Þjóðviljinn - 17.10.1956, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1956, Síða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 17. október 1956 Ný viðhorf í sovézkum kvikmyndum Qovézkar kvikmyndir ^ eru aftur komnar á dagskrá, því að ýmis- legt bendir til að nú megi vænta merkari mynda frá Sovétríkjun- um en allmörg undan- farin ár. Á sl. ári sáust þegar merki um breytt viðhorf hjá sovézkum kvikmyndagerðarmönn- um — stefnubreytingu. Lundúnablaðið Daily Worker birti nýlega grein um þróun sov- ézkrar kvikmyndagerðar síðustu árin. Þar telur greinarhöfundur upp fimm ástæður fyrir þeim afturkipp sem kom í kvikmyndaframleiðslu stofumönnunum. Efni myndannavar sárasjald- an sótt í frumhandrit sem samin voru sérstak- lega fyrir kvikmyndun. Nær alltaf var leitað í gömul skáldverk og urðu þá jafnan miklar umræður um hvaða tökum efnið skyldi tek- ið, hverju skyldi sleppa og hvað fljóta með. Af þessum sökum urðu myndimar oftast nær langdregnar og án list- rænna tilþrifa. 2) Kvikmyndastjóram- ir voru síður en svo hneigðir til að veita „nýju blóði" í kvik- myndirnar og var þetta Var þá rík tilhneiging til að gera sem allra minnst úr því sem vel hefur verið gert utan Sovétríkjanna, stundum jafnvel látið sem allt hið merkasta væri það- an komið. Eins og í öðrum listgreinum var persónudýrkunin áber- andi. Hinar fjölmörgu kvikmyndir, sem fjöll- uðu um síðasta stríð, snerust þannig að veru- legu leyti um Stalín, hlutur fjöldans hvarf al- gerlega í skuggann. 4) Skortur var á full- komnustu tækjum, eink- um að því er snertir hljóðupptökutæki. Hin úreltu tæki gerðu því leikendum og öðrum starfsmönnum miklu erfiðara fyrir en ella. Atriði úr kvikmyndinni Bnmyantsétí-málið: Lögreglu- maðurlnn leitar á einum þeirra, sem flífektur er í um- fangsmíkið gjaldeyrissvikamál. — Sovézkir kvikmynda- gerðarmenn hafa elcki um langt skeið sent frá sér sakamáiamyndir — nú eru nokkrar nýjar komnar á markaðinn. 5) Hóflaus áhugi var fyrir kvikmyndum um sagnfræðileg efni og ævisögur, hinsvegar vantaði tilfinnanlega myndir um vandamál daglegs lífs. 1 lok greinarinnar, sem fyrr er getið, er vikið að kvikmyndagerðinni í Sovétríkjunum í dag og sú skoðun látin í ljós, að vænta megi breyt- inga til batnaðar, því að talsverður hluti þeirra mynda, sem nú er unnið að, fjalli einmitt um sovézkt almúgafólk og atburði hins rúmhelga dags — verkamenn í bæjum eða sveitum, unga og aldna o. s. frv. Til viðbótar skal svo loks getið skoðanakönn- unar um kvikmyndir, sem sovézka tímaritið Sóvéska kúltúra efndi til í sumar meðal lesenda sinna. Af þeim sem þátt tóku í þessari skoðana- könnun töldu flestir myndina Rúmyantséff- málið bezta. Aðrar myndir sem flest at- kvæði fengu voru Engi- sprettan, Morð í Dante- götu, Ófullgerð saga og Hermaðurinn Ivan Brov- kin. Fjórða starfsár Filmíu hafið Atriöi úr nýiegri sovézkri kvikmynd. Sovétríkjanna eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Þáer eru: 1) Skriffinnska — heill tugur nefnda og listrænna ráðgjafa fjall- aði um tökuhandritin, oft í óratíma, og margir af beztu höfundunum voru annað hvort látnir hætta störfum við kvik- myndagerð eða þeir gáf- ust upp við árangurs- litla baráttu gegn skrif- einkum áberandí að því er snerti val á leikkon- um. Konur við aldur voru t.d. látnar leika yngismeyjar — þegar betur var að gáð kom oft í ljós að þær voru giftar leikstjóranum. 