Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 9
Laagardagurmn 10. nóvember 1956 — 2. árgangur 40. tölublað 1 Guamar póstnr Haukur Morthens hefur sungið G-unnar póst á hljómplötu, textinn er eftir Loft Guðmundsson. Hvellfc er á Bröttukleif liornið þeytt, heiðin að baki — og Sörli fetar greitt, bóndi og hjú kannast hljóm þann við, í hlað ríður garpur eftir stundarbið. Gunnar — Gunnar póstur. Garpur á dökluun jó. Kofforfcahestarnir í langri lest lóttara stíga er heim á bæinn sést. Gunnar i söðli rís og raular lágt, rjálar við skeggið sítt og héiugmtt. Gunnar — Gunnar póstur. Garpur á dökkum jó. Sæluhúsafletin eru um frostnótt köld, ferðlúuum bíður lilýrri rekkja í kvöld, roklcþyt að sofna frá og rímnasöng rórra em við stormgný í klettaþröng. Gunnar — Gunnar póstmv Garpur á dökluun jó. Heiðiu — í vetrarmyrkri, liörku og byl, heiðin — mn sumardag við Ijós og yl, heiðin að baki og í bili lokið för, á Bröfctekléif garpur iyftir horni að vör. Guimar — Gunnar póstur. Garpur á dökkum jó. Hver mau nú ferðagarp og fáltinn hans? FaUið í gleymsku er afrek liests og manns. Heyrisfc í Bröttukleif hom þeytfc um nátt, — hver skilur bergmálsrödd, er kveður lágt. Gunnar — Gunnar póstuiv Garpur á dökkuin jó. 1 HvaíS rauf kyrrðina? 1 næst síðasta blaði tveimur góðum kunn- birtum við upphaf að ingjum. Fyrst er hér vlsu frá Addý á Beru- botn frá H. I. D,: fjarðarströnd. Það var svona: Brosir heiður himininn, — hljótt tii fjarða ag dala. Svo bætti hún við: Botninn við þetta á að vera um það, hvað rauf. kyrrðina. Eftirfarandi botnar hafa borizt frá i brekkum jarmar búsmalinn, — bergmál fjallasala. Svo eru hér tveir frá Ella: 1. Hér rauf þögn. er hirðirinn Framh, á 3. síðu Heilabrot og gátur 1. Hvert er það stökk, sem reiðum veitist auðveldast, en óreiðum örðugt? 2. Hvaða starfsmaður á sveitaheimiium hafði lengdarmál í miðju nafni? 3. Hvaða stafir eiga að koma í stað punkt- anna framan og aftan við . . kind . svo að það verði orð, sem nálgast sönnun. RÁÐNINGAR á heilabrofcum í síðasfca blaði 1. Kálhöfuð. 2. Dóttir þeirra. 3. Annari drengurinn hét Steindór, hinn Samú- el. 4. Falsið. Skemmtilegasta lesgreinin Svörin utan af landi hafa verið að berast til þessa dags, en nú verða úrslit úr skoðanakönn- uninni birt í næsta blaði. Bréíasambönd Við óskum að komast í bréfasamband við stelpur á aldrinum 9— 11 ára, helzt á Akureyri eða í Reykjavík. Hlín Aðalsteinsdóttir Þiljuvöllum 32, Norðfirði. Þórhildur Þorleifsdóttir Sólhói, Norðfirði. Aldrei drakk hann Bsík- . _ ____ ___ Hann fann öryggi sitt á söngpallinum aukast, pegar hann kom auga á móður sína „Það var tilkomumik- il stund að labba fram á sviðið í fyrsta sinn og syngja fyrir fullu húsi áheyrenda. Ég var vit- anlega titrandi og dá- lítið kvíðinn, en þá kom ég auga á mömmu á svölunum á móti og þá bjargaðist þetta, — hún veitti mér styrkinn". Hann var 12 ára, þeg- ar þetta var, ekki hár í loftinu, en hnellinn, svarthærður og hrokk- inhærður, háttprúður í framkomu. Hann söng þá í Drengjakór Reykja- víkur, sem