvar meðan vígbúizt væri í heiminum, væri það sama og yfirlýsing um að þeir vildu hafa bandarískar her- stöðvar hér á landi á friðar- tímum um langa framtið. ★ Geig\ænleg spillingaráhrif. Einar minnti á spillingará- hrif herstöðvanna, hvemig þau spillingaráhrif gripa inn á stoð- ugt fleiri svið og trufla efna- hagslíf þjóðarinnar. Þimg væri ábyrgð þeirra þingmanna og stjómmálaflokka sem óskað hefðu eftir erlendum herstöðvum. Nú hefðu þeir tækifæri til að standa við fyrri svardaga að hér ætti ekki að vera erlendur her á friðartím- um. Að vísu væru sterk öfi sem öftruðu þessum alþingismönn- um að játa afbrot sin og reyna að bæta fyrir þau. Þeim væri stjórnað frá Washington, í krafti áhrifavalds sem erlend ríkisstjórn, erlend auðmanna- stétt, hefði náð í efnahagslifi íslendinga síðustu árin. Framhald á 8 síðu | Landlielgié-" | ! ftrjétur áæmdnrj í öðru sinni í 5 : : í gær var í sakadómi ■ S u : Reykjavíkur kveðinn upp • : dómur í máli skipstjórans á ■ : belgíska togaranum Curie « : O—88, sem staðinn var að ■ : ólöglegum botnvörpuveiðum 5 5 innan við fiskveiðitakmörkin : * ■ ; s.l. miðvikudagskvöld. Var : ■ ■ ■ skipstjórinn, Maurice Brackx, : » ■ ■ dæmdur í 90 þús. króna sekt : ■ til landhelgissjóðs íslands og : “ 5 • afli skipsins og veiðarfæri : ■ ■ • gert upptækt. Hér var um : • ítrekað brot hjá skipstjóran- ■ m ■ : um að ræða; hann var dæmd- ■ : ur í Vestmannaeyjum hinn 6. ■ : desember 1954 fyrir ólöglegar » : botnvörpuveiðar í landhelgi. ■ Félagsvist Sósíalistafélag Reykjavíkur og Kveníéiag sósíalista hafa félags- vist annað kvöld kl. 8.30. Að vistinni lokinni flytur Þorvaldur Þórarinsson ávarp og Karl Guð- mundsson leikari skemmtir. Kaffi o. fl. — — Vissara er að tilkynna þátt- töku sem allra fyrst í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur kl. 10—12 og 1—8 í dag, sími 7511. Robert Masset, ræðismaður ís- lands í Boulogne sur Mer, and- aðist hinn 16. febrúar s.l. (Frá utanríkisráðuneytinu) Áróðursbelgir á flugleiðum Hér sést einn af iieim banda- risku áróðursbelgjum sem gert hafa flugleiðir ótryggar yfir Austur-Evrópu og reyndar víð- ar. Vetni cr í belgnmn og tíma- sprengja er noituð til að dreifa flugrituuum. TíinaspreMgjuklukk- an er merkt: „Made in USA“. Beigirnir standa þegar í björtu báli ef þeir rekast á eitthvað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.