Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 18. október 1956 Sjötugur í dag Guðjón Einarsson liskmaismaður í Vesimannaeyjum Guðjón í Breiðholti, eins og hann hefur lengst af verið kallaður, er sjötugur í dag. Landeyingur er hann í báð- ar ættir, sonur Einars bónda Sigurðssonar og Þuríðar Ól- afsdóttur, en þau bjuggu í Hallgeirsey. Á þeim tíma sem Guðjón sleit barnsskónum, á árunum fyrir síðustu aldamót, voru lífskjör alþýðunnar á íslandi yfirleitt mjög kröpp og þurfti því að vinna hörðum höndum til að geta fleytt fram lífinu. 1 barnmörgum fjölskyldum var æði snemma farið að láta börnin hjálpa til við þau erf- iðu störf sem voru undirstaða lífsframfærisins. Sú hjálp varð brátt meira en hjálp, vinna barna og unglinga varð fljótlega brauðstrit þeirra sjálfra á eigin spýtur. .Systkinahópui’inn var mjög stór, og barn að aldri fór Guð- jón að heiman, og var hann unglingsárin mest í Landeyj- unum og síðar í Fljótshlíð- inni, í Hlíðarendakoti og Teigi. Hann reri í Þorlákshöfn, suður með sjó og: á skútum frá Reykjavík, gekk í verið, og hafi hann komið úr ver- inu með rýran hlut, varð hon- um svo sannarlega ekki um kennt. Guðjón hefur alltaf verið orðlagður fyrir sérstakan dugnað, samviakusemi og ó- sérplægni í starfi. Árið 1915 fluttist Guðjón alfarinn til Vestmannaeyja, en hafði áður verið þar vermað- ur. I þeirri stóru verstöð hef- ur hann. alla tíð síðan unnið við öflun eða verkun aflans og þaðan hefur ævistarf hans, Lögreglan í París hefur teldð upp nýja aðferð við umferðar- stjórn. Þegar umferðin er hvað mest sendir hún þyriivængjur yfir þá staði í borginni þer sem umferðin er mest, eins og t.d. Concordetorgið sem sést liér á myndinni. Lögreglumenn í þyr- iivængjunum geta fylgzt með hve vel umferðarstjórnin tekst og gefið lögfeglumönnunum á jörðu niðri fyrirmæli gegnum útvarp. sem svo fjölmargra Vest- mannaeyinga, verið flutt út fyrir dýrmætan gjaldeyri til blessunar fyrir landsfólkið allt, og svo mun enn verða meðan honum endast starfs- kraftar, þótt hann nú leggi niður fiskmatsstörfin. Á miðjum aldri átti Guðjón Við allmikla vanheilsu að stríða og voru þau veikindi mikil kyfti í'yvir ,hann. ekki éinasta sem slík, heldur sem tími aðgerðarleysis, en þær stundir hafa lionum jafnan verið þungbærastar er hann hefur ekki getað verið að starfi. Úr þessum veikindum Guðjóns rættist þó blessunar- lega þegar læknirinn Árni Vilhjálmsson á Vopnafirði, þá kornungur, en áræðinn og ör- uggur, skar hann mikinn hol- skurð á stofuborði í Breið- holti, heimili Guðjóns. Þótt Guðjón hafi svo sem margur alþýðumaður á Islandi þreytt fangbrögð við veikindi og ýmsa erfiðleika, hefur hann aldrei glatað lífsgleði sinni. Framh. á 9. siðu Bókaflokkur Máls og menningar — Bækur um ýmis efni — M.M. og ungir höfundar — Kvæðasafn Guðmundar Böðvarsson NÚ ER fimmti bókaflokkur Máls og menningar kominn út, en fyrsta ; bókin í þeim flokki var Sjór og menn, eftir Jónas Ámason, og kom hún út sl. vor. Margar eigulegar bækur eru í þessum fokki, eins og fyrri bókaflokkum M. M. Þrjú smásagnasöfn eftir innlenda höfunda eru þar, sagnfræðilegt verk úr Islands- sögu eftir Bjöm