Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 6
fi) — ÞJÓÐVILJINN —Fimmtudagur 18. október 1956 þiófnnuiNN Útgefandi: SameiningarflokJcur aXp'ýQu — Sósíalistaflokkurinn Tvær stefnur íffjegar sósíalistar tóku fyrst þátt í ríkisstjórn 1944 var íslenzk framleiðsla leidd til öndvegis í efnahagsmálunum. Togarafloti landsmanna var endurnýjaður, bátaflotinn stóraukinn, farskipakostur jókst mjög og byggðar voru fjölmargar fiskiðjuverksmiðj- ur í landi. Það varð bylting i islenzku atvinnulífi, og hún er undirstaða þeirra lífskjara Sem þjóðin býr við nú. CJjálfstæðisflokkurinn hefur ^ löngum reynt að hæla sér omjög af þessu framtaki, en sú staðreynd talar skýru máli, að þegar sósíalistar hurfu úr rikisstjórn gerbreyttust við- | horfin á nýjan leik — enda ! þótt Sjálfstæðismennirnir sætu 1 sem fastast í ráðherrastólun- um. Það er lærdómsríkt dæmi að undanfarin átta ár hefur enginn nýr togari verið keypt- ur til landsins þrátt fyrir ,,for- ustu“ Sjálfstæðisflokksins; — hins vegar hafa verið keyptir 8000 bílar, verulegur hluti þeirra lúxusbílar handa auð- mönnum og gæðingum Sjálf- stæðisflokksins. Qú staðreynd talar einnig ^ sínu skýra máli að það er ekki fyrr en Sjálfstæðisflokk- urinn hverfur ú^ ríkisstjórn meö myndun núverandi stjórn- ar að tekið er til við það á nýjan leik af fullum þrótti að efla sjávarútveg íslendinga. Þegar vinstri stjórn var my.iduð hét hún því að auka togaraflotann um 15 skip, og nú hefur stjórnin lagt fyrir Alþmgi frumvarp um þetta efn'. Er lagt til að heimilað verði að smíða 1—2 nýju tog- aranna innanlands, og er þar um mjög mikilvægt nýmæli að ræöa, en hinir verði gerðir er- lendis. Þá er einnig lagt til að sm'''°ðir verði sex stórir fiski- bát- 150—250 tonna. Verður tek'ð í þessu skyni gjaldeyris- lán allt að 165 milljónum króna. Eru þetta mikil tíð- indi og góð og vekja ánægju almennings um land allt. Qt' ðnun sú sem mótað hefur ^ sjávarútvegsmálin á und- an*:'rnum árum og Sjálfstæð- isf'okkurinn ber ábyrgð á he.'ur haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir atvinnulífið um land allt. Mjög alvarlegur at- vinnuskortur hefur verið ár- um saman vestanlands, norð- an og austan, og af þeim sök- um hafa menn þyrpzt á suð- vesturkjálkann, m.a. til þjón- ustustarfa fyrir erlent her- námsiið. Þarf ekki að lýsa því hver áhrif þetta hefur haft á efnahagskerfi þjóðarinnar; einnig hefur af þessum sökum magnazt húsnæðisskortur í Reykjavík og nágrenni og var þó ekki á bætandi. Allt hefur • þetta umturnað eðlilegu jafn- vægi í efnahagsmálum lands- manna, og ríkisstjórnarinnar biður það mikla verkefni að koma á heilbrigðu ástandi; togarakaupin er mikill áfangi á leiðinni að því marki. k llt eru þetta meginatriði í átökunum um stjórnar- stefnuna innanlands. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ævin- lega verið háður annarlegum erlendum sjónarmiðum og hagsmunum, þótt fyrst keyrði um þverbak með hernáminu. Engum hefur dulizt að for- ustumenn Sjálfstæðisflokks- ins trúa ekki á getu íslend- inga til að lifa góðu lífi í landi sínu og hefjast af eigin rammleik með því að hagnýta auðlindir sínar til lands og sjávar. Forsprakkarnir hafa ekki farið neitt leynt með það að þeir telja hernáms- vinnuna óhjákvæmilegan þátt í efnahagslífi Islendinga, bæði nú og iramvegis, enda hefur hún fært þeim drjúgan gróða. Þess vegna hafa þeir van- rækt sjávarútveginn svo herfilega sem dæmin sanna, og vantrú þeirra á land og þjóð hefur einnig birzt á margvíslegan annan hátt, sem persónuleg spilling, sukk og sólund, sem blasa við hverjum