Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5- undrun, gremju og kvíða« Opið bréf frá pólskum kommúnistum til aðalmálgagns franska kommúnistaflokksins Eftirfaraudi „Opið bréf til félaganna við l’Human- ité“ birtist nýlega í Nowa Kultwra, málgagni sam- taka pólskra rithöfunda. VHumanité er aöalmálgagn Kommúnistaflokks Frakklands. Höfundur opna bréfsins heitir Strzelecki. FÉLAGAR! TLfig fýsir að láta í ljós við ykkur nokkrar þeirra hugsana og hugmynda, sem vakna hjá okkur við lestur ummæla ykkar um þróun mála í Póllandi og Ungverjalandi. Þetta bréf verður ekki langt, en þar verður látin í Ijós . undrun okkar, gremja okkar, kvíði okkar. Ræðum fyrst um Pólland. Sem steini lostnir af undrun höfum við fj’lgzt með afstöðunni sem þið hafið tek- ið síðustu dagana þegar pólska þjóðin. endurnýjaði beztú byltingarhefð sína og bjóst til að verja helgustu verðmæti sín undir forustu verkalýðsstéttarinnar, þegar öll æska okkar hafði aftur fundið eldmóð og von, þegar flokkur okkar knýtti á ný einingarböndin við þjóðar- heildina. Félagar, þið hafið steinþagað um þýðingu at- burðanna sem. verið hafa að gerast hjá okkur. En það var meira en þögn. Með afstöðu ykkar hafið þdð gerzt banda- menn allra þeirra afla, utan flokks okkar sem innan, sem reyna að loka einu leiðinni^. til að vinátta takist með þjóð okkar og þjóð októberbylting- arinnar. Ifyrsta lagi hafið þið með birtingu á glefsum úr Figaro og l’Aurore (Frönsk íhalds • blöð. Aths. Þjóðv.) reynt að koma því inn hjá lesendum ykkar að það sé afturhaldið eit't sem fagni baráttunni sem ýið heyjum gegn leifum stal- ínismans. Síðan birtuð þið án nokkurra athugasemda grein úr Pravda, dapurlegrar minn- ingar, þar sem lirúgað var saman smásálarlegum rógi og alvarlegum ásökunum—grein sem ekki verður birt í safni í þeirra ritverka, sem eflt liafa • samband þjóða Póllands og ! Sovétríkjanna, Af öllum þeim • samkomum, af öllum þeim fundum sem haldnir voru vegna áttunda fundar fullskip- j aðrar miðstjórnar flokks okk- j ar, og þár sem byltingarsinn- : uð ábyrgðartilfinning pólsku ! verkalýðsstéttarinnar kom glöggt fram, hafið þið aðeins lýst þeim sem haldinn var í Wroclaw og skar sig algerlega úr að því leyti að þar kom fram nokkur sovétfjandskap- ur. Á þessum stórbrotnu dög- um hafið þið ekki viljað sjá neitt nema froðuna, þið hafið lokað augunum fyrir þeim volduga og heilbrigða straumi sem farið hefur um pólskt þjóðlif. fjið hafið ekkert viljað sjá " nema ævintýramenn og hafið reynt að fela fyrir frönskum verkalýð verka- mennina í verksmiðjunum Zeran og Kasprzak, en það eru þeir sem sífelit hafa ver- ið í fararbroddi endumýjun- arhreyfingarinnar. Þið hafið ekki kært yklcur um að nefna athæfi þeirra afla í . flokki okkar, sem reyndu að bjóða byrginn vilja verkalýðsins og flokks okkar. Þið hafið varið þá stjómmálastefnu sem ein- mitt þessir menn hafa fylgt og hlaut að leiða land okkar og allan hinn sósíalistíska heim fram á brún hengiflugs. Þið hafið tekið undir með þeim sem gagnvart þjóð sinni og flokki em gagnteknir einni og aðeins einni tilfinningu: ótta. Þið hafið tekið undir stefnu Gerös, sem leitt hefur blóðbað yfir Ungverjaland. Eftir þessa kynlegu byrjun hafið þdð síðastliðinn mið- vikudag birt grein eftir Mar- cel Servin, grein sem hvorki er honum til sóma, flokki hans né blaði ykkar. I7ið erum dómbærir í þessu * máli. Dýrkeypt reynsla okkar, barátta okkar fyrir að færa orð og gerðir til sam- ræmis hvort við annað, við- leitni okkar til að gera fyrir- heit sósíalismans að vem- leika, baráttá okkar fyrir lýð- ræði öreiganna og vináttu þjóða á milli, eiga annað og betra skilið af fomstu Komm- únistaflokks Frakklands en iimmæli þar sem