Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.05.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Máðlierrafundnr Atlaiizliafsbaitdalagsiiis Aðcdblaö Vesturþýzkalands, Die Welt, birtir þessa mynd af síöasta ráöherrafundi A- bandalagsins. Má þar sjá aöildarríkin persóiiugerð í ýmsum hlutverkum; ísland stend- ur í glugganum og hcefir Bandaríkin meö baunaslöngu. Um fundinn sagöi blaöiö aö þa,r lxeföi ekkert raunhœft veriö ákveöiö um framtíð bandalagsins; „kreppan innan bandalagsins er alvarlegri en svo aö unnt sé aö upprœta hana meö góðvilja og skilningi“. Verðbólga og kosningar Tómas Zoega, sparisjóðs- forstjóri, Neskaupstað Eftirmæli Hann var stál-áreiðanlegur í ★ Staðreyndir þær sem Þjóð- viljinn hefur rakið undan- faraa daga um verðbólguna og vísitöluna hafa orðið mörg- um launþegum umhugsunar- efni. Sú staðreynd blasir við öllum og verður ekki véfengd að kaupmáttur launanna er sífellt að rýrna, að raunveru- legt kaup lækkar með hverj- um degi sem líður. Það væri alveg hliðstæð þróun og liefði sömu áhrif, ef verðlagið stæði í stað en timakaupið lækkaði jafnt og þétt. Sú var tíð að atvinnurekendur reyndu að beita þeirri aðferð en þeir hafa nú heykzt á því vegna styrks verklýðssamtakanna; í staðinn láta þeir stjórnarvöld- in framkvæma kauplækkunina með skipulagðri verðbólguþró- un. Vísitalan er þannig úr garði gerð að hækkandi verð- lag bitnar ævinlega á laun- þegum, og með skattaálögun- um miklu í vetur var tryggð sú stöþkbreyting á þessu sviði sem nú munar mest um. ¥ ★ Sá maður mun vandfundinn í verkalýðshreyfingunni sem telur rétt að alþýða manna láti árásirnar dynja á sér án þess að hreyfa legg eða lið. Það væri í andstöðu við alla bar- áttusögu alþýðusamtakanna og þá væri eins vel hægt að leysa þau upp. En hvað á þá að gera? Það er hægt að halda áfram venjulegri verk- fallsbaráttu, heyja langar og erfiðar deilur og vinna upp aftur það sem tapazt hefur að nokkru eða öllu leyti og sækja jafnvel fram. Sú full- vissa blasir hins vegar við, eins og nú er ástatt, að al- þingi og ríkisstjórn muni gera nýjar ráðstafanir til þess að ræna árangri verkfallsbarátt- unnar. Þá er að hefja verk- fallssókn á nýján leik og þannig koll af kolli. * ★ Flestum meðlimum verk- lýðssamtakanna mun koma saman um að þetta sé erfið leið og færi ekki nógu varan- legan árangur eins og nú standa sakir. Og auk þess er þetta ekki rökrétt leið. Sú mikla breyting hefur orðið frá upphafi verklýðsbaráttunnar á íslandi, að atvinnurekendur beita ekki aðallega fyrir sig mætti samtaka sinna og yfir- ráðum sínum yfir atvinnu- tækjunum, heldur pólitísku valdi. Svarið við þessari þró- un er auðvitað að alþýðan tryggi sér ekki minna vald á stjórnmálasviðinu en hún hef- ur áunnið sér í faglegu bar- áttunni. Með því móti er unnt að koma í veg fyrir að auð- mannastéttin misnoti alþingi og ríkisstjórn í sína þágu og völd • verklýðssamtakanna margfaldast. Það er þetta sem nú er að gerast með stofn- un Alþýðubandalagsins að frumkvæði verklýðssamtak- anna. * ★ En þetta er- auðvitað ekki mál verklýðssamtakanna