Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 7
In questo singhiozzo di vita Trovarsi a un tavolo d’erba Con il calice della nostra piccola storia. SEBASTIANO CARTA EITT KVÖLD: ég sit á Tav- erna Margutta. Þá kem- ur danskur myndlistar- maður Gunnar Hossy. Hann á við ýmis vandamál að stríða. Eitt er það hvernig tylla megi nokkrum hárum sem vaxa í hnakkanum fram á gljáandi höfuðsvellið. En uppblástur þar efra hefur hann bætt sér með tilþrifamiklu gamlatesta- mentisskeggi sem seilist niður á geirvörtur. Þetta er gaman- samur maður með fjörugu hug- myndaflugi sem hefur gaman af því að plata sveitamanninn þegar hann nær í hrekklausa Norðmenn eða Svía. En hann þarf talsvert á gamansemi sinni að halda meðan hann glímir við annað vandamál. Hann hef- ur nefnilega fengið opinberan styrk í Danmörk til þess að fara einskonar sendiför á fund tveggja manna á Ítalíu. Annar þeirra er hinn kunni mynd- höggvari Marino Marini sem toýr í Mílanóborg (ég sá mjög skemmtilega sýningu eftir hann í Kaupmannahöfn' fyrir nokkr- um árum; er ómögulegt fyrir listasafn okkar að fá hingað umferðasýningar myndlistar sem koma í flestar nálægar höfuðborgir? Það er eins og okkur varði ekki um annað en einhverja skandínavakúnst; vel á minnst: ég held við ættum að slíta þessari norrænu samvinnu og reyna að komast eitthvað út í heim í menningarsambönd- um). Marini er ágætur mynd- . höggvari, kannski sá bezti* sem ítalir eiga núna. Eg held íslenzk kona frú Ólöf Pálsdóttir hafi eitthvað verið að læra hjá hon- um nýlega. Hinn maðurinn sem Dananum var uppálagt að ieita uppi var víst málari í Róm: einhver noboddi sem engum nema skandinövum dytti í hug að leita uppi. Það var engan veginn vandalaust að ná fundi þessa síðarnefnda. Hárum fækkaði á höfði og skeggið síkkaði.. Hossy var orðinn mæddur af því að leita uppi hinn dularfulla meistara X. En nú víkur sögunni til á- kaflega smávaxins myndhöggv- ara sem var ítalskur og kallað- ist Aldo og var góður kunn- ingi okkar. Maður mátti helzt ekki leggja frá sér pennann sinn þegar Aldo var nálægt, þá gat verið hætt við því að manni yrðu á þau misgrip að láta Aldo í vasann í staðinn fyrir pennann. En hjartað var stórt eins og í Sveini dúfu. Það var alltof stórt fyrir þennan litla líkama, þess vegna var hann sihlæjandi af taugaspenntri góðmennsku sem hefði sjálf- sagt sprengt hjúpinn ef maður- inn hefði ekki verið á þönum myrkranna á milli til að veita henni í allskonar þurfandi æð- ®r í umhverfi sínu. Hann hafði pata af þessu nauðsynjamáli Gunnars og kom þá ekki á daginn að hann þekkti einmitt mann sem einmitt þekkti mann sem þekkti einmitt þennan dul- arfulla doktor X. Þá byrjaði mikill prósess. Gunnari er ■qtefnt kvöld eftir kvöld tll móts við þessa leynireglu kunn- Iþgsskaparins. Það var allt sam- án ' mjög dularfullt. Gunnar ggi'ði..’. iölur og i’ár. Hann var ---Fimmtudagur 18. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 alltaf að mæta til að svara allskonar spumingum dómstóls- ins sem var að reyna að kom- ast að niðurstöðu um það hvort það væri eiginlega rétt að láta signor Hossy hitta maestro X. Þegar eitt atriði var afgreitt (eða virtist svo) kom í ljós að af þvi hafði vaknað nýtt sem upplýsa þurfti. Listferill þessa danska manns sem var kann- ski ekki svo flókinn né marg- breytilegur fyrir var allt í einu orðið mjög fyrirferðarmikið rannsóknarefni. Viltu ekki koma með mér Thor, segir Hossy. Litli myndhöggvarinn ítalski sem hafði hjarta í öfugu hlut- falli við Þorgeir Hávarsson sel- flutti okkur á viðsjárverðu far- Thor Vilhjálmsson artæki sínu sem heitir lambr- etta á ítölsku. Það var orðið dimmt. Myrkr- ið kemur allt í einu eins og risar standi yfir okkur með stampa fulla og þegar Ýmir jötnareginn gefur þursahernum merki steypa þeir allir í einu myrkrinu yfir mannabyggðina. Þannig dimmir í