Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 10. nóvember 1956 Þjóðviliinn ÚtgeJaruU: SameiningarflokkUT alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Spurningar iskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, flutti útvarpsávarp í fyrrakvöld þar sem hann skoraði á presta landsins að biðja fyrir ung- versku þjóðinni og frelsi henn- ar og hvatti almenning til að koma í kirkjur landsins og taka undir bænina. Það er vissu- lega þakkarvert ef kirkja ís- lands reynir að leggja fram sem hún má til að tryggja frið og frelsi þjóða, en áskorun biskups hlýtur að hafa vakið margar spurningar hjá almenn- togi. _____ til biskups vað kemur til að biskupinn yfir íslandi hefur aldrei skorað á presta landsins að minnast Alsírbúa í bænum sínum, en þar í landi hafa margir tugir þúsunda látið líf- ið í frelsisbaráttu á undanföm- um árum, vopnlausir, fá- tækir menn í baráttu við al- vopnað herveldi? Hvernig stendur á því að frelsisbarátta nýienduþjóða við stórveldi hefur aldrei hlotið stuðning í bænum þeim sem biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson, hefur hvatt til? r jj’Tvernig stendur á því að biskupinn yfir íslandi skor- aði ekki á presta landsins að biðja einnig fyrir egypzku þjóð- ínni sem hefur orðið að þola árós tveggja stórvelda og þeg- ar fórnað lífi fjölda sona sinna og dætra fyrir frið' frelsi og Sjálfstæði? TTvernig stóð á því að biskup- inn yfir íslandi sagði ekki orð þegar grísk-kaþólska kirkj- an skoraði á allar kirkjur heims að biðja fyrir Kýpurbú- um og baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði, en þar í landi hafa kirkjuhöfðingjar haft forustu í fullveldisbarátt- unni en Bretar hafa svarað með aftökum, fangelsunum og of- beldi? Getur það verið að biskupinn og kirkja íslands telji það réttmætt, eða að minnsta kosti ekki umtalsvert, að menn séu líflátnir, fangelsaðir og ofsótt- ir í Egyptalandi og nýlendun- um; það eitt. sé bænarvert ef sömu hörmungar dynja yfir Ungverja? Hefur biskupinn og kirkja íslands einhvem mæli- kvarða á það hverja menn megi lífláta og ofsækja og svipta frelsi? annig spyrja menn, og víst er um það að hinar tak- mörkuðu bænir biskupsins yfir íslandi eru í litlu samræmi við hinar fornhelgu hugsjónir krist- innar kirkju um mannhelgi og siðgæði og jafnrétti, þótt kirkj- an hafi að vísu ekki ævinlega kunnað að haga sér í samræmi við þær á umliðnupn öldum. '1 Morgunblaðið óttast dóm al mennings um ofbeldi Heimdallar Um leið og Morgunblaðið skýrði með stolti frá af- rekum liðsmanna sinna á mið- vikudagskvöldið er þeir réðust á friðsama borgara með óþum og illyrðum, vörpuðu að þeim aur og grjóti og rifu utan af þeim fötin, lézt blaðið vera hneykslað á framferði hvítlið- anna og kvað þá hafa gengið full langt í skrílmennskunni! Ofbeldi Heimdallarskrílsins átti sem sagt að vera „í hófi“, þeir áttu að „þjarma“ mátulega að „kommúnistunum“ o.s.fnt. Það vottaði sem sagt fyrir því að Morgunblaðið skammaðist sín eftir á, enda er nú framferði íhaldsskrílsins og hvítliðanna forc’æmt af öllum almenningi í bænum. jC’n það er vonlaust fyrir í- haldið að ætla að reyna að koma skömminni á tryllt- asta Heimdallarskrílinn einan saman. Hann var að gegna skipulögðu kalli íhaldsfor- eprakkanna og laut forustu Péturs Benediktssonar þjóð- bankastjóra og fyrrverandi ambassadors. Á upphlaups- Staðnum stjórnaði bankastjór- Jnn aðgerðunum, óð þar um eins og geggjaður maður, öskr- aði og æpti eins og óvalinn götustrákur af verstu tegund, kallaði ókvæðisorð að vegfar- endum og hvatti skrílinn til stórræðanna. 0g Petur Benediktsson var ekki einn að verki. Hann hafði til aðstoðar valið herfor- ingjaráð úr innsta hring Sjálf- stæðisflokksins, m.a. Davíð Ól- afsson fiskimálastjóra og fyrrv. formann Varðar ásamt fleiri framámönnum nazistadeildar íhaldsins. Allir voru þessir menn hinir ánægðustu með framgöngu liðsins og þökkuðu því að lokum frammistöðuna með veizluboði í Sjálfstæðis- húsinu um kvöldið þar sem ýmsir helztu foringjar flokks- ins voru einnig viðstaddír. Skrílmennska íhaldsins er nú fordæmd af öllum heiðar- legum mönnum. Þetta veit Morgunblaðið og þess vegna hefur það fyrirskipun um að reyna að draga í land og koma skömminni á óbreytta liðsmenn sína. En sú tilraun er vonlaus. Allur almenningur veit að for- kólfar nazistadeildar íhaldsins stóð fyrir árásunum og hvöttu til að gengið yrði sem lengst í ofbeldinu og ósómanum. —t Stúlkan á myndinni getur með hjálp tækisins sem hún situr við ein annast bók- fœrslú í allstóru fyrirtœki. Tœkið er einn af vélheilunum