einna. Þetta er í fyrsta lagi mál allra launþega sem verða Framhald á 11. síðu Fyrir nokkru lézt í sjúkra- húsi í Reykjavík, eftir skamma legu, Tórnas J. Zoega spari- sjóðsforstjóri úr Neskaupstað, 71 árs að aldri. Hann mun hafa leitað hingað til lækninga við blindu, og aðgerðir í þá átt tekizt vel, en þá sagði til sín sjúkdómur, sem hann hefur þjáðst af siðari árin og batt skyndilega enda á allt saman. Tómas var fæddur hér í Reykjavík 26. júní 1885, en missti föður sinn á unga aldri. Ólst hann upp með móður sinni, Guðnýju Hafliðadóttur en fór að heiman ungur í at- vinnuleit til Austfjarða. Hann settist að á Norðfirði og þar átti hann heima alla ævi upp frá því. Hann réðst fyrst að verzlun Hjálmars Konráðsson- ar, sem þá var stórveldi á staðnum, en þegar Sparisjóður Neskaupstaðar var settur , á laggirnar 1925 tók hann þá stofnun að sér frá byrjun og þar varð hans starf síðan. Þegar Tómas fluttist til Norðfjarðar var þar að mynd- ast úti á nesinu útgerðarþorp, sem siðan tók miklum stakka- skiptum á öllum sviðum. Nes- kaupstaður gjörðist brátt mesti útgerðar- og framfarabær á öllu Austurlandi, og hefur síðan verið þar í broddi fylk- ingar. Þörfin fyrir lánsstofnun á staðnum varð fljótt knýjandi nauðsyn og eftir að sparisjóð- urinn hafði tekið til starfa, má telja hann eina af þeim styrku stoðum, sem runnu undir at- vinnulíf og framfarir bæjarfé- lagsins. Tómas sparisjóðsfor- stjóri vakti af lífi og sál yfir velferð stofnunar þeirrar, sem honum hafði verið trúað fyrir — sem vænta mátti af svo sómakærum manni. Það má segja, að hann hafi þar jafnan haft að leiðarljósi hag og ör- yggi sparisjóðsins, þegar hræv- areldur stríðsgróða og boða- föll kréppu riðu hjá, enda tókst honum að sigla heilu skipi í höfn, án teljandi áfalla, þegar aðrir höfðu réttu stóra. Að miklu leyti er saga spari- sjóðsins saga Tómasar, og sá þáttur mun verða rakinn þeg- ar þar að kemur, og held ég ekki lengra út í þá sálma. — Tómas Zoega var maður hár vexti, grannvaxinn, skarpholda og léttur í spori fram á eldri ár. Andlitið var stórskorið en svipurinn var hlýlegur og mjög minnisstæður, þeim sem kynntust honum. Hann hafði galla á málfæri og mun það hafa háð honum nokkuð og gjört hann hlédrægan um skör fram. Hann var að eðlisfari mannblendinn og félagslyndur og allra manna skemmtileg- astur, þar sem glatt var á hjalla. Hann hafði góðar gáfur til a'ð bera og var bráðfyndinn í tali, og hafði unun af öllu gamni og spaugi. Hann hafði ánægju af kveðskap, var enda hag- mæltur, og gat kastað fram góðri gamanstöku þegar vel lá á honum. En undir þessari léttu skel var mikill alvöru- og manndómsmaður, sem gerði sér fulla grein fyrir þvi sem skilur kjarnann fra hjsminu. öllum skiptum, smáum og stór- um, enda er það dyggð, senr sízt má vanta menn í shkum stöðum. Hann var mikill verk- maður, og hamhleypa til allra skrifstofustarfa og vann þar á við tvo, skrifaði fallega og lipra koparstunguhönd, rnjög sýnt um meðferð á tölum og öllu viðkomandi bókhaldi. Yf- irieitt má segja, að Tómas hafi verið sérstakt snyrtimenni í