Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 10
2 3 Hrólf ur á Breldm NorsJc saga í pýðingu Framhald. III. Sunnudaginn 13. febr- úar vaknaði Hrólfur við það, að honum sveið í aðra stóru tána. Hún hafði nefnilega í óað- gætni gægst framundan sænginni, en svo var kalt, að andgufan fraus við vit manns. Hrólfur mundi þegar eftir skíð- unum og kapphlaupinu og ætlaði strax að klæða sig. En mamma hans, sem var nýbúin að kveikja upp í 'ofn- inum, sagði, að hann yrði að bíða, þangað til hlýnaði í stofunni; og Hrólfur gegndi því. Og svo sofnaði hann aftur, þegar hann var búinn að fela ógætnu stóru tána. Skömmu síðar kemur Nonni á Nesi og spyr eftir Hrólfi. „Hann er ekki kominn á fætur enn“, sagði mamma hans. „En hvað er að sjá þig, b'arn! Ég held að nefið á þér sé fros- ið“. „Nefið“, át Nonnfeft- ir, og tók af sér vett- lingana og þreifaði á því; og það var satt nefið var hvítt, dautt og dofið og Nonni varð að fara út aftur til að þýða það með snjó. Kuldinn rénaði nú samt, er á daginn leið og sólin fór að skína, og um miðdegisleytið lögðu Theódórs Árnasonar þeir félagarnir þrír, — Hrólfur, Nonni og Gvendur, — af stað og stika stórum, og ætl- uðu þeir nú í fyrsta skipti á ævinni að keppa um gull og heiður. — Þeir fara nú ekki al- veg beinustu leiðina að þessu sinni. Þeir hafa nægan tíma fyrir sér; þeir reyna hverja brekku og æfa allar mögulegar listir. Þeir verða að liðka beinin og búkinn. En áfram berast þeir og sjá brátt brekkuna fram- undan sér, þar sem þrautin á að standa. Þeir verða þegjandi og þungbúnir, og herða á ferðinni. Þeir sjá fólks- fjöldann. Fáni er dreg- inn á stöng og það úir og grúri af sleðamönn- um, ungum og gömlum. Enginn þeirra hefur séð neitt slíkt áður. „Ég er næstum því hræddur", sagði Gvendur. „Ekki mikið, held ég“, sagði Hrólfur, „en á- fram nú“. Svo hverfa þeir inn í hópinn og engum þeirra kom til hugar að kvíða. Stundu síðar eru allir stóru drengirnir búnir, og Hrólfur, sem tilheyr- ir yngri flokkunum, stendur uppi á brekku- brúninni með stóran skjöld á brjóstinu og bíður þess, að sín röð komi. Á skildinum stend- ur tölustafurinn 3. Þarna fer sá fyrsti! Hann ýtir húfunni vel niður á kollinn, yptir öxlum og þýtur svo nið- ur brekkuna. En honum hefur víst fallizt hugur á leiðinni. Hann missir jafnvægið og veltur langar leiðir, en stað- næmist loks hjá fólks- fjöldanum. Þar ætlar hann að reyna að standa upp, en dettur aftur og veltir stórri, feitri kerl- ingu um koll og fólkið rekur upp skellihlátur. „Víkið til hliðar“, hrópar annar drengur- inn, um leið og hann leggur af stað niður brekkuna svo hratt sem ör flygi. Fólkið hætti að hlæja. Vesalings dreng- urinn! Hann er ekki nógu fljótur að taka stökkið undir sig. Ann- að skíðið stakkst niður i snjóinn, og svo fór fyrir honum eins og hin- um, að hann valt niður alla brekkuna. Hann ris á fætur snarlega og hristir höfuðið. Hann er ómeiddur, en annað skíð- ið er brotið! Framhald. Molinn, sem datt niður Anna: Viltu ekki gefa mér annan sykurmola, mamma mín? Ég missti hinn niður. Manima: Gerðu svo vel. En reyndu að finna hinn molann. Anna: Það get ég ekki, — ég missti hann — niður — í mig. Aldrei drakk hann Framhald