Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 10. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (H 26. dagur „Þeir geta veriö betri mín megin“, sagði Dan. En nú lagði i_nn höndina léttilega á stýrisstöngina, og Leonard vissi, að hann var að þreifa fyrir sér, hvort nokkurs staðar fyndist óvenjulegur titringur. „Þið Sullivan eruð orðnir ímyndunarveikir“, sagði Hobie. „Númer eitt og tvö ganga báöir eins og þeim hefði verið borgað fyrir það. Og það gera þeir reyndar allir“. „Á ég þá að segja Sullivan þaö?“ „Ég veit ekki hvað þú getur sagt honum annað“. „Þá það“. Leonard tók ekki hendumar úr vösunum meðan hann labbaði aftur í klefa áhafnarinnar. Hann raulaði lag fyrir munni sér, en þaö heyrðist ekki fyrir hávaðanum í hreyfinum. Sullivan lá enn í sömu stell- ingum og var ygldur á svip. „Þeir segja, að skrúfurnar geti ekki gengið jafnara“. „Einmitt það?“ Leonard komu viðbrögð hans dálítið á óvart, enda þótt hann hefði getað sagt sér það sjálfur, að þannig myndu þau verða. Sullivan var ekki vanur aö þjóta fram á flugþiljur, ef einhver mótmælti honum, og umtruna þar öllu til að sanná, að hann hefði rétt fyrir sér, eins ogf sumir flugstjórar gerðu. Leonard beiö meðan hann smeygði sér úr kojunni ofan á gólf, og hann kunni vel viö rólyndi hans. Þaö voru einungis kúlurnar á kjálka- börðunum, sem sýndu, að hann var enn að hugsa um skrúfurnar. Leonard hafði lært að skilja og meta þessar furðulegu kúlur. Þær voru eins konar loftvog, eini sýni- legi lykillinn aö tilfinningalífi Sullivahs. „Það eru einhvers staðar maðkar í mvsunni", sagði Sullivan. „Ég er að hugsa um að athuga málið. Það er líka tími til að ég taki við stjórninni aftur“. Hann hypjaði upp um sig buxurnar og gekk hægum skrefum fram á flugþiljur. Verkurinn byrjaði í höfðinu á Frank Brisco og færði sig svo niður eftir bakinu og út í handleggina og leið burtu gegnum fingurgómana, eins og bráðinn málmstraumur. Samt sat hann grafkyrr 1 sæti sínu og hélt um stólbríkurnar eins fast og hann gat og vonaöi, að enginn tæki eftir svitanum, sem hnappaðist á enni ( hans. Andlitið varð öskugrátt og varirnar skulfu, þegar hann gerði örvæntingarfulla tilraun til að láta sem ekkert væri. Enginn mátti vita um líöan hans, því að þá færu allir að kenna í brjósti um hann, og þaö var það versta af öllu. Það myndi flýta fyrir endalokunum. Annars var sjúkdómurinn kominn á svo hátt stig, aö það gerði hvorki til né frá. Beinátu — kölluðu lækn- arnir það. Beinin í honum voru orðin eins brothætt og eggjaskurn, þau þoldu hvorki högg né snöggar hreyf- ingar. Þannig var komið fyrir Frank Briscoe, sem fyrir fimm árum gat beygt silfurpening með fingrunum! Ó, góður guö, gefðu mér frið svo sem eina mínútu .... bara eina. Eöa taktu mig til þín, svo það sé búið. Stundarfriö? Það mundi brátt veröa eilífur friöur. Einn mánuöur enn, kannski tveir, í mesta lagi sex, og þá yrði öllu lokiö. Það var undarlegt, hvernig heilsu- hraúst fólk var alltaf með bollaleggingar um að verða að minnsta kosti áttatíu ára og byggði þannig líf sitt á fjarlægum draumi. Líftryggingafélögin voru snillingar í að notfæra sér þennan barnaskap. Frank Briscoe ætlaði sér samt aö lifa áfram í öðrum manni — svona aö vissu leyti. Það var búiö að ráðstafa því öllu. Stanford sjúkrahúsið átti aö fá augun úr honum. Nokkrum klukkustundum seinna mundi svo ókunnur maður hverfa úr hræðilegu myrkri blindingj- ans og fá fulla sjón. Honum leiö betur, þegar hann hugsaði til þessa ókunna manns. Mundi þessi aðgerð einungis gera honum fært að greina mun ljóss og skugga, eða mundi honum auðnast að sjá allt þaö fagra, sem Frank Briscoe hafði áður séð? Kannski mundu augu hans líta á hlutina frá sama sjónarmiði og augu Franks höfðu gert. Ef til vill mundi þessi ókunni maöur horfa á fólk, sem var ljótara og afskræmilegra útlits en flest annað, og sjá með augum Franks hvernig jafnvel þeir viöbjóðslegustu gátu orðið fagrir. Alveg eins og það var meö smábörnin áöur en máliö fór að eitra sjón þeirra. Kannski gæti þessi ókunni maður séð hvað inni fyrir bjó, bak við máttvana handleggi, vanskapaða fætur og hræðilega útlítandi nef, sem sumt fólk dirfðist aö leggja til grundvallar dómum sínum um aðra; þessi ókunni maður sæi kannski líka gegnum fátækleg klæði þeirra, sem einnig urðu ásteytingarsteinar sumu fólki, og þá auönaðist honum ef til vill að svipta burtu tjaldi skilningsleysis og hleypidóma, unz hann færi að elska aðrar mannlegar verur jafnt og sjálfan sig. Það yrði mikill dagur. „Líður yður vel, hr. Briscoe?