Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 12
Ríkissjjóður ber fébótaábyrgð á tjóni, ei íslenzkir starfsmenn Hamilton vinna Rúmlega 106 þús. kr. bætur dæmdar vegna siyss Kröfum vegna skaðabótaskylds verks, sem unnið hefm' veriö af íslendingi í þjónustu og á ábyrgð Metcalfe Hamil- ton-félagsins, ber réttilega að beina aö ríkissjóði, sem tók á sig fébótaábyrgö á tjóninu meö ákvæðum hernáms- samningsins frá 1951. Þetta er í stuttu máli niður- staða dóms, sem kveðinn var upp á bæjarþingi Reykjavikur nú í vetur. Missti sjón á öðru auga Mál, það sem hér um ræðir, höfðaði Friðrik K. Sigfússon í Keflavik gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta vegna slyss, er hann varð fyrir við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli í júlí 1053. Vann hann þá ásamt tveim öðrum mönnum að trésmíða- vinnu hjá „firmanu Metcalfe, HamiHon, Smith, Beck, Com- panies“ eins og fyrirtækið er xiefnt í dómsforsendum. Slysið vildi til með þeim hætti, að nagli hrökk undan hamri annars vinnufélaga Friðriks og lenti í opnu hægra auga hans. Rejnid var aðgerð ó auganu en hún mistókst, og hefur trygginga- yfirlæknir metið varanlega ör- orku Friðriks af völdum um- rædds slyss 20%, Stefndi fjárinálaráðherra r.h. rikissjóðs Kröfur sínar um skaðabætur úr hendi ríkissjóðs byggði Frið- rik K. Sigfússon á þvl að vinnu- félagi sinn hafi ekki sýnt fulla aðgæzlu í starfi sínu og hæri vinnuveitandinn Metcalfe Ham- ilton, ábyrgð á þeirri óaðgæzlu en ríkissjóður hefði tekið á sig fébótaábyrgð á tjóninu skv. lögum nr. 110/1951. Ríkissjóður krafðist sýknu, aðallega vegna þess að kröfur sínar um skaða- bætur hefði Friðrik ótt að hafa uppi gegn Metcalfe Hamilton en í öðru lagi hafi ríkissjóður ekki tekið á sig óbyrgð á slysum sem þessum með fyrrgreindum laga- ákvæðum. í ákvæðum þessum standi, að Island skuli úrskurða og greiða kröfur, aðrar en samn- ingskröfur, vegna verknaða manna í iiði Bandaríkjanna, sem tjón hlýzt af. Skýrgreininguna á „tið Bandarikjanna“ sé að finna í 1. gr. viðbótarákvæða hemáms- samningsins og af henni megi örugglega' álykta að þar sé að- eins ótt við hermenn og beint starfslið hersins en ekki t. d. starfsmenn Matcalfe Hamilton, sem sé einkafyrirtæki. Telst til liðs Bandaríkjanna í dómsforsendum eru þessar máisástæður teknar til athugun- ar. Þar segir m. a.: „Vinnuveit- andi þeirra manna, sem starf það unnu, er umrætt slys hlauzt við, Metcaife, Hamilton, Smith, Beck Companies, er ekki skrá- sett hér ó iandi, enginn forráða- manna félagsins er búsettur hér og félagið greiðir hér enga skatta eða skyidur. Félagið rek- ur hér á landi eingöngu starfr semi í þágu varnartiðs Banda- nkjanna og dvelst hér aðeins vegna framkvæmda á áðurnefnd- um varnarsamningi. Verður því að teija, að oftnefnt félag falli undir „lið Bandaríkjanna“ svo sem það er skilgreint í 1. gr. f.|kj. 2. Stefnukröfurnar í máli þessu eru fyrst og fremst reistar á því, að starfsmaður í þjónustu Met- calfe, Hamilton, Smith, Beek Companies hafi með óaðgæzlu valdið oftnefndu slysi og beri því fyrirtækið sem atvinnurekandi ábyrgð á öllu því tjóni, sem af slysinu hlauzt, en stefndi hafi samkvæmt ákvæðum 2. tl. 12. gr. fskj. 2 tekið á sig fébótaá- byrgðina. Þar sem nefnt fyrir- tæki telst, svo seni áóur er sagt, <il liðs Bandarikjanna liér á landi. verður að fallast á þessa röksemdafærslu stefn- anda, og verður í þessu sam bandi ekki talið skipta máli um ábyrgð stefnda, hvers þjóð- ernis sá maður er, sem verk hefur uunið á ábyrgð einhvers aðila í Uði Bandarikjanna. Að því atlmguðu, sem hér að framan er greint, hefur krafa stefmmda um sýknu vegna aðildarskorts ekki við rök að styðjast og er því máUnu réttllega beint gegu honum.