Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 5
Fimintudagur 18. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ku Klux Klan ler aft> ur a Glæpafélagið heldur opinbera f jöldaíundi til að mGfmæla kynþáttajafnrétti Ku Klux Klan, hi'ö’ illræmda glæpafélag í Banda- ríkjunum, sem hefur þaö helzta markmið aö koma í veg fyrir nokkrar réttarbætur svertingjum til handa, lætur nú mikiö til sín taka þar vestra. Félagsskapurinn hefur í sam- ráði við önnur sams konar sam- tök beitt sér fyrir fundahöldum víðs vegar í suðurfylkjunum til að mótmæla jafnrétti kynþátt- anna. Fjölmennasti fundurinn var haldinn fyrir nokkrum dög- um á Stone Mountain, skammt frá Atlanta, höfuðborg Georgíu- fylkis. 3500 manns voru á þeim fundi, sem lauk með því að sjö me.ra hár viðarkross var brenndur, en það er ein af fösíum „helgiathöfnum“ Ku Klux Klan. Æðsti foringi glæpafélagsins, E. K. Edwards, hélt aðalræð- una á þessum fundi og réðst þar einkum gegn úrskurði hæsta- réttar Bandaríkjanna sem mælir fyrir um jafnan rétt kynþátt- anna til skólagöngu. í bænum Knoxville í Kent- 300 sjnklÍBgar fá ueky var sama dag haldinn ann- ar fundur og var helzti ræðu-r maður á honum maður að nafni Asa Carter, sem er einn af leið- togum mjög fjölmennra samtaka í suðurfylkjunum, sem nefna sig ráð hvítra borgara og hafa nána samvinnu við Ku Klux Klan. 300 sjúklingar á einu nýjasta og fullkomnasta sjúkrahúsi Ham- borgar, Heidberg, sýktust um daginn af matareitrun. Eitrunin reyndist stafa af salmonellabakt- eríi.m. í ljós kom að saxaður bauti sem sjúklingarnir höfðu fengið var sýkingarvaldurinn. Þ'issarar matareitrunar hefur orð.ð vart víðar í vestuijjýzkum bæjum að undanförnu og hefur koi' ið í Ijós, að bakterían hefur borlzt með innfluttu eggjadufti. „Rock and roll“- élæti í Höfn „Rock and roll“-f áraldurinn hefúr nú borizt til Danmerkur. Fyrir síðustu helgi var hald- in „rock and róll“samkoma í KB-höllinni, einum stærsta sam- komustað Kaupmannahafnar, en hún tekur um 3000 manns í sæti. Fór allt skikkanlega fram þar til samkomunni var lokið. Sægur unglinga safnaðist saman fyrir utan bygginguna og eftir skamma stund fór allt í bál og brand. Fjölmennar lögreglusveit- ir voru kvaddar á vettvang til að stilla til friðar og tókst það eftir allharðan leik. Síðar kom í Ijós að kvik- myndatökumaður, sem vinnur fyrir bandarísk kvikmyndafélög, hafði greitt fjórum unglingum tíu krónur hverjum til að koma áfiogunum af stað. Meira þurfti ekki til. Það er ekki sízt að þakka andstöðu brezks almennings og brezkrar verkalýðshreyfingar gegn stefnu stjórnar Edens að telsizt hefur að afstýra því, að Súezdeilan leiddi til styrj- aldar. Myndin er tekin fyrir framan brezka þinghúsið og sýnir menn með mótmælaspjöld. Alþjóðlegt framlag til baráttu gegn hjartasjúkdómim KjarnorbarazsSöð Eramhald af 12 siöu. verður í notkun knúin kjarn- orku og að samanlögð afköst allra slíkra stöðva árið 1975 murj verða tvöfalt meiri en af- Indverski fulltrúinn í stjórn , þjáist af þessum meinsemdum köst allra raforkuvera j Bret- Heilbrigðisstofnunar SÞ er meiri hluti af hjartasjúk- jan(tl nil (WHO) hefur lagt