Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 4
I) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 10. nóvember 1956 Yíirdrepsskapur og hræsni — Samúð, sem íer í „manngreinarálit" — Skrílslæii undir forustu bankastjóra BORGARI SKRIFAR: „Ég get ekki stillt mig um að minnast á þau skrílslæti, þá hræsni og þann yfirdrepsskap, sem hér hefur verið hafður í frammi síðustu dagana, undir því yfirskini að vera að votta ungversku þjóðinni samúð í nauðum hennar. Fyrst skal þá minnzt á framlag Stúdenta- félags Reykjavíkur. Á vegum þess var haldinn almennur fundur í Gamla bíó, og var þar m.a. langtimbruðu og værukæru skáldi att ölvuðu upp á senu og látið þylja þar lítt hugsuð ókvæðisorð um núverandi forsætisráð- herra íslands og ýmsa fleiri mafnkunna menn. Og ekki má gleyma grínsögunum. Samúð þessa forkostulega skálds með Ungverjum risti ekki dýpra en svo, að því fannst tilvalið að segja nokkrar grínsögur, Stúdentafélagi Reykjavíkur til skemmtunar á þessum alvöru- tímum. Það er kannski ekki ur vegi að minna á, að þetta sama skáld flutti fyrir nokkr- um árum ræðu á vegum þessa sama félagsskapar og virtist þá helzt álíta, að það eina, sem ögraði heimsfriðnum, væru árásir Skotfélags Reykjavíkur á fuglk himins- ins. Er það furða, þótt maður efist um, að það sé af kristi- legri samúð með bágstaddri þjóð, einni saman, að nú rísa upp menn, sem hingað til hafa ekki vaknað daglangt af ævi- draumi sínum um perluleiki og gullin vín? Hvernig tókst Tómasi skáldi og Guðmundi Hagalín að leyna samúð sinni meö Kýpurbúum og Marokkó- mönnum fram á þennan dag? Hvaða öfl hindruðu Barða Friðriksson í að efna til lióp- göngu heim til fulltrúa Breta og Frakka hér, í mótmæla- skyni við hryðjuverk þeirra í Marokkó og á Kýpur? Var kannski samúð þeirra forustu- manna Stúdentafélagsins ekki vöknuð þá ? Eða var kannski undirlægjuhátturinn við Breta yfirsterkari samúðinni með frelsisbaráttu eyjarskeggjanna á Kýpur? Kristileg samúð með hágstöddum er fögur dyggð, en þegar henni er misbeitt, og hún látin fara í „mann- greinarálit“ eða notuð að yfir- skini til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi, þá fer ekki hjá því að fölva slái á hana. $>Á SKAL MINNZT lítillega á skrif Morgunblaðsins undan- farið. Finnst virkilega ekki fleirum en mér, að það komi úr hörðustu átt, þagar það dagblað, sem einna lengst allra dagblaða þraukaði í skilyrðislausri aðdáun sinni á framferði þýzkra nazista, fer að útmála samúð sína með bágstaddri þjóð? Er Morgun- blaðið búið að gleyma, hye samúð . þess var þungsvæf, þegar herir Hitlers óðu inn í Npreg og Danmörku og unnu hin ægilegustu hryðjuverk á frændþjóðmn okkar? Eg man a.m.k. svo langt, að það mátti^ lengi ekki á milli sjá, hvort «* mátti sín meira hjá aðstand- endum Morgunblaðsins: hund- flatur undirlægjuhátturinn við fasismann eða viðurkenning á hetjulegri baráttu frændþjóða okkar gegn kúgurum sínum. Og það var ekki af samúð með þeim þjóðum, sem sárast stundu undir oki nazismans, sem Morgunblaðið hætti að tilbiðja hann opinberlega; það var af ótta við almennings- álitið, og engu öðru. Og af hverju hvarflar það aldrei að Morgunblaðinu núna að for- dæma árás Breta og Frakka á Egyptaland, eða lýsa yfir samúð sinni með Egyptum? Er það ef til vill á færi Rússa einna að hræra kristilegu strengina í hjörtum þeirra Morgunblaðsmanna? Og með- an Morgunbl. legur óskipta blessun sína yfir framferði Breta og Frakka verður því miður ekki hjá því komizt að álíta allan bægslagang þess og gífuryrði í garð Rússa runnið af öðrum og lakari rótum en kristilegri samúð með ung- versku þjóðinni. Ég held, að menn gerðu