Þorsteins- son, leikrit eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, svo og tvær þýddar bækur aðrar sem mér þykir ekki ólíklegt að ýmsum þyki girnilegar til skemmti- legs fróðleiks, en þær bækur eru: Líf í listum og Náttúr- legir hlutir. Það var strax vinsælt, þegar Mál og menn- ing hóf bókaflokkaútgáfuna, enda gefst fólki þannig kost- ur á að fá bækur á miklu lægra verði heldur en ef þær eru keyptar hver fyrir sig í einhverri og einhverri búð. í öðru lagi hefur Mál og menn- ing komið á framfæri í bóka- flokkum ýmsum verkum ungra höfunda, sem annars liefðu e. t. v. orðið að gefa þau út á eigin kostnað, eða ekki komið þeim út fyrr en seint og siðar meir. Þetta tel ég mjög vel farið, enda hefur Mál og menning frá upphafi - leitazt. við að hlúa að öllum efnilegum nýgræðingi í bók- menntunum. Þegar Póst- urinn leit inn ,í bókabúð Máls og menningar fyrir helgina, var þar margt af fólki að skoða nýju bækurnar, og á- reiðanlega verður gestkvæmt þar næstu daga og vikur, enda er fólki óhætt að koma þar og leita sér upplýsinga um nýjar bækur, afgreiðslu- fólkið greiðir úr spurningum manna með stakri alúð og vin- samlegheitum, og er ósínkt á upplýsingar og leiðbeiningar um bækur og bókaval. Og þá get ég ekki látið hjá líða að minna á nýja bók, sem komin er út hjá Heimskringlu; en það eru Ijóð Guðmundar Böðv- arssonar, allar fimm Ijóða- bækur hans í einu bindi. Allt frá því ég náði í fyrstu bók Guðmundar, Kyssti mig sól, þá unglingur um fermingu, hef ég háft mikið dálæti á ljóðum hans, og svo hygg ég að sé um fjölmarga. (Það var nú raunar Máli og menningh að þakka, að ég, unglingur norður á hjara veraldar, frétti um fyrstu Ijóðabók Guðmund- ar Böðvarssonar. Og mikið langaði mig til að verða eins gott skáld og þessi borgfirzki bóndi, en það er önnur saga.) En sem sagt: Lítið inn hjá Máli og menningu, þegar þið eigið leið um Skólavörðustíg- inn, og kynnið ykkur nýja bókaflokkinn. ÚtbreiSiS ÞjóSvH'iann m er kominii tími til að gæta að því að Ijósin séu í lagi Það dimmir nú óðum og dag- arnir styttast. Myrkrið gerir aðrar og meiri kröfur til þeirra sem bílum stjórna en dagsbirt- an, en um leið verður að viður- kenna að sjaldan kemur kost- urinn við að eiga góðan bíl jafn vel í ijós og á veturna, í slæmu veðri, í myrkri, regni og snjó. En það er. ekki aðeins hreyf- illinn og vélaútbúnaður, sem átt er við, þegar talað er um vel búinn bíl. Hér er fyrst og fremst ástæða til að minn- ast á nauðsyn þess, að Ijós bílsins séu í fullkomnu lagi og þá fyrst og fremst að, fram- Ijósin séu rétt stílt. Venjulega má telja víst, að framljóskerin séu í góðu lagi og óaðfinnanleg, þegar bíllinn er nýr, en ljósmagn þeirra dofnar með tímanum. Yfirborð speglanna verða hrjúf vegna sýringar, einkum ef illa er gengið frá samskeytum spegils og glers, ljósmagn glóðarlamp- anna minnkar eftir því sem þeir eru notaðir lengur og sýring getur einnig . skemmt leiðslur milli lampanna og rafhlöðunn- ar. Þessi dofnun ljósanna gerist svo smám saman, að menn veita henni ekki alltaf athygli, en þau fullkomnu tæki til mæl- ingar á styrkleika ljóskerjanna, sem hvert bifreiðaverkstspði