svonefndu. Á 50 málmplötum er hœgt að g.eyma fimm milljónir talna eða, bókstafa, sem hœgt er að lesa eða breyta með miklum hraða, pví að plöturnar snúast 20 hringi á sékúndu. Bandaríska skrif- stofuvélaverksmiðjan IBM framleiðir tækið og leigir það fyrir 52.000 krónur á múnuði. Vélheili sem annast bókfœrsln Tónleikar Sii innar og Arna ttostiánssonar Að þessu sinni voru aðeins tvö verk á efnisskránni. Hið fyrra var píanókonsertinn í a-moll eftir Grieg. Þetta verk lék Árni Kristjánsson. I því tilfelli má minnast þess, að hann lék þennan konsert með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir svo sem hálfu öðru ári. Það má segja, að svona góð vísa sé ekki of oft kveðin, þó að hún fái að heyrast á svo sem hálfs annars árs fresti. Olav Kielland stjórnaði hljómsveit- inni nú eins og þá. Flutningi Árna mætti ef til vill lýsa í fáum orðum með því að segja, að hann hefði fundið sálina i verkinu og skilað henni til áheyrenda. Að skilningi Olavs Kiellands á Grieg er ekki að spyrja. Hann hefur bæði nú og áður sýnt, að hann er full- komlega handgenginn þessum mikla landa sínum. Einna helzt mætti finna að þvi við einleikara og hljómsveitaf- stjóra, að þeir hafi flutt hæga þáttinn ívið of hægt, svo að hann missti sumsstaðar nokk- uð af upprunalegum krafti sinum. Hitt verkið á efnisskránni var 6. sinfónían eftir Tsjæ- kovskí, síðasta sinfónia hans og sú sem oftast er flutt. Þetta margslungna og litauð- uga verk tókst með afbrigð- um vel, og fjölbreytileg geð- brigði þess komu trúlega fram í öllum þáttunum, en minnisstæðastur er undirrit- uðum þó flutningur annars og fjórða þáttar. • — Af einhverjum ástæðum var konsertinn fluttur síðar, þó að hann væri fyrr á efnis- skránni. Báðir listamennirnir einleikari og hljómsveitar- stjóri, voru kallaðir fram að lokum og hylltir. 1 þeim svif- um stóð Ragnar Jónsson for- stjóri upp og þakkaði lista- mönnunum, en fór svo að flytja pólitískt erindi um Ungverja. Þetta spillti mjög áhrifum af ágætum tónleik- um, þar eð augljóst var, að þeim, sem fýrir þessu stóðu, gekk eitthvað annað til en samúð með ungversku þjóð- inni, því að ella hefði ekki verið alveg forðazt að minn- ast á hernaðarárásina á (Egyptaland, sem ríkisstjóm íslands hafði þó fordæmt til jafns við framferði Rússa I Ungverjalandi. Það. sem er fordæmanlegt hjá einum, get- ur ekki verið gott og blessað hjá öðrum. B. F. leysi við innheimtu útsvaranna Þess munu fá dswni að íhaldið í Re.vkjavík hafi geng- ið af annarri eins hörku og miskunnarleysi að innheimtu útsvaranna -eins og nú. Lætur íhaldið greipar sopa um launatekjur ahnennings og þá ekki sízt verkamanna sem taka nú viku eftir viku við iaunauinslögunum svo að segja tæmdum. Má nærri geta að þröngt gerist fyrir dymm hjá flestum verkamannafjölskyldum þegar eftir eru sldldar aðeins 100—200 krónur af vikuiaun- uniun en hitt er horfið í eyðsluhít íhaldsins. Þar sem íhaldið hefur ekld aðstöðu til að láta greipar sópa um vinnulauu manna em lögtök framkvæmd af algjöru tillitsleysi í innanstokksmunum og öðrum bús- munum án nokkurrar aðvörunar. Er mikil og almenn reiði ríkjandi meðal almennings yfir þéim fruntalegu aðförum sem íhaldið hefur 'nú í framini varðandi inn- heimtu útsvaranna. Á þessu ári hækkaði íhaldið útsvörin á Reykvíking- um um „litlar“ 50 millj. krónur. Munu íhaldsforsprakk- arnir telja sig þurfa að láta hendur standa fram úr emium til þess að ná þessari viðbótarfjárliæð af bæj- arbúum ofan á allar álöguraar sem fyrir voru. hnepptir i Atlanzhafsbandalagið og landið var hemumið. En þrátt fyrir marg'a og fjölmenna mót- mælafundi og stundum hörð á- tök hefur það aldrei komið fyrir að ráðizt hafi verið að sendiráð- um þessara þjóða, áð reýnt hafi verið að vinna fulltrúuhá þess- ara ríkja tjón, eða að þjóðfánar þeirra hafi verið skornir niður og óvirtir. Sú tegund „stjórn- málabaráttu" er algert nýmæli á íslandi, og' það er vægást sagt ósæmilegt að hún- skuli hafin undir forústu manns sem um langt árabil hefur verið fulltrúi íslands hjá flestum þjóðúm Ev- rópu. 'i . v*i.pr.ifo:! íslendingar hafa oft mótmælt framferði stórþjóða, m. á. árás- um þeirra á ísíéndinga sjálfa. Það hefur veríð mótmælt þegar Bretar hafa kúgað íslendinga, eins og þegar þeir bönnuðu út- gáfu þessa blaðs og fluttu for- ustumenn þess með ofbeldi til útlanda og hnepptú þá í fangelsi. Það var mótmælt þegar Banda- rikin sviku hátíðlegustu loforð Roosevelts forseta og neituðu að flytja her sinn burt af íslandi, eins - þegar íslendingar voru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.