Þjóðviljinn - 29.06.1956, Qupperneq 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. júní 1956
Bragi Ásgeirsson iistmálari hefur
fengið ágæta dóma í HafnarblöÓum
Bragi Ásgeirsson hélt sjálfstæða málverkasýningu 1
Kaupmannahöfn dagana 12.—25. maí s.l. Aðsókn að sýn-
ingunni var mjög góð allan tímann, og 7 myndir seldust.
Bragi Ásgeirsson hélt fyrstu sýningu sína hér í Reykja-
vík í fyrra.
Hér fara á eftir dómar um
sýninguna, sem birtust í aðal-
blöðum Kaupmannahafnar:
Maria Marcus skrifar í In-
formation 17. maí: „Islenzki
listmálarinn Bragi Ásgeirsson,
sem heldur sýningu um þessar
mundir hjá Erling Haghfelt,
fæst ekki við einhliða form-
túlkun, heldur tjáir hann sig
bæði á myndrænan og nær al-
gerlega á óhlutrænan hátt. I
mörgum verkum hans, m. a. í 3
tréstungumyndum, birtist okk-
ur fyrst og fremst hinn mikil-
hæfi og gáfaði listamaður, en
annars staðar verður vart
beinnar innlifunar. Sérstaklega
á það við um hin óhlutrænu til-
brigði um landslag og tónræn
viðfangsefni. Bragi er nefnilega
óhræddur við sterka liti og
kann um leið að fara með þá.
Þess vegna tekst honum, jafn-
vel þar sem viðfangsefnin eru
hvað óhlutrænust, að forðast
alla fábreytni, og í hinni stóru
mynd „Tilbrigði um hafið 1“
Urelt kosninga-
fyrirkomulag
Framhald af 6. síðu.
þótt það tækist ekki nema í
öðru hverju kjördæmi, væri í-
ihaldið komið upp í 27—28
þingmenn — hreinan meiri-
'hluta — með því að beita sömu
aðferðum og Hræðslubanda-
lagið beifti nú. Þarna er því
sannarlega ekki um neitt
einkabrask Hræðslubandalags-
ins að ræða; íhaldið hefur enn-
þá meiri möguleika á að hag-
nýta sér veilur kosningalag-
anna, af þeirri einföldu ástæðu
að það hefur meira kjörfylgi
en Hræðslubandalagsflokk-
arnir.
^ Breytingar óhjá-
kvæmilegar
Allt eru þetta mjög alvar-
legar staðreyndir, og menn í
öllum flokkum hljóta að sjá
að við svo búið má ekki standa
lengur. Kosningalöggjöfin er
beinlínis að kippa fótunum
undan frjálsri skoðanamynd-
un, þingræði og lýðræði á ts-
landi. í stað þess að flokkarnir
berjist fyrir því að vinna skoð-
unum sínum fylgi á jafnréttis-
grundvelli og dómur kjósenda
sé úrslitaorðið, er nú keppzt
við að hugsa upp brellur og
hrekkjabrögð til þess að stela
þingmönnum, þvert gegn vilja
kjósenda. Slíkar aðstæður
eitra stjórnmálalífið á tslandi
og gera það að fullkomnum
skrípaleik, og við svo búið má
ekki lengur standa. Á því kjör-
tímabili sem nú er hafið verð-
ur að gera þær breytingar á
kosningafyrirkomulaginu sem
binda endi á slík bellibrögð og
tryggja það að kjósendur
sjálfir taki ákvörðun um það
hvernig meirihluta er háttað
á þingi og hvernig unnt er að
mynda stjórn í landinu.
túlkar hann þau áhrif, sem
hann hefur orðið fyrir af blik-
andi, skínandi hafi. Hin ríku
blæbrigði og hin lifandi lita-
gleði eru beztu eiginleikar hans.
Sigurd Schultz, forstjóri
Thorvaldsenssafnsins, skrifar
grein um Braga Ásgeirsson og
sýningu hans í Dagens Nyhed-
er 25. maí undir fyrirsögninni:
„Ungur, íslenzkur kraftur“.
undirfyrirsögn hljóðar svo:
„Listmálari, sem gefur mikil
fyrirheit og sýnir bæði styrk
og fágun“. Greinin hljóðar svo:
„En hvað þeir eru í rauninni
sterkir hinir ungu íslendingar.
