Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 12
Yngstu lóðrasveitir bæjarins léku í Skátaheimilimi í gærdag Skólahljémsveitir Vestur- og Ausíurbæjar í gær léku tvær yngstu lúðrasveitir bæjarins í fyrsta skipti opinberlega í Skátaheimilinu og stóöu sig meö mik- illi prýöi. Voru þetta lúðrasveitir barna- og unglingaskól- anna. Áður en leikur sveitanna hófst ávárpaði Gunnar Thor- oddsen viðstadda, sem flestir voru foreldrar og venzlamenn barnanna og rifjaði upp að 18. nóv. 1954 hefði bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkt að stofna' skyldi tvær lúðrasveitir í barnaskólum bæjarins. Voru 5 menn kosnir í nefnd til að sjá um framkvæmd þeirrar samþykktar, þeir Páll ísólfs- son, Jónas B. Jónsson fræðslu- fulltrúi, Paul Pampiehler stjórn- andi Lúðrasveitar Reykjavíkur, Karl O. Runólfsson stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svanur og Haraldur Guðmundsson stjórn- andi Lúðrasveitar verkalýðsins. Bæjarstjórn heimilaði jafnframt fé til hljóðfærakaupa. Kvaðst horgarstjóri viss um að lúðra- sveitir skólanna ættu eftir í framtíðinni að gleðja augu og eyru bæjarbúa og efla tónlist- aráhuga hinna upgu. Ekki hálfs árs æfingatími . Karl O. Runólfsson skýrði frá því að hvor sveit væri skip- uð 16 mönnum og auk þeirra 6 varamönnum og voru báðar sveitirnar skipaðar 22 í gær. Austurbæjarsveitin hefur feng- ið 5Vá mánaðar æfingu, en Vesturbæjarsveitin 4j/2 mánað- ar; fékk hljóðfærin mánuði seinna. Pæstir í sveitunum þekktu nótur þegar þeir byrj- uðu og aðeinS einn kunni að leika á hljóðfæri. Hver nem- andi fær einkatíma í viku hverri 1—2 hóptíma og 2 æf- ingar. Hann kvað börnin hafa mætt vel, verið prúð og borið skólum og heimilum gott vitni. Líta þessa drengi hýru auga Karl O. Runólfsson kvað lúðrasveitirnar í bænum líta þessa drengi hýru auga þegar þeir stækkuðu, en allar hefði lúðrasveitirnar skort menn. Drengirnir eru frá 10—16 ára, en eftir það eru þeir sjálfráðir að fara í hverja þá lúðrasveit er þeir vilja. Að loknum þessum ræðum hófst leikur sveitanna. Paul Pampichler stjórnaði Vestur- bæjarsveitinni, en Karl O. Run- ólfsson Austurbæjarsveitinni. Báðar léku sveitirnar ótrúléga vel, en Austurbæjarsveitin vakti þó meiri hrifningu áheyrenda er heimtuðu af henni aukalag. Halda áfram veiðum Skagaströnd. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans Kuldatíð hefur verið hér und- anfarið. Afli bátanna er frem- ur lélegur, 3—7 lestir á bát, en þeir munu þó halda áfram veiðum út þennan mánuð. Margrét Margrét ekki í tilhugalífi Tilkynnt var í gær í Clarence House í London, aðsetursstað Margrétar prinsessu,* systur lElísabetar drottningar, að eng- inn fótur væri fyrir fregnum um að prinsessan væri í þann veginn að opinbera trúlofun sína með Kristjáni prins af Hannov- er. Kristján er taróðir Friðriku Grikklandsdrottningar. Palladómar um þingmenn: Siá þann hinn mikla flokk Út er komin ný bók er nefnist „Sjá þann hinn mikla flokk . . .