Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 9
A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON iirlr lista kringlu Uiklar umræður um „leynivcpn' Spánverja Framskur Sþróttamaður, Jtcq- ties Guerard, sem að öllum lík- Indum mun keppa í spjótkasti á olympíuleikjumim í Mel- bounme, hefmr tekið undraverð- Um framförum I þessari íþrótta- greim að undanförnu eða síðan liann byrja$i að kasta spjóti á Sama hátt og fimmtugur Spán- verji, Felix Errasquin að nafni. Errasquiu þessi bætti nýlega spænska metið í spjótkasti, kastaði 74,32 metra. Þegar hann kastar Meypur hann ekki til, eins og fjestir spjótkastarar heims gera, heldur snýr sér í hringi líkb ,og kringlukastarar! Mun þetta vera útfærsla á einni þjóðaríþrótt Spánverja sem líkist kringlukasti. Jaoques Guerard hóf að æfa þetta spænska kastlag nýlega og náði brátt ágætum árangri, eins og fyrr er sagt. Með gömlu aðferðinni hafði hann lengst kastað spjótinu 64,43 metra, en nú hefur honum tekizt að kasta um 71 metra. Hefur þessi ár- angur hans að vonum vakið mikla athygií og umræður. Telja sumir að þetta kastlag verði ekki viðurkennt sem lög- legt á alþjóðlegum íþróttamót- um, t.d. olympíuieikjunum, aðr- ir eru á gagnstæðri skoðun. Paui Merieamp, fyrrum forseti franska . frjálsíþróttasambands- ins, telur t.d, að engar alþjóð- legar leikreglur banni mönnum að kasta spjöti á þennan hátt. Þess má geta að lokum, að nokkur bíáðaskrif hafa orðið um þetta inál á Spáni og hafa margir lýst undrun sinni yfir því að hin nýja kastaðferð skyldi kynnt útlendingum fyrir olympíuleikana í Melbourne — hún hefði átt að vera „leyni- vopn“ Spánverja þar. Líklegt er talið að Spánverjar sendi þrjá spjótkastara til OL-keppninnar. Saarbúar keppa meS Þjóðverjum Saarbúar munu ekki senda sérstakl. keppendur á olympíu- leikina í Melbourne heldur sam- einast flokki þýzku íþrótta- mannanna. Vitað er a.m.k. um tvær stúlkur frá Saar, sem keppa eiga í Melbourne; önnur þeirra, Helga Hoffmann hefur stokkið rúma 6 metra í lang- stökki. Fimmtudagur 18. október 1956 — ÞJÓ.ÐVILJINN — (9 Fyrsfi ósigur Ármanns í sundknaftleik i átta ár i Síðari hluti kveðjumótsins í kvöid DEREK JOHNSON Ungversku hlaupararnir tapa London sigraði Búdapest í keppni í fxjáls- um íþróttum Chromik Keppir í 70 km btaupi Pólski hlauparinn Chromik hefur lýst því yfir, að hann muni aðeiiís keppa í 10000 m hlaupi á olympíuleikjunum í Melboume. í sumar hefur hann þlaupið þessa, .yeg.alengd á 29. 10,0 mín. í sl. viku fór fram foæja- keppni í frjálsum íþróttum milli Lundúna og Búdapest. Sigruðu Lundúnabúarnir með 98 stignm gegn 90 (í kvenna- greinmn voru stígin 48-35). Það vakti mesta athygli í keppni þessari, að ungversku millivegalengda- og langhlaupar arnir skyldu tapa öllum lilaup- unum. í 5000 metra hlaupi sigraði Sando (L) en Szabo (B) varð annar. Hlupu þeir báðir á sama tíma 14.10,6 mín. Norris (L) varð þriðji á 14.11,0 og Kovacs (B) í fjórða sæti á 4.11,4. 1500 metra hlaupið vann Ibbottson (L) á 3.49,2, Tabori (B) varð annar á sama tíma, Iharos (B) þriðji á 3.50,4 og Gordon Piríe fjórði langt á eft- ir. Derek Johnson (L) sigraði í 800 m hlaupinu á 1.49,2, Szentgali (B) varð annar á 1.49,4 og Rozsavölgyi þriðji á 1.49,7. í 3000 m hindrunar- hlaupi sigraði Disley (L) á 8.57,2, annar varð Jezsenzsky (B) á 9.00,4 Heimsmethafinn Rozsnyoi var ekki meðal þátt- takenda. Önnur helztu úrslit urðu: 110 m grindahlaup: Parker (L) 14,5, Hildreth (B) 14,6, Retezer (B) 14,8. Sleggjukast: Csermak (B) 59,63, Zsivotzky (B) 57,31, All- day (L) og Anthony (L) 55,41. 100 m: Jakabafy (B) 10,8, Kiss (B) 10,8. Bretinn Young datt í þessu hlaupi og meiddist svo að ólíklegt er að hann geti keppt í Melboume. 200 m: Shenton (L) 21,7, Varasdi (B) 22,0. 