Það má sk-ynja feiknlegan sjóð
af ónotuðu afli að baki þeim,
jarðveg, sem aldrei hefur verið
yrktur.
Þetta flýgur manni strax í
hug, þegar maður lítur í sýn-
ingarglugga Erlings Haghfelts
í Breiðgötu, en sá er munurinn
á Braga Ásgeirssyni, sem þar
sýnir verk sín, og mörgum
öðrum íslendingum, að þetta
afl er ekki hrjúfur kraftur
villimennskunnar, heldur fág-
aður styrkur, sem lýtur list-
rænni stjórn, og ber listgáfum
hans glöggt vitni.
Bragi er eitt af hinum mest
hrífandi dæmum um ungan og
ört vaxandi hæfileikamann, sem
við höfum lengi séð í þessari
borg, þar sem við erum farin
að sakna einhvers, er hafi safa
og vaxtarmagn. Hann er aðeins
25 ára. Áf sýningunni að dæma
er hann á miðri leið frá hvöss-
um skörpum stíl, sem mann
langar til að kalla „sögustíl“,
yfir til óhlutrænnar túlkunar í
litrænni hrynjandi.
Hin myndrænu verk hans
eru þó enn áhrifamest. Á borði
undir gleri liggur t.d. stein-
prentun í svörtu og hvítu af
naktri fyrirmynd, séðri frá
hlið. Stórkostleg mynd, sem
veldur óróa, en veitir þó um
leið fróun vegna áhrifa hins
mikla, áþreifanlega forms og
listræns styrks svarts og hvíts.
Þetta er í rauninni merkilegur
samruni listrænna eiginleika,
sem í eðli sínu eru alls óskyld-
ir.
En það er greinilegt, að
Braga er það eðlilegt að hverfa
yfir í óhlutræna myndbyggingu,
sérstaklega í málverkunum.
Hann nær áhrifum með hreyf-
ingum línanna, sem ganga í
föstu hljóðfalli um krákustíga
eða líða í furðumyndum frá
einni hlið myndarinnar til ann-
arrar á hinum breiðu mynd-
flötum, um leið og þær binda
heildarflöt myndarinnar í net
sterkra og áhrifaríkra megin-
þráða. Þær líða frá einum lit-
áhrifum til annarra. I mynd,
sem nefnist „Tónsveiflur", ligg-
ur leiðin frá dökkleitum há-
rauðum lit til ljósleits, rauð-
guls, frá mildum laufgrænum
lit til hárauðs og hvíts og end-.
ar efst í samhljómi svarts og
dökkblás nætursorta.
Tónfall línanna er upphaf
myndarinnar, en litáhrifin hin
föstu tök, sem skoðandinn er
gripinn. Þessi aðferð getur ver-
ið næsta einföld. En hve hlut-
irnir liggja þó ljóst fyrir þess-
um manni. — Hin listræna
hugsun hans er jafntær og
kristalskær fjallalind.
Sá litastigi, sem við skynjum,
er skapaður af sjálfstæðum,
tilfinninganæmum listamanni.
Það er þess vegna, sem hann
hrífur mann. Þarna eru mynd-
ir, sem sýna slík blæbrigði og
svo brögðótta litameðferð, að
þær getur sá einn skapað, sem
lifað hefur í íslenzku loftslagi.
Bragi Ásgeirsson
Og þarna eru einmitt myndir,
sem sýna það með ljósi og
ljóma litanna, að málarinn hef-
ur verið á Italíu.
í sannleika sagt: Það er
óhætt að treysta Braga Ás-
geirssyni. Ég hef sjaldan séð
jafn tilvalið dæmi um listmál-
ara, sem ég persónulega vildi
halda fram“.
Kai Flor skrifar í Berlingske
Tidende 17. maí undir fyrir-
sögninni: „Islenzkur liæfileika-
maður“. „Hinn ungi, íslenzki
listmálari Bragi Ásgeirsson,
sem nú heldur sýningu í Kaup-
mannahöfn og nýlega hlaut
styrk blaðsins, stundaði upp-
haflega nám við listaakademíið
okkar, og var kennari hans
þá Kræsten Iversen. Síðan nam
hann í Osló hjá Jean Heiberg,
listmálara, og hefur farið kynn-
isferðir víða um Evrópu.
