Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. október 1956 — 21. árgangur — 238. tölublað Munið Happdrætti Þjóðviljans Vetnissprengingabann er ialvopn demókrata í USA Sfevenson gefur i skyn a3 hann muni beifa sér fyrir fundi œSsfu manna Aðaltromp demókrata í baráttunni fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum eftir tæpan hálfan mánuö er loforð Stevensons, forsetaefnis þeirra, að beita sér fyrir banni við tilraunum með vetnissprengjur og nú hefur hann látið hafa eftir sér, að hann muni beita sér fyrir fundi æðstu manna stórveldanna, ef hann verði kjörinn, til að semja um slíkt bann. Ste.venson hefur hvað eftir annað á undanförnum vikum lýst yfir, að Bandaríkin ættu að beita sér fyrir banni við vetnissprengingum. Hann hefur haldið því fram, að Bandarík- in hefðu engan hag af slíkum sprengingum framvegis, ef önnur Blauche Tkbom syngur fyrir Tón- nstarfélagið Bandaríska óperusöngkonan Blanche Thebom, mezzosópran við Metropolitanóperuna í New York, er komin hingað til lands, og í kvöld og annað kvöld syngur hún í Austurbæj- arbíói fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. Söngskemmtan- irnar hefjast bæði kvöldin kl. 7. Á efnisskránni eru þrjú lög eftir Beethoven, fimm lög eftir Richard Strauss og þrjú eftir Sibelius. Einnig syngur hún lög eftir Oscar Rasbach, Celius Dougherty, W. Peterson-Berg- er og Josef Jonson, aríu eft- ir Massenet og þrjá negra- sálma. William Hughes aðstoð- ar söngkonuna. ríki féllust einnig á að hætta við þær. Hann hefur einnig bent á, að mjög auðvelt væri að Stevenson ræðu í sjónvarp og útvarp og var hún að miklu leyti helguð þessu máli og þar lof- iaði Stevenson að beita sér fyrir framkvæmd þess, ef hann yrði kosinn forseti Bandaríkjanna 6. nóvember n.k. Vísindamenn styðja rök hans Tíu kunnir bandarískir vís- indamenn, sem eru sérfróðir á Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær skemmdist bifreiðin þessu sviði, hafa gefið út tii- q 217 mjög verulega er hún ók út af Keflavíkurveginum kynningu, þar sem þeir styðja skammt frá Kálfatjörn í fyrradag. Gefu myndin nokkra kröfu Stevensons um bann við hUgmyng um þag hvernig hlassið skall á húsinu og lagði það að heita má saman. Er mikil mildi að bílstjóri og farpegi skyldu komast lífs af. Adlai Stevenson ít- fylgjast með því, að ekki væri brotið gegn slíku banni, þar sem engin leið væri að sprengja svo vetnissprengju nokkursstaðar í heiminum, að það lcæmist ekki upp. V etnissprengjubaim aðaltrompið Á fundi æðstu stjórnar demó- krata, sem haldinn var um síð- ustu helgi, var ákveðið að vetn- issprengjubannið skyldi verða að- altromp þeirra í kosningabarátt- unni. Á þriðjudagskvöldið flutti vetnissprengingum. Þeir telja víst að mörg lönd muni innan skamms verða fær um að framleiða kjárnorku- sprengjur og komast síðan svo að orði: „Brátt kemur að því, að jafn- vel takmarkaðar hernaðarað- gerðir hljóta óhjákvæmilega að leiða til kjarnorkustyrjaldar. Það á ekki að leyna þjóð okkar þeim ógnþrungna veruleika sem við augum blasir. Almenningur verð- ur að skilja liver hætta okkur stafar af geislavirku ryki. Að okkar áliti myndi tillaga Adlai Stevensons vera gagnleg leið til að koma samningaumleit- unum um þetta mál úr þeim ógöngum, sem þær eru nú í“. Framhald á 5. síðu Sendibíll ók á leigubíl og fór í marga parta — en mennirnir sem voru í honum íundust ómeiddir í brahinu Snemma í gærmorgun ók sendiferðabíllinn R-1806 aftan á leigubifreið, er var að taka farþega á Hringbraut sunnan hljómskálagarðsins; fór sendibíllinn í marga parta, en enginn maöur meiddist svo orð sé á gerandi. 