“ Úrslit málsins urðu þau, að fjármálaráðherra var f. h. rikis- sjóðs dæmdur til að greiða Frið- riki K. Sigfússyni 102.258 kr. í skaðabætur með 6% ársvöxtum frá 15. júlí 1953 til greiðsludags og 8900 kr. í málskostnað. Sig- urður Baldursson hdl. fiutti málið fyrir Friðrik. ■HaiHIHIMItlflllMpiNf S Flugvél tekur landhelgisbrjét — Fylgir honun til hafnar Norðfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljarts. Brezki togarinn Cape Cleveland kom hingað í fyninótt. Hafði flugvél frá landhelgisgæzlunni staö, iö tógarann að veiöum imian fiskveiðitakmark- anna viö Ingólfshöfða, og hlýddi skipstjórinn skip- un flugvélarinnar mn aö halda til hafnar. Fylgd- ust flugvélar meö feröum togarans allan tímami þar til hann lagðist aö bryggju á Norðfiröi. Réttarhöld í máli skipstjórans hófust í gær og kom brezkt eftirlitsskip hingaö til aö fylg jast meö málinu. Forstjóri General Motors vill aukin viðskipti í austurveg Einn af áhrifamestu mönnum Bandaríkjamia, fram- kvæmdastjóri General Motors, stærsta auðlirings í heimi, hefm- lagt til aö Bandaríkin auki viöskipti sín viö ríki Austur-Evrópu. Stjérnarliðið klofið við afj „feifnnismálsins1' ur neðri deild En Framsókn og SjálístæÓisílokkurinn virðast staðráðnir í að berja þetta óvinsæla írumvarp í gegnum þingið Við afgreiðslu feimnismáls Framsóknar, frumvarps- ins um afhendingu Grænmetisverzlunar ríkisins, geröust þau tíöindi aö stjórnarliöið klofnaöi um máliö, enda þótt Framsókn reyndi aö hafa menn góöa með breytingum á einu því atriöi, sem haröast var gagnrýnt. Frávísunartillaga Hannibals Valdimarssonar var felld með 18:9 atkv., og breytingartillög- ur Einars Olgeirssonar. Atriðið sem niður var fellt var þetta: „Greiða skal verðjöfnunargjald af matjurtum ef framleiðsluráð telur nauðsynlegt, til þess að líægt sé að jafna verðið milli söluvara annarsvegar og vinnslu og fóðurvara hinsveg- ar.“ Höfðu sósíalistar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bent á hvílík ósvífni höfð væri í frammi gagnvart neytendum með þessu ákvæði og gugnaði Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn á því að knýja hana fram. Lítil hrifning Við endanlega afgreiðslu málsins úr neðrideild greiddu þrír stjórnarþingmenn, Gunnar Thoroddsen, Kristín Sigurðar- dóttir og Jónas Rafnar, atkv. gegn frumvarpi stjórnarinnar. Þingmenn Sósíalistaflokksins og Þjóðvarnar greiddu að sjálfsögðu atkvæði gegn því, og Alþýðuflokksmenn nema Emil og Gylfi sem sátu hjá. Þessir neðrideildarþingmenn afgreiddu málið úr deildinni: Jón Sigurðsson, Kjartan J. Jóhannsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Páll Þorsteins- son, Pétur Ottesen, Sigurður Ágústsson, Skúli Guðmunds- son, Steingrímur Steinþórsson, Ásgeir Bjarnason, Einar Ingi- mundarson, Eiríkur Þorsteins- son, Eysteinn Jónsson, Gísli Guðmundsson, Helgi Jónasson, Ingólfur Jónsson, Halldór Ás- grímsson. Framkvæmdastjórmn, Harold Harold H. Curtice. segir í við- tali við bandaríska blaðið New York Herald Tribune, að hann muni „mæla með því að aukin verði sala á bifreiðmn og iiðr- um vörum, sein ekki verði tald- ir til hernaðamauðsynja, til sovétblakkarinnar að svo miklu leyti