Þjóðviljinn - 06.04.1956, Qupperneq 12
Ihaldið svíkur herskálahúa
um hluta raðhúsa&húðanna
Á bæjarstjórnarfundi í gær yar loks ákveðið að fela
bæjarráði að úthluta þeim 45 raðhúsaíbúðum sem fok-
heldar eru orðnar, og jafnframt samþykktar reglur um
úthlutunina.
Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdi í gær aö bregðast
fyrirheitinu til herskálabúa um forgangsrétt að þessum
íbúöum.
Á bæjarst.jórnarí'undinum í
gær var loks ákveðið að fela
bæjarráði að úthluta þeim 45
raðhúsaíbúðum sem fokheldar
eru orðnar, og jafnframt sam-
þykktar reglur um úthlutunina.
Eftirfarandi reglur voru sam-
þykktar um úthlutun raðhúsa-
íbúðanna:
1. Ibúðirnar skulu seldar
fokheldar — með tvöföldu
gleri í gluggum, útihurðum og
hitalögn og húsin máluð að
utan, eða nánar til tekið í
því ástandi, sem þau eru nú.
2. Ibúðirnar verði eingöngu
seldar þeim sem búa i her-
skálum eða við hliðstæð eða
lakari húsnæðisskilyrði. Við
úthiutun skal tryggt, að rýmd-
ar og rifnar verði eigi færri
herskálaíbúðir hlutfallslega
en heildartala þeirra íbúða
nemur af áætlun bæjarstjórn-
ar um íbúðabyggingar frá 18.
nóv. s.l. (ca. 75%).
3. Barnmargar fjölskyidur
verði látnar ganga fyrir um
kaup, nema aðrar knýjandi
ástæður séu fyrir hendi, svo
sem alvarleg veikijndi. Að
öðru jöfnu skulu hjón með 3
börn innan 16 ára aldurs eða
fleiri hafa forgangsrétt.
4. Eldri bæjarbúar sitji fyr-
ir að öðru jöfnu.
5. Heimilt er að selja íbúð-
irnar umsækjendum úr leigu-
húsnæði bæjarins, enda
verði þær íbúðir, sem
við það kunna að iosna, leigð-
ar þeim, sem búa i herskál-
um eða öðrum hliðstæðum í-
búðum, og herskálinn eða i-
búðin þá rifin. Eins skal með
fara, er herskálaíbúð er rýmd
vegna flutnings i raðhús, að
þá skal gefa þeim, sem kunna
að búa í enn lakari herskjíla,
kost á að flytja í íbúðina,
enda verði þá íbúðin, er síð-
ar var flutt úr, rifin.
6. Bæjarsjóður veitir lán
til íbúðarkaupanna, gegn
jafnháu láni frá ríkissjóði —
í samræmi við lög nr. 55/1955
II. kafla — um útrýmingu
heilsuspillandi íbúða. Lánið
sé jafngreiðslulán, veitt til 50
ára með 4% vöxtum.,
Að öðru leyti er gert ráð fyrir,
að kaupendur íbúðanna verði
aðnjótandi lána úr hinu almenna
veðiánakerfi tii íbúðabygginga
og útrýmingu heilsuspillandi í-
búða, I. kafla — og hafa þeg-
ar verið lagðar fram. umsóknir
um þau lán af háifu bæjar-
stjórnar fyrir hönd væntanlegra
kaupenda.
Þegar sérstaklega stendur á,
er bæjarráði heimilt að verja
fé úr bæjarsjóði til að kaupa
verðmæti herskálainnréttinga úr
þeim íbúðum, sem rifnar eru.
Bæjarráð tékur allar nánari
ákvarðanir um söluskilmála.“
Þeir Guðmundur Vigfússon og
Alfreð Gíslason fluttu svolát-
andi breytingartillögur: Upphaf
2. töluliðs orðist á þessa leið:
Ibúðirnar verði eingöngu seldar
þeim sem búa í herskálum eða
skúrum. Og: næstsíðasta máls-
grein 6. töluliðs orðist þannig:
Bærinn kaupir samkvæmt mati
verðmæti herskálainnréttingar
úr þeim íbúðum sem rifnar eru.
Þórunn Magnúsdóttir rakti í
ræðu sinni sögu þessa máls, allt
frá samþykkt bæjarstjórnarinn-
ar 13. apríl 1954 um byggingu í-
búða í því skyni að útrýma
braggaibúðum. Fjöldi herskála-
búa hafði áhuga fyrir að kom-
Framhald á 10. siðu
lUÚÐVlUtNN
Föstudagvr 6. apríl 1956 — 21. árgangur — 78. tölublað
Stjórn Trésmiðafélagsins
varo sjaltkjorm
Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt nýlega aðalfund sinn>
en það var fyrsti aðalfundur félagsins eftir þá skipu-
lagsbreytingu að gera það aö hreinu launþegafélagi.
Á fundinum voru samþykkt aðarmenn sjálfkjörnir. Stjóm-
ný lög fyrir félagið og einnig ina skipa þessir menn: Bene-
ýmsar breytingar á skipulags-1
Þvingunarlög gegn
verkfaUsmönnum
Dönsku borgaraflokkarnir krefjast enn
víðtækari þvingunarlaga
Mikil ólga er í Danmörku vegna verkfallsins, og greip
ríkisstjórnin inn í það í gær með því að flytja frumvarp
um að banna verkfall starfsmanna olíufélaganna.