“ Spálding stóö við hlið- ina á honum. Hún lagöi höndina mjúklega á handlegg hans og hann leit undan til þess að hún sæi ekki þján- ingarsvipinn á andliti hans. Honum tókst að brosa, þeg- ar hann leit við aftur. „Vel? Litla stúlka, mér líður eins vel og framast verð- á kosið!“ Hún brosti Iíka, en hún vissi að hann var að skrökva, því að hann fami, að hún losaði takið um handlegg hans. „Á ég að færa yöur eitthvaö, hr. Briscoe? Ég kem með kvöldmatinn eftir klukkutíma, en yður langar kannski í te eða kaffi, svona til að hressa yður“. Hann horfði 1 augu hennar. Þau sýndu ekki samúð heldur skilning, og honum fannst aðdáunarvert, að svo ung stúlka skyldi geta gert svo glöggan greinarmun á því tvennu. Hún veit að ég á að deyja bráðum, hún veit það eins vel og ég, og þó reynir hún ekki að dylja eðlilegan ótta sinn með því að láta líta svo út sem hún viti það ekki. Hún var kánnski ein af þeim fáu, sem gat skilið, að dauðinn var mönnum stundum kærkom- inn. „Hvað segið þér við því, hr. Briscoe?“ Áður en Frank Briscoe gafst tóm til áö svara, heyrðíst veikur klukkusláttur í vestisvasa hans. Spalding hallaöi sér áfram og lagði undrandi viö hlustirnar. „Hvað .... hvað var þetta?“ Vandræðalegt bros færðist yfir varir hennar, er hann stakk hendinni í vasa sinn og dró upp úr honum lítið gullúr. Hann hélt því í flötum lófanum, svo að hún gæti séö það, og barnsleg undrun hennar kom honum til að gleyma sársaukanum. „Klukkan er fimm“, sagði hann. „En .... það slœr!“ „Já, þér heyrðuð það sjálf. Mér áskotnaöist þaö fyrir nokkrum árum í Sviss. Það er einkennilegt .... þetta er hið eina af eigum mínum, sem ég hef ekki ánafnað öðrum“. Spalding kraup viö sæti hans. „Ó! Þetta er það dá- samlegasta, sem ég hef nokkurn tíma séð! Má ég snerta á því, hr. Briscoe? Ó, ég vildi óska, að þaö færi að slá aftur!“ Hann losaði úrið frá gullkeöjunni, sem lá yfir mitti hans, og lagði þaö í lófann á Spalding. Svo horfði $ r msÉs&usÉnia U v/e abnasuól NORS BLÖÐ ■ H | Blaðatiirninn, { Laugavegi 30 B. \ ■■■■■■!•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■•«■• ■■■■■> | I j Húseigendur j athugið : i Onnumst smiði a > allskonar innrétt- | * m ingum. Upplýsingar í síma 9755. : : ■ " ■ E ■ »■■■■■■■■«**■■■■ Bein þú ÖEvum þínum ... Framhald af 7. síðu leiðrétt —,en við skulum einn- ig minnast þess að hér. heima á íslandi er háð mikilvaeg bar- átta fyrir betra stjórnarfari, gegn hersetu þeirri sem nú leiðir óbærilegar hörmungar yfir margar þjóðir, og frétta- stofa ríkisútvarpsins má ekki verða til framdráttar þeim öfl- um sem reyna að snúa þróun- inni við af annarlegustu hvöt- um. — M.K. : Öll eldhúsinnréttingin eitt borð ' Víða um lönd er verið að gera tilraunir með eldhúsinn- réttingar sem komið er fyrir í stofunni, svo að húsmóðirin geti verið í vistlegu umhverfi meðan hún er að matreiða. Seinasta nýungin á þessu sviði er innrétting sem komið er fyrir. á miðju gólfi eða út frá einum veggnum í stofunni, og er þar allt saman komið í eitt, sem hafa þarf, en því er svo haga.nlega fyrir komið að varla er hægt að sjá, að þetta sé eldhúsinnrétting, nema hvað vaskurinn kemur upp um það, allt hitt er hægt að fela inni í skápum. Það er dýrt að koma þessu upp, og vafasamt, hvort nokkuð er unnið við það. Er ekki með þessu verið að hverfa aftur til fornra hátta, þegar sofið var, matazt og eldað. í einu og sama herbergi? Það er ekki mikil ástæða til áð ætla, að þetta nái verulegri út- breiðslu í borgunum. Ætli flest- um húsmæðrum finnist ekki viðfeldnara að hafa lítið en vel búið eldhús, og ætli öðrum heimilismönnum finnist nokkúr bót að því að hafa matarlykt fyrir vitunum hvenær sem vep- ið er að elda eða baka? Þeir sem efni hafa á að hlaupa eftir öllum nýungum, geta leyft sér þetta, aðrir ekki. PIOÐIHLIWVN útgeíandi: SRmelninBarflol!)iUT nlþ#5u - Sðslallstaflokkurlnn. - Ritstiórar: Magnús Kiartansao (áb.); Sicurður Ouðmundsson. — Fréttaritst.ióri: Jón BJarnason. — Blaðameiln: Ásmundur Síkui « - ...... Jwisson. Bjarni Benediktsson, Ouðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. - uglýsingastjórt. Jónateinn Haraldsson. Ritstiórn, aígrciðsla, aueiýsinear, prentsmiðja: Skóiavörðustíg 19. — Siim 7500 < 7 Askrtftarverö kt. 25 á mánuöi í Reykjavfk og nágrenni; kr. 22 juuaarsstaöar. - LausasöJuverð kr. 1. - PrentsnnðJ Qjoovujane n.í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.