Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 6
Jft) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 17. maí 1956 IMÓÐVILIINN Útge-fandi: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn Tveir leppflokkar tlendingur sem læsi Tímann og vissi ekki annað um íslenzk stjórnmál hlyti að furða sig á hvílíkum stakka- skiptum stefna blaðsins tekur nokkra mánuði fyrir kosning- ar. Nú læsi hann furðu lostinn í blaðinu í gær: „Stefna Sjálf- stæðisfloklisins ... miðar að þvj að gera landið að ósjálf- stæðu leppríki, þar sem auð- menn maka krókinn í skjóli er- lends aðila, en lieilbrigt at- vinnulíf hrörnar unz ekki verð- iar aftur snúið.“ í æri mót von þó fáfróðan lesanda Tímans ræki í roga- stanz? Hefur ekki þetta sama blað verið stjórnarblað þeirrar stjórnar sem Ólafur Thors og Eysteinn Jónsson, Bjarni Bene diktsson og Steingrímur Stein- þórsson hafa ráðið mestu í? Hefur ekki Tíminn og Fram- sóknarflokkurinn verið, og viljað vera, samsekur Sjálf- stæðisflokknum um banda- rísku stefnuna? Var það ekki Framsóknarflokkurinn sem kallaði herinn inn i landið ? Og hafa ekki Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson gerzt tals- jnenn þeirrar hersetu ár eftir ár, með nákvæmlega sömu rök- um og Bjarni Ben? ■JVrú fá lesendur Tímans loks -*■ ’ að heyra þessa. stefnu Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins nefnda réttu nafni: ,,Iæppríkisstefna“. Les- endur Timans fá nú að vita að stefna Siálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í þessu máli hafi miðað „að því að gera landið að ósjálfstæðu leppríki, þar sem auðmenn maka krókinn í skjóli erlends aðila, en heilbrigt atvinnulíf hrörnar unz ekki verður aft- ur snúið’”. Segi menn svo að ekki séu gerðar allrösklegar ,,játningar“ á íslandi! C|vo vill til, að íslenzku þjóð- ^ inni hefur verið skýrt frá eðli þeirrar leppmennsku sem Sjálfsíæðisflokkurinn og Framsókn hafa gerzt sek um undanfarinn áratug. Lesend- um Þjóðviljans kemur ekki á óvart það sem undrandi les- endur Tímans fá nú að heyra i fyrsta sinni. Þingmenn Sós- íalistaflokksins, blöð hans, flokksmenn og fylgjendur, hafa öll þessi ár skýrt fyrir þjóðinni leppríkisstefnu Bjarna Ben. og Eysteins Jóns- sonar, og orðið mikið ágengt. Undan þunga þess skilnings þjóðarinnar kom í vor sá brestur í bandarísku leppríkis- fylkinguna, að nokkur hluti hennar taldi ekki fært að ganga til kosninga sem for- hertur hernámsflokkur. ■VTú er það fólksins að láta ■*-’ þrýstinginn vaxa, sýna í kosningunum, að hér duga engar kosningabrellur, heldur ætlast Islendingar til þess, að bandaríski herinn verði látinn vikja úr landi eins fljótt og hægt er vegna samninganna. Þau úrslit yrðu tryggð með kosningasigri Alþýðubanda- lagsins. Afvopnunarhætlan í mörg ár hefur okkur verið * tjáð að herstyrkur Rússa væri undirrótin að viðsjám í heiminum, þeir hefðu fjölmenn asta her allra landa og það Btefndi friðnum í bráðan voða og gerði vestrænum þjóðum ó- hjákvæmilegt að leggja á sig þungar byrðar. Með þessu var stofnun Atlanzhafsbandalags- ins rökstudd og allt það sem síðan hefur gerzt, m.a. hernám Islands. „væri aðeins áróður og yí'ir- drepsskapur“ og það væri mjög hættulegt að Rússar skyldu hafa „orðið að fækka í hemum og senda menn þessa til verksmiðjanna og út á ak- urinn.