til, að stofn- lingum. I Bretlandi hefur ver-1 Enda j5Ótt fyrgt Q„ fremgt unin leggi fram meira en hún ið komizt að þeirn niðurstöðu, j beri að þakka' snilld” brezknt hefur gert til baráttunnar gegn að gigtarsjúkdómr.r eigi í níu vísindamanna hjartasjúkdómum, og hefur til- af hverjum tíu skiptum sök á laga hans fengið góðan stuðn- hjartameinum hj' bðrnum. I ing. hitabeltislöndurr -r einnig mjög algengt að glgtarsjúk- I tillögunni segir, að mest domar lelðl tj; þ iaTtabilana, þörf sé fyrir að áherzla verði einkum j indlandL lögð á rannsókn gigtarsjúk- dóma og athugun á orsökum of Bandarískir vísindamenn . hás blóðþrýstings og truflana hafa komizt að þeirri niður- ' í blóðrásinni, þar sem fólk sem stöðu, að í heiminum öilum, sé --------------------------- — það of hár blóðþrýstingur sem oftast er valdur að hiarta- sjúkdómum. Talið er að fimmt- ungur Bandaríkiamanna hafi of háan hlóðþrýsting. Truflanir í blóðrásinni virð- ast færast í aukana. Þær koma Framhald af 1. síðu. S evenson hefur lagt á það áhe: zlu að samkomulag um bann við vetnissprengingum myndi geta orðið fyrsta skrefið í átt til almennrar afvopnunar. Sam kon ulag um slíkt bann gæti rutt úr vegi þeirri gagnkvæmu tor- trýg jni sem hingað til hefur hincrað samninga um afvopnun. Fundur æðstu manna Þ. ð var haft eftir Stevenson í- Vt ashington i gær, að hann rþyndi beita sér fyrir því, að halcinn yrði fundur stjórnar- leiðlpga stórveldanna um bann við vetnissprengingum og er bú- izt við að hann muni brátt til- kynr.a ,það í kosningaræðu. D :mókratar gera sér miklar vonir um að þetta mál muni verða mjög þungt á vogarskál- únum, þegar gengið verður til kosninga. Þess er minnzt, að sigtir Eisenhowers i síðustu for- setakosningum var mest þakk- :apur því iað hann lofaði að fara til Kóreu og binda endi á stríð- ið ef hann yrði kjörinn. Demó- kratar vonast nú til að loforð Stevensons um að hann muni koma á banni við vétnisspreng- ingum muni reynast þeim j,afn vel. Sovétríkin hafa hvað eftir ann- að boðizt til að ganga að sam- Frönsk bæjarstjórn segir af sér til að mótmæla áfengislögum | oft fyrir hjá mönnum sem eru Bæjarstjórnin í þorpinu Fontaine-en-Duesmois nálægt Dijon ^ bezta aldri, ekki sízt mennta- í Frakklandi hefur sagt af sér í mótmælaskyni við tilraunir æðri mönnum, kaupsýslumönnum og stjórnarvalda til að neyða þorpsbúa til að fá sér matarbita, I mönnum, sem gegna mikilvæg- ef þeir vildu fá sér í staupinu á eina veitingahúsi þorpsins. ! um störfum í þágu þjóðfélags- ! ins. Og ennfremur hefur færzt Bæjarstjórnin samþykkti um og allir aðrir franskir borgarar j aukana> að ungt fólk sé hald_ leið eftirfarandi ályktun: „Eins íraksher fer ekki til Jórdans fyrst um sinn Arabafréttastofan hefur skýrt frá því ekkert verði af fyrirhuguðum her- flutningum frá Irak.til Jórdans fyrst um sinn að minnsta kosti. Hins vegar hafi verið ákveðið að láta íraskar hersveitir taka sér stöðu við landamæri Iraks og Jórdans, reiðubúnar að koma Jórdansmönnum til að- stoðar, ef Israelsmenn ráðast á þá enn einu sinni. Sendiherra Sýrlands í Amm- an, höfuðborg Jórdans, sagði í fyrradag'að á miðnætti nóttina