Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Þjóðhagsleg nauðsyn að komið sé til móts við iarnar kröfur um takmörkun skattlagningar á yfirvinnu Frumvarp Karls Guðjónssonar og Gunnars Jóhannssonar til umræðu á Alþingi Frumvarp þeirra Karls Guðjónssonar og Gunnars Jó- hannssonar um breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt var til fyrstu umræð'u í neðri deild Alþingis í gær og hafði Karl Guðjónsson framsögu af hálfu flutnings- manna. Að lokinni umræðu var frumvarpið samþykkt til 2. umræðu með samhljóða atkvæðum. Eins og frá hefur verið skýrtKarl, að það er alls ekki æski- hér í blaðinu er efni frumv. á þá lund að undanþeginn verði frá tekjuskatti sá hluti af at- vinnutekjum þeirra sem vinna beint við framleiðsluna, sem þeir afla sér með eftir-, nætur- eða helgidagavinnu að svo miklu leyti sem laun fyrir þessa vinnu eru ekki orlofs- skyld, en það þýðir að þeir greiði einasta skatt af þeim eins og um venjulega dagvinnu væri að ræða, en það sem borg- að er umfram dagvinnu verði þeim skattfrjálsar tekjur. Verkafólkið njóti sjálft launamna. I ræðu sinni gat Karl þess að frumvarpið væri fyrst og fremst fram borið í þeim til- gangi að leiðrétta að nokkru það ranglæti að mikill eða jafn- vel meirihluti þeirra launa, sem verkafólk aflaði með yfirvinnu, sem unnin væri af þegnskap til þess að bjarga verðmætum fyrir þjóðarbúið rynni til annarra að- ila en þess sjálfs, en sú yrði oft raunin á eins og skattalögin væru nú. Hér væri fyrst og fremst átt við það er fólk í verstöðvunum legði nótt með degi í miklum aflahrotum þegar því bærust svo mikil verkefni að fullkom- inn ómöguleiki væri að afkasta þeim á venjulegum vinnudegi. ÞjóSimi má ekki við því að frainleiðslan ininnki. Það verður að játa, sagði legt að þurfa að leggja svo mikla vinnu á menn, sem oft er gert í slíkum tilfellum. Komið getur fyrir að slíkar vinnuhrot- ur standi jafnvel í heilan mánuð eða lengur, þótt hitt sé algeng- ara að þær séu tímabundnar. Eru menn þá oft mjög þreyttir og beinlínis illa farnir á heilsu. Mjög væri æskilegt að unnt væri að taka upp þann hátt hérlendis að ákveða með lögum að ekki sé leyft að menn vinni nema ákveðinn vinnustunda- fjölda. En það er bersýnilegt að slíkt er ekki mögulegt nema þjóðin sé jafnframt undir það búin að framleiðslan minnki verulega, en slíkar forsendur eru ekki fyrir hendi eins og sakir standa Samræmi milli orlofs- og skattalaganna. Það er því eðlilegt, að þjóð- félagið reyni að meta það við þegna sína á einhvern hátt, þegar þeir leggja hart að sér til þess að framkvæma þau störf, sem þjóðfélaginu eru allra nauðsynlegust og því er þetta frumvarp fram komið til þess |j að svo verði frá skattalöggjöf- inni gengið, að þjóðfélagið veiti | þá viðurkenningu fyrir slíka á- ! [ reynslu umfram það sem venja er að krefjast af mönnum, að | ekki verði krafinn af henni prá sýningunni í Sundhöllinni í fyrrakvöld: MaÖurinn skattur. hefur kastað sér úr 3—4 metra hœð ofan í gúmbátinn Ef svo yrði að farið sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu að telja tekjur við framleiðslu- störfin einungis skattskyldar að sama skapi og