“ Alþýðublaðið segir: „John Foster Dulles utanríkis- ráðherra lýsti því yfir í dag að hann vildi heldur hafa rúss- neska hemienn í varðstöðu en að þeir framleiddu atómvopn“. Og fyrirsögn Tímans á frétt- inni um ræðu Dullesar er svo- . 17'n nú hafa þau tíðindi gerzt • á skömmum tíma að Sovét- . ríkin hafa hafii mjög víðtæka ■ afvopnun. Á s.l. ári fækkuðu • þau í her sínura um 640.000 ■ manns og nú hafa þau tilkynnt • að fækkað verði um 1,2 millj. . í viðbót og skuli þeirri fækk- ,un lokið á einu ári. Samkvæmt . tölum vestrænna herfræðinga ■ ætti herinn þá að vera kominn .. ofan í 2.7 milljónir og vera . orðinn fámennari en her Banda .. ríkjanna einna. r /; HJenn skyldu nú ætla að vest- . rænura valdamönnum . þættu tíðindin góð og aðstæð- .. tir næsta mikið breyttar. En því fer víðs fjarri. Morgun- blað'ð hefur í gær eftir Dull- | «s að afvopnun Sovétríkjanna hljóðandi: „Bandaríkin hafna afvopnunarkapphlaupi við Rússa.“ Þannig er þá afvopn- unarkapphlaupið orðið mikl- um mun hættulegra fyrir vest- rænar þjóðir en vígbúnaðar- kapphlaupið. Fróðlegt verður að sjá hvern- ig hernámsblöðunum tekst að dansa á þessari vest- rænu línu. Og hugstæð mætti almenningi nú vera stefna Sjálfstæðisflokksins í hernáms málunum. Hann hefur lýst yf- ir því að þar skuli dómgreind og sjálfstætt mat íslendinga engu ráða, heldur aðeins vilji Dullesar og „sérfræðinga" hans, þeiira sem telja afvopn- unarhættuna nú mesta böl mannkynsins. Afyopimn - gleðifrétt eða sorgartiðindi? "ITiðskipti á kauphöllinni í * New York, hjarta banda- rískra fjármála og atvinnulífs, voru heldur dauf framan af degi á mánudaginn. Fá verð- bréf skiptu um eigendur og verðbreytingar voru litlar. En rétt fyrir lokunartínra urðu skjót umskipti. Allir kepptust við að bjóða verðbréf til sölu, framboðið fór langt fram úr eftirspurninni og verðið hrap- aði að sama skapi. Þegar við- skiptum lauk höfðu hlutabréf í ýmsum helztu fyrirtækjum Bandaríkjanna lækkað í verði um einn til fimm dollara hvert. Ástæðunnar til þessa verðhruns var ekki að leita í Bandaríkjunum, Eisenhower hafði ekki fengið nýtt hjarta- áfall, ekkert stórverkfall hafði dunið yfir, samdrátturinn í bílaframleiðslu hafði ekki sett Ford eða General Motors á hausinn. Það sem skaut kaup- hallarbröskurunum í Wall Street skelk í bringu var til- kynning frá Moskva um að sovétstjórnin hefði ákveðið að fækka í herafla Sovétríkjanna um 1,2 milljónir manna. Sú fregn varpaði dimmum skugga á vonir verðbréfakaupmann- anna um vaxandi gróða og hækkandi árðsútborgun banda- rískr.a stórfyrirtækja. Kaupahéðnamir í Wall Street eru ekki 'einir um að harma það að rúmur fjórð- ungur sovéthersins er afvopn- aður. John Foster Dulles utan- ríkisráðherra var daufur í dálkinn þegar fréttamenn í Washington ræddu við hann í fyrradag. Hann kvaðst telja það illa farið" að rúm milljón manna skyldi leyst úr her- þjónustu í Sovétríkjunum. Frá sjónarmiði Bandaríkjastjórnar væri það miklu æskilegra að þessi fjöldi stæði eins og merkikerti með byssu í hönd .en að hann yrði sendur inn í verksmiðjur til að framleiða kjamorkusprengjur. Virðist bandaríski utanríkisráðherrann hafa kynlegar hugmyndir um smíði þeirra vopna, og má merkilegt heita ef kjarnorku- leyndarmála er í raun og veru svo vandlega gætt í Bandaríkj- unum að æðstu menn ríkisins geri sér í hugarlund að megin- atriðið