Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.10.1956, Blaðsíða 12
Fyrsta sfóra kjarnorkuraf- sföð heims opnuð í Englandi RaforkuveriS Calder Hall var 3 V2 ár í smíðum og kostaSi 760 milljón kr. í gær var tekin í notkun stærsta kjarnorkurafstöð heims til þessa, Calder Hall stöðin í Cumberland í norð- vesturhluta Englands. Starfræksla þessarar stöðvar mark- ar tímamót í brezkri sögu og mun verða einnig talin einn mikilvægasti áfanginn í upphafi kjarnorkualdar. Elísabet drottning tók í gær í handfang í kjarnorkurafstöð- inni og hleypti þarmeð fyrsta rafstraumnum frá henni inn í raftaugakerfi Bretlands. Marg- ir tignir gestir voru viðstaddir opnunina, svo og kjarneðlis- fræðingar frá mörgum löndum. Afköstin 75.000 kílóvatta Frá því hefur verið skýrt að raforkuverið muni ásamt öðru eins sem byggt verður á sama stað og fullgert eftir tvö ár framleiða 150.000 kílóvött, og verða því afköst þessarar fyrstu stöðvar að líkindum 75.000 kílóvött þegar hún verð- ur komin í fullan gang eftir hálft ár. Núverandi afköst hennar munu ekki vera meiri en um 7.000 kílóvött. Þessi kjarnorkurafstöð er ekki aðeins sú stærsta sem enn hefur verið tekin í notkun í heiminum, lieldur einnig sú fyrsta sem starfrækt er sem liður í heildaráætlun um bygg- ingu kjarnorkurafstöðva til að fullnægja verulegum hluta raf- orkuþarfar einnar þjóðar. Bret- ar búast við að árið 1965 verði önnur hvor rafstöð sem tekin Framhald á 5. síðu Eiga aS gera fillögur um námssfyrkja Menntamálaráðuneytið hefur falið el'tirtöldum mönnum að gera tiliögur til ráðuneytisins uin fyrirkomulag á veiting námsstyrkja og námslána, bæði tii jteirra er nám stunda hér á iandi og erlendis, svo og yfirfærslu námskostnaðar til þeirra, er stunda nám er- lendis: Dr. Þorkeli Jóhannessyni, háskólarektor, Pálma Hannes- syni, rektor, dr. Leifi Ásgeirs- syni, prófessor, Ölafi Hans- syni, menntaskólakennara og Björgvin Guðmundssyni, for- manni Stúdentaráðs Háskólans. Leifur Ásgeirsson er formaður nefndarinnar. Gomulka sagður krefjast að Rokossovskí fari frá Miðstjórn Sameiningarflokks verkamanna kemur saman á morgun, þingið eftir helgi Fulltrúar í miðstjórn Sameiningarflokks verkamanna streyma nú til Varsjár frá öllum landshlutum, en hún kemur þar saman á fund á morgun, og er búizt viö að Wladyslaw Gomulka veröi þá aftur tekinn í hana. mið- Gomulka var framkvæmda- stjóri flokksins fyrst eftir styrjöldina, en var vikið úr því starfi árið 1949 og síðar dæmd- ur í 4 ára fangelsi fyrir svik við flokkinn. Hann var látinn laus 1953 og undanfarna mán- uði hefur vegur hans farið mjög vaxandi og lengi verið búizt við því, að hann fengi aftur fyrri virðingarstöður sín- ar í flokki og stjórn landsins, en hann gegndi áður embætti varaforsætisráðherra. Þegar tekinn í framkvæmda- stjórn? Fréttaritari brezka blaðsins The Times í London sagðist í gær hafa það eftir góðum heimildum, að Gomulka hefði þegar verið veitt upptaka í framkvæmdanefnd miðstjórnar- innar. Búizt er við, að þetta