skylt er að greiða orlof á þær, þá væri þar skapað samræmi á miili þeirra tveggja lagabálka, sem hér er um að ræða, orlofslaganna og skattalaganna. Verkalýðsfélögin gætu bannað yfirvinnu. Karl kvað það verða æ greini- legri kröfur verkafólks, sem þessi störf ynni, um það að tekjur sem aflað væri með yf- irvinnu þess, væru ekki skatt- lagðar á sama hátt og almenn- ar tekjur og sagði að fullkom- lega hugsanlegur væri sá mögu- leiki að verkalýðsfélög legðu al- gert bann við yfirvinnu og hefðu þau til þess fullkominn lagalegan rétt. Það væri því miklum mun viturlegra af löggjafanum að koma til móts við sanngjarnar óskir manna í þessu efni og í því væri einnig ávinningur og trygging fyrir þjóðarbúið. (Ljósm. Sig. Guðmundsson). Kynna útgerðar- og sjómönnum meðferð gúmbjörgunarbáta Fióðleg og fjölsótt sýning í Sundhöllinni í fyrrakvöld Fyrir forgöngu skipaskoðunarstjóra og Landssambands íslenzkra útvegsmanna eru komnir hingað til lands þrír Englendingar, sérfræðingar um gerð og notkun gúm- björgunarbáta. Er ætlunin að þeir kynni útgeröarmönn- um og sjómönnum meðferð báta þessara hér 1 Reykja- vík og nærliggjandi verstöðvum eftir því sem tími vinnst til. Englendingarnir eru allir starfsmenn enska Elliot-fyrir- tækisins, sem framleiðir eina þeirra þriggja tegunda, er við- urkenndar eru af Skipaskoðun ríkisins. í fyrrakvöld var efnt til sýn- ingar á notkun gúmbjörgunar- báta í Sundhöllinni og boðið þangað útvegsmönnum þeim Myndarlegt átak Austur-Húnvetninga í sjúkrahúsmálum héraðsins Bygging s}úkrahúss hafin á SauSárkróki Austur-Húnvetningar hafa tekið í notkun myndarlegt sjúkrahús á Blönduósi. Heilbrigðismálaráðherra, Hanni- bal Valdimarsson og fjárveitinganefnd Alþingis fór til Blönduóss sl. miðvikudag til að athuga framkvæmdir þessar. Kostnaður við bygginguna er orðinn rúmar 6 millj. kr. Áttræður í dag Áttræður er í dag Andrés Runólfsson verzlunarmaður. Hann fæddist að Helgustöðum við Reyðarfjörð 10. nóv. 1876. Ólst hann þar upp, en fluttist um þrítugsaldur til Hafnar- fjarðar og vann þar alla tíð hjá Ágústi Flygenring þar til hann fluttist að Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar átti hann heima unz hann fluttist á ný til Hafnarfjarðar á þessu ári. Hann mun í dag dvelja á heim ili sona simia að Vörðustíg 7, Hafriarfirði. I Jafnframt því að vera sjúkra- hús, er bygging þessi, sem er 4 hæðir auk kjallara, einnig elli- heimili, fæðingardeild og heilsu verndarstofnun. Hafa A-Hún- vetningar sýnt feiknamikinn dugnað og stórhug við þessa framkvæmd. Að vísu er henni ekki að fullu lokið, og enn vant- ar nokkuð af tækjum, en þegar sjúkrahúsbyggingunni hefur ver- ið að fullu lokið mun það geta séð fyrir þörfum héraðsins á næstu árum og jafnframt létt á nágrannahéruðum sem illa eru búin í þessum efnum. Héraðs- læknir og aðalforgöngumaður um byggingu sjúkrahússins er Páll Kolka. Aðstoðarlæknir hans er Kristján Sigurðsson. Á Blönduósi skoðaði fjárveit- inganefnd einnig þá gömlu og virðulegu stofnun, Húsmæðra- skólann, en hann er fullsetinn, nemendur 39. Skólastjóri er Hulda Stefánsdóttir. Frá Blönduósi fór fjárveitinga- nefnd til Sauðárkróks