fáfræðin og hræsnin tvímenna. Okkur finnst einnig, að lesendur rilumanité eigi rétt á að fá að vita af þessu. Kenning Leníns um að sigraðar stéttir leitist við að grípa til vald- beitingar til að koma fram hefndum, sem Servin leggur svo rækilega útaf, er sannar- lega einn af hornsteinum marxismans. En marxisminn lætur ekki þar við sitja. Sú nýja reynsla sem varðar leið alþýðuríkjanna, bæði þar sem hún hefur verið björt og dimm, gerir okkur fært að ganga framar en ýmsar eldri hugmyndir gera. Saga lands okkar á síðustu tímum fellur ekki ekki í mót þeirra vél- rænu skilgreininga og stein- runnu kennisetninga sem finna má í l’Humanité-Dim- anche. Hún molar í öllum mikilfengleik sínum grein Marcels Servins, sem hefur þungt höfuð en léttvægar hugsanir. CJannleikurinn er hlutlægt ^ fyrirbrigði. Okkur er sagt að atburðirnir í Póllandi beri í sér frækorn gagnbyltingar. Okkur er sagt að stéttaróvin- urinn reyni að nota sér mis- tök okkar. Má vera, en þá mætti segja okkur, hver hef- ur gerzt málpípa þessara ó- vinveittu afla, hver hefur snú- ist gegn þeirri stefnuskrá um framþróun sósíalismans sem flokkur okkar hefur samþykkt með hrifningu. Það væri vel ef l’Humanité vildi svara þess- ari spurningu. Hið almenna orðalag greinar Marcels Ser- vins dregur hulu j'fir tilgang og þýðingu baráttu okkar. Það er nefnilega rangt að gagnbyltingarstraumur fari um pólsku verkalýðsstéttina. En hér lýkur undrun okkar og gremju yfir afstöðu l’Hu- manité, afstöðu sem kemur okkur til að halda að Komm- únistaflokkur Frakklands, flokkur Alþýðufyikingarinnar, flokkur Gabriels Péri og Jaques Decour, hinn stór- fenglegi flokkur mótspyrnu- hreyfingarinnar, reyni að efna til þagnarsamsæris um söguþróunina. ¥Iér hefst því kvíði okkar, Við efumst ekki hót um lokasigur, því að málstaður- inn sem við berjumst fyrir er; á engan hátt háður áliti fé- laganna við l’Humanité. En kvíði okkar varðar ásigkoniu- lag flokksins sem þdð eruð fulltrúar fyrir, flokksins sem hefur verið og ætti að vera von vinstri aílanna í Frakk- landi. Afstaðan sem þið hafið tekið til atburðanna í Pól-. landi, tónninn í frásögn ykk-': ar af harmleiknum í Ung- verjalandi, er merki um heild- arviðhorf ykkar til breyting- anna sem eru að gerast í hin- um sósíalistíska heimi. Mat ykkar er, að þessar breyting- ar séu ekki ykkur i hag, og þið hagið ykkur eins og þið vilduð einangra franskan verkalýð frá þróuninni sem á sér stað í verkalýðshreyfingu annarra landa. Það er þetta sem er svo iskyggilegt. XTiö erum sannfærðir um að " endurnýjunarviðleitnin sem á sér nú stað í öllum löndum hins sósíalistiska heims — þar á meðal Sovétríkjunum — muni bera árangur, en undir því er komin framtíð hug- sjónar sósíalismans um heim allan. En gagnvart öllum þeim flóknu vandamálum, sem sam- fara eru breytingunni frá stjórnarháttunum á tímum Stalíns, takið þið sömu af- stöðu^.og menn af sauðahúsi Gerös. Við álítum að slík af- staða geri ekki fært að leysa þau vandamál sem blasa við kommúnistaflokkunum i vest- rænum ríkjum, og þá sérstak- lega Kommúnistaflokki Frakk- lands, árið 1956. Við áiítum ekki að frásagnir ykkar og þagnir ykkar fái kæft áhyggj- urnar í brjósti franskra fé- laga, sem af öllu hjarta eru á bandi þeirra nýju strauma Framhald á 8. síðu Haustmynd f rá Norð urheimshautsísnum i Svona lítur út á ísnum í grennd við Norðurheimskautið að haustlagi. Myndina tók vísindamaður í einum sovézka,. leiðangrinum sem hafast við í rannsóknarstöðvum á heimskautsísnum. Sú stöð nefnist „Norðurheimskaut 6“. Þá fjóra mánu&i sem liðnir exu síðan stöðin var sett á stofn hefur ísinn sem hún stendur á rekið 340 kílómetra leið*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.