þlÓÐVUJINI! Fimmtudagur 18. október 1956 — 21. árgangur — 238. tölublað Fyrsta lisimunauppboð haustsins Verk eftir Ásgrím, Kjarval Jón Stefánsson, Mug og fjöida annarra íslenzkra lisfamanna Fyrsta listmunauppboö Sigurðar Benediktssonar á þessu hausti verður á morgun. Verður þar margt fágætra og eigulegra verka. M.a. er þar líkan af konu í skaut- búningi eftir Einar Jónsson. Taldi hann sjálfur þaö vera eina verk sitt sem safn hans ætti engar minjar um. rrr3 Auk framangreindrar myndar eru þarna allmörg verk annarra „meistara", m.a. „Seglaskógur“, rauðkrítarmynd eftir Kjarval, þrjár Þingvallamyndir eftir hann og ýmsar fleiri mjmdir, eða alls 13 myndir eftir Kjarval. Tehús Ágústmánans frum- sýnt á sunnudagskvöldið Á suiinudagskvöldið frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Tehús Ágústmánans, eftir ameríska leikritaskáldið John Patrick. Leik- stjóri er Einar Pálsson, en þýðandi Sigurður Grímsson. Þjóðleikhússtjóri sagði frétta- mönnum frá þessu í gær. Leik- rit þetta gerist á eyjunni Ok- inawa, fjallar um líf banda- ríska hersins þar í heimsstyrj- öldinni, gerir gys að skrif- finnskunni í hernum og til- raunum hermannanna til að ,,siða“ hina innfæddu; en þær tilraunir mistakast með öllu. | ÞJðfiVBUANN j vantar fólk til blaðburðar í; Meðalholt og \ Káiisnes | ÞJðeVBLJINN : sími 7500 Höfundurinn var sjálfur á Ok- inawa um skeið, og þekkir því vel það umhverfi sem lýst er í leiknum. Leikstjóri er sem áður segir Einar Pálsson, en aðalhlutverk- ið leikur Lárus Pálsson, túlk- inn Sakini. Þessir leikarar fara einnig með veigamikil hlut- verk: Rúrik Haraldsson, Valur Gíslason, Bessi Bjarnason, Gestur Pálsson, Anna Guð- mundsdóttir og Margrét Guð- mundsdóttir. Leiktjöld hefur Lárus Ing- ólfsson gert. Austurlenzk hljómlist er flutt með ieiknum, og hefur Þjóðleikhúsið fengið hana á segulbandi frá Japan. Leikritið er í þremur þátt- um, og tekur sýningin allt að þremur stundum. verði tilkynnt á fundi stjórnarinnar á morgun og far- ið fram á, að hún samþykki þá ráðstöfun. Framhald á 10. síðu Blaðamannakabarettinn: Það verða tvær sýningar enn Það hafa náðst samningar um það við fjöllistafólkið, sem hér hefur sýnt að undanförnu á vegum Blaðamannafélagsins, að það hafi tvær sýningar í viðbót. Verður önnur kl. 9 í kvöld í Austurbæjarbíói, en hin á sama tíma annaðkvöld. Sýn- ingar verða undir engum kring- umstæðum fleiri, þar sem fjöl- listafólkið flýgur utan á laug- ardagsmorgun. Aðgöngumiðar að báðum sýningunum eru seldir í dag kl. 2—9 síðdegis í Austurbæj- arbíói. Þing Iðnnema- sambandsins verður um næstu helgi 14. l>ing Iðnnemasambands íslands verður haldiS hér í Reykjavík um næstu lielgi Þingið verður sett kl. 2 i samkomusal Vélsmiðjunnar Hamars og lýkur á sunnudags kvöld. Þingið munu sitja fulltrúar frá flestum sambandsfélögum, en þau eru nú 9 talsins. Tekin verða fyrir þau mál, er mestu varða iðnnema í dag, svo sem: framkvæmd iðnskólalöggjafar- innar, verklega námið og kjara- málin. Þá mun þingið einnig fjalla um