3) Sögufölsun-—sagn- fræðilegum staðreynd- um var oft snúið við, einkum í myndum sem gerðar voru eftir ævi- sögum kunnra manna. Eins og skýrt hefur verið frá, hóf kvik- myndafélagið Filmía vetrarstarf sitt um síð- ustu helgi. Þau þrjú ár sem Filmía hefur starf- að hafa verið sýndar um 50 leiknar kvik- myndir á vegum félags- ins, auk fjölda auka- mynda. Flestar mynd- anna hafa verið banda- rískar eða 10, en aðeins tvær til þrjár þeirra hafa verið langar. Hinar hafa verið stuttar Chap- lin-myndir. Flestar löngu leikmyndanna hafa verið franskar eða 9 talsins, þá koma 8 brezkar myndir, 4 rúss- neskar, 3 danskar, 3 sænskar, 3 þýzkar, ein mexíkönsk og ein ítölsk. Tvær íslenzkar heimild- arkvikmyndir hafa ver- ið sýndar, Ullarband og Laxaklak. Paradísarbörn Marchel Carné Myndin sem Filmía sýndi um helgina er frönsk, Paradísarbörnin (Les Ehfants du Para- dis). Hún var gerð árið 1945 undir stjórn Mar- chel Carné, en Filmía hefur áður sýnt tvær af myndum hans, Hotel du Nord og Les Portes de la nuit. Handritið að kvikmynd þessari samdi Jacques Prévert en tón- listin er eftir Joséph Kosma. Myndin fjallar um leikhúslíf í Parísar- borg á síðustu öld, en er um leið bitur ádeila. Aðalleikendur: Arletty, Jean-Louis Barrault, Pi- erre Brasseur og Maria Caesares. Tvær brezkar myndir Næsta mynd Filmíu verður brezk, Hin vota gröf (In Which We Servé) eftir Noel Cow- ard; en hún var sýnd hér einhverntíma á striðsárunum. í mynd þessari, sem gerð- var 1942, leikur Coward að- alhlutverkið, auk þess sem hann er leikstjóri, höfundur tökuhandrits og tónlistar. Þriðja mynd Filmíu í vetur verður Ofsókn (Panique), frönsk kvik- mynd gerð undir stjórn Duvivier, en aðalleik- endur eru Michel Simon og Viviane Romance. Eins og Paradísarbörnin er Ofsókn bölsýnismynd, rannsókn á ofsóknaræði múgsins. Þá verður sýnd brezka myndin Að hika er sama og tapa (Thunder Rock) eftir John Boalting, sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum til að athuga hér aðstæður til kvikmyndunar. Aðal- leikandinn í myndinni er Michael Redgrave. Síðasta myndin, sem Filmía sýnir fyrir jól, nefnist á ensku Merry Go Kound, þögul mynd eftir hinn kunna kvik- myndaleikara og leik- stjóra Eric von Stro- heim. KJÓSANDI Alþýðubandalagsins - skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Eg er einn hinna mörgu sem dreymdi um það í áratugi, að við íslendingar bærum gæfu til að mynda vinstri stjóm hins vinnandi fólks, og þarf því ekki að segja þér frá gleði minni þegar draumurinn rættist í sumar. Eg er sannfærður um að nýja stjórnin muni láta margt gott af sér leiða, og í sumar þegar hún gaf út lögin um íbúðarhúsnæði, mátti öllum vera ljóst að hún ætlaði ekki að sitja aðgerðarlaus. En um daginn heyrði ég einkennilega sögu. Sagt var að ein af stofn- unum ríkisins ætlaði nú að taka íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík undir skrifstofur sínar, þvert ofan í fyrirmæli nýju laganna. Eg trúi ekki þessari sögu, en af því að við karlarnir hérna á vinnustaðnum höfum verið að deila