suðurlöndum. Við fórum á bifhjólinu þröngar götur lagðar steinum í gömlu hverfi á milli Via Babuino og Corso (það er ekki langt frá spánska torginu) og komum ,að lítilli trattoriu, ódýru matsöluhúsi, með vír- henglur fyrir dyrum. Inni sátu margir menn og konur við dúklaust borð og átu spag- hetti eða grænmetismikla min- estronu, það er súpa, — og drukku ódýrt hvítvín. Þar sat Hossy hljóður. Ég var leiddur í hópinn, kynntur, því er lýst ,að ég sé frá íslandi. Þá æpir ein kona uppyfir sig eins og einhver hafi brennt hana með sígarettu: Islanda, segir hún; Islanda, Rekkavík. Það er mitt land, hrópar hún eins og trúar- heitt skírnarlamb í sérflokki guðsdýrkenda sem vitrast hin tilskilda dúfa. Öllum verður hverft við, ekki sízt mér sem undrast þ'dnnan óvæhta fjálgleik af slíku tilefni. Ég var á íslandi, segir hún líkt og trúboði að segja frá þvj að hann hafi út- breitt imperium guðs almátt- ugs í Etíópíu. Konan segist heita Mara de Mercurio, blaðakona og rithöf- undur. Til fslands kom hún í fyrra með tvær hendur tómar. En það stóð svo vel á að þarna var fyrir bezta fólk í heimi, segir konan. Mig skorti ekkert, segir Mara: Allir vildu hjálpa mér méð álla skapaða hluti. Hún sagðist hafa lagt af stað frá Ítalíu. með 10.000 lírur og farmiða til laTfdamæra Frakk- lands. Svo tók við það sem flækingar kalla „Autostop": Þú stendur við vegarbrúnina og heldur þumli á loft þegar bif- reið nálgast, náttúrlega stanz- ar hann, bílstjórinn opnar dymar, bendir hæverskur á sætið við hlið sér, og segir: gjörsvovel. Þetta gekk allt ein- hvern veginn, þeir voru dálítið fjölþreifnir í Franz og vildu klípa farþega sinn og kreista; í Bretlandi varð hún svöng: fór inn í veitingahús auralaus og bað um mat og var sett i uppvaskinn. Einhvern veginn komst hún tii íslands allslaus en þá kom upp úr kafinu að það var alls ekki svo slæmt að vera ítali: á íslandi þurfa ítalir nefnilega ekki peninga. Góðir menn sendu nú Möru norður á Raufarhöfn til að Frá Ííalíu (8. grein) salta hina silfurhreistruðu happdrættisvinninga þjóðar- búsins svo það sé hægt að senda þá í trantinn á þeim í útlandinu, þar ataðist Mara í síld upp fyrir haus. í greinum sínum talar hún ekki um ann- að meira en íslenzka kven- fólkið. Karlmennina sá hún ekki og afgreiðir þá með því að annaðhvort voru þeir alltaf á sjó eða þá þeir voru alltaf , að drekka brennivín. Einhver hefur frætt hana á því að í hverri einustu fjölskyldu á ís- landi hafi fyrrum verið minnsta : kosti einn drykkjuskaparaum- ingi, alkóhólisti. Tvö skáld upp- götvaði hún á íslandi Hjálmar ! í Bólu og Kristján Jónsson sem i vann yrkja yfir kaldan, En kvenfólkið, um það linnir ekki lofstöfum í íslandsgreinum Möru de Mercurio. Þetta kvöld talar Mara um ísland af þvílíkum eldmóði og; mælsku að hún hefur lengi orð- ið ein, allir eru búnir að stein- gleyma aumingja Gunnari Hossy og hinum opinberu og ríkisstyrktu erindum hans við meistarann X, ég lít af einu andliti á annað, allir hlusta og þegar Mara segist hafa farið frá íslandi með 200.000 lírur ópna þeir munninn af undrun án þess að segja neitt nema þeir sem segja Mammamía og Santamaría, Mara talar og tal- ar af jarðfestalausri hrifningu líkast því sem sjálfkosinn meihningarambassador signor Eggert Stefánsson exsellensa hefði hvíslað henni í eyra blá- fjallatöfrum og íslands-fata- morgana sínu. Áheyrendur kallast lista- menn: málarar, skáld, einn leikstjóri plús ein vmkona ræðukonu sem segist vera tón- listarfræðingur: sú er líkust lítilli taminni og h\þtri mús í lófa hinnar þrekmiklu ferða- konu. Og nú snúa þeir sér allir fjálgir að mér og spyrja hvað í ósköpunum maður eigi að gera eða geta gert til að kom- ast í’ þennan sælureit sem sagt var frá. Þeir þylja yfir mér langar upptalningar þess" s’em þeir kunni skil á og spyrja hvort ekki kynni að vanta eitt- hvað svoleiðis á