Nú orðið málar Bragi óhlut-
ræn olíumálverk. Styrkur hans
í þeim er tilfinning hans fyrir
samleik myndflatanna og bar-
áttu hinna ljósu og dökku,
köldu og heitu lita þeirra inn-
byrðis, afmörkun með dökkum-
útlínum, öllum beinum með
skörpum hornum og brötum.
Það má oft sjá, að á bak við
hin óhlutrænu málverk hans
liggur mjög mikil vinna, enda
stundum byggð upp af hinni
stökustu nákvæmni af myndum,
flötum og deplum eins og t.d. í
hinum tveim málverkum, sem
hann kallar „Kvöld“ og „Sólar-
lag á Piazza di Spagna“. Held-
ur hefði maður kosið, að mynd-
irnar hefðu verið án þessara
nafna, þar sem þau gefa tilefni
til óþarfa vangaveltna út af
hinum tveim helmingum, öðr-
um í rauðum, en hinum í dökk-
bláum tón. Nöfn eins og „Óhlut-
ræn samstilling" og „Myndræn
atriði“ eru betur tilfundin. í
myndinni „Tónasveiflur" skap-
ar hann form með grönnum,
Hið kínverska œvintýri
oq Þórhallur Vilmundarson
Þetta kínverska ævintýri
bírti Þórhallur Vilmundarson
í Frjálsri þjóð nokkrum vikum
fyrir kosningar. Skömmu síðar
kom hann því einnig á fram-
færi i Morgunblaðinu. Og á
Kosninganóttina kotn í l.ios
hvers vegna Þórliallur hafði
þvílíka ofurást á hinu kín-
verska ævintýri; hann liafði
sjálfur átt þá stórkostlegu hug-
sjón að feta í fótspor böðuls-
ins Vang Lúns — og honum
hafði tekizt það. Með stefnu
sinni hafði hann hálsliöggvið
Þjóðvarnarflokkinn, en flokk-
urinn vissi það ekki fyrr en
Þórhallur sagði á kosninganótt-
ina með heiðríku brosi og af
óviðjafnanlegri kurteisi: „Ger-
ið svo vel að hneigjá yður,
herra minn.“
Á rikisstjórnarárum annars
keisara Mingættarinnar var
uppi í Kinaveldi böðull að
nafni Vang Lún. Hann var
meistari í handverki sínu, og
frægð hans barst til endi-
marka keisaradæmisins. Aftök-
ur voru tiðar í þá daga, og var
ekki ótítt, að fimmtán eða
tuttugu væru hálshöggnir í eitt
og sama sinn. Sá var háttur
Vang Lúns að standa ástúðlega
brosandi neðan við höggpallinn
með bjúgt sverðið fyrir aftan
bak; hann sönglaði gleðilag,
og á snöggu augabragði fauk
höfuðið af hinum dauðadæmda,
um leið og hann bjóst til að
stíga upp á höggpallinn.
Þessi Vang Lún átti sér stór-
fenglega hugsjón, sem hann
hafði ekki hátt um, og það tók
hann fimmtán ár að gera hana
að veruleika. Hugsjón hans var
sú að láta sér takast að háls-
höggva mann með svo leiftur-
snöggu höggi, að í samræmi við
tregðulögmálið sæti höfuð hins
hálshöggna eftir sem áður ó-
hreyft á strjúpanum, á sama
hátt og diskur situr eftir á
borði, ef borðdúknum er kippt
riógu snöggt undan honum.
Vang Lún lifði h.ina miklu
stund ævi sinnar á sjötugasta
og áttunda aldursári sínu.