Jón ísleifs- son söngkennari stjórn- aði, og eitt fyrsta ein- söngslagið var: Hve sæl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu’ engan dag fyrir sólarlagsstund. Ljóðið er eftir Matthías Jochumsson. Þetta var Haukur Eð- varðsson Morthens. Og þið kannist öll við hann, því að sennilega líður engin vika svo, að rödd hans heyrist ekki í út- varpinu, jafnvel oft dag eftir dag, enda hefur hann um langt árabil verið einhver vinsælasti söngvari okkar. Og þeg- ar skoðanakönnunin fór fram í blaðinu okkar um vinsælustu söngv- arana, var hann efstur á blaði ásamt Sigurði Ólafssyni og Erlu Þor- steinsdóttur. — Ritstjóri Öskastundar- innar ræddi við Hauk stundarkorn og leitaði fregna hjá honum um eitt og annað honum viðkomandi. Við höfum sent marg- ar tízkudömur til ykkar, kæru lesendur, og við eigum fjöldamargar myndir af dömum, sem bíða birtingar, en nú sendum við mynd af Hauki Morthens sem tízkuherra, jafnframt því sem við getum hans sem söngvara. Hann er prúður og háttvís . í framkomu, virðist búa yfir rólegri yfirvegun um umhverfi sitt og er enginn flysjungur í hugsun. Hann snyrtir sig hið bezta, þykir gaman að svarta efri- vararskegginu sínu, er hann lætur vaxa sem mjótt strik. Hann er fullur að vöngum með óvenju slétta húð og virðist ekki útþvældur af næturvökum og ó- reglu. Enda er það mála sannast, að þessi vinsæli söngvari, sem í 12 ár hefur sungið opinber- Framhald á 3. síðu. Kom inn! Kennari, sem oft var nokkuð utan við-sig, var einhverju sinni að ganga um gólf heima hjá sér og var í þungum þönk- um. Hann gekk þá að ofninum, og sló pípu sinni við hann til þess að hrista úr henni ösk- una. Við höggin hrökk hann upp úr hugsunum sínum og kallaði hátt; „Kom inn!“ Laugardagur 10. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Haiíidknaitleiks- mótið teldur áfram í kvöld og a Reykjavíkurmótið í hand- knattleik heldur áfram í kvöld og verða þá Ieiknir sjö leikir. Er unga fólkið þar í eldinum, þar sem enginti leikur í meist- araflokki kvenna fer þá fram. Annars fara þessir leikir fram: Annar fl. kvenna: Þróttur •—Áraiann. Þriðji fl. karla: ÍR—Þróttur, Frarn—KR, Ármann—Valur. Annar fi. karla: Víkingur- Fram A, KR—Pram B, Valur- iR. Á sunnudagskvöld keppa þessi lið: Þriðji fl. karla: ÍR—Fram. Meistarafl. karla: Ármann— Valur, KR-^Víkingur, Fram— Þróttur. Finnskir frjálsíþróttamenn hafa sett 14 met í sumar Senda sterkasta Norðurlandaílokkinn til Melbourne Finnskir Áirsþmg FRÍ Ársþing Frjálsiþróttasambands íslands hefst í dag kl. 4.30 síð- degis í íþróttaheimili ÍSÍ Grund- arstíg 2 A. ÞLngið stendur yfir I dag og á morgun. frjálsíþróttamenn geta litið yfir sigursælt sumar og árangursríkt. Þeir liafa keppt við lönd eins og Frakk- land, sem þeir sigruðu með 113—102. Svíþjóð unnu þeir 209—201 (þrír menn), Þýzka- land einnig 231.5—229.5. Það voru aðeins Ungverjar sem fengu sigrað þá 200—210. Ung- verjar höfðu 19 stig yfir eftir fyrri daginn en á þeim síðari kom fram hin finnska „sisu“ og þeir unnu með 9 st. síðari