“ og hefur að geyma palladóma um núverandi alþingismenn. Höfundur nefnir sig Lupus, en útgefandi er Thule. Höfundur segir svo í „greinar- gerð“ sinni m.a.: „Efni kversins er greinar, sem birtust að fjór- um undanskildutn í blaðinu Suðurlandi árin 1Q54 og 1955. Ber staðreyndatal palladómanna svip þess, að þeim er upphaflega ætlað hlutverk sjálfstæðra greina, en ekki samfelldrar bók- ar. . . Efnislega eru greinarnar ó breyttar frá því, sem þær voru 'í Suðurlandi. Tímaókvarðanir eru þó ekki eins miðaðar við líðandi stund og þar, og reynt het'ur verið að berja í þá bresti, sem kallast pennaglöp, en stöf- uðu al of miklum vinnuhraða" .... Röð greinanna er „hin sama og þjóðfulltrúamir eru Islandsglíman háð annaðkvöld lslandsglíman í ár verður háð annaðkvöld í íþróttahúsinu að Hálogalandi og hefst kl. 8.30 Keppendur verða tólf, þeirra á meðal núverandi glímukóngur, Ármann J. Lárusson, og skæð- asti keppinautur háns, Rúnar Guðmundsson. Sagt verður frá Íslandsglím- unni fyrr og síðar í blaðinu á rnorgun. skrásettir til að gegna kalli við atkvæðagreiðslu í sameinuðu þingi. Fyrstur kemur alþingis- forsetinn, en síðan gildir staf- rófsröðin*1. Bókin er 176 blaðsíður, og fylgir hverri grein teiknuð mynd af þingm'anninum sem hún fjallar um. HéraHsnelnd Súgiirðingn Súgfirðingar hafa myndað 5 manna héraðsnefnd Alþýðu- bandalagsins fyrir Súganda- fjörð og er hún skipuð þessum mönnum: Einari Guðmundssyni sjóm., Þórði Stefánssyni verkamanni, Þorleifi Guðnasyni, verkamanni, Hallbirni Guðmundssyni verka- manni og Þórarni Brynjólfs- syni vélstjóra. Eru hættir veiðum Sandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans Bátar þeir sem veiðar hafa stundað frá Rifi í vetur hættu róðrum í fyrradag. Vertíðin hef- ur verið léleg. Hæsti báturinn, Ármann, er með 400 lesta aflá. Hrekkur ekki fyrir einum útlim Þjóðvarnarfélögin í Reykja- vík boðúðu fund í fyrrakvöld til þess að ákveða framboðið í Reykjavík. Hafði fundurinn verið mikfð auglýstur, bæði í Frjáisri þjóð og útvarpinu, enda fundarefnið mikilvægt fyrir þá sem hafa áhuga á Þjóðvarnarflokknum. I fundar- byrjun voru mættir 7 menn en milli 10 og 20 manns voru á fundinum, þegar flest var; sumir þeir sem skipa, listann voru meira að segja ekki áhugasamari en svo að þeir hirtu ekki um að mæta óg sam- þykkja framboð sitt! Þá voru ungir Þjóðvarnarmenn skárri; þegar þeir héldu „áríðandi fé- lagsfund" fyrir skömmu voru þó mættir tíu, að meðtöldum tveim framsögumönnum. Forsprakkar Þjóðvarnar bera mjög saman fundarsókn hjá sér nú og fyrir síðustu kosn- ingar og reyna að reikna út fylgið samkvæmt því. Útkoman nægir ekki einu sinni til að koma einum útlim af Þjóð- varnarmanni á þing. Gaitskell heimsækir USA Gaitskell, foringi brezka verkamannafiokksins, koin í gœr til New York. Hann dvelur í viku í Bandaríkjummi og mun meðal annars ganga á fund Eisenhowers forseta. mOomRNN Fimmtudag'ur 17. maí 1956 — 21. árgangur — 110. tölublað ... ...... ... J ... ~ ' -----------— Frambjóðandi í felum fékk.2 millj., látinn 1,5 millj. atkv. Syngman Rhee endurkjörinn forseti Suður-Kóreu I nýafstöðnum forsetakosningum í Suður-Kóreu fékk frambjóðandi sem' fer huldu höfði yfir tvær milljónir at- kvæða og frambjóðandi sem er dáinn og grafinn fékk hálfa aðra milljón. Tilkynnt var í Seoul í gær að Syngman Rhee, sem er á niræð- isaldri, hefði verið kjörinn for- seti 1 þriðja sinn 'með um hálfri fimmtu milljón atkvæða. Næstur honum að atkvæða- magni kom frambjóðandi Fram- faraflokksins, Cho Bong Am, með um 2.250.000 atkvæði. Am hefur farið huldu höfði síðan kosningabaráttan hófst. Sagði hann áður en hann hvarf, að ihann hefði sannanir fyrir því að leyniþjónusta Rhee sæktist eftir lífi sínu. Stefna Framfara- flokksins er