manni. ¥*au öfl sem að núverandi * stjórn standa eru þveröf- ugrar skoðunar. Það er stefna stjórnarinnar að auka framleiðslu íslendinga sjálfra í öllum landshlutum svo mjög, að almenningur geti búið við lífvænleg og batn- andi kjör og að sjálfstætt ís- lenzkt efnahagslíf hvíli á traustum grunni. Togarakaup þau sem ákveðin hafa verið eru fyrsta skrefið að því marki, og þjóðin væntir þess að ríkisstjórnin haldi af bjartsýni og djörfung áfram á þeirri braut. NÝKOMIÐ úrval af vönduðum fatnaði: PELSAR KÁPUR ÚLPUR og KJÓLAR á börn og fullorðna Einnig drengja- og karlmannafatnaður. Gerið góð kaup Notað & Nýtt Bókhlöðustíg 9 Hvitó verður í út- varpinu í vetur? Eg mæti Birni Th. Björns- syni á förnum vegi og segi við hann meðal annarra orða: — Þið eruð farnir að undir- búa vetrardagskrána ? — Jú, segir hann, útvarps- ráð hefur haldið aukafundi að undanförnu og lagt nokkur drög að vetrardagskránni, skipað nefndir og ráðið menn til að vinna ákveðin verk. — Liggur ekki mikið verk í þeim undirbúningi öllum? — Það ætti að minnsta kosti að vera mikið verk að undirbúa dagskrá heils vetrar, en mikið vantar á að það sé unnið af nægri fyrirhyggju. Við reynum þó að gera upp- kast að dagskránni yfir meg- inhluta vetrarins, ákveðum fasta þætti, nýja og gamla, ráðum menn til sérstakra verka o. s. frv. Eg bið Björn að segja mér af fyrirhuguðum nýjungum í dagskrá komandi vetrar, og næsta dag er hann kominn „upp á blað“. — Þið byrjið auðvitað á því að lengja dagskrána um vet- urnætur ? — Það hefur verið venja í mörg ár, og kannski frá upp- hafi, að hafa meiri dagskrá á vetrum en sumrum; og í vet- ur verður lengri útvarpstími en nokkru sinni áður. Þvi lengri dagskrá því meira starf; og það ætti að kosta meiri starfskrafta, en vand- inn verður enn sem löngum fyrr að ofmiklu leyti leystur með því að hlaða auknum störfum á sömu menn. — Viltu segja okkur eitt- hvað af helztu nýungum? — Eftir hádegi annanhvorn sunnudag verða flutt erindi, en hinn sunnudaginn verða endurtekin meiriháttar leikrit. Að vísu geta orðið erindi tvo sunnudaga í röð, en það yrði þá jafnað upp með leikritum aðra tvo sunnudaga. Þessi tími til að endurflytja leikrit er valinn með sérstöku tilliti tii Austfirðinga, sem ekld heyra altént almennilega nema í björtu; og hafa þeir af þeim sökum oft misst af góðu efni. — Verða flutt einhver meiriháttar leikrit á næst- unni? — Það hefur verið gert leikrit eftir Önnu á Stóru- borg, sögu Jóns Trausta; en Ævar Kvaran hefur undan- farið unnið að breytingum á leikritinu til útvarpsflutnings — og er ekki ólíklegt að margan fýsi að heyra það. Leiklistarstjóri útvarpsins, Þorsteinn Ö. Stephensen, .hef- ur hug á því að láta gera leikrit af fleiri íslenzkum skáldsögum, ef vel mætti tak- ast. Þá verða flutt tvö leikrit eftir Shaw, í tilefni af aldar- afmæli hans í sumar: Doctor’s Dilemma og The Devil’s Dici- ple. — Hvað er fleira í poka- hominu? — Kl. 16.30—17.30, milii miðdegisútvarps og bamatíma á sunnudögum, er ætlunin að hafa bókakynningar — frani að jólum. Verða þá fengnir bókamenn eða útgefendur til að ræða um bækur, eða þá að einstök forlög fá þennan tíma og geta notað hann að vild: ísafold t.d. einn tíma, Mál og menning annan, Helgafell hinn þriðja. Veigamesta sunnudagsbreytingin kemur þó á kvöldið. Sunnudagskvöld- ið hefur lengi vel verið vand- ræðabarn útvarpsins; þangað hafa tínzt allskonar erindi sem ekki hefur verið hægt að neita, oft leiðindaerindi. sem ekki hafa átt erindi nema til afmarkaðra hópa. En það er staðreynd af fólk vill fá skemmtilegt og lifandi efni á