Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1956, Blaðsíða 9
4 „Gef siu ekki upp, Jóhaimes Frá því fyrir aldamót og þrjá fyrstu tugi þess- arar aldar var Jóhannes Patursson kóngsbóndi í Færeyjum hinn kunnasti allra Færeyinga. Hann var forustumaður þeirra á flestum sviðum, lagði grundvöll að margskonar framkvæmdum og barð- ist fyrir sjálfstjóm Fær- eyinga. Var hann kjör- inn á Danaþing og hélt þar vel fram málum þjóðar sinnar. Jóannes var kvæntur íslenzkri konu, Guðnýju Eiríksdóttur frá Karls- skála í Reyðarfirði. Þau bjuggu í Kirkjubæ. Eign- uðust þau fimm dætur og þrjá sonu. fslenzka húsfreyjan í Kirkjubæ hafði mikið að gera um dagana með sitt stóra bú og sinn mikla barna- hóp. Hún vann hylli Færeyinga og þeir henn- ar. Hún var blið og þýð heím að sækja og mjög var á orði haft, hverrf stúðning hún hefði veitt Rangsynn dómari Þrír fangar stóðu í röð frammi fyrir dómaran- um, en hann var rang- eygður í meira lagi. Set- ur hann nú sjónir á þann, sem lengst stóð til hægri á gólfinu, og segir valds- mannslega: — Ertu sekur, eða ertu ekki sekur? — Ég er saklaus, segir þá sá í miðið. •— Hvað ert þú að Framh. á 2. síðu. manni sínum. Þess er getið, að á þjóðmálafundi einum var harðlega gengið á móti Jóannesi sem oftar, og enginn Færeyingur átti við rammari reip að draga en hann, svo að lifandi menn kunni frá að segja. Og er Jóhannes skyldi taka til andmæla, kallaði Guðný húsfreyja til hans og sagði: — „Gefstu ekki upp Jóhann- es“! Færeysk menntakona sagði um þetta atvik: ,í*rá bjargi tii bjargs og drangi tii drangs um endiiangar Færeyjar kváðu við orð islenzku | konúnnar sem bergmál: Gefstu ekki iupp!‘* Skríia Til of mikils ætlazt — Vitið þéi* það, herra minn, að hundurinn yðar beit mig í kálfann? — Nú, hvað um það? Ekki gátuð þér búizt við því að svona lítið hund- kvikindi næði upp í nef- ið á yður. Pabbi minn « w Ljóð eftir Þorsteín Sveinsson. Ingibjörg « Þorbergs hefur sungið það á hJjómpiötu. m m m Ö, pabbi minn, hve undursamleg ást þín. var, ó, pabbí Riínn, þú ávallt tókst initt svar. s Aldrei var neiiui, svo ástúðlegur eins og þú, ó, pabbi niinn, þú ætíð skildir allt. m m Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. brosandi blílit þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbt miim, : ég dáði þína. léttu Iund, leikandi feátt þú Iéfesí' þér á þinn hátt. Ö, pabbí mírm, hve undursamiieg ást þín er æskunnar ómar ylja mér í dag. Laogardagur 18. febrúar 1956 — 2. árgangftr — 6. tölublað Eitt af því sem hefur mikla þýðingu fyrir móð- urmálið eru nafn- giftirnar. Fögur, rökrétt og þjóðleg nöfn göfga tung- una. Aftur á móti hafa ankannaleg nöfn gagnstæð áhrif. Þeim er því nokkur vandi á hönd- um, sem ákveður nafn ungbams, sem borið er til skímar. Þegar prest- urinn spyr: Hvað á bam- ið að heita?, nefnir ein- hver fullorðinn nafnið, sem barnið á að bera sem einstaklingur og fé- lagsvera upp frá því. í flestum tilfellum ber maðurinn þetta nafn alJa ævi og í öllum minning- um um Jiann er það nafnið, sem er tengt per- sónu hans og athöfnum. í skírninni er barninu því gefin sú gjöf, sem segja má, að sé ævarandi fyrir framtið þess. Og hver er sá, sem ekki vill gefa hinni litlu ósjálf- bjarga mannveru hinar beztu gjafir? — Tíminn streymir svo undarlega fljótt, og þess er skammt að bíða að þið, kæru ungu lesendur, veljið nöfnin, sem íslenzka þjoðm a að bera. Þegar þið verðið mömmur og pabbar, fellur það í ykk- ar hlut að gefa næstu kynslóð þau nöfn, sem hún ber æ síðan. Nú væri gaman að wmmmmm* ' i <-------——----—- Talna-apinn teikningu dálítið fyrir ykkur, sjáið þið að apinn er gerður úr tómum tölustöfum. Og nú eigið þið að leggja allar tölurnar saman — liver verður útkom- an? . ———_______________I efna til dáJítiIlai* skoðanakönnunar um þetta efni, og vita hvaða nöfn ykkur þyldr feg- urst, hvaða nöfnl þið gætuð hugsað ykkur að gefa börnum ykkar. Vitanlega koma mörg ágæt og fall- eg nöfn strax í hugann, svo að Vandi er að nefna eitt eða tvö eða þrjú, sem séu ótvírætt bezt eða fallegust. Það verður því að hafa meira svig- rúm. •— Þið, sem viljið taka þátt í þessari skoð- anakönnun, skuluð skrifa upp 10 kvennanöfn og 10 karlmannsnöfn, sem ykkur þykir fallegust, og senda Jistann til blaðs- ins okkar. Margir hafa óskað eftir nýrri skoð- anakönnun