réttara að flíka ekki samúð sinni, meðan hún ér háð jafnannarlegum tak- mörkunum og skrif Morgun- blaðsins þessa dagana sýna. Og þegar Pétur Benediktsson og Davíð fiskimálastjóri skálma upp í Túngötu með fúlegg og úldna tómata upp á vasann, fylkja þar nokkrum tugum götustráka úr ill- ræmdustu félagssamtökum landsins og hvetja þá til árása á saklaust fólk, þá get ég ómögulega séð, hvernig slíkt má verða ungversku þjóðinni til kristilegrar huggunar í hörmum hennar. Og þótt nokkrir tugir baulandi Heim- dellinga geri aðsúg að fólki, rífi utan af því fötin og reyni að misþyrma því, meðan Bjarni Benediktsson útbýr þeim dýrlega veizlu í Sjálf- stæðishúsinu að afrekunum loknum, þá get ég með engu móti túlkað slíkt athæfi sem vott djúprar o g innilegrar samúðar með ungversku þjóð- ^ramhald á 8. síðu. Þakkir til Ríkis- útvarpsins Þrennt er það sem ísl. Rík- isútvarpið er frægt fyrir, en það er: afburða fréttaflutning- ur, ófrávíkjanlegt hlutleysi og leiftrandi skemmtilegheit. S.l. mánudag sameinuðust allir þessir miklu kostir í einni stór- dramatískri frásögn af skríls- látum Ólafs Thors á Alþingi þennan sama dag. Rikisútvarp- ið lét sig ekki muna um að gleðja hlustendur með lestri þessarar fréttar tvisvar eða þrisvar sama daginn. Það er að sjálfsögðu mjög fróðlegt að kynnast og þekkja deleríur hinna ýmsu fyllirafta og þá ekki sízt hafi ein- hver hluti þjóðarinnar verið svo illa haldinn að hann hafi valið þá til að gegna mikilvæg- um, opinberum trúnaðarstörf- um. Ríkisútvarpið ætti að taka upp meira af slíkri fræðslu og kynningu. Á þriðjudaginn var það svo ein af aðalíréttum útvarpsins, (einnig lesin tvisvar), að þing- menn Sjálfstæðisflokksins hefðu skrópað og ekki mætt á þingi. (Skyldu þeir allir hafa verið timbraðir?) Mikill meiri- hluti þjóðarinnar varð frá sér numinn af fögnuði við að fá þessa frétt, og vonaði að slíkt skróp eirdurtæki sig daglega urn alla framtíð. íslendingar senda Ríkisút- varpinu hjartanlegustu þakkir fyrir þessar dásamlegu gleði- og fræðslustundir, og vænta þess að áfrarn verði haldið á þessari braut. M.J.J. Plöfusmiðir, íárnsmiðir og rofsuðumenn óskast Stólsmiðjan h.f. Sími 6570. aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaMaaaaaaaaaaaaaaaaMaaaaaaaaMaaMaaaaaaaaaaaaaasaaaaaaaaaaa Sósíalisiaféla? Reykjavíkur Aðalfundur félagsins veröur haldinn n!k. 'mánudagskvöld, 12. nóvember, í Tjarnargötu 20 og hefst kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Þess er vænzt aö félagar mæti vel og stundvíslega. STJÓRNIN. NV sendinc Jerseykjólar Fallegt úrval. i Qullfoss Aðalstrœti ______________________ZJ. Eitt af eftirtektarverðustu úrum heims ROAMER úrín era ein af hinni nákvæmu og vandvirku framleiðslu Svisslands. I verk« smiðju, sem stofnsett var (árið) 1888 eru 1200 fyrsta flokks fagmenn sem framleiða og setja saman sérhvern hlut sem ROAMER sigurverkið stendur saman af. 100% vatnspétt — Höggþétt. Fást hjá flestum úrsmiðum. ■aaaB«iaa«aaaaaaaaa*aa«aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa««««B«««u««»»n»****B»««B*M**B««»«»»>**i*«™» Sl. föstudagskvöld var dregið hjá borgarfógeta í afmælishappdrætti Þjóðviljans. Eftirfarandi númer hlutu vinning; Póbedabíllinn: 60.114 60114 biíreið og eítirtalin númer ísskáp: 3455 _ 7953 _ 8520 — 26023 — 59502 71877 — 80219 — 90501 — 110819 — 128586 — 138891 — 129005 — 156453 — 157997 — 160888. Við lok þessa happdrættis færir blaðið öllum þeim sem lagt hafa happdi’ættinu lið sínar beztu þakkir. Vinninganna má vitja í skrifstofu Þjóðvdljans. Lausnum á happdrættiskrossgátunni má skila tillO. þ.m. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.