Þann dag átti hann að greiða
sextán skjólstæðingum för til
feðra sinna úr skuggadölum
þessarar jarðvistar. Að venju
stóð hann neðan við höggpall-
inn, og ellefu krúnurökuð
höfuð höfðu þegar fokið og
oltið niður í duftið. Meistara-
höggin brugðust honum ekki,
en næsta högg var sigurhögg-
ið. Þegar tólfti maðurinn hóf
að stíga upp á höggpallinn,
leiftraði sverðið, flaug ósýni-
lega gegnum svírann, en höfuð
mannsins sat kyrrt, og hann
hélt áfram upp þrepin, eins
og ekkert hefði í skorizt, Þeg-
ar hann var kominn alla leið
Framhald á 7. síðu.
Kjaramál norrænna bæjarstarfs-
manna rædd á fundi í Reykjavík
í gærmorgun lauk hér í Reykjavík fundi fulltrúa
bæjarstarfsmannasamtaka á Norðurlöndum; þau sam-
tök eru 22 ára gömul, en fsland gerðist aðili að þeim
fyrir 6 árum, og var þetta fyrsti fundurinn sem hér er
haldinn.
Á fundinum voru fyrst og
fremst rædd kjaramál bæjar-
starfsmanna, og var gerð samþ.
þess efnis að bæjarstarfsmenn
skuii hafa rétt til að heyja verk-
föll, og berjast á sama hátt fyr-
ir rétti sínum, eftir því sem
henta þykir á hverjum stað og
tíma. Allmikiis ósamræmis gæt-
starfsmanna á Norðurlöndum;
ir í launagreiðslum til bæjar-
og það er meginhlutverk samb.
þeirra að sjá um að kjör þeirra
fylgist með hinum almennu
framförum í þjóðfélaginu. Á
þessum fundi var einnig rætt
um að bæjarstarfsmenn skyldu
öðlast samningsrétt um kaup og
kjör, en þann rétt hafa bæjar-
starfsmenn hér á landi.
skýrt afmörkuðum, lóðréttum
línum, sem mynda eins og litla
grind um mismunandi, fer-
hyrnda litfleti, sem bæði gefa
myndinni dýpt á vissan hátt
eða eins og strengir gæfu til
kynna tónsveiflur.
Myndin „Morgunn í Flórens“
upp um háa, granna myndfleti
— þar sem skollahárin á Pic-
asso skjótast fram, eins og
einnig í fleiri myndum — bend-
ir ekki á neitt sérstakt, en aft-
ur á móti er í myndinni „Nótt
við ströndina" eitthvert nætur-
ljóð, þar sem lítill, hvítur þri-
hyrningur gæti táknað segl.
Teikningarnar og tréstungu-
myndirnar eru greinilega mynd-
ræn list, t.d. tréstungumyndin
í litum af konu með stóra
könnu, en sú mynd var á nor-
rænu sýningunni í Róm í fyrra.
Sjálfsmynd hans og konuhöf-
uð í rauðum lit sýna öryggi,
sem vitnar um hæfileika hins
unga listamanns. Hann er enn
áhrifagjarn frá morgum hliðum
nútímalistar, t.d. í hinum tveim
stóru konumyndum í svörtu og
hvítu, en hæfileikar hans, dugn-
aður, öryggi og ástundun munu
ryðja honum braut langt á
réttri leið“.
Helge Ernst í Social-Demo-
kraten 19. maí: „Maður skyldi
ekki búast við neinni átthaga-
list á sýningu Braga Ásgeirs-
sonar, þvert á móti, stíll hans
er alþjóðlegur, og fyrirmynd-
irnar einnig fyrst og fremst
sóttar til ítalíu. Með fyrir»
myndum er hér átt við inn-
blástur, því að meiri hluti
mynda Braga eru óhlutrænar,
jafnvel þegar hann skírir þær
„Morgun í Flórens" eða „Sólar-
lag á Piazza di Spagna". Mað-
ur þykist þekkja brot af hús«
um, sól, bogahvelfingum e.þ.u.l,
en hann meðhöndlar þau frjáls-
lega og byggir hlutina upp a£
flatarmálsmyndum, oft teikn-
uðum með grönnum línum á
marglitum grunni. Það er eitt-
hvað mjög tónrænt við túlkun
hans, enda kallar hann rétti-
lega eina af myndunum „Tóna-
för“ og aðra „Tónasveiflur". —
Framhald á 11. síðu ,