af 1. síðu. lega á skemmtistöðum í höfuðstaðnum og víðar, á daginn, á kvöldin og um nætur, fyrir hina fjölbreytilegustu áheyr- endur, er algjör reglu- maður á vín og tóþak. „Ég hef aldrei bragð- að vín“, segir Haukur, „Það hefur aldrei komið fyrir, að mig hafi lang- að í áfengi, — ég hef aldrei þurft að grípa til áfengis eða neinna deyfilyfja, — ég hef ekki heldur reykt eina einustu sígarettu á æv- inni. — Þegar ég tók að sækja dansleiki, 17—18 ára gamall, var það oft að félagar mínir smökk- uðu áfengi, og sumir fullmikið, lentu jafnvel í ryskingum og rifu föt sín. Fyrsta veturinn dansaði ég ekki, en sat og hlustaði á músíkina. Þegar ég hitti félaga mína á mánudögum, vissu þeir stundum ekki hvað hafði gerzt á laug- ardagskvöldunum, þeir höfðu orðið svo miður sín, — þá áleit ég slíka hegðun ekki mikla skemmtun. Og þegar ég tók að syngja á sam- komum, var oft gleð- skapur undir áhrifum áfengis, og menn hafa komið til mín og boðið mér að vera með og dreypa á, en ég hef aldrei þegið þær veiting- ar. Haukur Morthens er Reykvíkingur, fæddur og uppalinn í höfuð- staðnum. Faðir hans er norskur og heitir Ed- vard Morthens, kom hingað frá Ameríku 1912 og kvæntist hér Rósu Guðbrandsdóttur, ætt- aðri úr Rangárvalla- sýslu. Þau eignuðust 9 börn, og eru 7 þeirra á lífi. Edvard Morthens fluttist til Noregs 1932, en móðir Hauks hefur jafnan átt heima hér. Rósa Guðbrandsdóttir er söngkona. Hún var í Alþingiskantötukór Páls Isólfssonar á Þingvöll- um 1930; þá var hún í kórum hjá Sigfúsi Ein- arssyni og fór í söngför með honum út yfir poll- inn. Árið 1944 tók Haukur að syngja á skemmtun- um, og var fyrst með Alfreð Clausen. Þeir sungu saman á fjöl- mörgum skemmtunum, úti og inni, í Rauðhól- um, í Engidal, og í sam- komuhúsum. Hann lærði prentiðn í ísafold, og stundaði hana, þar til 3 síðustu árin, að hann hefur eingöngu helgað sig söngnum. Hefur hann sungið opinberlega mörg hundruð sinnum, en ekki segist hann hafa haldið tölu á því. Eitt af fyrstu lögunum, sem þeir Alfreð kynntu, var: Máninn skín í Skála- garði, — og vinsælt varð. Haukur telur, að mörg íslenzku dægurlögin séu góð, en þó mættu höf- undar dægurlaga leita eftir því að véra sjálf- stæðari en þeir eru enn. Marga góða höfunda mætti nefna, segir hann, t.d. Oliver Guðmunds- son, Árna ísleifsson og Sigfús Halldórsson, svo að einhverjir séu nefnd- ir. Hann hefur nýlega sungið Gunnar póst á hljómplötu. Birtum við nú þann texta. Svo hef- ur Haukur lofað Óska- stundinni birtingu á nýj- um texta, sem heitir: Sextán tonn. — Segjum ekki meira um það að sinni, en þökkum Hauki fyrir rabbið. Fjölmargar orðsend- ingar verða að bíða næsta blaðs, sökum þrengsla núna. Hvað lauí kynðina Framhald af 4. síðu. hóa tók og smala. 2. Sólin leiddi óminn inn, ótal raddif tala. Báðir gera sömu á- lyktun um smalann og féð, en svo bætir Elli því við, að allt vakni til lífsins og hreyfings, þeg- ar sólin kemur upp. En H. I. D. segir í bréfi: „Adda á Berufjarðar- strönd og afi hennar eru mjög skemmtileg fyrir fleiri en börnin. Má ég senda þér einn botn ? Búsmalinn og bergmálið hljóta að rjúfa kyrrðina. — Kær kveðja“. 10) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 10. nóvember 1956 6PERAN ILTR0VAT0RE eftir GIUSEPPE VERDI flutt á tónleikum í Austurbæjarbíói n.k. þriðju- dags- og fimmtudagskvöld kl. 9. Sinfóníuhljómsveit íslands stjórnandi Warwick Braithwaite F.R.A.M. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir — Guðmunda Elíasdóttir — Magnús Jónsson — Guðmundur Jónsson Kristinn Hallsson Söngmenn úr karlakórnum Fóstbræðrum aðstoða. Aðgöngumiðasala hefst klukkan 2 í dag í Aust- urbæjarbíói, sími 1384. Thorsaravöld oq hernóm Framhald af 1. síðu áframhaldandi herstöðvakapp- hlaup. Með kröfum sínum um hernám íslands er íhaldið að rökstyðja hersetu Rússa í Aust- urevrópulöndum. En hver ein- asti íslendingur sem styður rétt- lætiskröfur Ungverja og annarra smáþjóða um fullveldi og sjálf- stæði, hlýtur að-berjast af alefli fyrir því að hans eigin þjóð fái að búa ein og frjáls í landi sínu. tAt Málsvarar árása og landráns. Undanfarna daga hefur íhaldið þótzt vera að skipuleggja „sam- úð“ með Ungverjum, en hefur jafnframt á kaldrifjaðasta hátt tengt þær aðgerðir valdabraski sínu, svo að hvem ærlegan ís- lending hlýtur að hrylla við. Það hefði verið hægt að sameina alla þjóðina um að votta samúð Ungverjum, Egyptum og öllum þeim þjóðum öðrum sem nú þola hörmungar í valdakeppni stór- veldanna, ef íhaldið hefði ekki skorizt úr leik. En nazistadeild Sjálfstæðisflokksins skarst úr leik á eftirminnilegasta hátt. Pétur Benediktsson hefur lýst yfir því að það séu aðeins „kommúnistar" sem hafi samúð með Egyptum, Morgunblaðið hef- ur æfinlega hrakyrt frelsisbar- áttu nýlenduþjóðanna, það hlakk- ítöSsk úrvalsepli Verð: STARK DELICIOUS 13.40kg. — --- ,, --- 191.60 kassinn ★ — JONATHAN 8,90 kg. — —_— 132J30 kassinn Matvörubúðir r------------■-'i Appelsínur Gráfíkjur^ Döðlur Hnetu- kjarnar 'k SENDUM HEIM _____________J aði í forsprökkum íhaldsins þeg- ar Bandaríkin framkvæmdu valdarán sitt í Guatemala. Stefna íhaldsins er afdráttarlaus stuðn- ingur við nýlenduveldi og auð- valdsríki, árásir og' landrán tel- ur Morgunblaðið sjálfsagðar að- gerðir ef „réttir aðilar“ eiga í hlut, og hvernig ætti annað að vera hjá mönnum sem alltaf eru reiðubúnir til að selja frelsi fósturjarðar sinnar fyrir dollara. En hvers virði er „samúð“ slíkra manna; afstaða þeirra er einn samfelldur stuðningur við árásir og ofbeldi og þá valdstefnu sem hvílir eins og mara á mannkyn- inu og leiðir sárustu hörmungar yfir eina þjóð af annarri. Thorsaravöld og hernám. Leiðtogar íhaldsins standa nú afhjúpaðir frammi fyrir þjóð sinni. Þeir hafa vanhelgað hin alvarlegustu mál með ógeðsleg- um skrílslátum og kaldrifjuðu valdabraski. Þeir hafa sannað þjóðinni að þeim er ekkert heil- agt, þeir meta allt til peninga og gróða. Thorsaravöld og her- nám eru meginatriði í stefnu þeirra, enda hefur Bjami Bene- diktsson marglýst yfir því að hernámið sé nauðsynlegt til þess að stýrkja ríkisvaldið, það ríkis- vald sem thorsaramir eiga ,að hafa, Aldrei fyrr hefur verið eins brýnt tilefni til að allir þjóðhollir vinstrisinnaðir menn standi sem veggur gegn þessari ofstækisfullu klíku og árásum hennar á efnahagslegar framfarir og fullveldi þjóðarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.