starfsemi og hlutverlt iðnnemafélaganna og áfram- haldandi baráttu heildarsam takanna fj'rir hagsmunamálum iðnnema. — Núverandi formað- ur sambandsins er Ingvaldur Rögnvaldsson, en varaformað- ur er Gunnar Guttormsson. Frummyndin af Ðjákn- anuin á Myrká Þarna er frummynd Ásgríms að Djáknanum á Myrká, eftir henni gerði hann mynd þá sem nú er í listasafni ríkisins. Alls eru 3 mund Einarsson frá Miðdal, Vet- urliða Gunnarsson, Eggert Guð- mundsson, Friðrik Guðjónsson, Eggert Laxdal, Sigurð Árnason og Gísla Jónsson. Alls eru á uppboðinu 39 mál- verk og teikningar. Þá eru nokkrir munir aðrir, skatthol, skrautborð, kínverskur útskorinn stóll úr ibenviði, „rökkursögustöll“ o.fl. Uppboðið er í Sjálfstæðishús- inu og hefst kl. 5 síðdegis á morgun, en uppboðsmunir verða til sýnis kl. 2—7 í dag og kl. 10—4 á morgun. Mynd Einars Jónssonar: Skaut- búin kona, gerð í Kaupmanna- höfn fyrir síðustu aldamót (1896?) myndir eftir Ásgrím, —1 ein þeirra, Hestfjall, nýkomin aftur til íslands frá — Indónesíu! Nefndafundur i Tröllheimi Fimm teikningar eru eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson), heita þær Nefndarfundur í tröll- heimi, „Hvað er svo glatt“, Amor í tröllahöndum, Eltingaleikur við svin og ein er af Sauðafells- kirkju. Þá er mynd eftif Jón Trausta, málverk af Baulu, gert 1915. Ein mynd er eftir Jón Stefáns- son, blómamynd, sem líklegt er að mikil keppni verði um. Og fleira er girnilegt Auk mynda er áður hafa verið taldar eru verk eftir Þorvald Skúlason, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þorláksson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Guð Eiga að gera tillögur um úthlufun lista- mannalauna Menntamálaráðuneytið hefur nýlega falið eftirtöldum ínönn- um að gera tillögur til ráðu- neytisins um, hvernig veiting Iistamannalauna verði felld í fastara form en nú á sér stað og betur að skapi þeirra, er launanna njóta: Guðmundi G. Hagalín, rithöf- undi, Gunnlaugi Scheving, list- málara, Helga Sæmundssyni, ritstjóra, Jóni Leifs, formanni Bandalags ísl. listamanna, dr. Páli Isólfssyni, tónskáldi, Snorra Hjartarsyni, skáldi, dr. Steingrími J. Þorsteinssyni, prófessor, Þorsteini Hannes- syni, óperusöngvara og Ævari R. Kvaran, leikara. Helgi Sæmundsson er form. nefndar- Misjafn síld- arafli í gœr Sjö bátar komu til Hafnar- fjarðar í gær með samtals 400 tunnur síldar. Afli var mjög misjafn, frá 10 upp í 200 tunn- ur á bát. Fram var með 200 tunnur og Fjarðarklettur 100. Síldin var ýmist fryst eða sölt- uð. Bátarnir fóru allir aftur á sjó. Afli Akranessbáta var einnig mjög misjafn í gær. Tíu bátar höfðu samtals 700 tunnur, en fjórir þeirra voru með lítinn sem engan afla. Aflahæst var Sigurvon með 213 tunnur, Sveinn Guðmundsson 110 tunn- ur. Bátarnir fóru allir aftur á veiðar. Þrír bátar komu til Grinda- víkur með samtals 270 tunnur. Aflahæstur var Ársæll Sigurðs- son með 175 tunnur. Hefur þú sent Þjóðviljanum nýjan áskrifanda í afmælisgjöf?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.