sunnudagskvöldum, jafnvel enn fremur en á öðrum tím- um. Nú verður efnt til þáttar sém á að heita Um helgina, " Þessi kennsla var tekin upp þegar skólakerfið var allt ann- að en nú; og satt að segja hefur útvarpið rennt nokkuð blint í sjóinn um það hver nytsemd væri að þessari kennslu. En hitt ræður þó; mestu um þessa ákvörðun að einhversstaðar verður að létta álagið á upptökukerfi útvarps- ins, þvílík þrengsli og húsnæð- isvandræði sem það býr við. Nú er farið að taka upp á segulband nær allt efni sem flutt er í útvarpið. Þegar út- varpstíminn er nær 11 stundir á dag, þá fara minnst aðrir 11 til upptöku; og útvarpið hefur aðeins tvö herbergi þar sem hægt er að taka upp efni. Sennilega býr ehgin rík- isstofnun við óhæfara húsnæði en Ríkisútvarpið, og það virð- ist hvorki hægt að fá fjár- festingarleyfi til að byggja eða kaupa hús. Húsnæðis- vandræðin hindra margt sem ella væri hægt að gera til bóta á dagskránni. — Hafa framhaldssögur verið ákveðnar? — Það hefur ein framhalds- Björn Th- Björnsson, íulltrúi Sósíalista- 3; arpsráði, segi í dagskránni ílokksins í útvarpsráði, segir írá nýungum þar sem fluttar verða svip- myndir úr skemmtana- og menningarlífi líðandi stundar, eða sagt frá því sem sérkenni- legt er og skrítið; það verður kannski þáttur úr leikriti sem verið er að flytja, atriði úr kabaretti, prédikun og söngur á Lækjartorgi, lag frá hljóm- leikum, brot úr viðtali við listamann á sýrnngu o. s. frv. Sem sé: aðallega upptökur, aðsótt efni, — Breytingar á virkum dögum ? — Það hefur. sennilega mörgum ógnað auglýsinga- farganið í hádegisútvarpinu, sem verður jafnan því geig- vænlegra sem næi' dregur jól- um. En auglýsingarnar eru tekjustofn sem útvarpið má ekki missa; og hefur nú verið ákveðið að lengja miðdegisút- varpið á virkum dögum og flytja þangað nokkuð af aug- lýsingunum; hefst miðdegis- útvarpið þá kl. 3. Það verður ennfremur aukið með stuttum framhaldssögum, þannig að efnið verði fjölbreyttara en ella; og gæti þessi tími ef til vill orðið góður auglýsinga- tími. — Þá mun ýmsum senni- lega þykja það nokkur frétt að nú verður hætt allri tungu- málakennslu í útvarpinu, ann- arri en f ra.mburða rkennsl u. saga verið ákveðin, sú sem hefst þegar Októberdegi lýk- ur: Gerpla, eftir Laxness; og flj-tur höfundur hana sjálf- ur. Hún mun hef jast skömmu eftir misseraskiptin. Þá hefst lestur fornrita að nýju. Ein- ar Ólafur Sveinsson les sem oft áður, og hefur Grettis- saga orðið fyrir valinu. — Fyrir útvarpsráði liggur tillaga um að flutt verði í út- varpinu viðtöl við stjórnmála- menn: einn pólitískur for- svarsmaður verði hverju sinni spurður spurninga af ákveðnu tilefni. En það hefur risið deila um framkvæmdina: sum- ir vilja slengja stjórnarflokk- unum í einn flokk og láta fulltrúa þeirra fá sama tíma og fulltrúa stjórnarandstöð- unnar, en aðrir vilja gera öll- um stjórnmálaflokkunum jafn- hátt undir höfði, þannig að fulltrúar hvers flokks fái jafn- an tíma og fulltrúar hvers annars flokks. — Verður kvæðalestri hald- ið áfram á kvöldum ? — Já. Steinn Steinarr hef- ur valið öll kvæði sem til þessa hafa verið flutt, en ekki flytjendur hverju sinni, eins og ýmsir hafa haldið. Nú er í ráði að Snorri Hjartarson velji kvöldljóðin um skeið. B.B. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs Hafnar- fjarðar auglýsist hér með laust til umsóknar starf . • bæjarvinnuverksijéra Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umsóknarfrestúr er til 1, nóvember n.k. .v A ;í t ; Háfnarfirði, 17. okt. 1956 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.