við framleiðslu kjarn- orkuvopna sé að hafa nógu mikinn mannskap við að drífa bomburnar saman með hamri og skrúflykli. Hvað sem því líður klykkti Dulles út með þeirri yfirlýsingu, að ,,hér væri ekki um að ræða minnkun herafla“ (Morgunblaðið í gær) og „Bandaríkjastjórn myndi ekki draga úr herafla sínum hvað sem Rússar gerðu“ (Tíminn í gær). að hann geti verið dálítið sein- heppinn í munninum, og hætt er við að hann hækki lítið í áliti við að fullyrða að heim- sending 1.2 milljóna hermanna sé ekki minnkun herafla. Ef trúa má tölum sem herstjórn A-bandalagsins og æðstu menn Vesturveldanna hafa látið frá sér fara, verða færri menn undir vopnum í Sovétríkjunúm en í Bandaríkjunum þegar þessi fækkun er komin til Erlend tíðindl framkvæmda. Fyrir rúmu ári taldi herstjórn A-bandalagsins að um 4.600.000 manna myndi vera í herafla Sovétríkjanna. í fyrrahaust kom til fram- kvæmda fækkun sem nam 640.000. Eftir hana hefði því sovétherinn átt að telja um 3.950.000 manna. Þegar nýju fækkuninni um 1,2 milljónir er lokið ættu því að vera eftir 2.750.000 menn í hernum. Bandaríkjastjórn segist nú sjálf hafa 2.900.000 menh und- ir vopnum. Véfirlýsing Dullesar um áð •*• Bandaríkjastjórn muni undir engum kringumstæðum draga úr herafla sínum, hvað sem Sovétríkin geri, hlýtur að koma flatt upp á marga, að minnsta kosti alla þá sem trú- að ihafa röksemdunum sem bornar hafa verið fram fyrir hervæðingu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á undan- förnum árum. Stofnun A- bandalagsins og hervæðing bandalagsríkjanna var sögð bráðnauðsynleg vegna þess að óvígur her Sovétríkjanna ógn- aði Vestur-Evrópu. Þegar íækkunin sem tilkynnt var á mánudaginn er komin til fram- kvæmda, 1. maí 1957, hefur verið fækkað í herafla Sovét- ríkjanna um tvo 'fimmtu, sam- kvæmt tölum þeim sem áður voru tilgreindar. Samt sem áð- ur segir Dulles, að Bandarík- in rnuni „ekki draga úr her- afla sínum hvað sem Rússar gera“. Þýðir það kannski að Bandaríkin muni halda áfram að hervæðast þótt Sovétríkin leysi her sinn algerlega upp? Í berandi er, að tilkynning- unni frá Moskva er öðru- vísi tekið í London og París en í Washington. Dulles bítur í skjaldarrendur. en brezka ut- anríkisráðuneytið lýsir yfir fögnuði brezku stjórnarinnar yfir fækkuninni í sovézka hernum, sem hún telur að m-uni draga úr viðsjá^ i heim- inum. Blöð brezka Verka- mannaflokksins hafa þegar lagt til að Bretar fari að dæmi Sovétríkjanna og fækki í her sínum. Útbreiddasta blað sem fylgir brezka íhaldsflokknum að málum, Daily Express, tek- ur í sama streng. í París er fullyrt að ákvörðun sovét- „stjórnarinnar verði til þess að greiða fyrir árangri af viðræð- um forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra Frakklands við forustumenn Sovétríkjanna. Þær viðræður hófust í gær og* skýrt hefur verið frá því að eitt helzta umræðuefnið verði afvopnunarmálin. lllbllet, forsætisráðherra ITJ. Frakklands, átti í vor við- tal við bandaríska vikuritið U. S. News & World Report, og vakti það mikla athygli. Þar sagði hann, að undirtekt- ir Bandaríkjastjórnar undir af- vopnunartillögur sovétstjórn- Framhald á 10. síðu. 1 Ttanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur það orð á sér Sovéthermenn í bardaga í heimsstyrjöldinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.