um þetta mál, langar mig til að leita álits þíns. Heldurðu að stjórnin muni láta það við- gangast að ein af hennar eig- in stofnunum gerist sek um að riða á vaðið í lögbrotum? — Heldurðu að stjómin muni láta það viðgangast, að ríkisstofnun láti bera fólk úr íbúðarhúsnæði út á götuna, og setja síðan upp skrifstofur í íbúðunum? — Kæri póstur, þú ættir að hringja í stjórnina okkar ein- hvern tíma þegar þú mátt vera íbúðarhúsnæði og ríkisstoínunin — íhaldsmennirn- ir haía enn ekki áttað sig — Klettsverksmiðjan enn á dagskrá að, og spyrja hvað þeir segja um þetta. íhaldsmennirnir sem ég vinn með segja að stjóm- in mundi ekkert skipta sér af svona málum, en við hinir erum ekki á sama máli. Svo vil ég að lokum þakka þér fyr- ir mörg skemmtileg bréf og vís- ur. Kjósandi Alþýðubandalagsins". ÞAÐ ER óbarfi fyrir Bæjarpóst- inn að hringja í stjórnina; það gefur auga leið að ríkisstofnun verður ekki heimilað að brjóta húsnæðislögin fremur en öðr- um. Ihaldsmennimir sem vinna með þér hafa ekki áttað sig á því að Óiafur Thors er ekki FYRIR nokkrum árum var íykt- örvilnaða vegna ólyktar og sóðaskapar. — í blaði yðar 26. sept. er greinarkom frá eig- endum Kletts útaf iykt þeirri er kemur frá verksmiðjunni og gerir allt nágrennið óíbúðar- fært. — Það sem mér finnst óhugnanlegast við greinarkorn þetta, er sú yfirlýsing að í engum löndum hafi tekizt að komast fyrir lyktina, og skilst mér að þeir sem hafa verið að baksa við að koma þaki yfir höfuðið á sér, sem skipta lík- lega hundruðum þarna í ná- grenninu, verði að sætta sig við þetta. Auk þess er þarna bezta út- ungunaxstqð fyrir flugur, bæði á plani og með veginum, því fiskslóðin liggur þarna eftir öllum vegi. — Eg verð að segja það, að mér finnst það ekki meðmæii með bæjaryfirvöldun- um og sérstaklega ekki með borgarlækni, að hafa ekkert að- hafzt í málinu, og verða þeir að taka á sig alla ábyrgð vegna lóðaúthlutunarinnar á þessum stað. — Þeir háu verksmiðju- eigeijdur telja að það sé tómt mál að tala um að flytja verk- smiðjuna og gefia jafnvel í skyri að þá- stöðvist allt athafnalíf, en þeir mega ekki gleyma hin- um mörgu hundruðum heimila, sem gera ekki hærri kröfur en að fá að anda að sér hreinu lofti, og minna má á, að til eru verksmiðjur í Kópavogi og Hafnarfirði, sem gætu gegnt' hlutverki þessarar verksmiðju, meðan fundin er viðunandí lausn á málinu. Virðingarfyllst, Einn af mörgum“. Tilboð éskast í hitalögn (geislahitun) í Barnaskóla Njarðvíkur. Útboðslýsinga má vitja á skrifstofu Njarðvíkurhrepps, Þórustíg 5, Ytri Njarðvík, og á skrifstofu Trausts h.f., Skólavörðustíg 38, Rvík, gegn 300 kr. skilatryggingu. forsætisráðherra lengur. OG SVO er hér annað bréf: „Eg hef unnið nokkurn tíma við smíði íbúðar við Kleppsveg, og hef sérstaklega fylgzt með verksmiðjunni á Kletti, sem er að gera okkur marga hverja in svo megn að allt varð í uppnámi í bænum, og var því kennt um að hráefnið hefði verið gamalt. En hver ábyrgist að það geti ekki komið fyrir aftur? Alltaf geta komið fyrir bilanir og þá er úrgangurinn ekki lengi að skemmast. — ^ J til blaSburðar við ICássnssbsant Þmmimm, sími i HSBEHSBSHHSSHSSHH^HHHHBHBHHESHHHHEl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.