áður hefðu hafizt flutningar vopna frá Sýrlandi til Jórdans og væru þessi vopn gjöf Sýr- lendinga handa Jórdansmönn- um. komulagi um slíkt bann, en það hefur hingað til strandað á neitun Baudaríkjastjórnar. hafa 150 íbúar Fontaine-en- Duesmois rétt til að fá sér í staupinu hvenær sem þá lystir. Það er skerðing á borgaraleg- um réttindum þeirra að svipta þá þessum rétti“. Ástæðan til þessarar örlaga- ríku ákvörðunar bæjarstjórnar- innar var sú, að skattayfir- völdin komust að því, að frú Helene Franc, eigandi eina veit- ingahússins i þorpinu, hafði veitt vín gestum, sem ekki borðuðu mat, en til þess hafði hún ekki leyfi. Hún reyndi að verja: sig með því, að hún og faðir hennar hcfðu gert þetta í hálfa öld án þess að nokkur hefði við það að athuga, en sú vörn dugði ekki. Húnvar neydd til að fara að fyrirmælum yfir- valdanna. Bæjarstjómin reyndi þá að grípa í taumana og veitti frú Franc sérstaka undanþágu „vegna almannaheilla“, eins og það var orðað. Þetta bragð misheppnaðist og veitingakon- an var dæmd í 1.500 franka sekt. Þegar sá dómur féll, sagði öll bæjarstjórnin af sér og bæj- arstjórinn einnig. ið þessum sjúkdómi. sem getur leitt til örorku og oft til dauða. og tæknifræð- inga að Bretar eru komnir svo langt í hagnýtingu kjarnork- unnar til friðarþarfa sem opn- un Calder Hall stöðvarinnar sýnir, þá er rétt að minna á, að engin þjóð hefur jafnmikla þörf fyrir kjárnorkuna og Bretar. Nú er svo komið að Betar geta akki nema að litlu leyti treyst á eigin orkulindir, s.s. kol og vatnsafl til að full- nægja orkuþörfum sínum. Hag- nýting kjarnorkunnar var þeim því meiri knýjandi nauðsyn en flestum öðrum þjóðum. Bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkiunum e;’u miklar kjarnorkurafstöðvar í smíðum, og fyrsta kjarnorkurafstöð heims tók til starfa í Sovét- ríkjunum fyrir rúmum 2 ár- um. Afköst henuar eru 5000 kílóvött. Á næstu fimm árum verða byggðar í Sovétríkj- unum kjarnorkurafstöðvar með 2.500.000 kílóvatta afköstum. Nýjar fréttir hafa borizt um misþyrmingar og pvnd- ingar fanga sem franska lögreglan í Alsír hefur handtek- iö. Þingmenn kommúnista á franska þinginu hafa í fyrir- spurn til Mollet forsætisráðherra krafizt þess að þegar í stað verði bundinn endi á pynding- arnar og þeim refsað, sem gert hafa sig seka um bær. Jafnframt hafa þeir lagt fram sannanir fyrir því að aðrir fangar en þeir sem áður hefur frétzt um hafi verið pyndaðir. Serki sem öryggislögreglan liandfók var bundinn vlð staur úti í steikjandi sólskini og látinn standa þar án þess að fá vott né þurrt í heilan sólarhring. Læknir sem skoðaði liann eftir að hann var látinn laus gekk úr skugga um að á báðum úlnlið- um voru brunasár, „merki eftir rafmagnspyndÍB gu.“ í Bou-Saada i Alsír voru 42 fangar, ungir og gamlir, konur og karlar, sem grunaðir voru um samúð með skæruliðum, lok- aðir inni í litlu tjaldi og geymdir þar sólarhringum saman. Þeir fengu hvorki vott né þurrt í marga daga en fengu síðan brimsaltan mat og dálitla vatns- lögg. Dag hvern voru þeir hýdd- ir og sumir þeirra pyndaðir með rafmagni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.