Þjóðviljinn - 17.06.1956, Síða 6
§) — ÞJÓÐVILJINN — Sunn.udag’ur 17. júni 1956
Alþýðan mun frelsa Island
Viðhorf æshunnar:
Truin á landið 09 fransfið
eða
hernámsstefna Sjálfsfæðisf
* 1 • +
iia
ór eru liðin síðan þjóð
vor sameinaðist um að
'andurreisa iýðveldið á íslandi,
Síðan þjóð vor strengdi þess
lieit að „aldrei framar íslands
ayggð sé öðrum þjóðum háð“.
Iræðunum sem fluttar voru
þjóðinni 18. júní, var með-
,al annarra borin fram þessi
ðsk og hvöt: „Það eruð þið,
iólkið, sem hafið skapað nýja
lýðveidið okkar. Frá fólkinu
er það komið, — fóikinu á það
,að þjóna — og fólkið verður
■að stjórna því, vakandi og
virkt, ef hvorutveggja, lýðveld-
inu og fólkinu, á að vegna
vel“. — Og það var borin fram
SÚ ósk að fólkið mætti aldrei
.sleppa af iýðv'eidinu hendinni,
— „heidur taka með hverjum
deginum sem líður, fastara og
ákveðnar um stjórnvöl þess.
Þá er langlífi lýðveldisins og
iarsæld fólksins tryggð“
Oíðan hófst baráttan um að
tryggja frelsi lýðveldis-
ins og farsæld íólksins.
Fyrsta árásin var gerð 1.
október 1945. Ameríska auð-
valdið krafðist herstöðva á ís-
iandi til 99 ára. Þjóðin reis
upp sem cinn maður og neit-
aði.
Þá hófust árásirnar eftir
krókaleiðum, og þá tókst auð-
valdinu að ná tökum á stjórn-
veli lýðveldisins:
1948 náði ameríska auðvald-
,ið tökum á Keflavíkurflugvelli.
Aiþýðan mótmæiti. Fyrsta alls-
herjarverkfali reykvísks verka-
lýðs gegn landsafsali var háð
til að mótmæla því að Kefla-
i/íkursatnningurinn væri gerð-
ur.
1949 var hlutleysi íslands
Tofið og ísland svikið inn í
hernaðarbandalag nýlendustór-
veldanna. Utan veggja Alþingis
.mótmælti alþýðan. Innan
veggja Alþingis börðust þing-
;menn Sósíalistaflokksins og
Hannibal Valdimarsson gegn
inngöngu í Atianzhafsbanda-
, lagið. — Og síðan var amer-
Sski herinn kaliaður inn í land-
ftð og situr hér enn.
Asömu árunum dundu yfir
árásimar á lífskjör aí-
býðu: gengisiækkunin 1950,
tSkipuiagning atvinnuleysis,
Jiindrun á ibúðarbyggingum.
Svo geigvænlegar voru þessar
árásir, að kaupmáttur tima-
kaups hafði frá 1947 til verk-
fallsins 1955 rýrnað um 20%,
þótt ekki væri tekið tillit til
hinnar gífurlegu húsaleigu-
hækkunar.
Þannig voru árásirnar á
frelsi lýðveldisins og farsæld
fólksins sainræmdar. Og þeim
var stjórnað, — og þær fram-
kvæmdar, — af sömu aðilum:
ameríska auðvaldiuu og vold-
ugustu auðmönnum íslands og
háembættismönnum þeirra.
■Tslenzk alþýða hafði risið upp
til varnar, jafnt hagsmun-
um sjálfrar sín sem heill og
frelsi fslands. Hvert stórverk-
fallið rak annað, þótt ekki
megnuðu þau meira en vart að
halda í horfinu um lífsafkom-
una.
I
I
lýfaustið 1954 hefst sókn al-
þýðunnar, er einingin sigr-
aði á Alþýðusambandsþingi og
sósíalistar og vinstri Alþýðu-
flokksmenn tóku höndum sam-
an. Straumhvörfin í verklýðs-
hreyfingunni leiddu til sigurs-
ins í verkfallinu mikla 1955.
Alþýða íslands fann að hún
var sterkari en auðvaldið.
Ilausíið 1955 kvaddi stjórn
Alþýðusainbaixds íslands sér
hljóðs á alþjóðar vettvangi, til
þess að skapa einingu í röðum
allra alþýðustétta á stjórn-
málasviðinu, einingu allra
þjóðhollra og framsækinna ís-
lendinga. Og stefnan var far-
sæid alþýðunnar og frelsi
íslands.
” fram á stjórnmálasviðinu,
sameinuð í sínu eigin Alþýðu-
bandalagi. Nú skal þeim árás-
um hrundið, sem erlent og
innlent auðvald hefur gert á
ísland og alþýðu þess, í skjóli
þess að ráða ríkisvaldinu. —
Undanhaldið er hafið hjá
Hræðslubandalaginu með sam-
þykkt Alþingis um brottflutn-
ing hersins. Og alþýðan mun
knýja fram að þau heit verði
efnd.
l lþýða íslands sameinast nú
til baráttu gegn auðjöfr-
um innan lands og utan. Hún
ætlar sér að taka fast um
stjórnvöl iýðveldisins, þann er
auðvald og afturhald of lengi
hafa læst klóm sínum um. Og
hún mun tryggja frelsi og lang-
iífi ^ýðveldiSlins, farsæld og
heill fólksins.
Y/’fir íslandi blakta nú tveir
*- þjóðfánar, fáni íslands og
fáni Bandaríkjanna.
Það er hið opinbera tákn
þess, að ísland er hemumið
land.