að sameina Kóreu með samningum við stjórn Norður-Kóreu, en á það má Rhee ekki heyra minnzt. Hami stefnir að því að leggja Norður- Valbjörn stökk 4.25á stönginni! Á fyrsta útimóti ársins, er haldið var áfram á íþróttavell- inum í " gærkvöld, gerðizt það helzt til tíðinda að Valbjörn Þorláksson stökk 4,25 m á stöng, og er það hvorki meira né minna en mesta stangarstökk fslendings hér á vellinum. ís- landsmet Torfa, 4,35, var sem sé sett erlendis. Er þetta frá- bær árangur hjá Valbirni svo snemma vors, við heldur slæm- ar aðstæður; og mætti fara svo að snöggt yrði um íslandsmetið. — Hreiðar Georgsson stökk 3,80 m, sem er einnig góður árangur. Kóreu undir sig með hervaldi. Þriðji frambjóðandinn, Sim Ik Hi, lézt fyrir hálfum mánuði. Ehgu að síður greiddi hálf ömi- ur milljón kjósenda honum at- kvæði. Uppþot varð í Seoul eftir. lát Hi og skaut lögregla Rhee fjölda manns til bana. Frétta- mönnum ber saman um að ef kosningarnar hefðu verið frjáls- ar myndi Rhee hafa kolfallið. Lögregla hans sá um að stjórn- arandstöðuflokkarnir gátu ekki háð neina raunverulega kosn- ingábaráttu. Tajmanoff um íslandsförina Mark Tajmanoff, skákmeist- ari Sovétríkjanna, ritar sexdálka neðanmálsgrein í „Trúd“ blað Alþýðusambands Sovétríkjanna 27. apríl s.l., og nefnist greinin ,,Á íslandi“. Er greinin mjög hlýleg í garð íslands og íslendinga og rómar hinn sovézki skákmeistari mjög gestrisni og góðar móttökur. Lýkur hann miklu lofsorði á Friðrik Ólafsson og er hrifinn 3 af skakáhuga Islendinga. Lýkur hann greininni með því að leggja áherzlu á ummæli Guðmundar Arnlaugssonar um heimsókn þeirra Ilivitskís; „Þesgi fyrstu kynni munu 'treysta vin- áttuböndin milli stærstu skák- þjóðar heims og hinnar minnstu“. Ritgerðasamkeppni Ásgrímssýningarinnar Akureyringur hlaut fyrstu verðlaun Fyrstu verölaun, málverk eftir Ásgrím Jónsson, í rit- geröasamkeppni í sambandi við afmælissýningu hans, hlaut ungur Akureyringur. Til samkeppni þessarar efndi Sýningarnefnd Ásgrímssýning- arinnar og Æskulýðsnefnd Reykjavíkur. — Auk fyrstu verðlauna vorú veitt tvenn jöfn aukaverðlaun, 500 kr. hvor. Fyrstu verðlaun voru málverk eftir Ásgrím. Auk þess voru veitt tvenn jöfn aukaverðlaun, 500 kr. í peningum hvor. Rit.gerðir sendar dómnefnd- inni voru 47 að tölu frá 11 skól- um, en nokkrir skólar sendu að- eins úrval úr ritgerðum nem- enda. Dómnefnd skipuðu þeir Kristján Eldjárn, Magnús Gíslason og dr. Símon Jóh. Ágústsson. Segja þeir m.a, um ritgerðifnar: „Ritgerðirnar báru því vitni, áð nemendur hefðu kynnt sér afmælissýningn Ásgríms ræki- lega og margir hverjir gert sér far um að afla. sér fróðleiks um æviatriði hans og lagt sig fram um að skilja list hans. Ritgerðirnar voru yfirleitt skipulega samdar og vandaðar að frágangi. 0 Við höfum orðið sammála um, að 1. verðlaun skuli hljóta Hjörtur Pálsson, f. 1941, nem- andi í 2. bekk Gagnfræðaskóla. Akureyrar. Tvenn jöfn * auka- verðlaun skal veita þeim Lilju Jóhönnu Gunnarsdóttur, nem- anda í 3. bekk Kvennaskólans í Réykjavík, og Ottó Schopka, nemanda í 3. bekk Gagnfræða- skólans við Vonarstræti í Reykjavik“. Prestkosning fór fram í Vest- mannaeyjum s.l. sunnudag. At- kvæði greiddu um 1200 manns áf um 2200 á kjörskrá. Umsækj- andi var aðeins einn, Jóhann Hlíðar, er verið hefur aðstoðar- prestur í Eyjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.