Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11, 17. dagur ungfrú Chen hátíðlega. „Eg hef verið að athuga yður meðan þér genguð fram og aftur eftir ganginum og mig langar að segja yöur dálítið.“ ,,Eg gleymdi að taka kápuna yðar. Afsakið — leyfið mér að-----------“ ,,Nei. Það gerir ekkert til. Eg hef hana hérna við hliðina á mér. Mig langaði aðeins til að spyrja yður, hvort allár ajnerígkar stúlkur séu líkar yður. Því • ég hef aldrei talað við neina þeirra áður — ekki í raun og veru.“ Spalding fannst, að það væri ekki hinn annar- legi framburður, heldur miklu fremur blær og hljóm- fall raddarinnar, sem gerði tal hennar svo hugfellt. Hún brosti og vissi ekki, hverju hún átti að svara. „Þér eruð syo ljómandi falleg“, sagði ungfrú Chen og var hrifin, „ég veit aö mér muni finnast ég hræði- lega Ijót, ef allar amerískar stúlkur eru svona fallegar og_g'óðar.“ Spalding kirigdi munnvatni og fann, að hún stokk- roönaöi. Gat það verið stúlka, sem talaði þannig? „Eg held, að þér þurfið ekki aö hafa áhyggjur af neinu.“ Hún var fegin, þegar hún heyrði í hreyflpnum fyrir utan, því að einlægni ungfrú Chen hafði gert hana alveg orðlausa. Dan Roman athugaði, hvort blökurnar hreyfð'ust eðli- lega, þegar þeir óku vélinni út á brautarendann. Þeir Sullivan handléku tækin eins og æföir skurðlæknar, er þeir samhæfðu kveikjurnar á öllum fjórum hreyflun- um og reyndu skiptibúnaðinn í skrúfunum. Þegar þeir höfu fullvissað sig um, að hver hreyfill mundi skila tilætlaðri orku, þegar þeir höfðu stillt jafnvægisstýi’ins> og hæðarmælana og opnaði gervisjónhringinn þegar þeir- voru alveg sannfæröir um, að hitastig og þrýstingur * voru nákvæmlega eins og átti aö vera — þá fóru þeir á nýjan leik yfir prentaða öryggislistann. Því. þó að þeir hefðu endurtekið þetta hvað eftir annað ótal rpörguml sinnum, unz. það var orðið greypt í huga þeirra, þá voru þeir ekki þeir óvitar að treysta minninu einu sam- an. Þeir voru ekki að leggja út í neitt ævintýri og það mátti ekki sýna neina iéttúð. Þetta var eins og að hefja viðskipti,; þar sem mistök gátu haft örlagaríkari af- leiðingar en gjaldþrot. Sem atvinnuflugmönnum var þeim Ijósit, aö þrátt fyrir frábæra véltækni, er gekk, fullkomnún næst, gat alltaf eitthvað komið fyrir. Þjálf- un þeirra og reynsla hafði öll miðast viö það aö reyna að koma í veg fyrir þessi mistök og vera fljótur aö bæta úi' þeim, ef þau urðu þrátt fyrir allt ekki umflúin, Flug- vélin, sem þeir sátu í, hafði veriö upphugsuð af mönn- um, sem áttu sér þá ósk heitasta að sigrast á þyngdar- lögmálinu; glæsilegurn, skarpgáfuðum mörinum, sem smíöuðu úr draumum sínum raunverulegar vélar með undraveröa hæfni og eiginleika. En þó þeir heföu full- komnaö verk sitt, gátu þeir ekki séö fyrir endanlegan árangur, því aö jafnvel snilligáfu þeirra var um megn ,að skyggnast inp í hugarfylgsni flugmannsins. Lokaá- byrgöin'hyildi: á mönnum eins og Sullivan meö stóru, öruggu hendurnar, og Dan Roman meö djúpu, áhyggju- fullu augun. Þeir voru stoltir yfir því hlutverki, er þeim var ætlaö, og gagriteknir af eftirvæntingu þessa stuttu Stund fyrir flugtakið. Þama blandaðist einkennilega 'saman geöshræring og köld athugun á tölfræðilegum staöreyndum. Hobie Wheeler kunni enn ekki fyllilega aö meta á- nægju þeirra eöa alvöru. Honum íundust viöbrögð þeirra hæg og barnalega varfærin. Þegar öllu var á botninn hvolft var þetta bara venjuleg flugvél, ein af mörgum. Ef hann heföi mátt ráða, hefðu þeir verið komnir á loft fyrir tveim mínútum. Nú beiö hann óþolinmóöur, horfði upp í gegnum glerhvolfiö og géispaði móti sólinni. „Flugturn — Fjórir-tveir-núll. Tilbúnir að fara.“ „Roger, Fjórir-tveir-núll. Viðbúnir til flugtaks.“ Sullivan þrýsti dálítið á benzíngjöfina og gaf öllum benzíngjöfina en tók sjálfur um stýrishjólið. Þegar loft- hraðinn var orðinn áttatíu mílur á klukkustund færði hann stýrisstöngina — rétt svo aö nefhjóliö lyftist frá jörðu. Rennibrautin virtist hverfa inn undir flugvélina með miklum hraöa, svo þaö var engu líkara en hún væri jafnóðum undin upp á heljarstórt kefli. Hraðinn jókst jafnt og þétt. Þegar hann var oröinn hundrað og tuttugu mílur á klukkustund færði Sullivan stýristöngina dálítið meira, og skyndilega voru þeir komnir á loft. Flugbrautin hvarf og Sullivan rétti úr lófanum og gaf merki meö því aö lyfta hendinni upp á við. „Upp meö hjólin!