og sko'Jaði hafnarmannvirki en miklar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á næstunni. Hefur Sauðárkróksbær hafið samningaumleitanir við þýzka firmað sem tekið hefur að sér hafnargerð á Akranesi. Samningar hafa ekki verið gerðir in. — Fyrirhugað er að lengja bryggjuna um 180 metra. Ennfremur skoðaði nefndin hið 50 ára gamla sjúkrahús á Sauð- árkróki, en húsakostur þess er mjög úr sér genginn. Hafin er bygging veglegs sjúkrahúss er á- ætlað er .að kosti um 8 millj. kr. Af því hefur aðeins verið steypt- ur kjallarinn og nokkrar undir- stöður aðrar. Fjárveitinganefnd ræddi bæði við sjúkrahússtjórn- ina og bæjarstjórnina á Sauðár- króki, en hélt síðan tl Reykja- víkur á fimmtudagskvöldið. II rímur Símonar Dalaskálds á 900 kr. Á bókauppboðinu í gær komust Lærdómslistafélagsrit- in í kr. 3.700,00. Frumútgáfur af 10 rímum Símonar Dalaskálds fóru á 900 kr. íslenzk þjóðlög Bjarna Þor- steinssonar fóru á 900 kr., orðabók Cleasby’s og Guðbrand- ar Vigfússonar á 700, Land- Fóru út í gær Síldarbátarnir hér við Faxa- flóa fengu allsæmilega aflahrotu um daginn, en þá hófust ógæftir sem staðið hafa í 4—5 daga. í gær fóru bátarnir aftur út á veiðar eftir landleguna. fræðisaga Þorvaldar Thorodd- sen á 825,00, Lýsing íslands á 800,00 og Landfræðisaga hans á 600,00. Kvæðabók Eggerts Ólafssonar fór á 300,00 kr. Nokkrar smásögur, eftir Kiljan á 500,00 og Vefarinn mikli á 550,00. Draupnir seldist á 700 kr. og Mynstershugleiðingar á 350,00 kr.! Frá Grænlandi, eft- ir Sigurð Breiðfjörð fór á 325 kr. — Allmargt bóka var þó selt á skaplegu verði og sumar tiltöluþíga lágu. sem sitja aðalfund L.Í.Ú., sjó- mönnum og nemendum Sjó- mannaskólans. Voru áhorfend- ur alls 200—300. Hjálmar R. Bárðarson skipa- skoðunarstjóri gerði í upphafi sýningarinnar grein fyrir gerð gúmbjörgunarbátanna og lýsti helztu kostum þeirra. Síðan voru sýndir þrír mismunandi stórir bátar, 6, 10 og 12 manna för. Var hverjum bátnum um sig kastað samanbrotnum og í umbúðunum í laugina, en grönn lína látin liggja frá hon- um upp á laugarbarminn. Þeg- ar kippt var í línuna, hrökk öryggisloka frá kolsýrlings- hylki á bátnum og hann fyllt- ist lofttegundinni á nokkrum sekúndum. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra var meðal gesta á sýningunni og ,,opnaði“ hann bátana, ef svo má að orði komast. Þá var einnig sýnt hvernig menn geta kastað sér ofan í bátana úr talsverðri hæð og hve einum manni veitist auð- velt að rétta við 12 manna bát, sem hvolft hefur. Aðstoð- uðu nokkrir Sjómannaskóla- nemendur við þennan þátt sýn- ingarinnar. Sýning þessi tókst ágætlega og var gerður góður rómur að henni. Um miðjan dag í gær sýndu svo ensku sérfræðingarnir, hvernig gúmbjörgunarbátarnir eru brotnir saman en það er mikið vandaverk og vart á færi annarra en kunnáttumanna. Fór sú sýning fram í geymslu- húsi Landssambands ísl. út- vegsmanna við höfnina. Afhendir trúnað- arbréf Hinn 8. nóvember 1956 afh.nti dr. Kristinn Guðmundsson Breta- drottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands og ráð! : rra með umboði í Stóra-Bretlandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.