ætti að hgfa, koma þegar upp um þessa galla og einnig um ranga stillingu Ijóskerjanna. Varkár fágun speglanna eða ef það nsegir • ekki. , útvegun nýrra, nýjar perui og viðgerð, ef með þarf, á leiðslum og .tengslum. ættu að gera ljósa- búnaðinn sem nýjan aftur. Að sjálfsögðu skal þá um leið at- hugað hvort stilling ljósanna er rétt, en það er frumskilyrði þess að lýsingin sé í lagi. Það má heldur ekki láta hjá líða að fylgjast með að önnur ljós bílsins séu í fullu lagi, biðljós, aftur- og hemlaljósker. Algengur galli á stillingu ljóskerja er sá að þau valda glýju, þ. e. að þeir sem koma á móti bílnum fá ofbirtu í aug- un. í rauninni hefur ekki tek- izt að ráða fullkomna bót á þessum galla, en mikið gagn má þó hafa af því að búa bíl- inn sérstökum ljósum sem not- uð eru þegar bílar mætast, ljós- kerjum, sem beina Jjósinu í á- kveðna átt, burt frá augura þess sem á móti kemur. Með því að koma þessum ljóskerj- um fyrir lágt og langt til hægri framan á bílnum og beina ljós- inu að vinstri vegarbrún fæsti mikilvæg viðbót við ljósmagn- ið sem fæst þegar dregið er niður í aðalljósum í því skvnl að forðast að valda glýju. Stefna ljóssins gerir að sá sera á móti kemur fær ekki of~ birtu í augun, nema e, t. v. þegar svo stendur á að bílarnir mætast í vinstribeygju. í slíku tilfelli verður að vera hægfc að slökkva þessi sérstöku ljós án þess að slökkva hálfljósin, enda þótt þau séu að jafnaði tengd saman. Þessi Ijós erskylt aS hafa Bílar sem .skrásettir eru hér á landi verða að hafa Ijós sem hér segir: a) Tvö framljósker með. tveim mismunandi háum geisium. Hærri geislann til að lýsa, þegar ekið er á vegum úti og skal hann gefa-nægilega mikið Ijós tii að gefa góða yfirsýn yfir veginn framundan. Lægri geislinn skal notaður, þegar ekið er um þétt- býli eða í bæj um, svo og við að xnæta öðrum vegfarendum. Lægri geislinn skal vísa 2% gráðu til vinstri og má ekki lýsa lengra en 18 m fram á veginn. Bæði framijós skulu hafa sama Ijós- magn og lýsa með hvítu eða Ijósgulu ijósi. b) Minnst eitt afturijósker, ssm sýnir rautt ljós beint aftur, en iýsir jafnframt aftara skrásetn- ingarmerki bílsins nægilega með hvitu Ijósi. c) Biðljós, sem loga skai á, þeg- ar bifreiðin er stöðvuð á óupp- lýstri akbraut í myrkri. Biðljósin eru venjulega tvö að framan í nánd við aðalljóskerin. Eiga þau aðeins að bera daufa birtu og kvikna skal á afturljóskeri um ieið og kveikt er á þeim. d) Dragi. bíli. vggn,. skal aftur- Ijósker vera á vagninum, sem dreginn er. Skal það lýsa með rauðu Ijósi beint aftur, en með hvítu ljósi á skrásetningar- merki vagnsins, er skai. vera hið sama , og bjlsins, sem dregur hann. e) Á öllum hílum, sem eru að breidd 2,30 m eða þar yfir, skulu vera tvö rauð ljós að aftan og tvö rauð iað framan, sitt til hvorrar hliðav og í sömu hæð á yfirbyggingu bílsins, er sýni breidd hans, og séu Ijósin ekki fjær yztu hliðarbrún yfirbygging- arinnar en 0,15 m, miðað við miðju ljóskersins. (Úr Bólcinni um bílinn) Eiiui af lögulegustu Ibíluin Breta er Vanguardvagn Standard- verksmiújaima, sem sést liér á myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.