“ Hobie, sem stóð við hlið hans, teygði sig áfram og greip um hjólbúnaðarstöngina. Þrjú græn Ijós kviknuðu á mælaborðinu og þrýstivökvakerfiö dró upp hin þungu hjól. Sullivan hélt nefi vélarinnar niður á við, því að mest öryggi var í hraðanum. Þó einn hreyfillinn bilaði á hundraö og þrjátíu mílna hraða, yrði tiltölulega auð- velt aö bæta úr því — þó tveir hreyflar biluöu á hundrað og fjörutíu mílna hraða, gætu þeir samt kom- izt örugglega niður á jörðina aftur. Hvorki Sullivan né Dan áttu von á, aö slíkt kæmi fyrir, en þeir voru reiðu- búnir aö mæta því. „Þrjátíu og fimm þumlungar og snúningshraði tuttugu og tveir fimmtíu." Sullivan talaöi hægt og skýrt, svo ekki yröi um neitt að villast, ekki af því aö hann héldi aö Dan mundi misskilja sig, heldur vegna þess að honum fannst það góð regla aö gefa skipanir sínar á þann veg, aö þær væru rétt túlkaöar. Hraöinn fór upp í hundrað og fimmtíu mílur, og hæöarmælirinn var rétt í kringum fimm hundruö. fet. „Blökur upp! .... fimm gráður í einu!“ 'Sullivan hækkaði róminn, svo hann yfirgnæföi vélarhljóöiö og hvininn í loftræstikerfinu í flugþiljunum. „Meiri orku. Eg hækka mig!“ Dan gaf meira benzín og stillti skrúfustýriö meö fimum fingrum, þangað til samstillimælarnir stóöu kyrrir og allir hreyflarnir gengu sem einn væri. r timS16€U0 mausmacaaEiðoa \ MiiininsarkortlB ers tii söln ! 1 vkrifstofu Sósíalistaflokks- ; ins. T.iarnargötu 20; afgTeiOslu « Þjóóviljans: Bókabúí Kron: \ Bókabúð MáLs og mennlngar. Skólavörðustíg 21; og i Bóka- v verzlun Þorvaidar Bjarnasoa- i •r i Hafnarfirði UGGUR LEIÐIN á tízkusýningu í 4 m - msMZzm. U V/D Af?MA Af?MASUOL &r: Þessi vel sniðni síðdegiskjóll til sýningar fyrr en sumarið rann upp. í haust er rautt tízkulitur, ýmsir rauðir litir, og rauður er hann þessi kjóll s.em hér birtist mynd af. Hangaiidi brjóst gjafir Mikill er sá gaumur, sem bringu kvenna er gefinn nú sem stendur. Það má sjá á öll- um þessum myndum af skraut- legu kvenfólki, sem blöðin birta jafnt og þétt. Flestar reigja þær sig mikið afturábak, og eru í svo flegnu, að þær mega kallast berar niður að mitti. En ekki eru allar konur þannig úr garði gerðar, að þær geti •sýnt sig' svona naktar, sumura er það áskapað að liafa hang- andi brjóst, sumar :fá það við fæðingu, og þetta þykir sumum mikið mein, og setja það meira fyrir sig en vert er. Það má mikið bæta úr pieð daglegum leikfimisæfingum eða ' sundi. Þvoið ennfremur brjóstin dag- lega úr heitu og köldu vatni til skiptis. Þvoið ekki brjóstin úr heitu vatni án þess að skola á eftir með köldu. Það má einn- ig reyna hormónagjafir, en ekki munu margar konur láta verða af því. 'En umfram allt settu það ekki of mikið fyrir þig þó að þú hafir ekki bringu slíka sem Gina Lollobrigida; hver veit nema þú hafir eitthvað annað til að bera, sem ekki er minna um vert. (og stúlkan, sem í honum er) . _ er sýnishorn af kveníatnaði jóium hieyflunum js.fna, oiku. Á mcelciboróinu vo.r eins s^ni tízkuverzlun ein í London og’ lifnaði yfii öllu, þGg’ai visainir a þrýstiniælununi og’ hefur sýnt í Moskva í sumar. hieyfilsnúningsmælunum fóiu að snúast á skífunum. |Hausttízkan var raunar tilbúin Sullivan yar meö liugann viö tækin, en leit varla á flugbrautijna fram undan, og sama geröi Dan. Því enn- þá var tírþi til aö/ loka benzíngjöfinni og stiga æ heml- ana, ef eijtthvað óvænt kæmi fyrir. En inælarnir voru , — ------------ , J A.ugIysingastJorl: Jónsteinn Haraldsson. -- Ritstjórn, afgreiQsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólav.iirSustíg 19. — Simi 750Qt C3 StOOUgir Og-'StaUívan ansegöur, SVO að hahh'Iét Dail éftir r TífiWV"- Áskriftáxverð kr. 25 á mánuði l Reykítfvik'ög'; haéréh'nírkr. U2;niQftrsstaöár. -- Lausasöluverð kr. 1. — Prentsn>*ðJ* pJóSvllJans h.I. IIIQOVILIINM Útgefandi: Samelningavflokkur alMBu — Sásialistallokkurinn. — RitstJórar: Maenús Kjartansson (áb.I, SteurSur Guó'muudsson. — Fréttaritstjörl: Jó)v Újarnason. — BlaSamenn: Ásmundur Sigur- jónsson. B.iarni Benedlkt'sson. GuSmundur Vigfússón, fvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.