daginn. Finnar voru engan veginn heppnir í’ þessari keppni. Grindahlauparinn Tammenpaá datt, Rintenpáá, hindrunar- hlauparinn lenti í að lokast inni og kom ekki með í loka- átökin. Ungverjinn Krasnai vann spjótkastið, kastaði 71 m í fimmta kasti og þá með spjóti sem Sillanpáu hafði lán- að honum. I þrístökki unnu Finnar þre- falt (15.52 — 15.42 — 15.37). Stangarstökkið varð líka þre- faldur sigur fyrir Finnland. Landström stökk 4.40. Hindr- unarhlaup er sterk grein hjá Finnum, Ilkke Auer setti nýtt finnskt met í keppninni við Ungverja, 8.42.8. Rintenpáá hefur líka hlaupið hindrunar- hlaup á 8.44.4 og Sven Laine á 8.48.0. Sven Oswald Mildh hef- ur hlaupið 400 m grind á 51.5. Sá maðurinn sem mest ber þó á í finnskum íþróttum er spretthlauparinn Voitto Hell- sten. Hann hefur ekki tapað keppni í þeim hlaupum sem hann hefur tekið þátt í á sumr- inu, og liefur hann ekki mætt neinum smámennum í öllum þessum landsleikjum. Hann á finnska metið á 200 m sem er 21.3. 100 m líka 10.6 og 100 jarda metið finnska á hann. Hann á 400 m metið sem er 46.3 og er það Norðurlandamet. Við 800 m hefur hann reynt líka og er árangur hans þar 1.50.1. Það er því ekki að undra þótt hann sé orðinn að noklc- urskonar þjóðarhetju. Finnar senda 18 manna hóp til Melbourne, og það er ekki ósennilegt að þeir vinni stig í þeirri hörðu keppni sem þar verður háð. Skráin yfir finnsk met litur þannig út: 100 m Voitto Hellsten 10.6 200 m Voitto Hellsten 21.3 400 m Voitto Hellsten 46.3 800 m Olavi Salsola 1.48.3 1500 m Olavi Salsola 3.42.0 3000 m Euro Taipale 8.03.6 5000 m Ilmari Taipela 14.05.2 10000 m Viljo Heino 29.27.2 110 m grind B. Sjöstedt 14.4 Spjótkast S. Nikkinen 83.58 Kringlukast C. Lindroos 52.87 A. Boyscn fer tíl Melbourne I 400 m grind S. O. Mildth 51.5 (Norðurlandamet) 3000 m hindr. Ilka Auer 8.42.4 (Norðurlandamet) Hástökk, Eero Salminen • 2.06 Langstökk Jorma Valkama 7.77 (Norðurlandamet) Þrístökk Kari Rakhamo 15.79 Stangarst. E. Landström 4.51 (Evrópumet) Kúluvarp Reijo Kovisto 16.54 Sleggjukast V. Hoffren 59.48 Allt fram að síðustu helgí var það fullyrt að hinn snjalli; hlaupari Norðmanna Audun Boysen færi ekki til OL að þessu sinni. Hafði hann af ein- hverjum ástæðum tilkynnt að liann færi ekki til leikjanna 5 haust. Þetta vakti mikla óánægju og næstum reiði meðal Norðmanna, því að hann bar ekki fram ástæður sem fólk' vildi taka gildar. Varð þetta til nokkurra blaðaskrifa og þð minni en búast hefði mátt við. Nú um síðustu helgi tilkynntí Boysen að hann væri reiðubúinn að fara og var því auðvitaiS tekið fegins hendi. Boysen ef sá maður norskur sem hefuif mesta möguleika allra norskra frjálsíþróttamanna til að sigra. Hann hefur bezta tímann á 800 m í ár ásamt Tom Cui*tney;i tíminn er 1.46.4. í ár á hana mjög glæsilegan feril að baki. Bæjarsími Reykjavíkur vill ráða æft skrifstofufólk í 2—3 nián,- uði, við undirbúning símaskrárinnar. Umsækjendur gefi sig fram á skrif- stofu bæjarsxmans, herbergi nr. 111, sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.