400 m: Higgin3 (L) 47,6, Adamik (B) 48,1. Bretamir sigruðu í 4x440 jarda boðhlaupinu og settu nýtt brezkt met, hlupu á 3.10,4. I sveitinni voru Farrell, Wheel- er, Salisbury og Higgins. I fyrrakvöld fór fram fyrri hluti kveðjumóts sundmanrih fyrir Joseph F. Mansfield. Vegna forfalla gátu KR-ingar ekki sent lið til keppni og kepptu því íslandsmeistararnir, Armann við lið Ægis •Leikar fóru svo að Ægir vann með 6 mörkum gegn 5: Leikurinn var mjög skemmti- legur og spennandi. Ægismenn áttu á 1. mínútu tvö ágæt tækifæri en náðu ekki að skora. Síðan náðu Ármenning- ar yfirhöndinni og skoruðu 3 mörk í röð. Ægismerin sóttu samt á og úr hornkasti á Ar- mannsmarkið urðu Ármenning- ar fyrir því slysi að fá á sig sjálfsmark. Síðan var eitt mark skorað hjá hvoru liði í fyrri hálfleik, sem endaði þannig 4:2 fyrir Ármann. Strax er leikur hófst að nýju skoruðu Ægismenn sitt 3. mark og síðan önnur 3, án þess að Ármenniiigum tækist að skora fyrr en aðeins þrjár mínútur voru eftir af leik. Ármenningar hafa í mörg ár verið ósigrandi í sundknattleik, og er þetta víst eini leikurinn, sem þeir hafa tapað sl. átta ár. Leikurinn í fyrrakvöld gef- ur því vonir um að breiddin í íþróttinni sé að aukasi, svo að ekki sé lengur fyrirfram augljóst hverjir bera sigur af hólmi. J. Mansfield sýndi nokkur atriði úr æfingum sundknatt- leiksmanna og auk þess sýndu 3 stúlkur, Ágústa Þorsteins- dóttir, Bergþóra Lövdal og Sigríður Sigurbjörnsdóttir. ] í kvökl fer fram síðari hlutí kveðjumótsins og munu þá keppa í sundknattleik tvö lið, annað valið af Mansfieid en liitt valið af forystumönminx sund knattleiksdei 1 da félaga mia. Auk þess verða sýningar. Aðgangur er seldur á kr. 10.00 sæti, kr. 5.00 stæði og kr. 3.00 stæði fyrir hörn. Ungverjar sigruðu Frakka í knattspymu nýlega með 2, mörkum gegn 1. Patóstanbúinn Khalik hefur nýlega hlaupið 100 metrana á 10,2. Hann ^er talinn öruggur með 10,4—10,5. Bclginn Moens, heimsmethaf inn í 800 m hlaupi, hefur nú náð sér það vel eftir meiðsii sín í sumar, að hann hefur á- kveðið að keppa á OL í Mel- bourne. Ekki sysidandi í| drykk jarvatiúnu | ■ ■ | Laugin sem sundkeppni: S OL í Melbourne fer fram i ■ j er nú fullgerð. Þegar vatni ■ j var hleypt í laugina — sama ■ [ vatninu og notað er til ■ j drykkjar í stórborginni — ■ ; reyndist það svo óhreint að : j ekki sá í laugarbotninn! j j Verða nú sett upp tæki við : : laugina til að hreinsa vatnið : • áður en sundkeppnin hefst. : ■ j ■ Hinsvegar mun það talio : • jafngott neyzluvatn eftir; ■ sem áður! 5 hreinsar, verndar mýkir og íegrar húðina. — Biðjið um RÓSA-SÁPU, aðeins kr. 3J5 pr. stk. Quðjési Efiarssou Framhald af 4. síðu. Guðjón er kvæntur Guð« finnu Jónsdóttur, mætri konu, frá Þorgrímsstöðiim í Ölfusi. Þau bjuggu lengi í Breiðholtl í Vestmannaeyjum, en húa nú! að Hólagötu 6. Synir þeirra' eru Karl alþingismaður og Árni lögfræðingur í Reykja- vík, en fósturdóttir þeirra er* Gunnhildur Friðriksdóttir hús- freyja í Heiðarholti á Sval- barðsströnd. Beztu óskir vina Guðjóná fylgja honum yfir á áttundai tuginn. E. I-----------------—------V Höfum ávallt fyrir- * liggjandi eftir því, sem gjaldeyrisaðstæður leyfa á hverjum tíma eftirtaldar SMÁVÖRUR til FATASAUMA o.fl. Málband í hulstrum á 5.50 og 6.50 kr. — Málbönd venjuleg á 4.00 og 5.00 kr. Sníðahjól á 5.50 kr. Fing- urbjargir — Sauinliring- ir — Smellur, allar stærð- ir — Krópapör — Nála- bréf — Fatakrítar — Strengbönd, með og án gúmmis —■ Rennllásar, lokaðir og opnir —Teygj- ur, hvítar og svartar — Slitbönd — Bendlar — tllpiispennur — Flauels- bönd, svört og mislit — Kjólabeltí — Beltísspenn- ur — Léreftsblúndur — Nylonblúndur úr tylli og organdy — Merkisstafir — Öryggisnælur — Sokka- handateygja — Sokkabönd — Bandprjónar—Möskva- nælur — Heklunálar — — Beinhárnálar — Bein- hárspennur — Krullu- pinnar -— Hárnet — Hár- greiður — Húfuprjónar — — Hárkambar -— Spang- ir — Garilínukögur — Gardínublúndur — Skel- plötutölur og hnappar — Tautölur — Jakkatölur — Fralikatölur — Káputölur og hnappar — Kjóla- og blússulinappar, mikið og glæsilegt úrval. ATH. Sendum allar vörur verzlunarinnar gegn póstkröfu. H. T0FT Skólavörðustíg 8 Sími 1035 L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.