ailri framgöngu og allt sem hann snerti við bar svipmót snyrtimennsku og regiusemi. Ég sem þessar linur rita, átti þess kost fyrir rúmum 27 ár- um að kynnast Tórnasi og um- gangast hann mikið einn ára- tug af starfsævi hans, meðan hann var enn í blóma lífsins. Ög þrátt fyrir þó við værum mjög á öndverðum meiði um ýmsar skoðanir — og fleira bæri til sundurþykkis, (og hann hefði vitanlega sína galla eins og aðrir) hafði ég bæði gagn og gaman af þeirri kynn- inu — og minnist hennar með þakkiæti. Og ekki vissi ég það um T. Z. sagt, sem var ákveð- inn Sjálfstæðismaður, að and- stæðingar hans í stjórnmálum hefðu ástæðu til að óttast, að þeir nytu ekki fylista réttlætis af hans hendi, án tillits til skoðana, — og verður sJíkt seint fulllofað með okkar ald- arlrætti í þeim sökum. — Hann hvikaði ekki frá því, sem hann taldi sér rétt og skylt. — Telja má að Tómas hafi ver- ið lánsmaður. Það er ekki lítil gifta, að fá viðhlítandi ævi- starf góðum liæfileikum strax á bezta aldri, eins og honum lilotnaðist. — Sumum kynni að finnast, að slíkum Jræfileikamanni hefði átt að opnast stærra starfs- svið en gafst á þessum út- kjálka. Og það er enginn vafi, að mikið hefði við brugðið. ef slíkur maður hefði allt í einu verið seztur í sæti, þar sem pólitískur gæðingur streittist við að sitja eftir að öldufaldar hagsmunatogstreitunnar hafa skolað honum þangað. En T. Z. liafði flestum öðrum fremur markað sér sjáJfum starfssvið og undi sínu hlutskipti og reynslan hefur nú sýnt, að hann var vissulega maður á réttum stað. — Hann hefur nú fengið sinn dóln, — og hann hefði vafalaust sjálfan manna sízt órað fyrir því, í sinni hógværð og sérplægni, að hljóta svo óskipt lof að leiðarlokum. — Tómas Zoega var kvænt- ur Steinunni Símonardóttur, skemmtilegri g.reindarkonu og áttu þau sarnan þrjú mann- vænleg börn, Unni, Jóhannes og Reyni, sem öll eru uppkom- in og vel gefin, sem þau eiga kyn til. Norðfjörður mun búa að á- vöxtunum af starfi T. Z. spari- sjóðsforstjóra löngu eftir að þeir menn allir eru til moldar gengnir sem með honum störf- uðu og nú minnast þessa mik- ilhæfa og mæta manns með hlýjum huga og þakklæti. K. Ó. Samband Sjálfstæðisflokksins: og hernámsliðsins Fvrir nokkra skrifaöi dr. Kristínn Guömunds- son utanríkismálaráöherra grein í Tímann og komst m.a. svo aö oröi: „Alltaf hefur mér þótkóviðkunnanlegt hið nána samband, er mér hefur virzt vera milli Sjálfstæðisflokksins og bandarískra aðila á Keílavíkurflugvelli. Skal það skýrt nánar ef óskað er." Þjóðviljinn hefur nú tvívegis látiö í ljós þá ósk aö ráöherrann skýrði þessi ummæli nánar, enda á þjóðin heimtingu á því aö fá vitneskju um afskipti Bandaríkjamanna af íslenzkum stjórnmálum og ráöamönnum stærsta. flokks landsins. Enn hefur rá'ðhen-ann hins vegar ekki gert frekari grein fyr- ir- ummælum sínum og kunna að valda fjarvistir hans og ströng veizluhöld í Vestui'þýzkalandi. Nú er hann hins vegar kominn heim fyrir nokkra og ætti ekki aö vera neitt að vanbúnaöi. Þjóðin bíöur nánaxi skýringa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.