sem það samrímist stefnu utaiiríkisráðimeytisiiis“. Blaðið hefur það ennfremur eftir Curtice, að General Mo- tors hafi fengið fyrirspumir frá ríkjum Austur-Evrópu, sem fyrirtækið hefur áður átt við- skipti við, um hvort það gæti selt þangað mikinn fjölda af bílum og varahlutum. General Motors er auðugasta Framhald á 5. síðu. Bandarískir leiðangursmenn á Suðurheimskautslandinu til- kynntu í gær, að þeir hefðu fundið ýmsan útbúnað sem leiðangur Scotts hafði með sér til Suðurheimskautsins um ára- mótin 1911-’12. Leiðangurs- mennirnir fórust sem kunnugt er allir á heimleiðinni. Framsóknarmenn risa upp gegn íhaldsstefnu Eysteins FulltrúaráBiB krefst vinstri samvinnu og vífir þingflokk Framsóknar Mikil ólga er nú innan Frainsóknai'flokksins um land um þessar tillögur, og þegar allt; rísa menn hvarvetna upp gegn stefnu Eysteins Jóns- hægri sonar, krefjast þess aö íhaldssamvinnunni verði slitiö og voru 1 tekin upp raunhæf vinstri samvinna á víötækmn grund- velli fyrir kosningar. Hér i Reykjavík eru vinstri menn í algerum meirihluta, bæði í framsóknarfélögunum og full- trúaráði þeirra. Hafa oft orð- ið hörð átök undanfarnar vikur en hörðust urðu þau þó á fundi fulltrúaráðsins s.l. þriðjudag. Báru vinstri menn þar fram þrjár tillögur: Fjallaði sú fyrsta um vinstri saim iiuiu í bæjarmálum Reykja víkur og var þar lagt tii að allir andstöðuflokkar ihaldsins b.vðu sameiginlega fram í næstu bæjarstjórnarkosningum. Önnur tillaga fjallaði um landsmál og var þess kra'fizf að Framsókn léti þegar af íhalds- samviimunnl og að inynduð yrði vinstri ^tjórn á breiðum grund- velli fyrir kosningar. IHðOVUllNII Laugardagur 18. febrúar 1956 — 21. árgangur — 41. tölublað Þriðja tiliagan fjailaði um Græiunetisverzlunina og var á þessa leið: „Þar sem Fulltrúaráð Fram- ,sóknarfélaganna í Reykjavík ber fuilt traust tii Grænmet- isverzlunar ríkisÚLs um vöru- vöndun, hófstilling verðs á neyzluvörum og rekstur alian, ósliar það eftir, að hún verði aukin og efkl með ráðum og dáð. Skorar fulltrúaráðið eindreg- ið á þingflolík Framsóknar mannn að vinna ötullega að því, að frumvarp það iuii af- nám Græiunetisverzhuiar ríkis ins, sem nú liggur fyrir Al þiiigi, verði fellt eða svæft sem allra fyrst.“ ■ Tillagan. var borin fram af Þórði Björnssyni, bæjarfulltrúa Og tveimur öðrum mönnum, öðrum úr miðstjórn Framsókn- arflokksins en hinum úr stjórn Framsóknarfélags Revkjavíkur. Mjög liarðar umi'æður urðu hægri mennimir sáu að þeir algerum minnihluta á fundinum lögðu þeir til að af- greiðslu tillagnanna yrði frest- að. Það var fellt, og gengu þá hægri mennirnir af fundi og skelltu hurðum í fússl; voru þar fremstir i flokki Ólafur Jó- hannesson prófessor, Guttormui- Sigurhjörnsson erindreki, Rann- veig Þorsteinsdóttir lögfræðing- ur og Sigtryggur Klemensson ráðuney tiss tj ó ri. En allur þorri fundarmanna sat eftir og sam- þykkti tillögurnar í éinú hljóði. Fundarstjóri á fundinu.ni var Jónas Jósteinsson, en fundar- ritari Skúli Benediktsson. Sania úti um land. Sömu undirtektir liafa Ey- steinn og félagar lians fengið hvar sem þeir hafa komið á fundi út um land. Nú seinast urðu mikil átök á Stórólfshvoli á Rangárvöllum, og beitti Svein- björn Högnason, sem er þing- mamisefni Framsóknar í kjör- dæminu, sér m.a. mjög harka- lega gegn Eysteini. Sömu sögu er að segja af fundi sem hald- inn var um svipað levti á Sel- fossi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.