Ásamt allri islenzku þjóðinni
gengur æskulýður íslands nú
til kosninga um það, hvort ís-
lenzki fáninn skuli einn blakta
yfir öllu Islandi, eða hvort
hér skuli einnig ráða önnur
þjóð um langan aldur.
Sú kynslóð, sem nú er ung
og á að erfa okkar fagra og
sögufræga land, horfir fram
til þessarar þjóðarákvörðunar,
sem mun móta æviskeið henn-
ar sem fullorðinnar kynslóðar.
1 þessari þjóðarákvörðun
þarf æskulýður Islands að eiga
sinn úrslitaþátt, þann þátt að
tryggja íslenzka fánanum ein-
um rétt yfir landi íslenzku
þjóðarinnar.
Islenzka þjóðin hefur þegar
rekið hernámsflokkana 2, Al-
þýðuflokkum og Fx-amsóknar-
flokkinn, á hraðan flótta. Og
þetta er ekki sízt verk ís-
lenzkrar æsku.
En þriðji hernámsflokkur-
inn, ,,ESjálfstæðisflokkurinn,“
hefur sent hinni ungu kyn-
slóð nýjan boðskap í þessum
efnum:
Forkólfar hans hafa lýst því
yfir, að þeir muni berjast með
hnúum og hnefurn fyrir á-
framhaldandi hernámi Islands.
Bandaríski fáninn eigi að
blakta áfram yfir íslenzku
landi. Bandarískur her skuli
áfram troða íslenzkar grund-
ir. Hin stolta söguþjóð skuli
áfram vera í vinnumennsku
hjá annarri þjóð í sínu eigin
landi.
Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis-
flokksins táknar það, að erf-
ingjar Islands skuli áfram
bera fjötra hernámsins, lúta
annarri þjóð, lifa á. framfæri
henuar.
Hún táknar það, aö þúsund
ára draumsýn íslenzkrar æsku
um að hyggja þetta land ein
og óháð á aðeins að verða
draumsýn, ef forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins fá ráðið.
Þegar hernámsfjötrunum
var smeygt á Islendinga, sögðu
forkólfar Sjálfstæðisflokksins
æskulýðnum, að herinn ætti
auðvitað ekki að vera hér á
friðarthnum.
Nú er þetta friðartíma-hjal
grafið og gleymt.
Einmitt nú, þegar allur
heimurinn veit, að friðurinn
er að sigra, tilkynna Sjálf-
stæðisforsprakkamir íslenzkri
æsku:
Okkar stefna er áframhald-
andi hemám Islands.
Því friðvænlegra sem verð-
ur i heiminum, þvi feitari
verða fyrirsagnir Morgun-
blaðsins um styrjaldarhættu.
Hjá forsprökkum Sjálfstæð-
isflokksins verða nú allir tím-
ar ófriðartímar.
Samt sem áður vita þeir vel,
að fólk er að verða leitt á
styrjaldarskvaldri þeirra, þótt
enn dugi það nokkuð.
Þess vegna hafa þeir tekið
til enn lúalegra áróðursbragðs
til að villa æskunni sýn og
binda hana á klafa hernáms-
ins.
Um allar jarðir er nú reynt
að koma þeirri skoðun inn hjá
æskulýðnum, að þjóðin fari á
hausinn, ef herinn fari, hér
fari allt í kalda kol, eina leið-
in sé sú að herinn verði kyrr í
landinu.
Island á að vera svo hrjóstr-
ugt land, að þjóðin geti ekki
framfleytt sér og lifað menn-
ingarlífi á gæðum þess.
íslenzka þjóðin á ekki að
vera fær um að lifa sjálf-
bjarga í landinu, sem hefur
alið æsku íslands í þúsund ár.
Þess vegna verðum við að
hafa herinn í landinu, þvi að
hann færir Isíendirigum at-
vinnu og dollara.
Þcss vegna á æska íslands
að þjóna bandarískum her um
ókomin ár og þiggia mola af
borðum hans.
Siðan Stórdanir ætluðu að
flytja alla íslendinga til Jót-
landsheiða, hefur íslenzkri
æsku ekki verið sýnd meiri
niðurlæging en þessi boðskap-
ur er, né meiri rógur og níð
borið á land og þjóð.
Niðjum Ingólfs Arnarsonar,
Njáls og Gunnars, Skúla fó-
geta og Jóns forseta á að
segja það, að land hinna feng-
sælustu fiskimiða, land hinnar
ótæmandi orku og frjósömu
moldar geti ekki brauðfætt 160
þúsund Islendinga.
Niðjum Auðar og Snorra
goða, Einars Þveræings og
Jóna sar, Skúla Thoroddseris og
Einars Benediktssonar á að
telja trú um að Islendingar séu
annars flokks menn, slíkir
ættlerar, að þeir hafi hvorki
vit, vilja né getu til þess að
sjá sjálfir fótum sínum for-
ráð og vinna auð og velsæld
úr gjöfulu skauti Islands.
Með því að lýsa y-fir baráttu
sinni fyrir áframihaldandi her-
námi Islands, hafa forsprakk-
ar Sjálfstæðisflokksins borið
fram algert vantraust á landið
og þjóðina og alveg sérstak-
lega á íslenzkan æskulýð.:
Samkvæmt yfirlýstri stefnu
þeirra eigum við Islendingar
að verða hernumin þjóð, lút-
andi annarri þjóð, glatandi
þjóðarheiðri okkar, sjálfs-
trausti og trú á hina glæstu
ættjörð.
Samkvæmt yfirlýstri stefnu
þeirra á bandaríski fáninþ að
Framhald á 10, síðu