1 sendibílnum, sem er Chevro- let, árgerð 1935, voru tveir Emil Jónsson kjörinn for- seti sameinaðs þings Gunnar Jóhannsson og Karl Kristjánsson varaforsetar Á fundi Alþingis í gær fór fram kjör forseta sameinaðs þings, fyrsta og annars varaforseta, skrifara og kjör- bréfanefndar. Kosning féll þannig að forseti sameinaðs þings var kjörinn Einil Jónsson með 31 atkvæði. Jón Pálmason forsetaefni Sjálf- stæðisflokksins hlaut 18 at- kvæði. Fyrsti varaforseti sameinaðs þings var kjörinn Gunnar Jó- liannsson með 29 atkvæðum. Bernharð Stefánsson hlaut 1 atkvæði, en 20 seðlar voru auð- ir. Annar varaforseti var kjör- inn Karl Kristjánsson með 32 atkvæðum, en 19 seðlar voru auðir. Þá fór fram kosning skrifara og varð sjálfkjörinn af sam- eiginlegum lista stjórnarflokk- anna Skúli Guðmundsson, en Friðjón Þórðarson af lista Sjálfstæðisflokksins. Þá var kjörin kjörbréfanefnd og er hún skipuð þessum þing- mönnum: Gísla Guðmundssyni, Alfreð Gíslasyni, Áka Jakobs- syni, Bjarna Benediktssyni og Friðjóni Þórðarsyni. Er hér var komið frestaði forseti fundi til kl. 13.30 í dag og fer þá fram kosning til efri deildar, svo og kosning for- seta beggja þingdeilda. Júgóslavar afþakka gjafir og hemaðaraðstoð frá USA En vilja gjarnan fá lán til langs tíma til kaupa á landbúnaðarafurðum þar Stjórn Júgóslavíu hefur skýrt Bandaríkjastjórn frá því, að hún kæri sig ekki lengur um að taka við hernaðar- aðstoð frá Bandaríkjunum né gjöfum, en vilji hins vegar fá lán til langs tíma til kaupa á landbúnaðarafurðum. Stjórn Júgóslavíu sendi Bandaríkjastjórn í gær orð- sendingu, þar sem hún kvartar yfir óviðkunnanlegu orðalagi á tilkynningu Eisenhowers for- seta á mánudaginn var um þá ákvörðun sína að áfram skyldi haldið að veita Júgóslavíu efna hagsaðstoð, en hætt við hern- 5000 handteknir Tilkynnt var í Hongkong í í fyrradag, að nú væri vitað um alls 56 menn sem látið hefðu lífið í óeirðunum í Kálún í síð- ustu viku. 5000 menn hafa ver- ið handteknir fyrir hafa tekið þátt í óeirðunum og mikill hluti þeirra situr enn í fangelsum. Um 130 menn sem særðust í ó- eirðunum liggja enn í sjúkra- húsum. aðaraðstoð, a. m. k. fyrst um sinn. Eisenhower hafði gefið í skyn, að ekki væri óhætt að ganga að því sem vísu, að Júgóslavía væri með öllu óháð Sovétríkjunum. Júgóslavneska stjórnin segir, að eins og nú sé búið um hnútana af hálfu Bandaríkj- anna, sé mjög hæpið fyrir hana að treysta í framtíðinni á nokkra hernaðaraðstoð frá þeim. Því telur hún að betra væri, að þeirri aðstoð verði hætt með öllu, en henni hins vegar veitt lán til langs tíma til kaupa á landbúnaðarafurð um af hinum bandarísku of- framleiðslubirgðum. Júgóslavneska stjórnin tekur fram, að það hafi engin áhrif á hina góðu sambúð Júgóslavíu og Bandaríkjanna, þó hætt verði við hernaðaraðstoðina. menn. Er mennirnir í leigubíln- um, sem á var ekið, fóru að huga að þeim sáu þeir annan liggja innundir brakið af sendi- bílnum; og stóð hann upp ó- meiddur í sama bili. Bílstjór- ann sáu þeir hinsvegar ekki, en þegar betur var að gá<$ fannst hann undir brakinu* einnig ómeiddur. Sendibíllina fór í ótal parta, meðal annars brotnuðu bæði framhjólin und- an honum við ákeyrsluna; og er hreinasta furða að menn- irnir skyldu sleppa án þess að stórslasast. Mennirnir sem voru að fara í leigubílinn meiddust heldur ekki, en bíllinn skemmdist nokkuð. Leigubíllinn stóð með ljósum á brautinni, og sýnist líklegt að í sendibílnum hafi verið á ferðinni einn af allmörgum ökugikkjum hér í bæ. HHPPORŒTTi PJÍMJflHS Nú eru aðeins 14 dagar þang- að til dregið verður í liapp- drætti Þjóðviljans. Allir sem fengið hafa miða ættu að nota þessa daga vel og gera skil jafnóðum og þeir hafa selt sína miða. Enn fleiri þurfa að taka þátt í miðasölunni. Flokksfóf: og aðrir velunnarar Þjóðvilj- ans, herðið söluna. Yerum sar-- taka að gera árangur happ- drættisins sem beztan. Óðum styttist þar til dregið verður, gerið skil fyrir selda happdrættismiða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.