og nú er ykk- ur veitt skemmtilegt tækifæri. Sendið listana sem fyrst og í seinasta lagi 5. apríl, þá getum við birt úrslitin um sum- armálin. Reikningsdæmi Blekflaska kostar 2 kr„ 50 aura. Nú kostar blek- ið sjálft 2 krónum meira en flaskan tóm. Hvað kostar þá hvort um sig? Hvað á barnið Ármann varð Reykjavíkur meistari í sundknattleik Sundlinattleiksmiystaramót Reykjavíkur hófst miðviltudag- inn 8. þm og lauk þaim 13. Þrjú lið lcepptu í mótinu, tvö frá Ái*manni og eitt frá Ægi. Úrslit urðu þau, að A-lið Ármanns sigraði báða sína leiki. Vann iBgi með 5 mörk- uim gegxt 1 og B-lið Ármanns með 6 mörkum gegn 2. Hlaut Hðið því 4 stig. Önnur vai*ð B-sveit f'Ármanns og hlaut 1 stig, og 3. varð A-lið Ægis, sem einnig hlaut 1 stig, en ieik A-Iiðs Ægis og B-liðs Ár- manns lauk með jafntefli 1:1, en þar sem B-sveit Ármanns hafði hagstæðari naarkatölu varð hún nr. 2 i mótinu. Ari Guðmundsson formaður sundráðs Réykjavíkur afhenti sigui*vegurunum að mótslokum verðlaunagrip þann sem keppt var um í móti þessu. Er það glæsilegur útskorinn bikar, sem Tryggvi Ófeigsson útgerðar- maður gaf og er .þetta í 4. sinn sem keppt er um bikar þernutn og hefur A-sveit Ármanns unn- ið í öll skiptin. Er þetta í 14. skipti, sem Ármann vinniur í móti þessu. f TIL LIGGUR LEIBIH U > ÚTBREIÐIÐ U * w* ÞJÓDVIUANN W Heimsmet í 4x50 jarda fpreursdi Sveit úr ríkisháskólanum i Ohio í Bandaríkjunum setti ný- lega heimsmet i 4x50 jarda fjórsundi á tímanum 1.42,2 mín. Sveitina skipuðu: Yoshi Oyakawa (heimsmethafinn í lOOm baksundi), Al Wiggins (heimsmethafi í lOOm flug- sundi), van Der Hoffmann og Jim Kimmel. Laugardagur 18. febrúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (§ ÁLFUR UTAIMGARÐS; Gróðaveguriim Boðið í markntanit sov- ézka ísknattleiksliðsins Framkvæmdastjóri Cleveland' Barons Ice Hockey Club, Jim Hendy, hefur með skeyti sent tilboð til Ivan Pushoff, mark-. mamis sovézka ísknattleiksliðs- ins, og boðið honum 10.000. dollara laun á ári ef hann vilji, leika fyrir baronarta. Til á-, herzlu sagði Hendy, „að þetta, væri ekkert grín, og ég vona, að liaun samþykki". Námskeið ung- iiiigaiiefiiciar KSÍ Námskeið það sem unglinga-, 1 nefnd KSÍ hefur efnt til hefst, í dag kl. 3 í félagsheimili Vals að Hlíðarenda. Verður þar flutt erindi og ennfremur verður kvikmyndasýning. Að þvi loknu verða knattæfingar í fimleika- sal. Á morgun kl. 10 f.h. heldur námskeiðið svo áfram. Farið verður gegnum knattþrautir KSÍ. Eftir hádegi verða flutt erinjdi, kvikmyndasýning jojgí rætt um skipulag innanhússæf- inga. Námskeiðinu lýkur með kaffisamsæti sem stjóm KSÍ heldur fyrir þátttakendur. J7. dagur húsaðir og straffaöir og* ekki nema mátulegt. Anirirs var heimsmenníngin mönnum í Vegleysusveit næsta, framandi og teygjanlegt hugtak og allt í óvissu um hv irs virði hún væri fyrir svo norðlæga sveit. Þegar öllu var á bot-ninn hvolft voru þó frásagnir af kvensemi þjóðliöfðíngja. í öðrum heimshlutum Iæsilcg- asta. efni blaðsins, því flestum er það eiginlegt aö vilja vita á því nokkur skil hvernig tignarmenn bera sig lil í þeim sökum. Vildu sumir meina að konúngborið fólk gæti ekki verið þekkt fyrir aff nota samskonar vinnu- brögð í þeim efnum og venjulegt fólk. Lá það í augum. uppi aff skítkast skillítilla manna í Reykj avík utaní heimsmennínguna væri harla ómerkilegt frásagnarefni viff hliðina á einkalífi þjóöliöfðíngja. Og þaö vissu menn fyrir aff til eru bæði góðir menn og vondir, og óvíst hver aöilinn væri rétthærri þegar öllu var á botninn hvolft, því ef ekki væm til vondir menn hvernig í ósköpunum væri þá hægt aö vita hverjir væru góöir og réttlátir. Eingum getum skal að því leitt með hvaöa tilfinning- um Jón í Bráðagerði las blað sitt um þessar mundir, og ekki veröur heldur að sinni leitaff skýrínga á því hvers- vegna nafn hans komst aldrei á prent í sambandi við tilræöiö við beimsmennínguna. Sveitúngum hans var því með öllu ókunnugt um aöild hans að téðum verknaöi, því Jón hafði ekki taliö ástæðu til aff leiffa þá í allan sann- leika í þeim efnum. Þagmælska hans átti þó ekki rót sína að rekja til þess aö hann vissi uppá sig skömm eöa óheiöarieik heldur af hinu að skýríngar lians myndu ekki auömeltar á þessu stigi málsins. Það var nógu eríitt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.