Urðu harðar umræður um
málið á þingl Kom þegar í ljós
að ekki stóð á stuðningi borg-
araflokkanna til að setja þving-
unarlög gegn verkalýðshreyf-
ingunni, og lýstu fulltrúar í-
haldsmanna, Vinstri og Rót-
tækra því yfir, en jafnframt, að
þetta væri ekki nógu langt
gengið. Töldu ræðumenn borg-
araflokkanna brýna nauðsyn
að þvingunarlög yrðu einnig
sett til að binda endi á verk-
rw m.. IU ~.A
i .. i ri *%"«*• .
Nýr bátur í Neskaupstað
í febrúarmánuöi s.l. lauk Dráttarbrautin h.f., Neskaup-
stað, við smíði á 59 smál. fiskibát fyrir þá bræður Þor-
stein og Ársæl Júlíussyni í Neskaupstað.
Báturinn hlaut nafnið Langa-
nes og einkennisstafi NK 30.
Yfirsmiður var Sverrir (?unn-
arsson skipasmiður, en teikn-
ingu gerði Egill Þorfinnsson,
Keflavík.
Langanes þykir sérstaklega
fallegur bátur og vandaður að
öllum frágangi. Báturinn geng-
ur frábærlega vel og mun nú
vera gangmesti fiskibátur á
vertið í Faxaflóa. Hann er
gerður út frá Keflavík í vetur.
Dráttarbraut h.f. í Neskaup-
stað hefur nú í smíðum 2 aðra
fiskibáta, sem afhendast eiga á
þessu ári. Forstjóri Dráttar-
brautar h.f. er Óskar Jónsson.
fall sjómanna og prentara.
Forsætisráðherrann, H. C.
Hansen, varaði við því að þving-
unarlög yrðu gerð viðtækari,
slíkt gæti haft mjög alvarleg
Framhald á 11. síðu
skrám sjóða þess. Á árinu voru
veittir styrkir til félagsmanna
er námu samtals röskum 60
þús. krónum.
Aðeins einn listi kom fram
við stjómarkjör í félaginu og
voru því stjóra og aðrir trún-
Orðrómur um
breytingar í
Eystrasalts-
löndum
Sænska blaðið Stockholms-
tidningen skýrði frá því í gær
að meðal baltneskra manna i
London væri upp sá orðróm-’
ur að fyrirhugaðar væru breyt-
ingar á stöðu Eistlands, Lett-
lands og Litháen.
Samkvæmt orðrómi þessum
væri fyrirhugað að Eystrasalts-
löndin yrðu ekki framvegis
sambandslýðveldi innan Sovét-
rikjasambandsins, svo sem verið
hefur frá 1940, heldur alþýðu-
lýðveldi, líkt og Pólland, Tékkó-
slóvakía og önnur ríki Austur-
Evrópu með svipuðu þjóðskipu-
lagi.
Benedikt Davíðsson
t
Bardagar ísraelsmanna og
Egypta blossa upp
Barizt víða við landamærin
Bardagar blossuðu upp í gær á landmærum Egypta
lands og ísraels.
Hófust átökin með „einvígi“ stórskotaliðs er stóð hálf-
an annan klukkutíma en barizt var á sjö stöðum á landa-
mærunum.
----i--------------1.---
Egyptar segja að bardagarn-
ir hafi byrjað með því að stór-
skotalið Israelsmanna tók að
skjóta á borgina Ghaza og tvo
bæi aðra.
Varð af skothríð þessari
mikið tjón. Fjörutín og tveir
arabískir borgarar féllu en
103 særðust.
Segjast Egyptar þá hafa
svarað með stórskotahríð og
stóð sú viðureign hálfa áðrá
klukkustund.
Jafnframt hófust bardagár
landamæravarðsveita víða á
landamærunum, en þeim var
hætt aftur síðdegis í gær.
ísraelsmenn segja hinsvégar
að Egyptar hafi gert árásina,
hafi fjórir hermenn úr liði
ísraelsmanna fallið og tveir
borgarar særzt.
dikt Davíðsson formaður, Há-
kon Kristjánsson varaformaður,
Jón Snorri Þorleifsson ritari,
Sturla H. Sæmundsson vararit-
ari og Hallgeir Elíasson gjald-
keri.
Skagastrandar-
bátarnir hættir
vegna aflaleysis
Skagaströnd, 4. apríl.
Þrír bátar hafa róið frá
Höfðakaupstað frá þvi eftir
áramót. Afli hefur verið mjög
lélegur eða 1—3 lestir í róðri
og hefur fiskurinn bæði verið
smár og horaður. Hafa nú bát-
arnir hætt þessum veiðum, þar
sem iþær borga sig ekki.
Vinna við afla bátanna í landi
hefur því verið mjög lítil eða
2ja—3ja daga vinna í hverri
viku.
Veðurfar hefur verið ákaf-
lega gott hér nyrðra lengi und-
anfarið.
Kært til Sameinuðu þjóðanna
Fulltrúi Egypta hjá Samein-
uðu þjóðunum kærði atburði
þessa í gær, og er gert ráð fyr-
ir að Egyptar muni krefjast
Framhald á 10. síðu.
Sex danskir blaðamenn komu
hingað í fyrrakvöld með Sögu,
flugvél Loftieiða. Komu þeir í
boði íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar í tilefni heimsóknar dönsku
konungshjónanna.. Blaðamenn
þessir eru: Jörgen Anker
Nielsen frá fréttastofu Ritzau,
Svend Ludvigsen frá danska
útvarpinu, Einar Paulsen frá
fréttastofu róttækra vinstri
manna, Lohman Kragli frá
blöðum jafnaðarmanna, Ing-
vard Lindetoft fréttastofu
vinstri manna og Paul Carlsen
frá hægri blöðunum. — Mynd-
in hér að ofan var tekin við
komu þeirra á Reykjavíkur-
flugvelli.