íslandi. Ég þegi vandlega yfir því hversu gjörsamlega útilokað það er fyrir okkur hina yngri lista- menn að lifa af list okkar á Islandi en segi jájá-og-amen við yfirlýsingum Möru um að hvergi á byggðu bóli sé eins mikið fyrir listamenn gert sem á íslandi. Ég er ekkert að segja þessu fólki hverskonar heiðurs- menn eru látnir skammta lista- mönnum fé frá ríkinu eða fjalla opinberlega um menning- armál, ég veit að glæsibragur- inn færi af ef þetta fólk vissi að stjórnmálamenn eru að fjalla um þetta þó það viti sjálft dæmi þess að stjórnmála- menn geti verið upplýstir og jafnvel listelskir menn, slíkt kemur néfnilega fyrir á Ítalíu. Leikstjórinn: Ég er orðinn svo ógurlega leiður á að sitja þér heima í skugga fortiðarinn- 'ar, hér er allt blýfast í gam- álli hefð. Kannski fer ég til Élína. En það vEéri ékki úr vegi að koma við á fslandi og vita ’hyeiit .það er. svona dásamlegt eins og hún Mara segir. Það kemur skeifa á einn af fundarmönnum sem hefur setið mikið hljóður undir hrifningar- látum landa sinna vegna þessa fjarlæga lands. Það er horaður sífrari langhærður og litlaus og kallaði sig listmálara. Hann var berfættur í vondum brún- um skóm og hafði ekki laugað fætur sína áður en hann settist að snæðingi. Hann hafði lunta- legan siðgæðisverndunarsvip eins og dönsk pensionatstýra. En hann sagði ekki neitt. Annar maður var í þessum hópi sem gaf sig seinlega fram í viðræðurnar en var því hlý- legri og ljúfari í viðmóti sínu. Sá var fremur kringluleitur í framan með ofurlítið yfirskegg, hæverskur og afar góðmannleg- ur. Hann lagði fljótlega nokkur spil á borðið og sagði óspurð- ur að Garcia Lorca væri yndis- legasta skáld aldarinnar. Og mikið misstum við þegar Dyl- an Thomas dó. Hann drakk sig í hel. Aftur er mér ekki mikið um T- S. Eliot, segir hann. Þessi gagnorði bókmenntamats- maðúr reyndist vera þekktur og Vel ;þokkaður á Ítalíu sem skáld, og heitir Sebastiano Carta. Carta er frá Sikiley og flýtir sér að eyða leiðum misskiln- ingi: Þér megið alls ekki halda að Sikiley sé bara eitthvert bandittaland. Hann hallar sér fram í sætinu í þunnum bláum léreftsjakka og flíkar ekki höndum sínum né patar eins og landsmönnum hans er títt. Fas hans hefur blæ af vitrum og reyndum bónda sem hefur far- ið að dæmi Prédikarans: Ég virti fyrir mér þá þraut sem Guð hefur fengið mönnunum að þreyta sig á. Svo lieldur hann áfram: Sikiley hefur mörg andlit. Heimurinn hefur því miður mjög rangar hugmyndir um land mitt, segir hann dap- ur: Þegar útlendingar hugsa um Sikiley segja þeir Giuliano. Þeir halda að Sikiley sé bara Giuliano og hans fólk. Þeir gleyma því að um Sikiley fóru merkustu menningarstraumar í fornöld, þar mættust hraust- ustu og stundum menntuðustu þjóðir síns tíma, tókust á um eyna, sáðu þar menningarfræ- um og skildu eftir minjar um andlega prýði sína. Hvar skyldi maður sjá hina merkilegustu grísku byggingarlist nema á Sikiley. Þangað komu jafnvel forfeður yðar Normannar og áttu sér voldugt ríki. Nei það er ekki hægt að afgreiða Sikil- ey með því að nefna nafnið á einum ólánssömum misindis- manni. Ég sagði Carta að mesti höf- undur í mínu landi sæmdur helztu bókmenntaverðlaunum heimsins Laxness hefði brotist úr viðjum, rifið utan af sér bernskuhjúpinn með kjafti og klóm og skapað sitt fyrsta stór- verk í Taormínu á Sikiley. Það héti II grande tessitore di Cas- mire eða eitthvað á þá leið. Höfundur hefði skrifað hana í guðdómlegum eldmóði, ölvað- ur af stærstu höfundum tíVn- ans og í leynilegum upþfeísn- arklúbb með Strindberg óg Papini og súrrealistúm og fléir- um sem vildu engri lágkúru eira. (Le roi est mort, — Vive íe roi. Þegar Papini hefur skrifað sína stóru reikningsskilabók: Framhald á 10 siðu. Isinndsvíno O0 sknld fró faikiley Mara (til hœgri) og stalla hennar í síldinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.